Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.02.2006, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4  M.M. J. Kvikmyndir.com TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5  S.V. Mbl.  L.I.B. Topp5.is S.U.S. XFM 91,9 kvikmyndir.is Ó.Ö. DV mynd eftir steven spielberg TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5  S.V. Mbl. Frábær og kraftmikil mynd sem styðst við raun- verulega atburði með Óskarsverðlauna- höfunum, Charlize Theron, Frances McDormand og Sissy Spacek. North Country kl. 5:30 - 8 og 10:30 b.i. 12 ára Munich kl. 5:50 og 9 b.i. 16 ára Pride & Prejudice kl. 5:30 - 8 og 10:30 Bambi 2 - íslenskt tal kl. 6 Caché - Falinn kl. 8 og 10:30 b.i. 16 ára Harry Potter & the Goblet of Fire kl. 5:15 b.i. 10 ára Crash kl. 8 og 10:20 b.i. 16 ára TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. Sýnd með íslensku tali.  H.J. Mbl.  V.J.V.Topp5.is Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. Sýnd með íslensku tali.  H.J. Mbl.  V.J.V.Topp5.is H.J. Mbl. L.I.N. topp5.is TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4 SEXÍ, STÓRHÆTTULEG OG ÓSTÖÐVANDI FORSÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Í KVÖLD The Rushes á rætur sínar að rekja tilborgarinnar Leeds í bresku Miðlönd-unum. Þar kynntust þeir Gez O’Conn-el, söngvari og gítarleikari, og Dan Armstrong píanóleikari og boltinn fór að rúlla. „Við vorum báðir í námi í Leeds,“ segir O’Con- nel. „Við kynntumst þegar við fórum að spila fótbolta saman, og á einni æfingunni sagði ég Dan að ég spilaði á gítar. Í kjölfarið spilaði ég svo fyrir hann eitt fyrsta lagið sem ég samdi og hann varð mjög hrifinn. Stuttu síðar fór hann og keypti sér hljómborð, en hann hafði aldrei átt hljóðfæri þrátt fyrir að spila á píanó. Upp frá því byrjuðum við svo að spila saman,“ segir O’Connel. Þrátt fyrir að þetta hafi verið árið 2002 hafi hljómsveitin einungis verið til í núver- andi mynd í átta mánuði, en trommuleikarinn Joe Allen bættist í hópinn síðastliðið sumar. Fyrsta plata sveitarinnar er í bígerð og segir O’Connel að sú vinna gangi mjög vel. „Hljómsveitin er svo ung að okkur finnst eins og við séum alltaf að semja nýtt efni. Það er erf- itt að takmarka sig því við erum ánægðir með öll lög sem við semjum, en getum samt ekki sett nema hluta þeirra á plötuna,“ segir söngvarinn. Vinna með reyndum fagmönnum Þrátt fyrir að The Rushes sé ný af nálinni hefur hljómsveitin nú þegar unnið náið með reyndum fagmönnum í tónlistarbransanum, og ber þar hæst að nefna lagasmiðinn og upp- tökustjórann Youth, sem stjórnað hefur upp- tökum fyrir tónlistarmenn á borð við Dido, Fine Young Cannibals og sjálfan Paul McCartney, auk þess sem hann hlaut BRIT-verðlaunin fyrir upptökustjórn á breiðskífu Verve, Urban Hymns. O’Connel segir að þeir félagar hafi not- ið góðs af kynnum sínum við Youth, sem hófust í hljóðveri í Brixton. „Þar var mikil veisla sem við höfðum komist í í gegnum vin Dans sem var plötusnúður í veislunni, en við vorum líka fengn- ir til að spila. Þar hittum við Youth sem var mjög hrifinn af okkur og bauð okkur að koma og vinna með sér í kjölfarið,“ segir O’Connel. „Við fórum beint heim til hans þar sem hann er með hljóðver og byrjuðum að vinna að nokkrum lög- um. Hann hjálpaði okkur mikið og gaf okkur góð ráð hvað varðar lagasmíðar. Við vorum ný- liðar í þessu og þess vegna var frábært að fá mann með slíka þekkingu og reynslu til að hjálpa sér.“ Stefna að plötu í sumar Vinna við fyrstu plötu The Rushes er hafin og O’Connel segir að stefnt sé að útgáfu hennar í sumar, líklega í júlí. Áður en að því kemur ætlar sveitin hins vegar að gefa út hljómleikaplötu. „Við höfum verið að taka upp tónleikana okk- ar og vonumst til þess að geta gefið út hljóm- leikaplötu. Við komum hins vegar með nokkra geisladiska með upptökum frá tónleikum okkar til Íslands,“ segir O’Connel, og bætir því við að hægt verði að nálgast þá á tónleikunum í kvöld. Söngvarinn segir tónleikana í kvöld af öðrum toga en tónleikarnir á Airwaves. „Þetta verður ólíkt síðustu heimsókn vegna þess að núna er engin hátíð, við verðum einir með þessa tónleika þannig að það er meiri pressa á okkur en síðast. En við hlökkum mikið til.“ Aðspurður segir hann erfitt að skilgreina tón- list sveitarinnar. „Mér finnst best að lýsa tón- listinni þannig að þetta sé bara gítar, píanó og trommur,“ segir O’Connel og bætir því við að áhrifin komi víðs vegar að. „Við erum allir mjög hrifnir af gömlum tónlistarmönnum á borð við Marvin Gay, Al Green, John Martin, Nick Drake, Cat Stevens, Paul Simon og Ninu Sim- one. Svo erum við líka mjög hrifnir af nýrra efni eins og Jeff Buckley og Radiohead, og svo því allra nýjasta, til dæmis Arcade Fire. Það má segja að tónlist The Rushes sé einhvers staðar þarna á milli,“ segir O’Connel. „Hver okkar kemur með sín áhrif í hljómsveitina. Hljóm- borðsleikarinn hefur til dæmis miklu meira vit á söngvurum og lagahöfundum en ég. Ég hlusta miklu meira á sálartónlist.“ Elska Ísland Stutt er síðan The Rushes var hér á landi síð- ast, en sveitin lék á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Aðspurður segir O’Connel hljómsveit- armeðlimi mjög hrifna af landi og þjóð. „Já, við elskum Ísland. Við fengum frábær viðbrögð frá Íslendingum kvöldið sem við spiluðum á Iceland Airwaves. Svo skrifaði fólk mikið á heimasíðuna okkar í kjölfarið og sagði að við hefðum komið mest á óvart á hátíðinni og fleira í þeim dúr,“ segir hann. Þrátt fyrir þétta dagskrá í síðustu heimsókn segir O’Connel að þeim félögum hafi tekist að skoða nokkra staði á landinu. „Við höfðum ekkert alltof mikinn tíma til þess en við fórum þó í Bláa lónið og svo sáum við Gullfoss. Þegar við komum að fossinum var hann ísi lagð- ur og það var stórfengleg sjón. Landslagið á Ís- landi er stórfenglegt, sérstaklega í augum fólks frá Bretlandi,“ segir O’Connel og bætir því við að í þessari heimsókn gefist meiri tími til ferða- laga. „Við verðum í viku í þetta skipti og von- umst til að geta ferðast meira.“ Meðlimum sveitarinnar kom nokkuð á óvart hversu öflugt íslenskt tónlistarlíf er og þeir hrif- ust mjög af því sem fyrir augu bar á Iceland Airwaves. „Okkur fannst frábært að sjá allar þessar hljómsveitir þegar við komum á Airwav- es,“ segir O’Connel og bætir því við að hann hlusti töluvert á íslenska tónlist sjálfur. „Ég er mjög hrifinn af bæði Sigur Rós og Björk, þótt ég sé reyndar viss um að það sé það sem allir segja. Svo er ég líka mjög hrifinn af Lights On The Highway. En almennt var ég mjög hissa á því hvað tónlistarlífið á Íslandi er öflugt. Þetta er svo fámennt samfélag en samt er eins og allir séu eitthvað að fást við tónlist,“ segir hann. „Þar að auki er nálgunin við tónlist á Íslandi með allt öðrum hætti en hér í Bretlandi, hér væri tónlist til dæmis aldrei leyfð í listasöfnum, hvað þá í kjallara breska þjóðleikhússins. Fólk er einfald- lega ekki eins frjálslynt hér og á Íslandi,“ segir O’Connel. Tónlist | The Rushes heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld Ljúflingar frá Leeds Morgunblaðið/Sverrir Joe Allen, Gez O’Connel og Dan Armstrong mynda The Rushes, en þetta er önnur heimsókn sveitarinnar hingað til lands. Breska hljómsveitin The Rushes leikur á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, en sveitin vakti tölu- verða athygli á Iceland Air- waves-hátíðinni í október. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Gez O’Connel, söngvara og gítarleikara sveitarinnar, um uppruna hennar, áhrifavalda og tón- leikana í kvöld. The Rushes í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Bluebird og Idir hita upp. Húsið verður opnað klukkan 21 en tónleikar hefjast klukkan 22. Miðasala í verslunum Skífunnar og á midi.is. Miðaverð er 1.200 kr. auk 150 kr. miðagjalds. jbk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.