Morgunblaðið - 23.02.2006, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-5
4
7
7
HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
Verð aðeins 4.290.000 kr.
Hörkutól og eðalvagn
Staðalbúnaður í Pajero GLX:
Öflug 3,2 lítra DI-D dísilvél • 5 þrepa sjálfskipting •
fjölvalsbúnaður á drifi • driflæsing að aftan • sjálfstæð
fjöðrun á öllum hjólum • heildstæð yfirbygging • 7 manna –
niðurfellanleg aftursæti • skyggðar afturrúður • álfelgur •
þakbogar • skriðstillir • o.fl.
Mitsubishi Pajero er sigursælasti bíll frá upphafi í
Paris-Dakar rallinu. Pajero er tilbúinn í allt sem þú leggur á
hann – og það er öruggt að það fer vel um þig á meðan.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur
mótmælt framsetningu Kastljóss
Ríkissjónvarpsins í umfjöllun um
þróun skattbyrði hér á landi, í bréfi
sem sent var Þórhalli Gunnarssyni,
ritstjóra Kastljóssins.
Í svarbréfi benda þau Þórhallur
og Jóhanna Vilhjálmsdóttir á að í
þættinum hafi aðeins verið bent á að
mismunandi forsendur gefi ólíkar
niðurstöður varðandi þróun skatt-
byrði.
Í bréfi ráðherra segir að Jóhanna
Vilhjálmsdóttir þáttastjórnandi hafi
sýnt stuttan bút úr viðtali við ráð-
herrann, þar sem hann segi: „...en
allar tölur sem eru reiknaðar með
reglum ársins í ár á tölur frá 1994
munu gefa þér lægri skatta í ár“.
Jóhanna hafi síðar í yfirferðinni
sagt: „...ef við skoðum nú þessa
mynd í heild sinni þá sjáum við að
allir tekjuhóparnir, nema þessi síð-
asti, hefur orðið fyrir aukinni skatt-
byrði ef við skoðum hana út frá upp-
reiknuðum launum samkvæmt
launavísitölu.“
Í bréfi ráðherra segir að þarna sé
byggt á samanburði ósambærilegra
talna til að gefa til kynna að fjár-
málaráðherra hafi farið með rangt
mál.
„Bornar eru saman tölur, sem
fjármálaráðherra vitnaði til, við töl-
ur sem eru uppreiknaðar með
launavísitölu. Þá fæst niðurstaða
sem ræðst af öðrum þáttum en
skattalækkunum ríkisstjórnarinnar,
þ.e. launaþróun, og ályktun um að
skattar hafi verið hækkaðir rang-
lega dregin. Hefði þróun launa verið
á annan veg, t.d. undir þróun verð-
lags hefði niðurstaðan orðið önnur,“
segir í bréfinu.
Aðferðin sé því ónothæf til þess
að meta áhrif skattalækkana rík-
isstjórnarinnar þó hún geti nýst til
þess að meta breytingar á kaup-
mætti ráðstöfunartekna.
Einungis bent á
mismunandi forsendur
Í svarbréfi þeirra Þórhalls og Jó-
hönnu til ráðuneytisins segir að ætl-
unin hafi ekki verið að bera brigður
á málflutning fjármálaráðherra,
heldur hafi einungis verið bent á að
mismunandi forsendur um
launaþróun gefi mismunandi niður-
stöður um þróun skattbyrði.
Í bréfinu segir að í umfjöllun
þáttarins hafi verið borin saman
skattbyrði á laun frá 1995 miðað við
laun í dag, uppreiknuð bæði miðað
við launaþróun og verðlag. Sá sam-
anburður í umfjöllun þáttarins sem
ráðherra felli sig ekki við sýni
hvernig skattbyrði hafi breyst eftir
því hvar á tekjuskalanum viðkom-
andi hjón voru þegar skoðuð voru
uppreiknuð laun samkvæmt launa-
vísitölu. Í þættinum hafi verið bent
á að skattbyrði hafi aukist hjá um
80 prósentum framteljanda þegar
laun voru uppreiknuð samkvæmt
launavísitölu en lækkað hjá 20 pró-
sentum hjóna á tekjuskalanum mið-
að við sömu forsendur. Áður hafi
verið farið yfir nokkra tekjuhópa
hjóna með tvö börn undir sjö ára
aldri. Þar hafi verið bent á að ef
laun væru reiknuð upp samkvæmt
þróun verðlags, þ.e. ef laun 1995
væru borin saman við jafnverðmæt
laun í dag, hefði skattbyrðin staðið í
stað eða minnkað. Það eigi við um
alla tekjuhópa.
Þegar skattbyrði var hins vegar
reiknuð á uppreiknuð laun sam-
kvæmt launavísitölu hafi niðurstað-
an ekki verið sú sama fyrir alla
tekjuhópa og í því hafi falist sá sam-
anburður sem gerður var.
Í bréfinu segir að sá samanburð-
ur skipti máli fyrir áframhaldandi
umfjöllun, því Kastljós hyggist
skoða hvernig greiðsla skatta í rík-
issjóð hafi færst á milli tekjuhópa. Í
bréfinu segir að margendurtekið
hafi verið í umfjölluninni að það
skipti máli hvort skattbyrðin 1995
sé borin saman við uppreiknuð laun
í ár samkvæmt launavísitiölu eða
samkvæmt þróun verðlags. Enn-
fremur hafi verið bent á að laun hafi
hækkað langt umfram verðlag.
Samanburðurinn hafi því ekkert
haft með orð ráðherra að gera og
hvergi hafi verið lagður nokkur
dómur á orð hans.
Í lok bréfsins segir að Kastljósið
hyggist halda áfram umfjöllun sinni
um skattamál, enda hafi varla farið
framhjá nokkrum manni að allur al-
menningur hafi átt í erfiðleikum
með að fá botn í þverstæðukenndar
fullyrðingar stjórnmálamanna.
Bréfaskriftir milli fjármálaráðherra og Kastljóss
Segir byggt á samanburði
ósambærilegra talna
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
VILHJÁLMUR Bjarnason, aðjúnkt
við viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands, segir að ummæli Pet-
ers Gatti, framkvæmdastjóra þýska
bankans Hauck & Aufhäuser, í
Fréttablaðinu í gær, útskýri ekki að-
komu bankans að Eglu ehf. og kaup-
um S-hópsins á ráðandi hlut í Bún-
aðarbankanum á sínum tíma.
Gatti segir að eign Hauck & Auf-
häuser í Eglu ehf. hafi verið færð í
veltubók bankans og að samkvæmt
þýskum reglum hafi bankinn fimm
ára frest til að ákveða hvort hann
fjárfesti í öðru fjármálafyrirtæki til
langframa.
Þá geri bankinn ekki upp sam-
kvæmt alþjóðareikningsskilum þar
sem hann hafi heimild samkvæmt
þýskum lögum til að fara öðruvísi
með hagnað.
„Þetta breytir engu og er bara
bull. Ef þetta er á veltubók og þeir
vita hvað þeir eru að tala um, þá er
það einfaldlega þannig að allar verð-
breytingar á veltubók eiga að koma
fram í rekstrarreikningi,“ segir Vil-
hjálmur og bætir við að hann hafi yf-
irfarið rekstrarreikning þýska bank-
ans og ekki séð að hagnaðurinn komi
þar fram.
„Athugasemd Gatti um að hagn-
aðurinn sé færður með öðrum hætti
hefur ekkert að segja. Reikningur-
inn er settur fram með hefðbundnum
hætti, með þeim hætti sem fjármála-
stofnanir á evrópska efnahagssvæð-
inu eiga að gera,“ segir Vilhjálmur.
Gögn til ríkisendurskoðanda
Vilhjálmur afhenti ríkisendur-
skoðanda gögn varðandi ársreikning
þýska bankans í gær og afhenti Fjár-
málaeftirlitinu sömu gögn í fyrra-
dag.
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi segir gögnin verða skoðuð
og ákvörðun tekin um framhaldið að
því loknu. Sú ákvörðun mun senni-
lega liggja fyrir í byrjun næstu viku.
Í umræðum um málið á Alþingi á
dögunum kom fram af hálfu for-
sætisráðherra að hann hefði haft
samband við ríkisendurskoðanda,
sem hefði tjáð sér að ekkert nýtt
væri í málinu. Þegar Sigurður var
inntur eftir þessu, segir hann að mál-
ið hafi þegar verið rannsakað og að
menn hafi vitað af þýska bankanum
þá. Ársreikningurinn hafi hins vegar
verið ekki skoðaður sérstaklega
enda segi hann ekki mikla sögu. „Það
eru aðrir hlutir sem skipta meira
máli,“ segir Sigurður og bætir við að
erfitt sé að lesa mikið út úr slíkum
reikningum.
Vilhjálmur Bjarnason um aðkomu
þýska bankans Hauck & Aufhäuser
Hagnaður kemur ekki
fram í rekstrarreikningi
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Sigurður
Þórðarson
Vilhjálmur
Bjarnason