Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 11
FRÉTTIR
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Laugavegi 28, sími 562 6062
Útsala
St. frá 34-46
Enn meiri afsláttur
Nýtt kortatímabil
VANTAR ÞIG
GÓÐAR SÍÐBUXUR?
Tískuverslun
Eiðistorgi 13, 2. hæð á torginu Sími 552 3970
Finnur þú ekki stærðina þína?
Gerum buxur eftir pöntun.
Opið: mán.-fös. kl. 14-18.
Hlíðasmára 11, Kóp. s. 517 6460 • Stærðir 38-60
Á Akureyri
Hafnarstræti 94
Nýjar vörur - Útsala
Adeins 16.-18. febrúar
Nýtt kortatímabil
fyrri umsögn, en þar var mikilvæg-
asta athugasemdin sú að skilgrein-
ing á útvarpsþjónustu í almanna-
þágu væri alltof víðtæk og óljós.
Engin marktæk breyting hafi orðið
að þessu leyti í nýju frumvarpi, þó
ljóst sé að íslensk stjórnvöld hafi
talsvert svigrúm til túlkunar hvað
þetta snertir miðað við fordæmi á
Evrópska efnahagsvæðinu.
Heimildarákvæði
Síðan segir: „Ekki er þó heimilt
að víkja frá þeim skilyrðum sem
nefnd eru í athugasemdum ESA til
íslenskra stjórnvalda. Ólíkt því sem
EES reglur um ríkisaðstoð krefj-
ast og getið er um í athugasemdum
ESA, er ekki með skýrum hætti
mælt fyrir um skyldu RÚV til að
veita tiltekna og magngreinda
þjónustu í almannaþágu gegn þeim
ríkisstyrk sem félaginu er ætlaður,
heldur er ákvæðið skrifað nánast
eins og heimildarákvæði í kringum
alla núverandi starfsemi RÚV.
Þegar þannig er búið um hnút-
ana er ákvæði um fjárhagslegan
aðskilnað dauður bókstafur. Þá er
ákvæði um tekjustofna RÚV
óbreytt frá fyrra frumvarpi. Láta
SA því á ný í ljós efasemdir um að
nefskattur sem veitir eigi lægri
ríkisstyrk en núverandi afnotagjöld
gera geti falið í sér ásættanlega
lausn á fjármögnun Ríkisútvarps-
ins og að verjandi sé að ráðstafa
opinberu fé til RÚV í þeim mæli
sem gert hefur verið undanfarin
ár.“
SAMTÖK atvinnulífsins leggjast
gegn því að frumvarp til laga um
Ríkisútvarpið verði að lögum, þar
sem frumvarpið samrýmist ekki
ákvæðum samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið um ríkis-
styrki, sé í andstöðu við markmið
samkeppnislaga og tryggi ekki við-
unandi jafnræði milli opinberra að-
ila og einkaaðila í útvarpsrekstri.
SA telur þó að frumvarpið feli í
sér vissa framför frá fyrra frum-
varpi þar sem nú sé gert ráð fyrir
að RÚV verði hlutafélag alfarið í
eigu ríkisins en ekki sameignar-
félag eins og áður og það sé til
bóta að nú sé gert ráð fyrir þeim
möguleika að fjárhagslegur að-
skilnaður verði milli útvarps í al-
mannaþágu og annarrar hugsan-
legrar starfsemi Ríkisútvarpsins.
Þetta kemur fram í umsögn
Samtaka atvinnulífsins um frum-
varp til laga um Ríkisútvarpið hf.,
en áður höfðu samtökin gefið um-
sögn um fyrra frumvarp sem lagt
var fram á síðasta löggjafarþingi.
Í umsögninni nú er vísað til
bréfs Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) frá því í fyrrasumar þar
sem kemur fram sú afstaða ESA
að fjármögnun RÚV með nefskatti
feli í sér ríkisaðstoð sem sé ósam-
þýðanleg ákvæðum EES-samn-
ingsins nema að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
Þá er vísað til athugasemda SA í
SA leggjast gegn frumvarpi um RÚV hf.
Tryggir ekki við-
unandi jafnræði
Framför að RÚV
verði hlutafélag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
JARÐSKJÁLFTI upp á 2,9 stig á
Richter varð undir Esjufjöllum í
Vatnajökli kl. 3.19 í fyrrinótt. Að
sögn Bergþóru S. Þorbjarnar-
dóttur á eðlisfræðisviði Veður-
stofunnar mældust ekki fleiri
skjálftar á svæðinu. Einstakir
skjálftar og hrinur eru ekki óal-
geng á svæðinu að sögn hennar en
síðast kom skjálftahrina þar í
október 2002.
Skjálftar hafa einnig mælst við
Grímsey og var mesti styrkurinn
11. og 12. febrúar, um og yfir 3 á
Richter en fjaraði út í miðri vik-
unni. Að sögn Bergþóru mældist
engin virkni þar í gær.
Skjálfti
í Vatnajökli