Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 6

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR eftir 2 daga ! STRAUMI var hleypt á fyrstu ker- in í nýjum áfanga álvers Norðuráls á Grundartanga í gær, en þegar stækkunin verður að fullu komin í notkun verður ársframleiðsla ál- versins komin úr um 90 þúsund tonnum í dag í 220 þúsund tonn. Í næsta áfanga er svo ráðgert að stækka um 40 þúsund tonn til við- bótar. Það var Jack Gates, aðstoðarfor- stjóri Century Aluminum, móður- félags Norðuráls, sem hleypti straumi á fyrsta kerið af þeim 260 sem bætast við með stækkuninni við hátíðlega athöfn í kerskálanum í gærmorgun. Í framhaldinu klipptu þau Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra og Logan W. Kruger, nýr forstjóri Century Al- uminum, á borða og opnuðu leið að kerunum. Stækkunin verður tekin í notkun smátt og smátt fram eftir ári, og straumi hleypt á síðustu kerin í ágúst. Þó er enn verið að reisa eystri hluta kerskálans sem hýsir kerin sem sett voru í gang í gær. Um er að ræða 130 þúsund tonna aukningu á framleiðslu á ársgrund- velli, sem er tæplega 150% aukning á framleiðslugetu. Stækkunin gerir álverinu kleift að framleiða um 220 þúsund tonn, og þegar eru uppi áform um stækkun í 260 þúsund tonn, og ef tiltekin skilyrði verða uppfyllt er fyrirhugað að þeirri framkvæmd ljúki árið 2008. Raforkan öll frá jarðvarmavirkjunum „Þessi stækkun er hluti af lang- tímaáætlun fyrirtækisins [Century Aluminum], og við hlökkum til að eiga hér samstarf og viðskipti við Íslendinga um ókomna tíð,“ sagði Logan W. Kruger, forstjóri Cent- ury Aluminum, við athöfnina í gær. Þegar stækkunin verður að fullu komin í notkun verða starfsmenn Norðuráls orðnir 355, en áður en farið var að stækka álverið voru þeir tæplega 200. Búið er að ráða að mestu í nýju störfin. Aukning útflutningsverðmæta frá Íslandi vegna stækkunarinnar mun nema um 16 milljörðum króna á árs- grundvelli, miðað við meðalverð á áli til lengri tíma. Það þykir marka nokkur tíma- mót að raforkan til stækkunarinn- ar kemur eingöngu frá jarðvarma- virkjunum, bæði frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suður- nesja, en orkan sem notuð er í öðr- um hlutum álversins kemur bæði úr jarðvarma- og vatnsaflsvirkjun- um. „Verkinu hefur miðað vel og áfallalaust áfram, og ef til vill þess vegna hefur verið fremur hljótt um það í almennri umfjöllun,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra í ávarpi sínu við gang- setninguna í gær. „Öll skipulagn- ing og framkvæmd verksins hefur verið farsæl og hagstæð fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Því hefur verið skipt í hæfilega áfanga, sem gert hefur íslenskum fyrirtækjum kleift að takast á við það.“ Grunnur að útflutningi tækniþekkingar Valgerður hrósaði sérstaklega Norðuráli fyrir að hafa í gegnum árin nýtt íslenskt hugvit og verk- kunnáttu. „Framkvæmdirnar hafa verið undir stjórn verkfræðistofu HRV, sem samanstendur af íslensku verkfræðifyrirtækjunum Hönnun, Rafhönnun og VST. Þetta er í fyrsta skipti sem innlendir verk- fræðingar sjá nánast alfarið um hönnun og framkvæmdaeftirlit með verkefni af þessu tagi,“ sagði Valgerður. „Það hefur orðið til verðmæt þekking sem nú hefur myndað grunn að útflutningi tækniþekking- ar. Ef vel tekst til við að markaðs- setja þessa þekkingu erlendis gæti hér verið komið upphaf að mik- ilvægum útflutningi á þekkingar- starfsemi í framtíðinni, sem mun tvímælalaust verða til þess að efla starfsemina hér heima enn frekar. Alls hafa um 100 íslenskir verk- fræðingar komið að þessu verki, auk um 600 starfsmanna bygging- arverktaka, en um 85% þeirra hafa verið Íslendingar,“ sagði hún enn- fremur. Nýr áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga í notkun á næstu mánuðum Morgunblaðið/Ómar Stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga hefur gengið vel, en ársframleiðslan verður 220 þúsund tonn í haust. Straumur á fyrstu kerin Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, og Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra klipptu á borða við kerin sem gangsett voru í gær. LOGAN W. Kruger, nýr forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, segir að staða fyrirtækisins sé góð, sér í lagi með aukinni framleiðslu í kjölfar stækk- unar á Grundartanga. „Fyrirtækið stendur vel, og markaðurinn fyrir ál stendur vel svo ég met það svo að staðan sé í heildina mjög góð,“ segir Kruger í samtali við Morgunblaðið. „Ég er persónulega mjög ánægður, bæði fyrir hönd Norðuráls og Century Aluminum með framtíðarmögu- leika Norðuráls hér á Íslandi.“ Hann segir Íslendinga geta verið stolta af stækkun álversins á Grundartanga. „Þessi stækkun sem við hleyptum strauminum á í dag er Íslendingum að þakka. Íslenskur almenningur, íslenska ríkisstjórnin, íslenskir bankar og íslenskir sérfræðingar og starfsmenn eiga þátt í hversu vel hefur gengið, og ég held að það séu ekki mörg dæmi um álíka verk sem hafa gengið svo vel í heiminum. Tímaáætlanir hafa staðist vel, og fjárhags- áætlanir einnig, svo ég er mjög ánægður með það hvernig þetta verk hefur gengið.“ Spurður hvort þetta góða gengi hafi áhrif á fyrir- ætlanir fyrirtækisins í Helguvík á Reykjanesi, segir Kruger álver í Helguvík afar spennandi möguleika, og nú sé unnið að umhverfismati. „Ég hef alla trú á því að það sé framtíðarverkefni fyrir okkur. Persónulega vildi ég fá það verkefni í gang fyrr en síðar, en það eru enn þættir sem eftir á að vinna, til dæmis samningar um raforku, umhverfismat og hönnunarvinna.“ Kruger segir allt stefna í það að næstu tíu árin verði áhugaverður tími fyrir Century Aluminum. „Í fyrsta lagi viljum við auka framleiðslu okkar á Íslandi, sem og í öðrum álverum okkar í heiminum. En við lítum svo á að Ísland sé grundvöllur í áætlunum okkar fyrir fram- tíðina.“ Hann segir Century Aluminum einnig hafa uppi áform um að auka umsvif sín með því að hefja framleiðslu á súráli. Þrátt fyrir aukna eftirspurn eftir orku til álfram- leiðslu, segist Kruger ekki hafa áhyggjur af því að erfitt verði að fá orku fyrir frekari stækkun, eða hugsanlegt nýtt álver. „Ég held að við munum bjóða upp á bestu framtíðarhorfurnar og bestu tækifærin. Okkar álver er vel staðsett, við njótum stuðnings úr samfélaginu, og það er meðal þess sem á eftir að skipta miklu máli í framtíðinni.“ Ekki mörg dæmi um verk sem ganga jafnvel KVENNAHREYFINGIN hefur lagt fram tillögur að endurbótum á stjórnarskrá Íslands. Birna Þór- arinsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, segir tillögurn- ar hafa jafnrétti kynjanna að leið- arljósi og að þær byggist á þeirri staðreynd að í reynd ríki ekki jafn- rétti. „Stjórnarskráin þarf að endur- spegla þann raunveruleika og mæla fyrir um skyldur stjórnvalda til úr- bóta,“ sagði Birna. Opnaður hefur verið undirskriftalisti inn á heima- síðu UNIFEM þar sem hægt er að lýsa yfir stuðningi við tillögurnar. Listinn verður síðan afhentur stjórnarskrárnefnd. Tillögur þessar voru fyrst kynnt- ar stjórnarskrárnefnd í júní á síð- asta ári. Krefjast breytinga á stjórnarskránni ELDRI hjón voru flutt á slysadeild eftir árekstur á mótum Snorra- brautar og Egilsgötu um kl. hálf- fimm síðdegis í gær. Þau slösuðust þó ekki alvarlega að sögn lögregl- unnar. Þau voru í bíl sem lenti á öðrum bíl á gatnamótunum og rák- ust ökutækin á kyrrstæðan bíl sem þar stóð hjá. Sjúkrabílar og tækjabíll slökkvi- liðsins voru sendir á vettvang og voru bílarnir sem í árekstrinum lentu fjarlægðir með krana. Þó nokkur ár eru síðan umferðarljós voru sett upp á gatnamótunum og er slysatíðni þar ekki hærri en gengur og gerist í borginni. Til- drögin í gær munu hafa verið þau að sól blindaði annan ökumannanna með fyrrgreindum afleiðingum. Hjón slösuðust í árekstri FYRIR liggur að sameina stjórnir kirkjugarða á landinu. Í dag eru þær 250 tals- ins, þar af 190 í dreifbýli. Flestar eru sóknirnar í dreifbýlinu með færri en 100 íbúa og að jafnaði er ekki jarðsett oft- ar en annað eða þriðja hvert ár. Sameining mun auka rekstrar- hagkvæmni og bæta samninga við garðyrkjumenn og grafartöku- menn. Kirkjugarðar í Eyjafirði hafa þegar hafist handa við að sameina sinn rekstur, kirkjugarðarnir verða þó á sínum stað um ókomna tíð. Þetta kemur fram í fréttabréfi Kirkjugarðasambands Íslands. Sameining kirkju- garðastjórna á landsbyggðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.