Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
kápur, jakkar, bolir, buxur
og samkvæmisklæðnaður
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
NÝTT KORTATÍMABIL
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
lausa bíla undanfarnar tvær vikur,
þar sem eigendum er gefinn viku-
frestur til að fjarlægja ökutækin. Í
frétt Umhverfissviðs segir að
bílhræin leynist víða, við bílskúra, á
almennum bílastæðum, bak við hús
eða á víðavangi. Telja starfsmenn
Umhverfissviðs sennilegt að ástæð-
an fyrir aukningu þeirra sé falin í því
að fjölgað hafi í bílaflotanum í borg-
inni, íbúar skipti örar um bifreiðar
og eigi fleiri en eina.
Brýnt er að fjarlægja bílhræ bæði
vegna mögulegrar mengunar, sjón-
mengunar og hættu sem skapast á
slysum, t.d. vegna brotinna rúða. Þá
er hinn mesti subbuskapur og óprýði
að slíkum bílhræjum og gefa þau
slæmt fordæmi fyrir annarri um-
gengni við umhverfi borgarinnar.
Skráðir eigendur ökutækja geta
skilað ökutæki til úrvinnslu og fengið
skilagjald, en aftur á móti þarf eig-
andi að greiða fyrir þann kostnað
sem hlýst af því ef fjarlægja þarf bif-
reiðina með aðgerðum. Það ætti því
að vera eigendum hræjanna í hag að
koma þeim á haugana áður en borg-
arstarfsmenn ganga í málið.
Reykjavík | Nokkuð ber á fjölgun
mála vegna bifreiða í niðurníðslu á
borgarlandi og einkalóðum undan-
farið og segir Tómas G. Gíslason
heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfis-
sviði Reykjavíkurborgar slík mál
viðamikinn kæruflokk, en jafnframt
viðkvæman. Þetta kemur fram í frétt
á síðu Umhverfissviðs Reykjavíkur-
borgar, www.umhverfissvid.is. Á
liðnu ári voru 1276 tilkynningar
límdar á bifreiðar þar sem eiganda
var gert að fjarlægja gripinn.
Málaflokkurinn er sameiginlega á
höndum Umhverfissviðs og Fram-
kvæmdasviðs, en Umhverfissvið
gerir athugasemdir við bifreiðar í
niðurníðslu á borgarlandinu og
Framkvæmdasvið fjarlægir númers-
lausar bifreiðar. Bifreiðar á sam-
eignalóðum fjölbýlishúsa má fjar-
lægja að ósk húsfélags og Umhverf-
issvið gerir athugasemdir við
bifreiðar í niðurníðslu á einkalóðum,
en gerir aftur á móti ekki athuga-
semdir við númerslausar bifreiðar á
einkalóðum ef þær eru ekki bílhræ.
Um eitt hundrað tilkynningar hafa
verið límdar á bílhræ eða númers-
Bílhræjum fjölgar ört
Samkomulagið kveður á um sam-
starf bæjarfélagsins og Leirvogs-
tungu um alhliða uppbyggingu á
u.þ.b. 400 íbúðum ásamt, gatna-
gerð, byggingu skólamannvirkja
o.fl. atriða sem eru órjúfanlegur
hluti við uppbyggingu á nútíma
íbúðahverfi.
Mosfellsbær | Fulltrúar Leirvogs-
tungu ehf og Mosfellsbæjar und-
irrituðu í gær samkomulag um upp-
byggingu íbúðabyggðar í Leirvogs-
tungu í Mosfellsbæ.
Samkomulagið er gert í fram-
haldi af viljayfirlýsingu sömu aðila
um sama efni frá því í ágúst 2005.
Samkomulag um uppbygg-
ingu í LeirvogstunguANDARUNGINN Engilráð, sem
þekkt er úr Stundinni okkar, heim-
sótti börnin á Barnaspítala Hrings-
ins í gær. Spjallaði hún og sprellaði
við börnin auk þess sem hún söng
Faðmlagið. Þá færði Engilráð leik-
stofu Barnaspítalans tuskudýrið
Engilráð að gjöf.
Engilráð segir að það sé mikið
hjartans mál að fá að faðma sem
flesta krakka, stóra sem smáa,
mjóa og mjúka. Þá viti hún fátt sem
jafnast á við hlý faðmlög, sem geti
gert kraftaverk, virkað uppörvandi
og verið huggun á erfiðum stund-
um.
Þótt Engilráð geti ekki sjálf
heimsótt spítalann eins oft og hún
vildi verður tuskudýrið Engilráð
alltaf á leikstofu spítalans til að
knúsa, kreista og hvísla að öll
heimsins leyndarmál.
Að sögn starfsfólks Sjónarhóls
geta tuskudýr örvað tilfinninga-
þroska barna, hjálpað þeim að tjá
ástúð og væntumþykju eða verið
hughreystandi og dregið úr streitu
á erfiðum augnablikum. Þá hvetji
þau til samskipta fólks, glæði
ímyndunarafl og veki forvitni.
Morgunblaðið/Ásdís
Viðstaddir fylgdust kátir með ærslum Engilráðar á Barnaspítalanum og kunnu vel að meta skemmtilegt fas hennar.
Engilráð heimsótti Barnaspítalann
Sundlaug | Sveitarstjórn Eyjafjarð-
arsveitar hefur samþykkt að ganga að end-
urskoðuðu tilboði B. Hreiðarssonar ehf. í
annan og síðari áfanga sundlaugarbygg-
ingar við Hrafnagil en það hljóðar upp á
tæpar 122 milljónir króna sem er tæplega
16% yfir kostnaðaráætlun. Skilafrestur er
framlengdur til 1. ág. 2006.
Reiðvegur | Hestamannafélagið Þrá-
inn hefur farið fram á að Grýtubakka-
hreppur skipuleggi og veiti leyfi fyrir
reiðvegi frá Kaplaskjóli norður á Skælu.
Jafnframt er óskað eftir því að sveitar-
félagið standi straum af kostnaði við
byggingu vegarins. Sveitarstjórn tók á
fundi sínum í vikunni jákvætt í að koma
slíkum vegi á skipulag. Varðandi fram-
kvæmdir sér hún sér ekki fært að verða
við beiðninni, þar sem framkvæmdirnar
rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar
ársins.
Í samband | Sveitarstjórn Grýtubakka-
hrepps hefur borist undirskriftalisti þar
sem 112 íbúar sveitarfélagsins skora á
Símann að koma upp ADSL-tengingu
(bæði tölvu- og sjónvarpssambandi) á
Grenivík hið fyrsta. Sveitarstjóra hefur
verið falið að koma listanum á framfæri við
Símann.
Afmælisgjöf | Skólanefnd hefur sam-
þykkt að veita Tónlistarskólanum á Ak-
ureyri 350 þúsund krónur í afmælisgjöf, en
skólinn átti nýlega 60 ára afmæli, 20. jan-
úar síðastliðinn, en haldið verður upp á
daginn nú síðar í þessum mánuði, 26. febr-
úar. Starfandi skólastjóri, Kaldo Kiis,
hafði óskað eftir aukafjárveitingu að upp-
hæð 500 þúsund krónur til að standa
straum af hátíðarhöldunum.
Blús og djass | Blúskompaníið og Park
Projekt koma fram á blús- og djasshátíð í
Ketilhúsinu í kvöld. Í þeirri fyrrnefndu eru
Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson
en í hinni eru Agnar Már Magnússon,
Kristján Edelstein og Gunnlaugur Briem
auk Pálma. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Hvað er kynlífsfíkn? | Reynir Harð-
arson sálfræðingur flytur fyrirlesturinn
Hvað er kynlífsfíkn? í dag, miðvikudag, kl.
12.00 á Sólborg við Norðurslóð.
MIÐBÆRINN á Akureyri hefur talsvert verið í fréttum undanfarin
misseri, enda stendur mikið til eftir hugmyndasamkeppni um breyt-
ingar á svæðinu. Hér má sjá aðra hlið á miðbænum en venjulega;
þetta er miðbærinn aftan frá, ef svo má að orði komast.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Miðbærinn - aftan frá
LENGING brautarinnar á Akureyr-
arflugvelli er grundvallaratriði varð-
andi framtíðaruppbyggingu milli-
landaflugs um völlinn. Þetta kemur
fram í skýrslu sem Njáll Trausti
Friðbertsson vann fyrir Rannsókn-
arstofnun Háskólans á Akureyri.
Efni skýrslunnar var að hluta til
kynnt í haust en hún hefur nú verið
gerð opinber í heild sinni á heima-
síðu RHA.
Í samgönguáætlun fyrir árin 2005
til 2008 er gert ráð fyrir fjármunum
til að skoða hvaða möguleikar eru til
staðar til að lengja flugbrautina og
hver kostnaður yrði af slíkri fram-
kvæmd.
Skýrsluhöfundur segir að við
vinnslu hennar hafi komið mjög
sterk skilaboð bæði frá fólki í ferða-
þjónustu og flugrekstri að ef eigi að
byggja upp millilandaflug frá Akur-
eyrarflugvelli í framtíðinni sé nauð-
synlegt að lengja flugbrautina.
Njáll Trausti telur að lengja þurfi
brautina um 460 metra. Hann segir
þegar hafa skapast aðstæður til að
skoða möguleika á sérstöku frakt-
flugi frá Akureyrarflugvelli með
ferskan fisk en útflutningur á fersk-
um fiskflökum frá Norður- og Aust-
urlandi hafi aukist úr 300 tonnum ár-
ið 2001 í rúm 4.000 tonn árið 2004 og
um það bil 4.800 hafa sennilega verið
flutt út á síðasta ári. „Þetta magn
myndi fylla 300 Boeing 737-300
fraktflugvélar sem þýðir að ef eft-
irspurnin væri alltaf jöfn væri hægt
að fljúga slíkt flug sex daga vikunnar
út frá þessu landsvæði.“ En lengja
þyrfti flugbrautina til að hægt væri
að koma til móts við þarfir slíkrar
fraktvélar og annarra sambærilegra
véla til að hægt væri að nýta flug-
völlinn yfir allt árið.
Skýrsluhöfundur segir að með
hverju árinu sem líður skapist betri
markaðslegar aðstæður til að slíkt
flug sé stundað til Akureyrar með
reglulegum hætti. „Erlendum ferða-
mönnum til Íslands hefur fjölgað
mikið og einnig stækkar heima-
markaðurinn hratt. Sérstaklega má
benda á ákveðin markaðssvæði er-
lendis, t.d. þýska markaðinn. Mik-
ilvægt er að gera sér grein fyrir að
markaðssetning á erlendum mörk-
uðum er tímafrek og æskilegt að
gott samband náist við gamalgróna
aðila á erlendum mörkuðum í sölu
Íslandsferða til Norður- og Austur-
lands.“
Rétt er að geta þess að nýverið til-
kynnti Iceland Express að félagið
hygðist fljúga tvisvar í viku í sumar
frá Akureyri til Kaupmannahafnar.
Framtíðaruppbygging millilandaflugs
Lengja verður
flugbrautina