Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 39

Morgunblaðið - 16.02.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 39 FRÉTTIR Aðalfundur Gullteigur, Grand Hótel, föstudaginn 17. febrúar 2006, kl. 13:00 13:00 Hádegisverður í Gullteig B, Grand Hótel Ávarp: Aðalsteinn Leifsson aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Traust í samningaviðræðum SKRÁNING 14:15 Skráning við Gullteig A, Grand Hótel FUNDARSETNING 14:30 Ræða formanns FÍS Pétur Björnsson RÆÐUMENN 14:50 Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 15:00 Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands Verslun á Íslandi 2020 15:20 Baldur Þóhallsson dósent í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands Geta ríki valið sér stærð í alþjóðakerfinu? Umræður og fyrirspurnir Kaffihlé 16:15 Almenn aðalfundarstörf Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910 eða á netfang: elin@fis.is só fa r Sófar s e m s a m e i n a f e g u r ð o g þ æ g i n d i kr. 87.000 svartur og ljósbrúnn St. 215x100 cm Leðursófi kr. 148.000 Drappl. og vínr. St. 250x300 cm Leðurhornsófi FERÐAMÖNNUM sem koma hingað til lands með skemmti- ferðaskipum fjölgar ört, en áfangastaðir á Norður-Atlantshafi njóta sívaxandi vinsælda í slíkum ferðum. Þessi þróun er afar já- kvæð fyrir íslenska ferðaþjónustu og efnahagslíf, enda er hér um að ræða hreina viðbót í verslun og eftirspurn eftir dagferðum. Tekju- möguleikar eru miklir, bæði vegna hafnargjalda skipanna og viðskipta gestanna. Þetta kom fram í máli Chri- stopher Hayman, framkvæmda- stjóra Seatrade Review, en hann hélt fyrirlestur á Grand Hótel á vegum samtakanna Cruise Ice- land, sem vinna náið með skemmtiferðaskipum sem leggja leið sína hingað til lands. Í fyr- irlestri sínum fjallaði Hayman um þróun og horfur í siglingum skemmtiferðaskipa, með áherslu á Evrópu. Seatrade, fyrirtæki Haymans, stendur reglulega fyrir ráðstefnum og kynningum um skipaflutninga og ferðaþjónustu á hafi. Seatrade fylgist vel með þróun innan sigl- ingageirans og að sögn Haymans hefur farþegum fjölgað ört síðustu ár, eða um átta til tíu prósent á ári frá árinu 2002. Þá er allt útlit fyrir umtalsverða fjölgun farþega hingað til Íslands á komandi árum, en komum til hafna á Íslandi hefur fjölgað mun örar en á mörgum öðrum mörkuðum, sem hafa jafn- vel mettast. Hrein viðbót í innkomu Hayman segir Íslendinga hafa frábær tækifæri til að hagnast á komum skemmtiferðaskipa, enda sé þar um að ræða hreina viðbót við aðra ferðamennsku. Ekki þurfi að byggja upp gistirými fyrir hinn mikla fjölda ferðamanna sem kem- ur með skemmtiferðaskipum, þar sem þeir komi yfirleitt í dags- ferðir. Þá séu ferðamennirnir á skemmtiferðaskipunum nær alltaf í leit að áhugaverðum möguleikum til að kaupa minjagripi og annað og fara í áhugaverðar ferðir, m.a. göngu- eða hestaferðir, ferðir á söfn eða annað. „Skipulagið hér á Íslandi er mjög gott og framboð á afþreying- armöguleikum og verslun fyrir ferðamenn á skemmtiferðaskipum er líka til fyrirmyndar,“ segir Hayman. „Fjöldi þessa fólks hefur líka vaxið gríðarlega á síðustu ár- um og stærstur hluti þessara ferðamanna, eða rúmar tíu millj- ónir, er enskumælandi, frá Banda- ríkjunum og Bretlandi, svo það er eftir miklu að sækjast.“ Ímynd skemmtiferðasiglinga breytist nú einnig óðum. „Þetta er ekki bara gamalt fólk, heldur eru afar fjölbreyttir möguleikar og það er mikið til ungt fólk sem fer í svonefndar „jaðarferðir“, þar sem áherslan er lögð á öðruvísi áfanga- staði, en það er fólk á öllum aldri sem er að fara í hinar sígildu ferð- ir,“ segir Hayman. „Langflestir fara auðvitað til Karíbahafsins og Miðjarðarhafs- ins, en vöxturinn er langmestur hér á Norður-Atlantshafi, enda eru þessar slóðir tiltölulega óplægður akur. Til dæmis óx fjöldi ferðamanna sem komu til Reykja- víkur úr 20.000 árið 1999 upp í 55.000 á síðasta ári, svo þetta gengur mjög vel.“ Fjölbreyttir möguleikar og landkynning Að sögn Haymans hafa komur skemmtiferðaskipa ekki einungis góð áhrif í Reykjavík, heldur einn- ig í öðrum höfnum víðar á landinu, t.d. á Ísafirði, Grundarfirði, Húsa- vík Seyðisfirði og Akureyri. Þann- ig bæti sívaxandi hafnargjöld þeirra m.a. að vissu leyti upp þann tekjumissi sem hafnir landsins urðu fyrir þegar strandsiglingar lögðust af. „Skipin skilja eftir mikla pen- inga í höfnunum og það er bara ímyndunaraflið sem takmarkar þá innkomu sem ferðaþjónustan nær að skapa. Því betur sem við nýtum sköpunaraflið í að búa til fjöl- breytilegar, skemmtilegar og fræðandi ferðir og möguleika fyrir þessa gesti, því meira græða Ís- lendingar á komum þeirra,“ segir Hayman. „Það er öllum í hag að fá eins marga farþega í land og mögulegt er. Þetta fólk er komið hingað til að eyða fé og versla. Mjög snið- ugur möguleiki sem er nýtilkom- inn er sá að skipin koma að landi í Reykjavík, farþegarnir fara í ferðalag yfir hálendið og fara svo aftur um borð í skipið á Akureyri. Þetta er einmitt það sem við vilj- um sjá, frjóar hugmyndir og fjöl- breytta möguleika fyrir ferða- mennina.“ Aðspurður um þær fullyrðingar sem komið hafa fram um að ferða- þjónusta sé lágtekjuatvinnugrein segist Hayman vera því fyllilega ósammála, sérstaklega ef horft sé til þess hreina virðisauka sem fáist við komu skemmtiferðaskipa. „Það er gríðarlegt fjármagn í húfi og komur þessara skipa geta skipt sköpum fyrir fjölmörg samfélög, t.d. á landsbyggðinni. Ferðaþjón- ustuaðilar sem sýna frumkvæði og hugvit geta tekið inn miklar tekjur af ferðaþjónustu. Það er verið að vinna umfangsmikla könnun á efnahagslegum áhrifum ferðaþjón- ustu á ýmis lönd og bráðabirgða- niðurstöður sýna okkur að þau séu augljóslega mjög mikil.“ Þá segir Hayman þá kynningu sem Ísland fær við þessar heim- sóknir ómetanlega. Þannig fari alls konar ferðamálaupplýsingar um landið í umferð víða um heim og veki áhuga bæði aðila í ferðaþjón- ustu og fólks sem sé að kynna sér ferðir. Ennfremur hafi rannsóknir sýnt að um 25% eða meira af þeim farþegum sem koma til lands með skemmtiferðaskipum komi aftur til landsins til að ferðast betur og þá til lengri tíma. „Farþegar sem koma hingað til lands eru mjög ánægðir og mjög líklegir til að koma aftur,“ segir Hayman að lok- um. Komum skemmtiferðaskipa mun fjölga á komandi árum Hrein búbót fyrir ferðaþjónustuna Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/RAX „Farþegar sem koma hingað til lands eru mjög ánægðir og mjög líklegir til að koma aftur,“ segir Christopher Hayman hjá Seatrade Review.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.