Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 32

Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í EYJAFIRÐI hafa búið hag- leikssmiðir, sem hafa gerst braut- ryðjendur í báta og skipasmíðum á ýmsum öldum. Það er alkunna að Ey- vindur Jónsson duggusmiður var brautryðjandi í þil- skipasmíði norð- anlands. Það var mikið afrek, í myrk- um og þrengingum fyrstu áratuga 18. aldarinnar að smíða haffæra duggu, við hin frumstæðu skil- yrði á eyfirskum út- kjálka. En Eyvindur var svo langt á und- an samtíð sinni um atorku og framsýni, að brautryðjandastarf hans náði ekki að festa rætur. Þil- skipasmíði lagðist niður og reis ekki aftur til vegs fyrr en um miðja 19. öldina með athafna- manninum Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni. Þorsteinn varð frægur fyrir skipasmíðar sínar og athafnir á sviði jarðræktar. Minnismerki um afrek Duggu-Eyvindar Norðan Dalvíkur við Karlsá hef- ur verið reist fallegt minnismerki um afrek Duggu-Eyvindar og þar er þessi vísa skráð. Á meðan íslenskt flýtur far og fornar dyggðir geymast. Afrek Duggu-Eyvindar aldrei munu gleymast. Fleiri frumkvöðlar Um langan aldur stóð skipasmíðaiðn- aðurinn á föstum fótum í eyfirskri sögu. Eftir daga Þorsteins Daní- elssonar voru ætíð dugandi skipa- smiðir í Eyjafirði sem gátu sér gott orð. Þeir héldu ótrauðir áfram þróuninni sem hófst með Eyvindi duggusmið og síðar með Þorsteini Daníelssyni. Mætti ef- laust nefna marga til sögunnar og hætt er við að einhver gleymist er kemur að upptalningu. En rétt er að nefna Friðrik á Bakka, Bjarna Einarsson, Bjarna Þorkelsson, Snorra Jónsson, Anton Jónsson, Gunnar Jónsson, Kr. Nóa Krist- jánsson, Tryggva Gunnarsson, Skapta Áskelsson, Þorstein Þor- steinsson, Hallgrím Skaptason, Trausta Adamsson, Gunnlaug Traustason, Baldur Halldórsson og fl. en allir þessir aðilar höfðu frumkvæði að smíði þilskipa og höfðu veruleg mannaforráð. Lagasetning stöðvar tréskipasmíðar Með einni lagasetningu voru tréskipasmíðar aflagðar og nú er svo komið að það teljast mikil tíð- indi ef þilskip er sjósett. Þegar tréskipasmíðum lauk og allt átti að vera smíðað úr plasti og stáli voru íslenskir skipasmiðir að smíða betur viðuð tréskip en þekktist á Norðurlöndunum sem við gjarnan miðum okkur við. Er- um við sátt við að handverk það sem hér stóð í blóma glatist? Svar mitt er nei og ég trúi því stað- fastlega að þrátt fyrir þrengingar þá komi nýir frumkvöðlar að iðn- inni. Nýir frumkvöðlar Vonandi gengur nýjum eig- endum Slippstöðvarinnar vel að reisa til vegs og virðingar það handverk í skipasmíðum sem þar hefur blómstrað. Norðmenn stóðu í sömu sporum og við og þar var gripið til þess ráðs að styrkja verulega eina stöð sem hélt við handverkinu í skipasmíðum. Hér gætum við séð hið sama gerast. Við verðum að varðveita þekk- inguna og á Akureyri er sérstakt tækifæri að tengja fagið við Verk- menntaskólann. Hópur áhuga- samra manna fjármagnaði með að- stoð KEA, Akureyrarbæjar og fjárlaganefndar kaup á stærsta tréskipi sem enn er til og var smíðað hér á landi hjá Skipa- smíðastöð KEA árið 1963. Það er Húni ll og var það fyrir þraut- seigju Þorvaldar Skaptasonar sem skipið bjargaðist frá því að fara á áramótabrennu. Skipið verður á næstu dögum afhent Iðnaðarsafn- inu á Akureyri til varðveislu. Mun því verða haldið í haffæru ástandi og verður til sýnis við gömlu Torf- unefsbryggjuna. Húni ll ber vitni um handverk það sem var í háveg- um í Eyjafirði um langan tíma og er stærsti smíðagripur sem gerður er að safngrip hérlendis. Með ár- unum mun hann draga að sér marga er vilja skoða bátinn og fræðast um söguna. Þótt mörgum tréskipum hafi verið fargað eru enn til mörg falleg skip sem enn væri hægt að varðveita. Sérstakur sjóður, húsfriðunarsjóður hefur komið að varðveislu gamalla og merkra húsa. Nú er það brýnt að koma upp sjóði sem komi að því þarfa verki að varðveita þau skip sem við eigum og halda sýnilegu og með stolti handverki iðnað- armanna. Með því væri einnig tryggð sú verkþekking sem er á undanhaldi. Áfram Slippstöðin Enn frekar um Slippstöðina á Akureyri. Sú var tíð að það hvarfl- aði ekki að nokkrum Akureyringi að Slippstöðin stæði ekki traustum fótum. Við höfum upplifað annað en nú eru komnir nýir aðilar að rekstri stöðvarinnar og vert að líta með bjartsýni fram á veginn. Frumkvöðlar hafa áður komið í þennan fjörð sem með áræði og dugnaði hófu verk sitt til vegs og virðingar. Staða hinna nýju stjórn- enda Slippstöðvarinnar er ekki ólík stöðu Duggu-Eyvindar og Þorsteins á Skipalóni, þeirra bíður mikið verk sem krefst áræðis, dugnaðar og kjarks. Það er ósk mín og trú að þeim gangi vel. Styðjum íslenskan iðnað og efl- um verkþekkingu landans. Hefjum gamlan iðnað til vegs og virðingar á ný Eftir Þorstein Pétursson ’Skipasmíðar vorumerkur þáttur í eyfirskri athafnasögu allt síðan í byrjun 18. aldar en það var fyrst þegar afskipti samvinnunnar komu til að þessi iðnaður hófst til vegs og virðingar.‘ Þorsteinn Pétursson Höfundur er lögreglumaður á Ak- ureyri, í hópi áhugasamra um vernd- un Húna ll, og gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri framsóknarmanna á Akureyri. Prófkjör Akureyri Á LAUGARDAGINN kemur verður haldið prófkjör Framsókn- arflokksins á Akureyri. Á kjörstað getur almenningur fyllt út stuðningsyfirlýsingu við framboð Framsóknarflokksins á Akureyri í vor og þar með öðlast kosningarétt í prófkjörinu. Að sjálfsögðu er líka hægt að ganga í Fram- sóknarflokkinn en það er ekki skilyrði! Eftirtalin málefni mun ég m.a. leggja áherslu á nái ég settu markmiði nk. laug- ardag: Háskólinn á Akureyri: Óhætt er að segja að með tilkomu Háskólans á Akureyri hafi byggð á Norðurlandi öllu eflst til muna og hefði stofn- unin ekki orðið að veruleika væru íbú- ar líklega mun færri hér en þekkist í dag. Háskólinn þarf allan þann stuðn- ing sem bærinn getur veitt honum og í dag eiga raungreinabrautir undir högg að sækja. Það er að mínu mati ekki viðunandi þar sem slík menntun er forsenda þess að fjölgun verði á hátæknistörfum á svæðinu. Fjölga þarf stúdentagörðum sem byggðir eru að fyrirmyndum sem þekkjast annars staðar. Fjölskylduvænir stúd- entagarðar eru aðlaðandi kostur fyrir námsmenn með fjölskyldur. Almenn þjónusta við bæjarbúa: Sífellt þarf að huga að málefnum daggæslu, leik- og grunnskóla. Þessi atriði verða alltaf að vera í topplagi. Skoða má hvort ekki sé hægt að sam- stilla lok skóladags og upphaf íþrótta- og tómstundaiðkunar ungmenna. Þannig skapast möguleiki á að fjöl- skyldan hafi meiri tíma saman þegar foreldrar koma heim úr vinnu á dag- inn. Öldrunarmálin má betrumbæta og sá málaflokkur þarf í endurskoðun með ríkinu. Sama má segja um mál- efni fatlaðra, þessir málaflokkar þurfa alltaf að vera undir smásjá. Heilsugæsla er í ágætum höndum hjá bæjarfélaginu en ríkið þarf að taka þátt í þeim kostnaði sem því ber. Á það þarf að leggja áherslu og koma í veg fyrir að ríkið skorist undan ábyrgð í þessum efnum. Umhverfismál: Staðardagskrá 21 er afar gott tæki sem getur nýst íbúum á ýmsan hátt. Velferð til framtíðar er slagorð mitt og hugmyndin kemur af vettvangi umhverfismála. Sorpmálin þurfa end- urskoðunar við og benda má á að urð- un er aðeins ein tegund landnýtingar. Því þarf að taka til skoð- unar sorpbrennslu með þátttöku annarra sveit- arfélaga í Eyjarfirði og jafnvel Þingeyjarsýslu. Útivistarsvæði í bænum eru mörg og þar eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Það má sjá fyrir sér betri nýtingu grænu svæðanna í ná- grenni miðbæjarins t.d. með tilkomu betri skjól- belta og leyfi til veit- ingareksturs. Unga fólkið framtíð landsins: Málefni unga fólksins sitja oft á hakanum þegar stjórnvöld taka ákvarðanir. Ég tel mig geta verið málsvara ungs fólks enda stutt síðan ég var sjálfur í námi og þekki vel hvaða kröfur samfélagið gerir til fólks á aldrinum 15–30 ára. Framboð á húsnæði og vinnu er grundvall- aratriði, eigum við að geta haldið unga fólkinu á Akureyri eftir að námi lýkur. Rannsóknir segja að vinna skipti fólk gríðarmiklu máli þegar kemur að því að velja stað til búsetu. Nýútskrifaðir nemar taka ekki hvaða vinnu sem er, þeir vilja starf sem ger- ir kröfur og starf sem nám þeirra nýt- ist í. Forvarnarmál eru víða í ólestri og í raun á Akureyrarbær að leggja mun meiri áherslu á forvarnarstarf í grunn- og framhaldsskólum en nú er gert. Auka þarf meðferðarúrræði barna og unglinga. Þetta má vel hugsa sem staðbundið verkefni fyrst um sinn. Ljóst er að þau meðferð- arúrræði sem bjóðast í dag duga ekki til og snúa þarf vörn í sókn í þessum málum. SÁÁ hefur unnið gífurlega gott starf en samtökin hafa ekki nægt rekstarfé sem þarf til að takast á við vaxandi vandamál. Fleiri leiðir ættu líka að vera í boði og það er sjálfsagt mál að bæjarfélag á stærð við Ak- ureyri komi að skipulagningu slíkrar þjónustu, enda dæmi um nærþjón- ustu sem á m.a. að vera á höndum sveitarfélaganna. Vel má hugsa sér að stærri sveitarfélögin taki höndum saman og vinni að þessum málum í sameiningu. Hér hef ég farið um víðan völl en listi þessi er hvergi nærri tæmandi. Hann gefur þó ágæta mynd af því sem ég vil vinna að með því góða fólki sem býður sig fram í prófkjöri Fram- sóknarflokksins 18. febrúar. Einstök útfærsluatriði tel ég að eigi að vinna í nefndastarfi á vegum bæjarins og í þeim á að sitja fólk sem hefur yfirgripsmikla þekkingu á við- fangsefnunum en þannig gefst kostur á að finna bestu lausnina fyrir bæj- arbúa hverju sinni. Ný forysta Ég er þeirrar skoðunar að nú sé lag fyrir Framsóknarflokkinn á Ak- ureyri að auka sinn hlut í bæj- arstjórn. Flokkurinn á að stefna á að verða ráðandi afl í meirihluta- samstarfi á næsta kjörtímabili. Til að það geti orðið að veruleika tel ég að nýr maður í efsta sætið sé nauðsyn- legur, þannig fær listinn frísklegt yf- irbragð og gefur fyrirheit um breyt- ingar, nýjar áherslur og áræðni Framsóknarflokksins á Akureyri. Um næstu helgi gefst kjósendum á Akureyri tækifæri til að kjósa nýjan og öflugan leiðtoga til forystu í bæj- armálum á Akureyri. Ég vonast eftir þátttöku sem flestra í myndarlegu prófkjöri Framsóknarflokksins og óska eftir stuðningi flokksbundinna framsóknarmanna og annarra bæj- arbúa í 1. sæti listans. Kosningar á Akureyri Eftir Elvar Árna Lund ’Á kjörstað getur al-menningur fyllt út stuðn- ingsyfirlýsingu við fram- boð Framsóknarflokks- ins á Akureyri í vor og þar með öðlast kosninga- rétt í prófkjörinu.‘ Elvar Árni Lund Höfundur er sveitarstjóri og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Fram- sóknarflokksins á Akureyri. Prófkjör Akureyri ÞAÐ ER vaxandi umferð á Suðurlands- vegi og þar verða stórslys aftur og aft- ur. Með stóraukinni umferð hafa öll gatna- mót inn á veginn orðið mun hættulegri eins og nýleg dæmi sanna. Segja má að leiðin milli Reykjavíkur og Selfoss sé orðin ein sú hættulegasta á landinu. Þess vegna er brýnt fyrir ökumenn að fara varlega á þessari leið. Suður- landsvegur hefur af einhverjum ástæðum ekki verið settur í forgang varðandi framkvæmdir eins og ríkar kröfur eru um. Samgönguyfirvöld þurfa að sjá hvað þarf að gera en all- ur almenningur hefur fyrir löngu komið auga á þau atriði, sem eru tvö- földun og lýsing leiðarinnar milli Reykjavíkur og Selfoss. Gallaðar nýframkvæmdir Miklir gallar eru á nýfram- kvæmdum sem fram hafa farið í Svínahrauni að ekki sé nú talað um nýja hringtorgið í grennd við Rauða- vatn. Það er haft einfalt og þröngt en þarna átti auðvitað að byrja á tvö- földun vegarins en ekki að búa til hættulegan flöskuháls. Aðalgallinn í Svínahrauninu er sá að vegstæðið er of mjótt og vegaxlir engar. Úr þessu þarf að bæta, það sjá allir. Þá er um- ferðarbrúin við Þrengslavegamótin aðeins þriggja akreina breið og er hún dæmi um að þar er ekki horft til framtíðar. Þarna átti auðvitað að byggja tvöfalda brú. Einnig hafa vegfarendur bent á að vegmerkingar í kringum nýja vegarkaflann séu ekki nógu góðar. En hvers vegna er þetta svona? Aðalástæðan er sú að ekki var horft fram á veginn þegar ákvörðun var tekin um byggingu vegarins. Það þurfti mikla baráttu til þess að fá þriggja akreina veg og svo átök af hálfu Ölfusinga til að fá mis- læg gatnamót við Þrengslavegamót- in nýju. Síðan kom ákvörðun um vegrið á miðju vegarins eftir að búið var að byggja hann upp. Svona má ekki standa að verki núna þegar tvö- földun og lýsing vegarins verður undirbúin. Krafa um tvöföldun og lýsingu Umræða meðal almennings er orðin þannig austan Hellisheiðar að þar sem tveir menn hittast þar er tal- að um veginn. Fólk dásamar Reykja- nesbrautina, hvað það sé gott að keyra hana tvöfalda og upplýsta en bölvar svo Suðurlandsvegi og yf- irvöldum í sand og ösku fyrir ástand- ið á þeim vegi. Það eru allir sem rætt er við sammála um að þingmenn Suðurkjördæmis eigi að standa sam- an að tvöföldun og lýsingu Suður- landsvegar. Það er löngu kominn tími til að samgönguyfirvöld láti verkin tala á Suðurlandsvegi. Fólk sem lent hefur í slysi og hlotið var- anlegan skaða eða misst ástvini hef- ur margoft komið að máli við okkur til að undirstrika kröfuna um tvö- földun og lýsingu. Þá er einnig uppi sú staða að fólk hefur gefist upp á því að aka á milli Selfoss og Reykjavíkur til vinnu og flutt vestur yfir Heiðina, aðalástæðan: Hættulegur vegur. Við skorum á samgönguráðherra að setja tvöföldun og lýsingu Suður- landsvegar á samgönguáætlun. Við eggjum þingmenn Suðurkjördæmis og þingmenn höfuðborgarsvæðisins lögeggjan að leggja breikkun og lýs- ingu það lið sem dugir svo tvöföldun vegarins verði að veruleika á næstu árum. Hættulegasti vegur landsins Sigurður Jónsson og Guðmundur Sigurðsson fjalla um nauðsyn sam- göngubóta á milli Reykjavíkur og Selfoss Guðmundur Sigurðsson ’Enn skorum við á sam-gönguráðherra að setja breikkun og lýsingu Suð- urlandsvegar á sam- gönguáætlun.‘ Höfundar búa báðir á Selfossi og eru í samtökunum Vinir Hellisheiðar. Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.