Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Cayenne Turbo S
prófaður í eyði-
mörkinni í Dubai
Bílar á morgun
AKUREYRI
ÚTGERÐ frystitogarans Baldvins
Njálssonar GK, sem sjávarútvegs-
fyrirtækið Nesfiskur ehf. í Garði
gerir út, hefur gengið ágætlega síð-
an útgerð hans hófst í lok ágúst-
mánaðar á síðasta ári.
Togarinn kom inn til löndunar í
Hafnarfirði úr sínum fjórða túr með
yfir 9.000 kassa af frosnum afurð-
um, blönduðum afla, aðallega þorski
og karfa, sem skipið fékk á Vest-
fjarðamiðum og suð-vestur af land-
inu.
Að sögn Ingibergs Þorgeirsson,
útgerðarstjóra Nesfisks, er afla-
verðmætið í þessari veiðiferð lið-
lega 62 milljónir.
„Nesfiskur gerir út nokkra snur-
voðarbáta auk ísfisktogara og rekur
öfluga fiskvinnslu í Garðinum og
Sandgerði, en tilkoma frystitogar-
ans, sem áður hét Ímir HF, mun
ekki taka afla frá landvinnslunni þó
aldrei sé nægur kvóti, heldur er
leigður kvóti til að halda rekstri
hans algjörlega aðskildum,“ sagði
Ingibergur.
Útgerð Baldvins
Njálssonar gengur vel
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
EINAR K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra átti í gær fund í Ósló
með Helgu Pedersen sjávarútvegs-
ráðherra Noregs. Á fundinum var
rætt um þau mál sem eru efst á
baugi í samskiptum landanna á
sviði sjávarútvegs, bæði þar sem
Ísland og Noregur standa saman
og þar sem ágreiningur er.
Helsta ágreiningsefnið er stjórn
veiða úr norsk-íslenska síldar-
stofninum. Ráðherrarnir ræddu þá
stöðu sem upp er komin í þessu
máli í kjölfar þess að Norðmenn
hafa tekið sér stærri hlutdeild úr
veiðunum, en þeir höfðu sam-
kvæmt samningnum sem áður var
í gildi. Einar lagði áherslu á að nú-
verandi ástand leiddi til ofveiða og
setti stofninn í hættu. Allir aðilar
hefðu hag af því að stöðugleiki
ríkti og að veiðarnar gengju ekki
of nærri stofninum. Ráðherrarnir
vilja leita leiða til þess að leysa
þann hnút sem málið er komið í og
var í því sambandi bent á að sam-
ráð hagsmunaaðila hefði haft já-
kvæð áhrif til lausnar kolmunna-
deilunnar á síðasta ári.
Samstarf á sviði hvalveiða
Full samstaða er með ráðherr-
unum um að nýta beri hvalastofna.
Rætt var um áform landanna varð-
andi hvalveiðar, í því sambandi
kynnti Helga Pedersen samþykkt
Stórþingsins um að fela Norður-
Atlantshafs-sjávarspendýraráðinu
(NAMMCO) hlutverk í stjórn hval-
veiða Norðmanna. Ennfremur
ræddu ráðherrarnir um möguleika
á frekara samstarfi varðandi milli-
ríkjaverslun með hvalaafurðir.
Ráðherrarnir voru sammála um að
halda áfram því góða samstarfi
sem verið hefur milli þjóðanna í
þessum málaflokki.
Rætt var um ólöglegar veiðar,
bæði í Barentshafi og á Reykja-
neshrygg, og farið yfir aðgerðir
þjóðanna gegn þessum veiðum.
Báðar þjóðirnar hafa hafið sér-
stakt átak gegn ólöglegum fisk-
veiðum sem meðal annars felst í
því að hindra viðskipti þjónustuað-
ila við þá sem stunda ólöglegar
veiðar og gera þessum aðilum erf-
iðara að koma afurðum sínum á
markað. Lofuðu Norðmenn það
framtak Íslands að senda mark-
aðsaðilum sérstakt bréf þar sem
varað er við viðskiptum við útgerð-
ir þeirra skipa sem stundað hafa
ólöglegar karfaveiðar á Reykja-
neshrygg.
Einar skýrði frá stöðu mála í
loðnuveiðum en vegna gildandi
samninga við Norðmenn þarf að
fjalla um hvernig bregðast skuli
við því að Norðmenn geta ekki
veitt það magn sem þeim ber sam-
kvæmt gildandi samningum.
Ákveðið var að hefja viðræður um
málið að lokinni loðnuvertíð.
Leita leiða til
lausnar síldardeilu
FJALLAÐ er um rannsóknir og starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar (ÍE) í opnugrein í nýjasta hefti
bandaríska tímaritsins Time. Greinin ber fyrirsögnina
„Íslandstilraunin. Hvernig örsmá eyþjóð náði foryst-
unni í erfðafræðibyltingunni.“
Farið er yfir tíu ára sögu ÍE og lýst fjölmörgum
uppgötvunum og rannsóknaniðurstöðum ÍE á umliðn-
um árum. Þar er m.a. fjallað um að vísindamönnum
ÍE hafi nýlega tekist að finna erfðabreytileika sem
virðist hafa veruleg áhrif á hættuna á að fólk fái syk-
ursýki 2, og greint er frá því að innan fárra vikna
hefjist lokafasi lyfjaprófana sem byggist á uppgötvun
á erfðabreytileika sem tengist auknum líkum á
hjartaáföllum, einkum meðal svartra Bandaríkja-
manna.
Rætt er um rannsóknir ÍE við dr. Francis Collins,
hjá bandarísku heilbrigðisstofnuninni, en hann hefur
einnig stýrt svonefndri genamengisáætlun (e. Human
Genome Project). Collins lýsir mikilli hrifningu sinni á
þeim árangri sem ÍE hefur náð. „Það sem deCODE
[móðurfélag ÍE] er að gera er auðsjáanlega spennandi
og ég óska þeim til hamingju,“ segir Collins. Í grein-
inni segir að starfsemi ÍE njóti mikils stuðnings meðal
Íslendinga. Fyrirtækið hafi nú safnað blóðsýnum úr
um 100 þúsund einstaklingum, sem hafi m.a. gert vís-
indamönnum ÍE kleift að ná fyrrnefndum árangri í
rannsóknum á orsökum hjartaáfalla. Leiða megi líkur
að því að lyfjaþróunin geti leitt af sér minni hættu á
hjartaáföllum og aukið lífslíkur, þótt nokkur ár geti
liðið áður en lyfið kæmist á markað í Bandaríkjunum.
Lýst er samstarfi ÍE og svissneska lyfjafyrirtæk-
isins Hoffmann-La Roche um kortlagningu erfðavísa
sem tengjast ýmsum sjúkdómum og velt er upp
spurningum um hvort tryggingafélög og atvinnurek-
endur muni notfæra sér uppgötvanir mannerfðafræð-
innar um erfðaþætti sem tengjast sjúkdómum, til að
mismuna viðskiptavinum og starfsmönnum. Tímaritið
ber þetta undir Kára Stefánsson, forstjóra ÍE, sem
segir Bandaríkjamenn til þessa ekki hafa þurft á
erfðafræði að halda til að beita svarta Bandaríkja-
menn misrétti. ,,Það hafið þið gert algerlega án að-
stoðar erfðafræðiuppgötvana.“
Time fjallar um Íslenska erfðagreiningu í opnugrein
Í forystu fyrir erfða-
fræðibyltingunni