Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖGREGLAN hefur óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi í því skyni að setja upp netsíum sem koma í veg fyrir að viðskiptavinir geti skoðað vefsíður sem innihalda barna- klám. Þetta kom fram í máli dóms- málaráðherra, Björns Bjarnasonar, á Alþingi í gær. Hann sagði að verið væri að skoða nánar alla þætti þessa máls, m.a. þá sem snúa að vernd per- sónuupplýsinga og öðrum lagalegum þáttum. „Vonast er til að þetta sam- starf verði að veruleika á næstu vik- um og mánuðum,“ sagði hann. Sandra Franks, varaþingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hún sagði að daglega heyrðust fregnir af barnaklámi á net- inu og að fáum blandaðist hugur um að möguleikar nýrrar tækni hefðu stóraukið umsvif glæpamanna sem misnotuðu saklaus börn. „Til marks um það nefni ég að Barnaheillum hafa borist ógrynni ábendinga um barna- klámsíður á netinu,“ sagði hún. Sandra sagði að stjórnvöld hefðu vissulega gripið til varna, m.a. væri fólki bannað samkvæmt hegningar- lögum að hlaða niður barnaklámi á tölvur sínar, en þrátt fyrir það hefði sigið hratt á ógæfuhliðina. „Á nýlegri ráðstefnu Barnaheilla kom fram að tæknilega er nú hægt að taka upp sér- stakar netsíur sem myndu hindra að- gang Íslendinga að vefsvæðum sem innihalda barnaklám. Norðmenn hafa tekið upp netsíur í þeim tilgangi. Mér finnst það mjög athyglisvert og er þeirrar skoðunar að íslensk stjórn- völd eigi að gera slíkt hið sama.“ Sandra sagði að í Noregi fengju netþjónustur lista yfir ólöglegar vef- síður frá yfirvöldum, og að þeim væri síðan lokað. Þar með væri ekki hægt að komast inn á þær frá Noregi. „Í stað þess að síðan opnist kemur ein- faldlega gluggi sem segir að viðkom- andi hafi reynt að komast inn á ólög- lega vefsíður. Í Noregi hafa mælst allt að sjö þúsund tilraunir daglega til að komast inn á þannig síður. Það er hins vegar engin skrá haldin yfir þá sem reyna slíkt enda væri það fráleitt að mínum dómi og í andstöðu við stjórn- arskrá og persónuverndarlög.“ Ýmsar leiðir kannaðar Sandra tók fram að hún aðhylltist þá grundvallarreglu að ríki og hið op- inbera ættu að hafa sem allra minnst afskipti af persónulegum högum og einkalífi fólks. „Í þessu tilviki er ég þó þeirrar skoðunar að það sé réttlæt- anlegt að ríkið grípi inn í með þessum hætti. Afstaða mín byggist á því að það er óhjákvæmilegt að líta svo á að notendur barnakláms séu þátttak- endur í þeim glæpum sem eru for- sendan fyrir framleiðslu þess. Þeir eiga því aðild að kynferðisbrotum gegn börnum, þó þau fari fram ann- ars staðar í heiminum. Ég tel að það felist svo ríkir hagsmunir í því að stöðva þau brot að það réttlæti fylli- lega að ríkið grípi til aðgerða af þessu tagi til að hindra þau.“ Hún spurði ráðherra því næst hvort til greina kæmi að setja upp umræddar netsíur. Ráðherra svaraði því til, eins og áð- ur sagði, að lögreglan hefði óskað eft- ir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi til að koma upp slíkum netsíum. Hann sagði mikilvægt að leita allra leiða til að stemma stigu við barna- klámi á netinu. Lögreglan undir for- ystu embættis ríkislögreglustjóra hefði verið að kanna ýmsar leiðir í þeim efnum. Hún hefði m.a. kynnt sér hvað lögregluyfirvöld í nágrannalönd- um okkar hefðu verið að gera. Þá hefði hún átt gott samstarf við Barna- heill. Björn sagði ennfremur að í dóms- málaráðuneytinu væri verið að vinna að lagabreytingum til að íslenska rík- ið gæti uppfyllt skuldbindingar sínar á grundvelli samningi Evrópuráðsins um tölvubrot frá 23. maí 2001. Hann sagði að í samningnum væri m.a. ákvæði varðandi barnaklám og að þar væri gert ráð fyrir úrræði sem tæki mið af þeirri hættu að hægt væri að breyta tölvugögnum sem hefðu að geyma sönnun fyrir broti. Þau ákvæði samningsins kölluðu á lagabreytingu hér á landi. Sagðist hann stefna að því að leggja fram frumvarp í þessa veru á yfirstandandi þingi. Fagna samstarfi um netsíur Fleiri þingmenn tóku þátt í um- ræðum. Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að barnaklám væri í sínum huga ein stærsta skömm sem hvíldi á mann- kyninu og Hlynur Hallsson, varaþing- maður Vinstri grænna, fagnaði því að verið væri að vinna að þessum málum í dómsmálaráðuneytinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, Siv Friðleifsdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokks, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, tóku í sama streng. Þau tvö síðarnefndu fögnuðu því sér- staklega að unnið væri að því að ná samkomulagi um netsíur. Þingmenn ræða margvíslegar leiðir til að koma í veg fyrir barnaklám á netinu Lögreglan vill samstarf við netfyrirtæki um netsíur Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þuríður Backman heilsar hér upp á Söndru Franks. Á milli þeirra sést glitta í Ágúst Ólaf Ágústsson. TÍU þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að launagreiðendum verði skylt að aðgreina út- svar og tekjuskatt á launaseðli launamanns. Fyrsti flutnings- maður frumvarpsins er Guðlaugur Þór Þórðarson. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að útsvarsprósenta sé misjöfn á milli sveitarfélaga og að mikilvægt sé að almenn- ingur sé ávallt vel upplýstur um álagningu skatta og opin- berra gjalda. „Flutningsmenn telja að með aðgreiningu á útsvari og tekju- skatti á launaseðli sjái launamaður hvernig staðgreiðsla skatta skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga.“ Skylt verði að greina á milli útsvars og tekjuskatts ALÞINGI hefur samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Samkvæmt því bætist við ákvæði í lögin um að kirkjuþing ákveði skipan umdæma vígslu- biskupa. Ennfremur bætist eftirfarandi ákvæði við lögin: „Kirkjuþings- fulltrúar eru kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára í senn. Kirkjuþing ákveður skipan kjördæma kirkjuþings og fjölda kirkjuþingsmanna. Á kirkjuþingi skulu leikmenn vera fleiri en vígðir.“ Frumvarpið var samþykkt með 33 samhljóða atkvæðum. Lögin öðlast þegar gildi. Kirkjuþing ákveði skipan umdæma vígslubiskupa ÞORGERÐUR K. Gunnars- dóttir menntamálaráðherra fagnaði á Alþingi í gær yfirlýs- ingu forystu Kennara- sambands Íslands og aðildarfélaga þess, en í yf- irlýsingunni kemur m.a. fram að að- ildarfélögin standi að samkomu- lagi mennta- málaráðherra og KÍ um tíu skref til sóknar í skólastarfi. „Það er ljóst að kennarafor- ystan gengur samstiga í þessu máli eins og yfirlýsing Kenn- arasambandsins frá því í morg- un ber augljóslega með sér,“ sagði ráðherra, en Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var málshefj- andi umræðunnar. Ráðherra sagði að það skipti mestu að menntamálaráðu- neytið og kennaraforystan gengju samstiga að því verki sem fram undan væri. „Við munum halda áfram að starfa í samræmi við það samkomulag sem var undirritað af mér og formanni Kennarasambands- ins,“ sagði hún. „Við munum [...] vera samstiga í þeirri við- leitni okkar að gera skólakerfið enn betra en það er í dag.“ Ráðherra sagði að farið yrði í allsherjar endurskipulagningu og endurskoðun á allri skóla- löggjöfinni; þ.e. leikskólalög- gjöfinni, grunnskólalöggjöfinni og framhaldsskólalöggjöfinni. Það yrði að sjálfsögðu gert í samráði við kennarasamfélag- ið. Ráðherra sagði aukinheldur að í þeirri vinnu sem fram und- an væri þyrfti líka að líta til samræmdra prófa. „Það er afar líklegt í ljósi þess sem tengist breyttri námskipan til stúd- entsprófs að það fyrirkomulag muni breytast.“ Fagnar yfirlýsingu KÍ og að- ildarfélaga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru umræð- ur um sveitarstjórnarmál og raf- orkumál. STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra lýsti yfir miklum vonbrigðum með það á Alþingi í gær að samráðsferli við íbúa hvort sínum megin við Klepps- víkina í Reykjavík vegna fyrsta áfanga Sundabrautar skyldi ekki vera hafið. Umhverfisráðherra staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar í byrjun nóvember sl. um mat á umhverfisáhrifum vegna 1. áfanga Sundabrautar, en setti um leið skilyrði um samráð við íbúa í Hamra- hverfi og við hafnaryfirvöld og hags- munaaðila í Sundahöfn. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, var málshefjandi umræðunnar á þingi í gær og spurði ráðherra um stöðu mála vegna fyrir- hugaðrar Sundabrautar. „Formlegt samráð er samkvæmt mínum upplýsingum ekki hafið,“ sagði ráðherra, „og verð ég að lýsa miklum vonbrigðum mínum með að tíminn skyldi ekki hafa verið nýttur frá því í byrjun nóvember til þess að leita allra leiða til góðs samkomulags við íbúana á svæðinu, eins og úrskurðurinn gerir ráð fyrir,“ bætti ráðherra við og hélt áfram: „Framkvæmdasvið Reykjavíkur- borgar gengur þarna á undan í und- irbúningi þessa verkefnis og Vegagerð- in kemur síðan að sjálfsögðu að þessu verki og ber ábyrgð á endanlegri hönn- un þegar allir þættir liggja fyrir. Hönn- un vegna þessa fyrri áfanga er ekki bú- in, eins og nærri má geta, þar sem ekki er búið að ákveða endanlega legu veg- arins. Hönnunin verður sett af stað strax og samráðsniðurstaðan er feng- in.“ Ráðherra sagði að undirbúningur vegna hönnunar og útboðsgagna gæti tekið nærri tvö ár. „Rétt er að geta þess að vinna við umhverfismatsskýrslu vegna annars áfanga er þegar hafin, þ.e. frá Hallsvegi og upp á Kjalarnes. Sú vinna gæti tekið tæpt ár eða svo,“ sagði ráðherra enn fremur. Fjölmennt á opinn fund Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þess efnis að ekki sé rétt að engin samráðsfundur hafi verið haldinn. Hinn 17. nóvember hafi um 300 manns sótt opin fund framkvæmdaráðs borga- innar um málefni Sundabrautar og lítur Reykjavíkurborg svo á að fundurinn sé þáttur í samráðsferli vegna lagningar brautarinnar. Á fundinum, sem haldin var á Grand Hótel, komu fram sjón- armið íbúa beggja vegna við Kleppsvík- ina og héldu meðal annarra erindi Guð- mundur Arason sem lýsti sjónarmiðum íbúasamtaka Laugardals og Elísabet Gísladóttir sem viðraði sjónarmið íbúa- samtaka Grafarvogs. Spurningar úr sal voru einnig teknar niður og svarað skil- merkilega á vefsvæði framkvæmdaráðs. Vonbrigði með að samráð skyldi ekki vera hafið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.