Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Huldar ÖrnAndrésson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1984. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 8. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Andrés Ragnarsson sálfræðingur, f. 7. maí 1954 og Inga Bergmann Árna- dóttir tannlæknir, f. 17. janúar 1955. Þau skildu. Dóttir þeirra er Birta Dögg, f. 8. febrúar 1988. Seinni kona Andr- ésar er Ingibjörg Hinriksdóttir læknir, f. 6. febrúar 1962, dóttir þeirra er Margrét, f. 12. nóvember 1998. Fyrir átti Andrés Þorstein Örn, f. 31. mars 1970. Huldar Örn átti alla sína skólagöngu í Safamýraskóla þaðan sem hann út- skrifaðist úr fram- haldsdeild vorið 2004. Huldar bjó hin síðari ár á sambýli, fyrst í Árlandi 9 og síðan í Hólmasundi 2. Útför Huldars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besti bróðir minn. Óteljandi spurningar renna í gegnum hug minn en þeim verður væntanlega ekki svarað fyrr en í Nangijala. Nangijala í bókinni Bróð- ir minn ljónshjarta sem mamma og pabbi hafa svo oft lesið fyrir okkur þar sem allt er mögulegt. En eins og Jónatan sagði, ég skil ekki hvernig þetta gerist, það bara verður þannig í Nangijala, – ég á við að maður get- ur allt, einhvers staðar handan við stjörnurnar. Það eru ekki fáar minningar sem ég á um okkur allt frá því ég tróð tásunum mínum í lófann þinn og fékk lánaða snudduna þína af og til þegar ég var að hætta með snuddu og kúrði hjá þér. Þú varst spennandi stóri bróðir. Þú áttir ótal tæki sem ég vildi alltaf prófa. Ég prófaði allar spelkurnar þínar og síðast um dag- inn þegar þú fékkst nýja bátinn þá þurfti ég að prófa hann líka og fór út með ruslið fyrir þig á honum. Já. Stundirnar sem við áttum saman eru ómetanlegar. Yndislegt var þegar ég, mamma og þú vorum upp í vatnsrúminu með popp að horfa á myndina 50 first dates aftur og aftur og allar hinar myndirnar. Það var svo gott að koma til þín eftir erfiðan dag, kúra hjá þér og halda í hendina þína og fá frið og ró. Elsku bróðir minn ljónshjarta. Ég vona að þú hafir það gott hlaupandi í Nangijala þangað til ég kem. Ég elska þig. Birta Dögg. Ég man vel þá stund er við Huld- ar hittumst í fyrsta sinn. Það er komið vel á þrettánda ár síðan. Við höfðum eflaust bæði beðið þeirra stundar með kvíða og eftirvæntingu. Nokkrum mánuðum áður kynnt- umst ég og pabbi hans. Aldrei hafði ég heyrt föður tala jafn fallega og af mikilli hlýju og tilfinningu um son sinn. Mér varð fljótt ljóst að þeir feðgar voru bundnir sterkum bönd- um sem halda mundu í gegn um súrt og sætt, gleði og erfiðleika, hvorki ég né aðrir gætu komist þar á milli. Þeir feðgar höfðu þá búið einir í nokkur ár og Huldar nýfluttur á Sambýli barna í Árlandi. Báðir voru að ganga í gegn um miklar breyt- ingar, veit ég ekki á hvorn þeirra það tók meira. Við nánari kynni kom í ljós að Huldar var mikill persónuleiki sem á sinn hátt sýndi hvað honum fannst um hlutina. Við urðum strax góðir vinir og höfum síðan átt margar ógleymanlegar stundir. Skapgóður var hann og alltaf stutt í glottið. Oft fékk maður bros frá honum jafnvel sárveikum. Andvökunætur og um- stangið gleymdust þá. Það var tján- ingin, hlýjan í svip hans og fram- komu sem gerðu hann ógleym- anlegan öllum þeim er kynntust honum. Ekki fá allir jafnt útdeilt við fæð- ingu, Huldar fékk frá upphafi erfitt hlutverk. Oft fannst þeim er næst stóðu líf hans ósanngjarnt, ósegj- anlega þungt og erfitt en það bugaði ekki minn mann sem ávallt var þrautseigur og jákvæður. Lífslöng- un hans var mikil enda mikið elsk- aður. Mörg stríðin hefur hann unnið í gegn um árin sem flestir töldu töp- uð. Kannski hélt kærleikurinn, ástin og væntumþykja þeirra er næst stóðu honum gangandi. Það fengum við allt endurgoldið í sömu mynt. Nokkrar minningar um atburði koma upp þar sem Huldar tjáði sig um sínar tilfinningar. Pabbi stóð honum næst, þegar pabbi hafði ver- ið fjarverandi um tíma varð Huldar oft þungt hugsi og fremur daufur, en þegar pabbi hringdi og rödd hans barst í gegn um síma veðraðist hann upp, varð eftirvæntingarfullur og glaðari á svip. Sama er að segja ef hann hlustaði á sögur af segulbands- spólum lesnar af pabba. Þegar Margrét litla systir fæddist sá ég Huldar í fyrsta skipti sýna af- brýðisemi, honum líkaði ekki að pabbi sýndi henni of mikla athygli, enda hafði hann oft á tíðum átt at- hygli hans alla. En þegar Huldar fékk litlu dömuna í fangið færðist bros yfir andlit hans. Huldari líkaði vel er litla systir klifraði upp í stól- inn til hans og hnoðaðist á honum, þá brosti hann og hló. Stundum fór hún óvarlega en það var bara skemmtilegra. Er daman eltist urðu þau hinir mestu mátar og pössuðu hvort upp á annað. Ég hef heyrt að Birta systir Huldars hafi stundað sömu iðju tíu árum fyrr við sömu góðu undirtektir stóra bróður. Báð- ar hafa þær alltaf passað að ekki hallaði á brósa í samskiptum innan fjölskyldunnar sem utan. Huldar elskaði kátínu og fjör og sýndi það ljóst í samskiptum við systur sínar og aðra. Hávær tónlist, þungt rokk svo drundi í, líkaði hon- um vel. Birta systir hans sá um að hann nyti tónlistar við hæfi. Þau fóru saman á þungarokkstónleika síðastliðið sumar sem bæði nutu vel. Þrátt fyrir fötlun sína gerði Huld- ar víðreist. Ferðalög voru hans ær og kýr, bæði innanlands og utan. Torfærur í hjólastól voru honum að skapi. Skemmtilegast var að lenda í ógöngum sem þjösnast varð í gegn- um. Nokkrar utanlandsferðir fóru þeir feðgar, í fylgd frábærs stuðn- ingsfólks, og höfðu mikið gaman af. Þar nutu þeir samvista hvor við ann- an. Ólýsanlegt var að taka á móti þreyttum og geislandi strákum við heimkomuna. 17 ára fór Huldar einn til sólarstranda í fylgd tveggja frá- bærra starfsmanna sambýlisins, þá varð jafnaldra hans að orði „ég vildi að pabbi minn byði mér til Spánar með 2 stelpum“ eins og pabbi Huld- ars. Stærsta gæfa Huldars var góð fjölskylda. Pabba og mömmu valdi hann vel. Bæði sinntu stráknum sín- um og sérþörfum hans allt frá vöggu til grafar. Ávallt skein gleði úr svip Huldars er hann kom heim hvort heldur var til mömmu og Birtu eða pabba, mín og Margrétar. Eftir að hann fór á sambýli elskaði hann að koma heim, passaði hverja stund í faðmi fjölskyldunnar, sofnaði þegar hinir fullorðnu gengu til náða og vaknaði með þeim er fyrstur fór á stjá. Huldar var mér kær og geymi ég í minningunni margar stundir með elsku stráknum mínum sem nú hef- ur fengið hvíldina. Líf hans var fal- legt þrátt fyrir og kannski vegna allra erfiðleikanna sem honum var útdeilt. Síðastliðið ár hefur hallað jafnt og þétt undan fæti, líkaminn orðinn þreyttur en fram á síðustu stund gaf hann bros sem yljaði um hjartarætur. Elsku Huldar, hvíl þú í friði. Öllum þeim er önnuðust Huldar í gegn um árin sendir fjölskyldan hin- ar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Ingibjörg. Á kyrrlátan hátt er hetja fallin í valinn. Það varð snemma ljóst í lífi Huldars Arnar að honum var ætluð önnur vegferð í gegnum lífið en við flest þekkjum. Líkamlegar fatlanir gerðu hann allt sitt líf háðan umönn- un annarra. Hann gat ekki talað eins og við hin, augu hans sáu ekki eins og augu okkar, hann gat ekki gengið, hann gat ekki, ekki … Fyrst sáum við sem stóðum nærri honum Huldari Erni þetta svona. Allt þetta sem hann gat ekki og allt umhverfið litaðist af sorg og þjáningu. En eftir því sem tímar hafa liðið höfum við skilið að lífshlaup hans hafði m.a. þann tilgang að kenna. Hann kenndi okkur að það sem máli skiptir að sjá sjáum við ekki með augunum. Huld- ar Örn kenndi að með sínum „blindu augum“ sá hann allt. Hann sá ástina í augum pabba síns, umhyggjuna í augum mömmu, aðdáunina í augum Birtu systur og svo mætti áfram telja. Hann kenndi okkur að sjá að lífið snýst ekki um það sem að okkur er rétt heldur hitt hvernig við mæt- um því sem að okkur er rétt. Hann kenndi okkur að sjá að það er ekki líkamlegt atgervi sem skapar hetju heldur stærð sálar. Huldar Örn talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hann talaði reyndar lítið yfirleitt í þeim skilningi sem við leggjum oftast í það orð. Samt sagði hann allt sem þarf. Hann tjáði ást sína til þeirra sem standa honum næst. Hann sýndi þeim skýrar en fjölskrúðug orðaflóra megnar hve þakklátur hann var fyrir þá ómældu umhyggju og væntumþykju er hann naut frá fyrsta degi til hins síðasta. Hann kenndi okkur að tjáning er svo margvísleg og treg tunga nær ekki að hefta það. Að tjáning felst í öllu því sem við gefum af okkur til umhverfis okkar. Já, hann kenndi okkur að tjáning á aldrei að meiða neinn heldur vera gefandi og auðg- andi. Huldar Örn var kennari af Guðs náð. Huldar Örn var svo margt. Hann var töffarinn sem naut þess að vera í gæjalegum fötum og fara á hljóm- leika með Metallica eða öðrum súp- er-töffurum sem ég kann ekki að nefna. Hann var prakkarinn og húmoristinn sem gat hlegið sig máttlausan að einhverju góðlátlegu prakkarastriki. Hann var líka vin- urinn sem deildi sorgum og gleði með þeim sem önnuðust hann og voru hans. Stórar sálir verða ekki til úr engu. Gæfa Huldars Arnar fólst ekki minnst í því atlæti er hann mætti í lífinu. Grunnurinn var lagður í þeim kjarna sem þéttast að honum stend- ur. Pabbi sem er engum líkur, sam- an hafa þeir feðgar leiðst í gegnum lífið. Mamma sem elskaði og studdi með ráð og dáð. Systurnar Birta og Margrét og svo Ingibjörg. Öll slógu þau hring utan um Huldar Örn. Þau glöddust með honum á góðum stundum, studdu hann í veikindum og baráttu og báru sorg og þjáningu óttans með honum þegar slíkt steðj- aði að. Sagt einfalt: Hann naut ómældrar ástar sinna nánustu. Mörgum ber að þakka umönnun Huldars Arnar. Öllum þeim hóp sem ekki berja trumbur en vinna störf sín af alúð í kyrrþey. Orð verða fá- tækleg í þeim efnum, enda er Huld- ar Örn sjálfur búinn að margþakka það með allri sinni tilveru. Ekkert okkar veit hvað bíður hin- um megin landamæranna, en von- andi er Huldar Örn kominn í æv- intýralandið í félagsskap allra þeirra sem elskuðu hann og voru á undan honum gengnir. Fari góður drengur í friði. Sigurður, Ása og fjölskyldur. Elsku Huldar frændi. Nú ertu bú- inn að kveðja þennan heim. Eftir situr fjöldi af dásamlegum minningum um þær stundir sem við áttum saman. Ég var lánsöm að fá að kynnast þér frá byrjun og þú hafðir margt að gefa og kenndir mér marga hluti. Þegar þú áttir heima í Sporða- grunni hlógum við oft saman, hlust- uðum á tónlist eða horfðum á sjón- varpið. Þú hafðir sérstaklega gaman af tónlist, og það sem fékk þig til að brosa var líf og fjör. Á tímabili keyrðum við saman til vinnu og leikskóla á morgnana og sömu leið til baka á kvöldin. Þá byrj- uðum við daginn með hafragraut og spjölluðum saman á leiðinni. Þú hafðir oft mikið að segja og þó þú hafir ekki tjáð þig með orðum þá fannst mér ég oftast geta skilið hvað þú vildir. Elsku Inga, Andrés og Birta, þið hafið misst mikið en á þessari leið hafið þið lagt mikið af mörkum til fatlaðra barna. Ég veit að Huldar er stoltur af ykkur og öllum ykkar verkum fyrir hann og önnur börn í hans stöðu. Með saknaðarkveðju. Guð veri með ykkur. Ásta frænka. Okkur langar að minnast hans Huldars félaga okkar. Hvar sem Huldar kom náði hann að hafa áhrif á umhverfi sitt með sínu einstaka brosi og góðri nærveru. Eitt af sér- einkennum Huldars voru fallegu augun hans en þau sögðu meira en þúsund orð. Huldar var mjög fé- lagslyndur og skemmti sér sjaldan betur en þegar hann var umkringd- ur fólki. Ekki fannst honum slæmt þegar einhver var að slúðra í kring- um hann og breiddist þá bros yfir allt andlitið á honum og oft fylgdi hláturskast með. Þannig geymdi hann mörg leyndarmálin og ef ein- hverjum var að treysta þá var það honum. Einnig minnumst við Huld- ars liggjandi uppi í vatnsrúmi með græjurnar í botni að hlusta á góða tónlist eða horfa á bíómynd. Huldar kenndi okkur svo margt með sínum sterka persónuleika og gafst ekki upp þó móti blési. Erum við öll rík- ari eftir að hafa fengið að kynnast Huldari. Megi fagrar minningar um skemmtilegan ungan mann styrkja syrgjendur á sorgarstundu. Sárleg birtist sorgarglíma, svo hart lagðist, höfuð laut, tár með trega, sorgargríma, tómarúm við eilífðarbraut. Förin hafin, ferðalangur, farinn ertu himnavegi, sálargeisli sem farangur sendur að eilífðardegi. Ferðakveðjur færð að lokum, ferðalangur blessun hljótir, allt frá lífsins endalokum ljóss og himnasala njótir. (Þórður Guðmundsson) Kveðja. Vinir í Hólmasundi. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Kæru foreldrar, systkini og aðrir aðstandendur, við vottum okkar innilegustu samúð. Minningin um Huldar Örn mun lifa í huga okkar. Megi Guð og góðir englar geyma drenginn ykkar. Starfsfólk Skammtíma- vistunar Álfalandi 6. Þó vindar blási á litla logann þinn og líka streymi regn – hann blikar þarna! Því flýgurðu ekki hátt í himininn þar hlýtur þú að vera fögur stjarna. (Þýð. Helgi Hálfdánarson.) Í dag kveðjum við ljúfan dreng, Huldar Örn. Huldar var með okkur í leik og starfi á Lyngási sl. 18 ár. Hann var að öllu jöfnu lífsglaður, ljúft skap og smitandi hlátur sem kallaði bros hjá okkur öllum. Huldar var mikill rokkari og það er okkur minnistætt þegar hann fór á Metal- lica tónleikana og brosið fór ekki af honum í marga daga á eftir. Hann var mikil félagsvera og naut þess að spjalla í góðra vina hópi. Óbilandi kjarkur og leiftrandi húmor er okk- ur ofarlega í huga. Kenndu mér klökkum að gráta, kynntu mér lífið í svip, færðu mér friðsæld í huga finndu mér leiðir og veg. Gefðu mér gullin í svefni, gættu að óskum og þrám, minntu á máttinn í sálu, minning er fegurri en tár, Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir.) Um leið og við vottum fjölskyldu Huldars samúð okkar, þökkum við góðar stundir á liðnum árum. Minn- ingin um yndislegan dreng lifir. Starfsfólk á dag- heimilinu Lyngási. Elsku Huldar. Fyrsta minning mín um þig er þegar við bjuggum bæði á Sporðagrunninu, ég trúlega sjö ára gömul og þú þriggja. Margar minningar hafa bæst í hópinn síðan þá. Allar þær stundir sem við áttum saman á Lyngási, sérstaklega árin tvö sem við vorum saman á E stofu. Ég á það þér að þakka að ég átján ára gömul ákvað að byrja að vinna á Lyngási, þar sem ég hef verið með annan fótinn seinustu átta árin. Sú reynsla og þekking sem ég hef feng- ið úr því starfi er ómetanleg. Ég geymi allar þær góðu minningar sem ég á um þig í hjarta mínu, hvort sem það var hjólastólakeppni, tram- polínhopp, kúr í sófanum með til- heyrandi slúðri og hlátri (það var vinsælast) eða hvað annað. Elsku Hulsinn minn, mér þykir leiðinlegt að geta ekki fylgt þér í dag en er mjög þakklátt fyrir að hafa getað kvatt þig með knúsi áður en þú kvaddir þennan heim. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. Elsku Inga, Birta, Addi, Ingi- björg, Margrét og aðrir aðstandend- ur. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Hugur minn er hjá ykkur. Sofðu rótt, elsku vinur. Þín vinkona, Björg Norðfjörð. Þá ertu farinn, hetjan mín. Mér finnst þetta enn þá svo óraunveru- legt, maður var orðinn vanur því að þú næðir þér upp úr veikindum og yrðir samur við þig, skælbrosandi og glaður. Það verður skrítið að þurfa að venjast því að hafa þig ekki á staðnum, fá ekki aðeins að knúsa þig og kyssa og hlæja með þér. En ég veit að þér líður betur núna á nýjum stað og vitandi það þá líður mér betur, það var svo sárt að vita til þess þegar þér leið illa. Síðustu daga hafa rifjast upp svo margar minningar frá þeim rúmu tveimur árum sem ég hef verið svo heppin að fá að þekkja þig. Samt er engin ein minning sem stendur upp úr, allar stundir með þér voru svo einstakar. Þú að hlæja að brussu- skapnum í mér og ég alveg miður mín, þetta endaði reyndar alltaf með því að ég fór að hlæja með þér, enda varstu með svo smitandi hlátur. Við að hlusta á einhverja góða tónlist inni hjá þér, skemmta okkur í bíó eða leikhúsi eða á tónleikum, eða kúrandi uppi í vatnsrúmi að horfa á vídeó og ég að fá að halda í hend- urnar þínar, þessar mjúku og æð- islegu hendur. En besta minningin af þeim öllum er þó brosið þitt fal- lega, það lýsti upp allt nágrennið og HULDAR ÖRN ANDRÉSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.