Morgunblaðið - 16.02.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 37
MINNINGAR
✝ GuðmundurJónsson fæddist
í Reykjavík 26. jan-
úar 1937. Hann lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 6. febr-
úar síðastliðinn.
Mansi, eins og hann
var ávallt kallaður,
var sonur hjónanna
Sigurðar Jóns Guð-
mundssonar, f. 28.
júli 1893, d. 1. maí
1977 og Jórunnar
Guðrúnar Guðna-
dóttur, f. 8. október 1895, d. 6.
7. júní 1958 kvæntist Mansi Mar-
gréti Sigurjónsdóttur, f. 9. mars
1939. Þau skildu síðar. Börn þeirra
eru: 1) Sigurður Jón Guðmunds-
son, f. 29. október 1956, hann á
fjögur börn. 2) Meyvant Lúther
Guðmundsson, f. 28. desember
1960, maki Kolbrún Jónsdóttir.
Lúther á tvo syni.
3) Sigurjón Úlfar Guðmundsson,
f. 5. maí 1962, maki Sólveig Eiríks-
dóttir. Úlfar á eina dóttur. 4) Berg-
lind Harpa Guðmundsdóttir, f. 30.
nóvember 1964, maki Benjamín
Sigursteinsson og eiga þau þrjú
börn.
Mansi starfaði lengst af í fyrir-
tæki fjölskyldunnar, Belgjagerð-
inni. Síðustu áratugi bjó hann er-
lendis.
Útför Mansa verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
október 1981. Mansi
var yngstur systkina
sinna. Elst er Helga,
f. 6. apríl 1919,
Guðni, f. 13. október
1920, d. 23. júlí 1995,
Ingólfur, f. 23. des-
ember 1921, d. 22.
júní 1941, Árni, f. 21.
febrúar 1925, Valdi-
mar, f. 3 mars 1927,
d. 20. nóvember
2000, og Sólveig, f. 3.
ágúst 1929, d. 4.
ágúst 1997. Auk þess
er fósturbróðir
þeirra Guðmundur Gíslason.
Það eru nær 60 ár frá því að ég
kynntist ungum dreng sem fagnaði
bróður sínum og mágkonu. Augu
hans voru glöð og full trúnaðar-
trausts. Frá þeirri stundu var hann
litli bróðir minn.
Guðmundur Jónsson, eða Mansi,
var yngstur barna Jóns Guð-
mundssonar, sem lengstum var
kenndur við Belgjagerðina og konu
hans, Jórunnar Guðrúnar Guðna-
dóttur. Drengurinn var fæddur
heilsutæpur. Foreldrar hans og
systkini báru hann á höndum sér
og vildu honum allt það besta sem
völ var á.
Guðmundur var hugmyndaríkur
og var alla ævi sína að koma að
nýjum og nýjum verkefnum. En
því miður bar hugarflugið hann oft
ofurliði.
Besti tíminn í lífi hans var tví-
mælalaust er hann var giftur konu
sinni og þau voru að koma sér upp
glæsilegu heimili í Breiðholtinu á
meðal góðra nágranna. Guðmund-
ur sagði eitt sinn við mig: „Ég held
hún Gréta mín sé fallegasta stúlk-
an sem ég hef séð. Sjáðu bara hárið
á henni“.
Það vantaði heldur ekki að hann
væri ánægður með drengina sína,
Sigurð, Lúther og Úlfar. En þegar
Harpa Berglind fæddist varð hún
prinsessan hans.
Sjúkleiki Guðmundar villti svo
um fyrir honum að hann tapaði átt-
um. En þegar dró að leiðarlokum
leitaði hann skjóls í faðmi barna
sinna sem alla tíð hafa verið hin
sönnu auðæfi hans.
Við kveðjum Guðmund, sem okk-
ur hefur alla tíð þótt vænt um. Nú
fær hann hvílu hjá móður sinni og
föður, sem elskuðu án nokkurra
takmarka drenginn sinn.
Sólveig, Árni bróðir
og fjölskylda.
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
Elsku langamma
mín, það var alltaf svo
gaman að hitta þig, langafa og
„langa“ Lilju systur þína á Birki-
völlunum. Ég fór oft með Sessu
ömmu og Magga afa í sveitina og
við komum alltaf við hjá ykkur þeg-
ar við vorum á leiðinni í bæinn aft-
ur. Mér fannst þið öll svo „lang“
gömul en alltaf voruð þið hress og
skemmtileg, alltaf hlæjandi og það
ríkti mikil gleði þar sem þið voruð.
Ekki spillti fyrir gleðinni rjómatert-
urnar, pönnukökurnar með sultu og
rjóma, súkkulaðiterturnar, klein-
urnar, flatkökurnar og allar hinar
kökurnar og svo auðvitað nammi-
dósin.
Þú varst algjör nammiamma sem
ég kem aldrei til með að gleyma.
Ég elska þig og knúsaðu langafa og
„langa“ Lilju frá mér.
Linda Björk.
Langamma mín, það er erfitt að
hugsa sér lífið án þin. Núna ertu
LOVÍSA
INGVARSDÓTTIR
✝ Lovísa Ingv-arsdóttir fædd-
ist í Neðra-Dal í V-
Eyjafjallahreppi í
Rangárvallasýslu
hinn 20. júlí 1912.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Lundi á
Hellu hinn 26. jan-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Selfoss-
kirkju 4. febrúar.
búin að fá þína ósk
uppfyllta sem betur
fer fyrir þig og Óskar
langafa sem hefur
beðið eftir þér í 16 ár.
Ég kem til með að
sakan þín og nammi-
dósarinnar mikið.
Þúsund kossar til þín
og langafa sem ég
hitti aldrei en ber
samt nafn hans.
Andrea Ósk.
Langamma mín, ég
hef hugsað mikið til þín eftir að við
komum til Íslands í ágúst 2005. Við
komum í heimsókn til þín og þú
varst svo fín eins og þú hefur alltaf
verið. Nammidósin var svo girnileg
og ekki vantaði gleðina hjá þér. Þú
varst svo hress og kát, það var svo
gaman að hitta þig, elsku
langamma mín. Ég á eftir að minn-
ast þín í myndunum mínum. Ég
elska þig.
Helga Rut.
Amma gamla, núna á ég enga
ömmu gömlu lengur, núna ertu far-
in til afa gamla og hinar gömlu
ömmurnar eru farnar til karlanna
sinna. Ég sakna þín mikið og
nammidósarinnar. Ég ætla samt að
vera eins og þú og mamma, vera
með svuntu á mér og baka mikið af
góðum kökum og eiga fullt box af
nammi. Ég elska þig endalaust.
Brynja Sif.
Við Ellen Vala
Schneider, uppáhalds-
frænka mín, kynnt-
umst fyrst þegar við
vorum báðar komnar
yfir tvítugt. Ég var við
nám við háskólann í Lundi í Svíþjóð,
en Ellen var skiptinemi við danskan
háskóla, þar sem hún lagði stund á
nám í dönsku og í norrænni menn-
ingu. Þegar ég sá Ellen í fyrsta sinn
varð mér ljóst að myndirnar sem við
höfum fengið af henni frá Ameríku í
gegnum árin lugu engu. Ellen var
gullfalleg, há og grönn og tíguleg í
fasi, með stór, brún geislandi augu,
breitt, fallegt bros og alltaf stutt í
hláturinn. Þegar við kvöddumst dag-
inn eftir var eins og við höfðum
þekkst alla ævi og oft sofið saman um
helgar hjá afa og ömmu á Ásvallagöt-
unni. Við vorum orðnar bestu vinkon-
ur, enda annað ekki hægt, Ellen var
svo skemmtileg og fyndin, svo hlý og
umhyggjusöm að öllum leið vel í ná-
vist hennar.
Örlögin höguðu því þannig að
nokkrum árum síðar var ég komin í
framhaldsnám til New York borgar.
Þá varð heimili foreldra Ellenar,
þeirra Öddu móðursystur minnar og
Henry í Falls Church í Virginíu, okk-
ar annað heimili.
Að loknu fyrrihluta námi í stjórn-
málafræði frá Tuftsháskóla hóf Ellen
laganám við Virginíuháskóla. Þangað
heimsótti ég hana og var merkilegt að
koma í þessa fallegu, virðulegu
menntastofnun sem sjálfur Thomas
Jefferson hafði sett á stofn á landar-
eign sinni. Í leiðinni skoðuðum við
heimili Thomas Jeffersons að Monte-
cello, sem var ógleymanleg sjón.
Eftir tveggja ára nám í lagaskól-
anum tók Ellen sér frí, forsetakosn-
ingar voru í uppsiglingu og mikið í
húfi. Ellen hóf störf í kosningabaráttu
Walters Mondale, þáverandi varafor-
seta Bandaríkjanna. Walter Mondale
var ekki lengi að átta sig á kostum
Ellenar og um leið skyldleika þeirra.
Þau voru bæði af víkingakyni, hann af
Norðmönnum kominn, hún af íslensk-
um ættum. Walter Mondale kallaði
ELLEN VALA
SCHNEIDER
✝ Ellen ValaSchneider lög-
fræðingur fæddist
10. desember 1954.
Hún lést í Wash-
ington D.C. 2. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð 8. febrúar.
Ellen síðan aldrei ann-
að en Iceland.
Að afstöðnum kosn-
ingum hóf Ellen laga-
námið á ný og var varla
komin aftur í skólann
þegar hún hitti verð-
andi eiginmann sinn
Matthew Jacobs, sem
féll flatur fyrir henni
við fyrstu sýn. Að
loknu námi gengu þau í
hjónaband og hófu bú-
skap í Washington
D.C. Fyrst í stað leigðu
þau sér kjallaraíbúð í
gömlu raðhúsi í hjarta borgarinnar.
Eigandi hússins og íbúinn á efri hæð-
inni var læknir. Þegar þau voru að
ganga frá leigusamningnum barst
það í tal að Ellen væri af íslenskum
ættum. Þá sagðist hann hafa þekkt
einn Íslending, barnalækni að nafni
Björn Guðbrandsson. Þeir höfðu unn-
ið saman á Washington Childreńs
Hospital. Leigusalinn varð auðvitað
yfir sig hissa þegar Ellen sagði að
hann væri giftur móðursystur henn-
ar. Svona var heimurinn lítill þrátt
fyrir allt, en Ellen var mikill Íslands-
vinur, land móður hennar var henni
afar kært og hún dvaldi eitt sinn í
Grænuhlíð 6 í hálft ár, lagði stund á ís-
lenskunám og vann hjá Flugleiðum.
Ellen og Matthew hófu strax laga-
störf í Washington DC og farnaðist
báðum mjög vel. Þau eignuðust fyrsta
barn sitt, soninn Matthew Jr. árið
1984, seinni sonur þeirra John Henry,
fæddist árið 1989. Skömmu eftir að
John Henry fæddist hætti Ellen laga-
störfum og helgaði sig upp frá því
heimilinu og hinum ýmsu félagsmál-
um. Hún var til dæmis kennari í
sunnudagaskóla Lútersku kirkjunnar
í hverfinu sínu, hún gerðist virkur fé-
lagi í skólasamtökum skólaumdæm-
isins síns og stofnaði meðal annars
sjóð sem styrkir efnilega námsmenn
til háskólanáms. Svona mætti lengi
telja, því Ellen þreyttist seint á því að
gefa og gleðja aðra. Hún var líka stoð
og stytta aldraðra foreldra sinna og
tengdamóður.
Heimili Ellenar og Matthews stóð
öllum opið og dóttir okkar Adda var
ekki ýkja gömul þegar hún dvaldi hjá
þeim í fyrsta sinn hluta úr sumri og
tók miklu ástfóstri við þau öll. Matt-
hew Jr. sem er ári eldri en hún var
henni sem bróðir og Ellen sem önnur
móðir. Þegar hún hóf háskólanám í
New Haven í Connecticut víðsfjarri
heimahögum varð heimili Ellenar og
Matthews í Chevy Chase hennar ann-
að heimili. Þegar við foreldrar hennar
dvöldum árlangt á Spáni, þá gengu
Ellen og Matthew henni í foreldra
stað og heimsóttu hana yfir foreldra-
helgina, sem haldin er árlega fyrir
fyrsta árs nemendur háskólans. Fyrir
það verður þeim aldrei fullþakkað.
Rétt fyrir jólin 2004 þá kom ég við í
Washington D.C. á leið minni heim
frá Íslandi. Ég gat ekki látið neitt
tækifæri ónotað til að heilsa upp á
Öddu og Henry, þau eru bæði yfir átt-
rætt og geta kvatt þennan heim hve-
nær sem er. Ég bjó hjá Ellen og síð-
asta daginn minn þar áttum við Ellen
saman einar. Þetta var einn fyrsti
kaldi dagur vetrarins, heiður og
bjartur, svo við dúðuðum okkur upp
og fórum í göngu um fallega hverfið
hennar, ræddum um heima og geima
og borðuðum síðan saman hádegis-
verð í miðbæ Bethesda. Þegar ég
kvaddi Ellen, þessa glæsilegu og góðu
frænku mína á tröppunum á fallega
heimilinu hennar síðar þennan fagra
vetrardag, vissi ég ekki að ég hafði í
raun komið til að kveðja hana í hinsta
sinn. – Adda og Henry lifa enn og
vona ég að guð og góðir vættir verndi
þau og styrki í þessari miklu sorg. –
Hvíl þú í friði, elsku Ellen Vala mín.
Inga Dóra Björnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og bróðir,
SVAVAR SIGURÐUR SÆBJÖRNSSON,
Tjarnargötu 10,
Sandgerði,
verður jarðsunginn frá safnaðarheimilinu í Sand-
gerði laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00.
Guðbjörg Svala Guðnadóttir,
Sesselja Svavarsdóttir, Grétar Sigurbjörnsson,
Sigurgeir Svavarsson, Soffía Gunnþórsdóttir,
Fjóla Svavarsdóttir, Torfi Gunnþórsson,
Sæbjörn Ágúst Svavarsson, Bryndís Guðrún Kristjánsdóttir,
barnabörn og systkini.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
HELGA BJÖRNSSONAR,
Helgafelli 5,
Eskifirði.
Jóhanna Valgerður Lauritzdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
INGI BERG GUÐMUNDSSON
loftskeytamaður,
Völvufelli 42,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins
við Háteigsveg föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónust-
unnar Karitasar. Tekið er á móti framlögum í síma 551 5606.
Fanney Vigfúsdóttir,
Auður Björg Ingadóttir, Elías Jón Sveinsson,
Jóna Rán Ingadóttir, Rúnar Þór Vilhjálmsson,
Ingi Berg Ingason, Anna Lísa Hassing
og barnabörn.