Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 21
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Neskaupstaður | Sigfús Sigfússon,
starfsmaður Síldarvinnslunnar,
var á fullu að þvo gluggana á skrif-
stofum fyrirtækisins þegar frétta-
ritari átti leið um nú á dögunum.
Ekki er verra fyrir framkvæmda-
stjórann að hafa gott útsýni út á
fjörðinn nú þegar loðnuskipin
koma hvert af öðru með afla til
löndunar.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Framkvæmdastjórinn
þarf að sjá út
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Mjóeyrarhöfn | Tilboð hafa verið
opnuð í hluta framkvæmda við stór-
iðjuhöfnina á Mjóeyri í Reyðarfirði.
Kostnaðaráætlun við verkið, sem
felur í sér frágang lagna, yfirborðs
og undirstaða fyrir færiband og turn
á svæðinu, nam rúmum 140 millj-
ónum króna, en alls bárust fimm til-
boð í verkið. Hið lægsta nam 74,8%
af kostnaðaráætlun og hið hæsta
119,4% af áætlun. Héraðsfjörður átti
lægsta tilboð, 104,7 milljónir króna,
en Viðhald fasteigna næstlægst, eða
109,8 milljónir króna.
Djúpivogur | Hávella er afar
skrautlegur fugl, sérstaklega þó
blikinn. Í nóvember hefst tilhugalíf
hávellunnar og er í algleymingi á
fyrstu mánuðum ársins og eru blik-
arnir þá afar tilkomumiklir. Þessi
fjaðrafallegi hávellubliki í Djúpa-
vogshöfn vildi sýna að hann væri
enginn eftirbátur félaga sinna er
hann synti eggjandi hreyfingum í
kringum nærliggjandi kollur. Há-
vellan er þó ekki lauslátur fugl,
heldur er hann einmitt þekktur fyr-
ir tryggð við maka sinn.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Hávellubliki
í tilhugalífi
Kárahnjúkavirkjun | Íslenskum trún-
aðarmanni hjá Impregilo við Kára-
hnjúkavirkjun var á þriðjudag sagt
upp störfum.
Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar-
maður við Kárahnjúka, segist þegar
hafa óskað formlega eftir að Imp-
regilo geri grein fyrir ástæðum upp-
sagnarinnar. Trúnaðarmenn njóti
sérstakrar verndar skv. lögum og
verði þeir að hafa brotið öryggisregl-
ur eða brugðist starfsskyldum til að
vinnuveitandi geti sagt þeim upp.
„Manninum var sagt upp, væntanlega
á grundvelli áminningar sem hann
hefur fengið frá fyrirtækinu, þó það
sé ekki orðað þannig í uppsagnar-
bréfi,“ segir Oddur. „Til þess að segja
upp trúnaðarmanni þurfa að liggja að
baki rökstuddar ástæður. Eftir þeim
ástæðum hef ég kallað.“
Oddur sagðist í gær enn bíða skýr-
inga fyrirtækisins og aðhafist ekki
frekar fyrr en þær liggi fyrir.
„Áminningar ganga yfirleitt út á brot
á öryggisreglum meira eða minna. Í
svari til mín frá Ómari Valdimarssyni,
upplýsingafulltrúa Impregilo, kemur
fram að borið sé upp á trúnaðarmann-
inn umferðarlagabrot. Það á ekki við
nein rök að styðjast. Impregilo hefur
aldrei verið tilnefnt sem lögregla við
Kárahnjúka og mér vitanlega hefur
maðurinn ekki verið kærður fyrir um-
ferðarlagabrot.“
„Umræddum manni var sagt upp í
kjölfarið á fjórðu athugasemdinni
sem gerð hefur verið við starfshætti
hans“ segir Ómar Valdimarsson.
„Hann hefur ítrekað farið á svig við
vinnureglur fyrirtækisins, auk þess
sem hann hefur stigið út fyrir verk-
svið sitt með því að leggja undirverk-
tökum Impregilo línurnar. Impregilo
skilur mikilvægi þess að trúnaðar-
menn séu á svæðinu og virðir rétt
verkalýðshreyfingarinnar að fullu til
þess að hafa trúnaðarmenn á sínum
snærum. En þar sem brot umrædds
manns í starfi hafa verið hættuleg
bæði umræddum manni og sam-
starfsmönnum hans, auk þess sem
þau hafa valdið fyrirtækinu eigna-
tjóni, er ekki vilji til þess að hafa leng-
ur á launaskrá fyrirtækisins.“
Þrír íslenskir trúnaðarmenn og
einn kínverskur hafa verið við Kára-
hnjúkavirkjun, en að auki er Oddur
yfirtrúnaðarmaður verkalýðshreyf-
ingarinnar á staðnum.
Impregilo rekur
trúnaðarmann
Byggingarstál | Hollenska flutn-
ingaskipið MV Alexandergraght
lagðist að Mjóeyrarhöfn í Reyð-
arfirði sl. mánudag með fjórðu
sendingu byggingarstáls til álvers-
framkvæmdanna. Skipið kom frá
Kína og í því voru 3.393 tonn af til-
búnu byggingarstáli fyrir kerskála
og skautasmiðju, auk fjögurra gál-
gakrana. MV Alexandergraght
verður affermt á dag- og næt-
urvöktum þar til það hefur verið
tæmt en búist er við að það sigli frá
höfninni seint í vikunni.
Aðaldalur | „Forystuféð gefur mér
mjög mikið og það er mjög gaman
að hafa það. Það er nauðsynlegt
þegar sett er út, en það er mín
mikla ánægja að viðra kindurnar.“
Þetta segir Jón Ólafsson, bóndi á
Kraunastöðum í Aðaldal, en áhugi
hans á forystufé er mörgum kunnur
og rekja má ættir fjölda forystuk-
inda í Suður-Þingeyjarsýslu til
Kraunastaða.
„Stofninn hérna er allur kominn
út af Flugu sem var hreinræktuð
forystugimbur sem við keyptum í
fjárskiptunum á Núpi í Öxarfirði,
haustið 1944. Hún var svört með
hvítan blett í andlitinu og reyndist
mjög vel. Við fórum á hestum héð-
an austur í Öxarfjörð og vorum
milli 10 og 20 saman. Þá var ég á
18. ári. Hingað komu 52 lömb og er
þá Fluga meðtalin. Þetta eru orðnir
mjög margir ættliðir, en ég útveg-
aði mér alltaf óskylda hrúta til við-
halds stofninum.“
Hóar með vissu hói
Jón, sem verður áttræður í haust,
býr á Kraunastöðum ásamt konu
sinni Svanhildi Daníelsdóttur, en
þar býr einnig dóttursonur þeirra
hjóna, Björgvin Viðarsson sem er
afa sínum mjög hjálplegur við féð.
Á bænum er á annað hundrað fjár á
fóðrum og hreint forystublóð renn-
ur í æðum a.m.k. 10 kinda, ef ekki
meira. Mest segist Jón hafa haft 16
forystukindur á fóðrum. Ég hef
haldið upp á þær allar og ekkert
gert neinn sérstakan mun á þeim.
Þær eru vitrar og eftirtektarsamar
bæði úti og inni.
„Hann hóar bara með vissu hói
og þá koma þær,“ segir Björgvin
um afa sinn. „Ég hef ekki náð
þessu hljóði enda koma þær ekki
þegar ég kalla.“
Björgvin hefur líka gaman af
fénu og oft er gaman í húsunum.
Jón hefur sett féð út daglega
undanfarið enda hefur tíðin verið
þannig. Hann segir forystuærnar
vita margt og ef illa lítur út með
veður þá snúa þær einfaldlega við
þegar þær eru komnar spölkorn frá
húsunum.
Vildi eiga heila
kró af forystufé
Flestar eru þær svartflekkóttar
eða svartbíldóttar en með þeim er
mórauður sauður sem heitir Kápur.
Jón segir að forystuféð þurfi tamn-
ingu og ein leiðin sé að setja út
daglega og hýsa alltaf á kvöldin.
Hann segir engin sérstök vandamál
með hópinn þótt forystuféð sé
svona margt, en í uppeldi eru þrír
forystulambhrútar og þrjár gimbr-
ar sem fara út seinna í vetur ef vel
viðrar.
„Ég hef auðvitað fækkað þessu
aðeins, en ef ég væri að byrja þá
vildi ég eiga heila kró af fallegum
forystukindum,“ segir Jón og brosir
þegar hann horfir á stofninn sinn
hverfa upp túnið á sína daglegu
beit.
Fallegt forystufé er prýði í fjárhúsum
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Forysta Jón Ólafsson á Kraunastöðum og Björgvin Viðarsson, dóttursonur hans, með fallegt forystufé.
Á húsi Forystukindur í kró í fjár-
húsunum á Kraunastöðum.
Eftir Atla Vigfússon
Fljót | Nú á miðjum þorra fæddist
lítið hestfolald á bænum Miðmóa í
Fljótum. Þetta er að sjálfsögðu ekki
hefðbundinn tími fyrir folöld að
fæðast á. Hryssan sem er kölluð
Jörp kastaði á sama tíma í fyrra en
reyndar tveimur vikum fyrr en nú.
Það var hennar fyrsta folald.
Fæðing folaldsins nú kom heim-
ilisfólkinu ekki á óvart því nú var
vitað hvað var í vændum. Eigandi
hryssunnar og folaldsins er Guð-
mundur Pálsson. Hann býr á Sauð-
árkróki en er með nokkur hross á
jörð foreldra sinna í Fljótunum.
Ágætt veður var þegar folaldið
kom í heiminn og hefur verið síðan.
Þrátt fyrir að talsvert frost væri
daginn sem fréttamaður fór til að
mynda folaldið virtist það ekkert
bíta á ungviðið sem skokkaði um-
hverfis móður sína. Þrátt fyrir snjó-
leysi eru hrossin að sjálfsögðu á
fullri gjöf og hafa aðgang að húsi ef
veður skyldi breytast til hins verra.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Kastaði í
annað sinn
á þorra
AUSTURLAND