Morgunblaðið - 16.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 43
HESTAR
HÓLASKÓLI og norðurdeild Fé-
lags tamningamanna halda þessa
dagana reiðnámskeið með Eyjólfi
Ísólfssyni, yfirreiðkennara á Hólum
og tamningameistara, og líkt og
fram kemur á heimasíðu skólans,
holar.is, er námskeiðið einstakt
tækifæri til að auka færni og skiln-
ing á reiðmennskunni. Námstíminn
er fjórar helgar og eiga nemendur
nú eftir að mæta tvisvar en nær ein-
göngu FT-félagar eru þátttakendur.
Námið er bæði verklegt og bóklegt
og byggist á því að nemendur vinni
við þjálfun hrossanna á milli helg-
anna. Svipað námskeið var haldið í
fyrra og var það vinsælt og þótti
takast vel. Ásóknin í ár er enn meiri
og Eyjólfur segir í samtali við Morg-
unblaðið að gripið hafi verið til þess
ráðs að bjóða fleirum að sitja fyrir-
lestrana og fylgjast með verklegum
tímum. „Það er líf og fjör á nám-
skeiðinu og saman komnir margir
góðir og flinkir hestamenn,“ segir
Eyjólfur. Við fáum að skyggnast ör-
lítið bak við tjöldin og fáum nasasjón
af vinnubrögðum „meistarans“.
Hestur verður að vera í
andlegu jafnvægi til að læra
Eyjólfur er í fyrstu spurður hvort
námskeiðið byggist á hinum vinsælu
kennslumyndböndum hans, Á hest-
baki: „Auðvitað er þetta eitthvað
tengt, við erum að þjálfa og byggja
upp íslenska hestinn en ég fylgi efni
þeirra ekki í smáatriðum. Nem-
endur þjálfa á milli tímanna þannig
að þeir og hestarnir verði betri í
þeim atriðum sem búið er að fara í
og þá er hægt að byggja ofan á og
halda áfram. Ég legg mjög mikla
áherslu á kerfisbundin og skipulögð
vinnubrögð sem byggjast á skilningi
og þekkingu á hestinum sjálfum,
bæði andlega og líkamlega.
Námskeiðið hófst með því að huga
að andlegu hliðinni og þeirri stað-
reynd að það verður að hafa hestinn
í andlegu jafnvægi til þess að hægt
sé að kenna honum. Ég legg mikla
áherslu á þetta, því annars eru
menn að reyna að troða einhverju
inn í hausinn á hestinum sem
ekki tekst og eyða tíma sínum
í vitleysu. Og þá tekur tamn-
ingin auðvitað langan tíma.
Fyrsta skrefið í þessu öllu
saman er að gera hestinn
tilbúinn til að taka á móti
kennslunni andlega. Til
þess verður hann að vera
rólegur og sáttur við
manninn og þá gengur allt
miklu hraðar. Þannig er
það fyrsti þátturinn að
skoða samband manns og
hests – leyniþráðinn.
Hrossin á námskeiðinu
eru á mismunandi stigi en
þau eru tamin og þjálfuð.
En þótt verið sé að þjálfa
fullorðinn hest byggist vinnan ekki
síður á því að þetta samband sé í
lagi. Ég tala um þetta mikilvæga
samband manns og hests í fyrstu
myndinni, Á hestbaki 1.“
Eyjólfur segir að vinnan á reið-
námskeiðinu hafi strax skilað ár-
angri: „Við byrjuðum á því að vinna
með hestinn lausan og kanna viðhorf
hestsins. Það er alltaf verið að ræða
um það í hestamennsku hvernig
manninum þyki ganga en það er líka
ágætt að athuga hvernig hestinum
líður, hvort hann sé sáttur við að
vera hjá manninum og að vinna með
honum. Það er hægt að æfa hestinn í
að treysta manninum þannig að
hann beri virðingu fyrir honum og
að þessi félagsskapur og þetta sam-
spil verði á góðum samskipta-
grunni.“
Að lokinni grunnvinnu með and-
legu þættina, ásamt fræðilegri um-
ræðu, sneru þátttakendur sér að lík-
ama hestsins, þeirri þekkingu á
honum sem menn þurfi að búa yfir
til að vita hvernig hesturinn geti
beitt sér sem best með manninn á
baki.
Knapi með neikvætt hugarfar
skrúfar fyrir allar framfarir
Markmið námskeiðsins eru að
sögn Eyjólfs að auka þekkingu á
hestinum og kenna nýjustu aðferðir
með það að markmiði að ná betri ár-
angri og það fyrr en ella. „Segja má
að markmiðið í sjálfu sér sé betri
meðferð og þjálfun á íslenska hest-
inum. Það er yfirleitt undir mann-
inum komið hversu miklar framfar-
irnar verða, ef einhver lendir í
vandræðum er það ekki hestinum að
kenna heldur okkur sjálfum. Við
þurfum að líta í eigin barm og fara
yfir hvað við gerum. Ef knapinn
leyfir sér að hugsa að hesturinn sé
bjáni og slæmur árangur sé honum
að kenna þá er hann um leið búinn
að skrúfa fyrir allir framfarir hjá
sjálfum sér í greininni – það er svo
einfalt mál.
Um leið og hestinum er sýnt og
kennt þannig að hann skilji eru nán-
ast engin takmörk fyrir því hvað er
hægt að fá hestinn til að gera. Ef
hann verður hræddur og óöruggur
eða verður fyrir áreiti sem er mót-
sagnakennt á hann aftur á móti erf-
itt með að átta sig, og flóttavið-
brögðin fá yfirhöndina. Umbunin er
það allra mikilvægasta við þjálfun
hesta – segja má að umbunin hvetji
hestinn til dáða,“ segir Eyjólfur.
„Ríðum heim til Hóla“
Hvorki fleiri né færri en 900 ár
eru liðin frá stofnun skóla á Hólum í
Hjaltadal og má segja að gamla við-
kvæðið „heim að Hólum“, frá tíð
Jóns Ögmundssonar Hólabiskups,
sé í fullu gildi. Hólaskóli hefur mikið
umleikis og ásóknin mikil en hrossa-
rækt og reiðmennska er ein þriggja
deilda skólans, hinar eru ferðamál
og fiskeldi og fiskalíffræði.
„Það er mikið um að vera hérna
hjá okkur og við reynum að fylgjast
með því sem er að gerast úti í heimi.
Hér er alþjóðlegt umhverfi því nem-
endur eru frá mörgum löndum, og
þegar best hefur látið hafa nem-
endur komið frá níu löndum. Skiln-
ingur á hestinum, andlega og lík-
amlega, er alltaf að aukast og
þróunin er töluverð. Við sækjum
þekkingu til ýmissa aðila og rann-
sókna, til dæmis á atferli, vítt og
breitt um heiminn. Ef það kemur
eitthvað nýtt fram og nýr skiln-
ingur, og kannski ný aðferðafræði í
kjölfarið, höfum við haft að leið-
arljósi að athuga hvort það nýtist
okkur. Eftir því sem við skiljum
hestinn betur vitum við betur hvern-
ig við eigum að meðhöndla hann.“
Það er ekki úr vegi að spyrja Eyj-
ólf að lokum hvort hann hafi ef til
vill annað eins heillandi hross og
Rás frá Ragnheiðarstöðum í spil-
unum. „Ég er með nokkur hross í
þjálfun og það eru mest ung hross.
Vonandi er eitthvað efnilegt í því en
þau eru líklega of ung fyrir lands-
mótið,“ segir yfirreiðkennarinn á
Hólum.
Leyniþráðurinn á milli manns og hests
Ógleymanlegt par: Eyjólfur Ísólfsson og Rás frá Ragn-
heiðarstöðum, hér efst í tölti á Íslandsmótinu í Reykjavík
2002 en sama ár unnu þau einnig í tölti á Landsmótinu á
Vindheimamelum. Rás er fyrst íslenskra hesta til að læra
spænska skrefið svo vitað sé (sjá mynd til vinstri).
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Á námskeiðinu hjá Eyjólfi
er m.a. farið í æfingar sem
miða að því að bæta leið-
togahlutverk mannsins.
Morgunblaðið/jt
Eyjólfur Ísólfsson virðir
fyrir sér hluta af nemend-
unum á námskeiðinu. Þeir
eru (f.v.) Magnús Bragi
Magnússon á Farsæli frá
Íbishóli, Björn Sveinsson á
Kósa frá Varmalæk, Páll
Bjarki Pálsson á Boga frá
Flugumýri, Guðmundur
Sveinsson á Hvítasunnu frá
Sauðárkróki og Skapti
Steinbjörnsson á Lúkasi frá
Hafsteinsstöðum.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gust í
Kópavogi hefur oft borið á góma
undanfarið í uppkaupsmálunum
svonefndu en Gustsfélagar eru ekki
af baki dottnir og héldu fyrstu vetr-
arleika sína í reiðhöllinni í Glað-
heimum síðastliðinn laugardag þar
sem keppt var í fjölbreyttum flokk-
um og var þátttaka með ágætum
eins og fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Flestir keppendur voru í polla-
flokki – og þarf Gustur því ekki að
óttast um framtíðina – en Auður
Ása Waagfjörð vann flokkinn á
Þyrli frá Kílhrauni. Í barnaflokki
varð Sigrún Gyða Sveinsdóttir efst
á Toppi frá Svínafelli, Bára Bryndís
Kristjánsdóttir og Stefnir frá Hofi
unnu í unglingaflokki og Ólafur
Andri Guðmundsson hrósaði sigri í
ungmennaflokki á Leiftri frá Búð-
ardal. Hulda G. Geirsdóttir á Gull-
skjónu frá Stóra-Sandfelli varð efst
í flokknum konur I, Oddný M. Jóns-
dóttir og Ála frá Svignaskarði efst í
konum II, Ríkharður Fl. Jensen
efstur í karlaflokki I á Hæng frá
Hæli og Rögnvaldur Jónsson og
Léttir frá Eystri-Hól sigruðu í
karlaflokki II.
Um kvöldið fjölmenntu Gusts-
menn síðan á árshátíð sem þótti
takast vel. Þar veitti félagið nokkr-
um hestaíþróttamönnum við-
urkenningu fyrir góðan árangur á
liðnu ári og var Berglind Rósa Guð-
mundsdóttir útnefnd knapi ársins
2005.
„Berglind Rósa stóð sig feikna-
vel […] varð m.a. Íslandsmeistari í
fimmgangi og bronsverðlaunahafi í
tölti og fjórgangi á Íslandsmóti
yngri flokka. Hún sigraði í B-flokki
á Fjórðungsmóti Vesturlands …“
segir í fréttatilkynningu. Ásta
Dögg Bjarnadóttir, Birgitta Dröfn
Kristinsdóttir, Bjarnleifur Smári
Bjarnleifsson, Elka Halldórsdóttir,
Freyja Þorvaldardóttir og Rík-
harður Fl. Jensen hlutu einnig
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur.
Góð þátttaka á
vetrarleikum Gusts
Morgunblaðið/Eyþór
Knapi ársins hjá Gusti, Berglind Rósa Guðmundsdóttir, á Þjótanda frá
Svignaskarði, ásamt afa sínum, Skúla heitnum Kristjónssyni. Meira á mbl.is/ítarefni