Morgunblaðið - 23.02.2006, Qupperneq 20
LEIFSGATA 21, RVÍK
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16-19
Falleg og töluvert endurnýjuð 5
herb. sérhæð, um 115 fm, á sléttri
jarðhæð með sérinngangi í góðu
fimmbýli á þessum vinsæla stað.
Stofa og 4 rúmgóð svefnherb. (eða
2 stofur og 3 svefnh.), eldhús og
baðherbergi. Nýlegt parket og
linoleum-dúkur. Góðar geymslur.
Góð lóð. Hús í góðu ástandi. Áhv.
14,9 millj. 40 ára lán með 4,15%
fasta vexti. Ásett verð 23,3 millj. VERIÐ VELKOMIN.
Ólafsvík | Stóri sunnan var í
Ólafsvík í gærmorgun, ásamt
miklu úrfelli. Þetta hugtak er
notað um hvassa sunnanátt sem
engu eirir.
Niðurföll gatna hafa ekki haft
undan úrkomunni og starfs-
menn Snæfellsbæjar hafa haft
nóg að gera við að bjarga hlut-
unum. Úrkoman á mæli Ólafs
Helga Ólafssonar mældist 57,3
mm frá miðnætti til hádegis í
gær og er það mesta úrkoma
sem Helgi hefur mælt.
Þá skilar úrkoman sé fljótt í
ár og læki og bæjarfossinn var
orðinn ansi myndarlegur um há-
degið.
Morgunblaðið/Alfons
Stóri sunnan í Ólafsvík
Veður
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Athygli vakti á fundi nemenda við Há-
skólann á Akureyri í vikunni, þar sem
mótmælt var niðurskurði framlaga til
skólans, hve harðorður Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri var – samflokksmaður
ráðherra fjár- og menntamála. Hét Krist-
ján stuðningi allra bæjarfulltrúa við það
að „berja til hlýðni þá sem fara með fjár-
veitingavaldið í landinu,“ eins og hann
komst að orði, við góðar undirtektir.
Maríubjallan, sem Leikfélag Akureyrar
frumsýndi um síðustu helgi, er frábær
sýning, þar sem lýst er nöturlegu lífi
þeirra sem orðið hafa undir við breyting-
arnar í Rússlandi síðustu ár. En eitt var
vont og rétt að benda væntanlegum áhorf-
endum á það: Mikið er reykt í sýningunni
– það er því miður nauðsynlegt í því skyni
að gera persónurnar nógu trúverðugar –
og ég var kominn með mikinn varaþurrk
þegar á leið. Bendi þeim, sem þola illa síg-
arettureyk eins og ég, að hafa með sér
varasalva.
Jóhannes Bjarnason gaf sér ekki langan
tíma til að fagna sigri í prófkjöri fram-
sóknarmanna á laugardagskvöldið. Hann
fór snemma að sofa, enda þurfti hann að
stjórna 3. flokki KA í handboltaleik klukk-
an hálf tíu morguninn eftir.
Erlingur Kristjánsson varð í 4. sæti í próf-
kjörinu og fór líka snemma heim. Hann
átti að dæma leikinn morguninn eftir!
Maríanna Clara Lúthersdóttir, sem fór á
kostum í hlutverki þjónustustúlkunnar í
Fullkomnu brúðkaupi hjá LA, varð fyrir
því óláni í seinni föstudagssýningunni fyr-
ir tæpri viku, að hurð var skellt á enni
hennar, sem bólgnaði upp, hratt og örugg-
lega í anda sýningarinnar! Leikkonan lauk
sýningunni eins og ekkert hefði í skorist
en með býsna myndarlegt „horn“, enda
beið hennar kælipoki baksviðs um leið og
klappað hafði verið fyrir leikurunum.
Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ og
forsprakki verkefnisins Akureyri í önd-
vegi, hefur sótt um bókstafinn A til kjör-
stjórnar vegna sveitarstjórnarkosning-
anna í vor. Framboð er hugsanlegt, en
ekkert ákveðið.
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
Hólmaröst ehf. hefurlýst yfir vilja sín-um til að takast á
við uppbyggingu safns,
menningar- og mannlífs-
miðstöðvar, í húsnæði fyr-
irtækisins að Hafnarskeiði
8 í Þorlákshöfn í samstarfi
við opinbera aðila, fyr-
irtæki og einstaklinga.
Hólmaröst hefur verið með
fiskvinnslu en hús fyr-
irtækisins á Stokkseyri eru
notuð fyrir svokallaða
menningarverstöð.
Bæjarráð Sveitarfé-
lagsins Ölfuss tók vel í er-
indið á síðasta fundi sínum
og lýsti yfir ánægju sinn
með þann áhuga sem fyr-
irtækið sýnir byggðarlag-
inu með hugmyndum sín-
um.
Mannlífs-
miðstöð
Það eru misjafnlegastór verkefnin semmenn takast á við í
lífinu. Ólafur Áki Ragn-
arsson, nú bæjarstjóri í
Ölfushreppi og fyrrum
sveitarstjóri í Djúpavogs-
hreppi, ákvað að ganga á
hæsta fjall Afríku, Kilim-
anjaro.
Er skemmst frá því að
segja að Ólafur sigraði
fjallið mikla og í tilefni
þess mætti hann sl. laug-
ardag á sínar gömlu
heimaslóðir og efndi til
samkomu í menningar-
miðstöð Djúpavogs,
Löngubúð, til að deila
þessari reynslu sinni í
máli og myndum.
Íbúar Djúpavogs
mættu vel á fyrirlestur
Ólafs og var gerður mjög
góður rómur að frásögn
hans og myndasýningu frá
ferðinni.
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Knár og þolinn Ólafur Áki
Ragnarsson greindi frá
ferð sinni á risann Kilim-
anjaro.
Bæjarstjóri
sækir
á brattann
Jóhannes Sigmunds-son frá Syðra-Langholti átti leið
meðfram Ingólfsfjalli, þar
sem mikið malarnám á sér
stað:
Mjög er sótt í möl og gjall,
mun á degi hverjum sérðu.
Eftir situr Ingólfsfjall
allsnakið að sunnanverðu.
Davíð Hjálmar Haralds-
son yrkir upp til fjalla:
Herlegt er að halda til á
fjöllum,
hásumar við lyng og blóma
skart,
við fábreytt líf svo fjarri húsum
öllum
en frekar er nú Morgunblaðið
hart.
Bútaldi bylur:
Alltaf getur í það rýnt
ef á kamar mætir;
innihaldið er svo fínt
það áferðina bætir!
Allsnakið
Ingólfsfjall
pebl@mbl.is
Skagaströnd | Hreppsnefnd Skaga-
strandar og Rafmagnsveitur ríkisins
hafa ákveðið að ganga til samstarfs um
lagningu hitaveitu á Skagaströnd. Vatn-
ið verður leitt frá Blönduósi þar sem
RARIK rekur hitaveitu.
Þrátt fyrir töluverða leit og tilrauna-
boranir í kringum Skagaströnd á und-
anförnum árum hefur ekki tekist að
finna heitt vatn til húshitunar. Í ljósi
þess er hér um merkan atburð að ræða
fyrir íbúa Skagastrandar sem geta nú,
innan alltof langs tíma, lagt af að kynda
hýbýli sín með rafmagni því stefnt er að
því að hefja framkvæmdir við veituna á
næsta ári.
RARIK keypti hitaveitu Blönduóss á
síðasta ári en heita vatnið til hennar er
fengið á Reykjum og dælt þaðan til
Blönduóss, um 15 km leið. Milli Blöndu-
óss og Skagastrandar eru síðan um 20
km til viðbótar. Gjaldskrá hitaveitunnar
mun verða sú sama á Blönduósi og
Skagaströnd eftir að hún kemst í gagnið
en áætlaður kostnaður við lagningu
hennar til Skagastrandar er 300 til 350
milljónir króna.
Hitaveita
verður lögð á
Skagaströnd
Ísafjörður | Söngleikurinn Hið ljúfa líf
eftir Benóný Ægisson verður settur á
svið af leikfélagi nemendafélags Mennta-
skólans á Ísafirði í sólrisuvikunni. Frum-
sýning verður í sal Menntaskólans á Ísa-
firði kl. 20 á morgun, föstudag.
Hið ljúfa líf fjallar um kvöldstund á
skemmtistaðnum Nátthrafninum þar
sem fastagestirnir eru fyllibyttur, dóp-
istar og glæpamenn. Leikstjóri er Dar-
ren Forman. Öll lög söngleiksins eru
frumsamin nema eitt sem er eftir KK og
Jón Ólafsson. Af sextán lögum í söng-
leiknum eru fjórtán samin af þremur
nemendum úr MÍ, en þeir eru Valdimar
Olgeirsson, Halldór Smárason og Krist-
inn Gauti Einarsson. Auk þess samdi
Hildur Dagbjört eitt lag. Titillag sýning-
arinnar heitir Hið ljúfa líf, lag eftir
Valdimar Olgeirsson, og má nálgast það
á vefsíðu söngleiksins, www.simnet.is/
base/nmi.
Hápunktur Sólrisuhátíðarinnar ár
hvert er jafnan frumsýning á Sólrisu-
leikritinu, segir í fréttatilkynningu.
Næstu sýningar eru á sunnudag, þriðju-
dag og fimmtudag og lokasýning verður
á sunnudaginn eftir viku.
Söngleikurinn
Hið ljúfa líf
á Ísafirði
♦♦♦
Fréttir á SMS