Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BAUGSMÁLIÐ
VITNALEIÐSLUM í Baugsmálinu
lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær, en þá komu m.a. þrír fyrrver-
andi stjórnarmenn Baugs fyrir rétt-
inn. Málinu verður fram haldið á
morgun þegar sækjendur og verj-
endur flytja málið munnlega fyrir
dómi. Um er að ræða aðalmeðferð á
þeim átta ákæruliðum sem Hæsti-
réttur vísaði ekki frá.
Óskar Magnússon, fyrrverandi
stjórnarformaður, og þau Guðfinna
S. Bjarnadóttir og Þorgeir Baldurs-
son, fyrrverandi stjórnarmenn, voru
öll spurð að því nákvæmlega hvaða
upplýsingar stjórnin hefði fengið um
meintar ólöglegar lántökur út úr
Baugi til Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar og Kristínar Jóhannesdóttur,
tveggja ákærðu, og fyrirtækja á
þeirra vegum, Fjárfars og Gaums.
Óskar bar fyrir réttinum að hann
myndi ekki til þess að leitað hefði
verið til stjórnar vegna lánveitinga,
en í starfsreglum sem hann sjálfur
samdi sem stjórnarformaður Baugs
kemur fram að bera eigi viðskipti
Baugs við tengd félög og aðila undir
stjórnina.
Óskar sagði það ákvæði hafa verið
sett inn í starfsreglurnar til að
tryggja að eigendur sætu ekki
beggja vegna borðsins. Hann nefndi
sem dæmi frá tíma sínum sem
stjórnarformaður viðskipti Baugs
við Ferskar kjötvörur, fyrirtæki í
eigu Gaums.
Ekki samkomulag um
samskipti Baugs og Gaums
Spurður af Sigurði Tómasi Magn-
ússyni, settum ríkissaksóknara í
málinu, hvort viðskiptafærslur á
reikninga Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar, Kristínar Jóhannesdóttur,
Fjárfars eða Gaums, hefðu verið
lagðir fyrir stjórnina, sagði Óskar að
sér væri ekki kunnugt um að svo
væri. Spurður nánar út í þetta af
Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ás-
geirs, sagði hann að ekki hefði tíðk-
ast að leggja slík viðskipti fyrir
stjórn ef um hefði verið að ræða fé-
lög í viðvarandi viðskiptum.
Hvorki var formlegt né óformlegt
samkomulag um það fyrirkomulag
að Gaumur gengi á undan Baugi í
fjárfestingar, sem síðar væru yfir-
teknar af Baugi, sagði Óskar. Hann
sagði þó að um hefði verið að ræða
tilvik þar sem gerð voru viðskipti í
nafni Gaums sem síðan voru yfirtek-
in af Baugi. Spurður af Jakobi R.
Möller, verjanda Tryggva Jónsson-
ar, hvers vegna viðskipti hefðu farið
fram á þann hátt sagði Óskar að þeg-
ar forstjórinn, Jón Ásgeir, hefði talið
þurfa að hafa hraðan á í viðskiptum,
og ekki hefði verið tími til að leita
samþykkis stjórnar fyrir viðskiptun-
um, hefði hann gert kaupin í gegnum
Gaum.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, sem sat
í stjórn Baugs frá 1998-2003, þar af
eitt ár sem varamaður í stjórn, sagði
að á meðan hún sat í stjórn hefði sér
ekki verið kunnugt um stöðu á við-
skiptareikningi Jóns Ásgeirs, Krist-
ínar, Fjárfars eða Gaums hjá Baugi.
Hún sagði ekkert eftirlit hafa verið
haft með því af hálfu stjórnarinnar.
Þurfti ekki að hafa áhyggjur
af skuld Jóns Ásgeirs
Mikil umræða var þó um þessi mál
á fundi stjórnar Baugs þann 23. maí
2002, þegar ytri endurskoðendur
Baugs kynntu úttekt sem unnin var
að frumkvæði Hreins Loftssonar,
stjórnarformanns, sem sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Spurð af settum ríkissaksóknara
hvort hún kannaðist við þá yfirlýs-
ingu Jóns Ásgeirs á fundinum að
hann teldi að engin skuld hefði verið
milli Baugs og Gaums um áramótin
2001 til 2002 sagðist hún muna eftir
því. Spurð hvernig hún hefði metið
þá yfirlýsingu sagði Guðfinna að hún
hefði metið málin þannig að ekki
þyrfti að hafa neinar áhyggjur af
stöðu þessa máls eftir það.
Spurð af Þórunni Guðmundsdótt-
ur, verjanda Stefáns Hilmarssonar
og Önnu Þórðardóttur, hvort það
hefði verið rætt á stjórnarfundum að
Gaumur færi á undan Baugi í við-
skipti, sagði Guðfinna að það hefði
verið rætt í einhverjum tilvikum.
Nefndi hún sérstaklega viðskipti
með bréf í Arcadia, sem rædd voru á
umræddum stjórnarfundi í maí 2002.
Guðfinna sagði ennfremur að það
hefði ekki verið vanalegt að stjórn
fjallaði um stöðu á viðskiptareikn-
ingum, hvorki í stjórn Baugs né í
öðrum stjórnum þar sem hún þekkti
til.
Fylgdust ekki með stöðu
á viðskiptum stjórnenda
Þriðji fyrrverandi stjórnarmaður
Baugs sem kallaður var sem vitni í
málinu í gær var Þorgeir Baldurs-
son, sem sat í stjórn félagsins frá
1998-2003. Hann tók í sama streng
og Guðfinna og sagði stjórnina ekki
hafa fylgst sérstaklega með stöðu á
viðskiptum Baugs við Jón Ásgeir,
Kristínu eða félög tengd þeim.
Hann sagði þó að á stjórnarfundi
23. maí 2002 hefði bréf ytri endur-
skoðanda Baugs verið rætt, og þar
hefði komið fram að skuldir Jóns Ás-
geirs, Kristínar, Fjárfars og Gaums
yrðu gerðar upp.
Aðspurður af sækjanda sagðist
Þorgeir muna eftir því að Jón Ásgeir
hefði lýst því yfir á fundinum að eng-
in skuld hefði verið milli Gaums og
Baugs um áramótin 2001–2002. Eftir
spurningu verjanda staðfesti Þor-
geir einnig að sá háttur hefði í ein-
hverjum tilvikum verið hafður á að
Gaumur hefði fjárfest og Baugur
hefði svo yfirtekið þau viðskipti.
Fyrir héraðsdóm í gær voru einn-
ig kallaðir nokkrir núverandi og
fyrrverandi starfsmenn Baugs, sem
og starfsmenn KPMG endurskoðun-
ar. Saksóknari bar fjölmörg gögn úr
bókhaldi Baugs undir Lindu Jó-
hannsdóttur, sem var fjármálastjóri
Baugs frá árinu 1998 til 2001. Hún
sagðist sjálf hafa haft yfirumsjón
með innheimtu viðskiptakrafna á
þessum tíma. Spurð hvort hún hefði
eitthvað reynt að innheimta við-
skiptakröfur á Jón Ásgeir, Kristínu,
Fjárfar eða Baug, sagði Linda að
hún hefði fengið þau svör að ekki
væri þörf á því að setja þær skuldir í
innheimtu.
Lögregla kynnti ekki
undantekninguna
Jakob R. Möller, verjandi
Tryggva Jónssonar – sem var næsti
yfirmaður Lindu, spurði hana út í yf-
irheyrslur hjá lögreglu. Þar var hún
spurð út í meintar ólöglegar lánveit-
ingar Baugs til stjórnenda. Hún
sagði að fyrir yfirheyrsluna hefði
lögreglumaður vitnað í 104. grein
laga um hlutafélög.
Í fyrstu málsgreinum þeirrar
lagagreinar segir: „Hlutafélagi er
hvorki heimilt að veita hluthöfum,
stjórnarmönnum eða framkvæmda-
stjórum félagsins eða móðurfélags
þess lán né setja tryggingu fyrir þá.
Félagi er einnig óheimilt að veita
þeim lán eða setja fyrir þann trygg-
ingu sem giftur er eða í óvígðri sam-
búð með aðila skv. 1. málsl. eða er
skyldur honum að feðgatali eða niðja
ellegar stendur hlutaðeigandi að
öðru leyti sérstaklega nærri. Ákvæði
þessarar málsgreinar taka þó ekki til
venjulegra viðskiptalána. Hlutafélag
má ekki veita lán til að fjármagna
kaup á hlutum í félaginu eða móð-
urfélagi þess hvort heldur móður-
félagið er hlutafélag eða einkahluta-
félag. Hlutafélag má heldur ekki
leggja fram fé né setja tryggingu í
tengslum við slík kaup.“
Jakob spurði þá Lindu hvort henni
hefði verið kynnt undantekningin
sem fram kemur síðar í 104. grein-
inni, en hún sagði að það hefði ekki
verið gert. Raunar hefði hún staðið í
þeirri trú að lánveitingar til starfs-
manna væru löglegar þar til henni
var sagt annað við yfirheyrslur hjá
lögreglu. Í undantekningunni segir:
„Ákvæði 1.–2. málsl. [sbr. fyrri til-
vitnun] eiga þó ekki við um kaup
starfsmanna félagsins eða tengds fé-
lags á hlutum eða kaup á hlutum fyr-
ir þá.“
Hluti endurgreiðslu
til Byrgisins
Lítið var fjallað um þann þátt
málsins sem snýr að bílakaupum í
gær, en þó voru nokkur vitni kölluð
fyrir dóminn vegna þeirra, t.d. fólk
sem starfað hafði við tollskýrslugerð
og annað tengt innflutningnum.
Voru þau vitni að mestu látin bera
kennsl á skjöl sem þau höfðu unnið
vegna innflutningsins.
Meðal þeirra sem báru vitni var
Halldór S. Hestnes, starfsmaður
Baugs. Hann starfaði að tollskýrslu-
gerð fyrir félagið, og rak augun í að
opinber gjöld vegna innflutnings á
tveimur bílum, ætluðum Jóhannesi
Jónssyni og Kristínu Jóhannesdótt-
ur, væru líklega of há.
Hann sagði fyrir rétti í gær að
hann hefði borið það undir Kristínu
og Jóhannes, og þau hefðu beðið
hann að fara fram á leiðréttingu á
þessu við tollayfirvöld. Það hefði
hann gert, og hefði Jóhannes heitið
helmingi þess fjár, sem við þetta
fengist, til Byrgisins. Samtals hefðu
fengist um 500 þúsund krónur til
baka, og hefðu 250 þúsund krónur
runnið til Byrgisins.
Fyrrverandi stjórnarformaður Baugs bar vitni í Baugsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
Samdi starfsreglur svo eigendur
sætu ekki beggja vegna borðsins
Morgunblaðið/ÞÖK
Lögmennirnir Jakob R. Möller og Kristín Edwald, tveir af verjendum ákærðu, koma inn í dómsalinn í gær.
Morgunblaðið/ÞÖK
Óskar Magnússon, fyrrverandi
stjórnarformaður Baugs, bar vitni
við aðalmeðferð málsins í gær.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ENDURSKOÐENDUR frá endurskoð-
unarfyrirtækjunum PricewaterhouseCoopers
og Deloitte voru kallaðir fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur við aðalmeðferð Baugsmálsins í
gær, en fyrirtækin hafa bæði unnið skýrslur
vegna málsins.
PricewaterhouseCoopers hefur unnið þrjár
skýrslur fyrir verjendur, og var Ólafur B.
Kristinsson, löggiltur endurskoðandi hjá fyr-
irtækinu, kallaður fyrir sem vitni verjenda í
gær.
PricewaterhouseCoopers hefur gert úttekt
á bókhaldi Baugs vegna þessa dómsmáls, og
spurði Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi Stef-
áns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur, út í
niðurstöður þeirrar úttektar. Ólafur segir að
miðað við úttektina virðist sem upphæðir í
ákærunum séu ekki réttar. Ákæruvaldið leggi
saman upphæðir, og því sé erfitt að finna út
nákvæmlega hvernig þær séu samsettar. Það
hafi hreinlega ekki tekist að púsla saman þeim
upphæðum sem um er að ræða fyrir árin 2000
og 2001, sem bendi til þess að upphæðirnar
sem ákæruvaldið leggur fram séu rangar.
Ólafur var einnig beðinn um að skýra hvað
átt sé við með orðalaginu „glögg mynd“, en
endurskoðendur sem undirrita ársreikninga
gera það með þeim fyrirvara að þeir séu ekki
endilega að öllu leyti réttir, en þeir gefi þó
„glögga mynd“ af ástandi fyrirtækisins. Ólaf-
ur sagði það gert til þess að tryggja að upp-
lýstur lesandi ársreikninga fái allar upplýs-
ingar sem hann þurfi til að draga rétta
ályktun af reikningsskilunum.
Lán eða viðskiptakröfur?
Ólafur var einnig spurður um skýrslu sem
PricewaterhouseCoopers vann, þar sem
fjallað er um hvað flokkist sem formlegar lán-
veitingar. Hann benti á 43. grein laga um árs-
reikninga, en þar segir: „Tilgreina skal fjár-
hæðir lána, svo og veðsetningar, ábyrgðir og
tryggingar sem veittar hafa verið félags-
aðilum eða stjórnendum félags eða móður-
félags þess vegna tengsla þessara aðila við fé-
lögin, sundurliðað ásamt upplýsingum um
vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála.
Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við gagnvart ein-
staklingum, nátengdum þeim sem þar eru
taldir.“
Hann sagði þarna skorta á umfjöllun um
hvað væri eðlileg lánveiting, og sagði að í um-
fjöllun í skýrslu PricewaterhouseCoopers sé
það skilgreint sem svo að það vísi í samning á
milli tveggja aðila um að annar láni verðmæti,
og samið sé um endurgreiðslur og vexti. Hann
segir að með tilvísun í 104. grein hluta-
félagalaga sé ljóst að átt sé við eiginleg lán,
ekki viðskiptastöðu milli aðila.
Vantaði endurkröfur
Jóns Ásgeirs í bókhaldið?
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs,
spurði Ólaf hvort rétt sé að kröfur Baugs á
hendur Jóni Ásgeiri hafi aldrei verið hærri en
gagnkröfur Jóns Ásgeirs á Baug, og sagði
Ólafur það rétt. Sækjandi spurði á móti hvort
það þýddi þá ekki að ársreikningur hafi þar
með verið rangur, því ekki sé minnst á þessar
gagnkröfur þar. Svo sagði Ólafur ekki vera,
endurskoðendur geri ráð fyrir óvissuatriðum
sem þessum með sérstökum lið í ársreikning-
unum. Hann gat þó ekki sagt hvort svo hafi
verið gert í þessu tilviki.
Sigurður H. Steinþórsson, endurskoðandi
hjá Deloitte, var því næst kallaður fyrir sem
vitni sækjanda og bar hann vitni um skýrslur
sem Deloitte vann fyrir bæði efnahags-
brotadeild ríkislögreglustjóra og skýrslu fyrir
sækjanda í málinu.
Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs,
spurði Sigurð að því hvort hann teldi við-
skiptakröfur falla undir 43. grein laga um árs-
reikninga, þar sem kveðið er á um að geta
skuli lána til stjórnenda í ársreikningum. Sig-
urður sagði að hann teldi svo vera. Greina
þyrfti frá öllum slíkum viðskiptum sem ekki
séu reglubundin.
Átök um störf endurskoðendanna