Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 29
Atlantshafsbandalagið og ég sagði
honum að ekki væri á stefnuskrá
okkar að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu, en slíkt væri ekki úti-
lokað í framtíðinni,“ sagði Halldór
ennfremur. Sagði hann margt sem
hefði áhrif á hvenær og hvort það
yrði, meðal annars hvað verður um
stjórnarskrána og evruna. „Blair er
sjálfur þeirrar skoðunar að í framtíð-
inni muni Bretar taka upp evruna,
en það væri hins vegar ekki á dag-
skrá núna. Það þyrfti hins vegar ým-
islegt að gerast áður en það yrði.
Þannig þyrftu að verða efnahagsleg-
ar umbætur í Evrópu áður en til
upptöku evrunnar kæmi í Bretlandi.
Reyndar sagði hann að á næstu
misserum yrði vinnu við stjórnar-
skrá sambandsins frestað og meiri
áhersla lögð á efnahagsmál.“
Málefni Atlantshafsbandalagsins
bar einnig á góma. „Við ræddum um
Atlantshafsbandalagið og Blair lagði
á það áherslu hvað Atlantshafs-
bandalagið skiptir miklu máli fyrir
Bandaríkin og Evrópu og sagði
bandalagið hafa mikla möguleika til
að styðja við lýðræðisþróun í heim-
inum og sagði Afganistan verða mik-
inn prófstein á það.“
Á fundinum kom fram að Bretar
Ekki er á stefnuskrá ís-lensku ríkisstjórnarinnarað sækja um aðild að Evr-ópusambandinu, en slík
umsókn væri ekki útilokuð í framtíð-
inni. Þetta sagði Halldór Ásgríms-
son, forsætisráðherra, á fundi sínum
með forsætisráðherra Bretlands,
Tony Blair, í Downingstræti 10 í
gær, en meðal þess sem ráðherrarn-
ir ræddu voru Evrópumál. Var þetta
fyrsti fundur forsætisráðherra land-
anna tveggja í þrjátíu ár, en síðast
hittust þeir Geir Hallgrímsson og
Harold Wilson árið 1976.
„Við ræddum samskipti landanna,
um góða samvinnu Íslands og Bret-
lands á alþjóðavettvangi og í við-
skiptum,“ sagði Halldór við Morg-
unblaðið að fundi loknum.
„Ég sagði honum að Íslendingum
þætti mjög gott að eiga viðskipti á
Bretlandi, enda er svo komið að um
80.000 manns vinna hjá íslenskum
fyrirtækjum í Bretlandi. Það er at-
hyglisvert í ljósi þess að á íslenskum
vinnumarkaði vinna samtals um 160
þúsund manns,“ sagði Halldór.
„Við ræddum mikið um Evrópu og
eru að fara að senda um 3.000 her-
menn til Afganistans þar sem þeir
munu leysa af hólmi bandaríska her-
menn. „Hann var mjög ánægður
með að Íslendingar tækju þátt í frið-
argæslu, en við höfum unnið með
Bretum bæði í Bosníu og í Afganist-
an. Hann sagði það mjög mikilvægt
fyrir Breta að eiga góða bandamenn
á þessu sviði,“ sagði Halldór.
Öryggi á Norður-Atlantshafi
Hvað varðar öryggismál á Norð-
ur-Atlantshafi upplýsti Halldór
Blair um gang mála í viðræðum Ís-
lendinga og Bandaríkjamanna og
mikilvægi þess að það öryggissam-
starf sem verið hefði á N-Atlantshafi
frá því í seinni heimsstyrjöld héldi
áfram þótt það yrði með öðrum hætti
en til var stofnað á sínum tíma. Það
skipti ekki aðeins máli fyrir Ísland,
heldur fyrir Atlantshafsbandalagið
og svæðið allt.
„Ég bauð honum til Íslands, en
hann hefur fengið boð um að koma á
ráðstefnu um jafnréttismál sem
haldin verður í september. Hann
sagði eiginkonu sína, Cheri Blair,
mikinn aðdáanda Íslands og að hann
hefði sjálfur áhuga á að koma,“ sagði
Halldór.
Áhersla lögð á
samvinnu og vináttu
Reuters
Forsætisráðherrarnir Halldór Ásgrímsson og Tony Blair ræddust við í London í gær.
Halldór Ásgrímsson og Tony Blair ræddust við í London
Eftir Bjarna Ólafsson í London
bjarni@mbl.is
Íslenskir fjárfestar í Bretlandiog öðrum löndum eru hvorkivíkingar né innrásarher,
heldur er aukin sókn íslenskra fyr-
irtækja og athafnamanna á þessa
markaði eðlileg afleiðing heims-
væðingarinnar og aukins frjáls-
ræðis í viðskiptum. Þetta sagði
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra, í fyrirlestri um útrás ís-
lenskra fyrirtækja á hádegisfundi
KB banka í Lundúnum í gær.
Í inngangsorðum vék Sigurður
Einarsson, stjórnarformaður KB
banka, að miklum vexti íslensks
efnahags undanfarinn áratug og
rakti hann til breytinga í átt til
meira frjálsræðis í viðskiptum sem
orðið hefðu á tímabilinu. Sigurður
sagði mikilvægt að stjórn-
málamenn skildu mikilvægi fyr-
irtækja og viðskiptalífs og gerðu
sitt til að skapa þær aðstæður sem
stuðluðu hvað best að vexti og við-
gangi fyrirtækja. Fyrirtækin
sköpuðu auðinn sem þyrfti til að
standa undir þeim kostnaði sem
siðmenntað þjóðfélag krefðist.
Miklar breytingar
Í erindi sínu fjallaði forsætisráð-
herra um sögu Íslands og íslensks
efnahags síðustu hundrað ár.
Sagði hann í raun ótrúlegt hvað ís-
lenskt efnahagslíf hefur vaxið
hratt síðustu áratugi og væri nú
mun fjölbreyttara en áður, þegar
landið var nær alfarið háð fisk-
útflutningi. Nú væri öldin hins
vegar önnur. Mjög hefði verið liðk-
að um í íslensku viðskiptalífi, höft
af ýmsu tagi minnkuð eða fjarlægð
með öllu og mjög hefði verið dreg-
ið úr umsvifum ríkisins. Þá hefðu
mörg stór ríkisfyrirtæki verið seld
einkaaðilum og fyrirtækjunum
þannig veitt tækifæri til frekari
vaxtar, þar á meðal erlendis.
Á fundinum var innt eftir við-
brögðum Halldórs við því áliti
matsfyrirtækisins Fitch að ríkis-
fjármál Íslands væru ekki í eins
góðum málum og áður, en fyr-
irtækið lækkaði mat sitt á Íslandi
úr stöðugu í neikvætt, án þess þó
að hreyfa við lánshæfismati þess.
Halldór sagði að þessar at-
hugasemdir bæri að sjálfsögðu að
taka alvarlega, en sagði að hér
væri um að ræða vaxtarverki sam-
félags sem væri í mikilli sókn.
„Það er betra að eiga við þau
vandræði sem fylgja skorti á
vinnuafli, en miklu atvinnuleysi,“
sagði hann. Sagði hann að stefnt
væri að því að rekstur ríkisins yrði
hallalaus árið 2007, en hugsanlega
mætti ganga lengra í því að draga
úr útgjöldum ríkisins. „Því fylgja
hins vegar pólitísk vandkvæði,
enda er ekki almennur vilji fyrir
því í landinu að skera mikið niður í
velferðarmálum.“
Heimsótti fyrirtæki
Seinna í gær heimsótti Halldór,
ásamt eiginkonu sinni, Sigurjónu
Sigurðardóttur, þrjú fyrirtæki í
eigu Baugs Group: Iceland mat-
vælakeðjuna, Karen Millen tísku-
vöruverslunina og Hamleys leik-
fangaverslunina. Í dag mun
Halldór opna formlega nýjar höf-
uðstöðvar Travel City og kynna
sér starfsemi Excel Airways og
Bakkavör Group í Spalding. Á
morgun mun hann heimsækja Ís-
landsbanka og Landsbanka í og
vígja nýjar skrifstofur Icelandair.
Íslendingar ekki í víking
Morgunblaðið/Bjarni Ólafsson
Búinn var til leikfangabangsi fyrir
Halldór Ásgrímsson í leikfanga-
verslun Hamleys.
gðist við
tækisins
þrjú ál-
ver komi ekki til greina. Sömuleið-
is hlyti ríkisstjórnin að taka af öll
tvímæli um það hvort tvö ný álver
kæmu til greina. Markaðurinn
þyrfti að vita um fyrirhugaðar
fjárfestingar ríkisstjórnarinnar.
Mjúk lending
verði markmiðið
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri
grænna, sagði að viðvörunarorðin
væru í sjálfu sér ekki ný enda hefði
ríkisstjórnin keyrt á mjög harðri
ríkisvæddri stóriðjustefnu. Og Jón
Gunnarsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagði að mat Fitch fæli
í sér ákveðinn áfellisdóm yfir efna-
hagsstjórn ríkisstjórnarinnar.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, sagði að
fyrir löngu hefði átt að vera búið
að taka á ríkisútgjöldum og Lúð-
vík Bergvinsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði að markmið
allra hlyti að vera að ná mjúkri
lendingu. Birgir Ármannsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks,
sagði ánægjulegt hve margir þing-
menn stjórnarandstöðunnar hefðu
tekið undir það, í þessari umræðu,
að það yrði að hafa stjórn á rík-
isfjármálunum. Og Einar Már Sig-
urðarson, þingmaður Samfylking-
arinnar, sagði að ríkisstjórnin
þyrfti að nýta sér þau verkefni
sem hún hefði, þ.e. ríkisfjármálin,
en treysta ekki eingöngu á einka-
geirann og Seðlabanka Íslands.
gið gula spjaldið
Kristinn
máls á
u.
e. að ekki
ku bank-
ð hafi ekki
íslensku
að þessi
kallað er
akmörkuð
l þess að
m hjá því
rft að ætla
rfellt þre-
ns ári síð-
gunblaðið
fjármögn-
iptabank-
anna (þ.e. til þess að endurfjár-
magna lán sem koma á gjalddaga í
ár) að minnsta kosti 3,2 milljörðum
evra, jafngildi um 262 milljarða ís-
lenskra króna. Er þá horft fram hjá
lánaþörf vegna mögulegra aukinna
umsvifa og útlána hjá bönkunum.
Þá er einnig ótalið að hugsanlega
geti komið á gjalddaga uppsegjan-
leg skuldabréf sem hafa verið gefin
út í Bandaríkjunum og svokallaðir
peningamarkaðssjóðir hafa keypt
en ekki liggur fyrir hversu miklar
upphæðir þar gæti verið um að tefla
eða að hve miklu leyti komið hefur
til uppsagna.
rmark-
rulega
slu Fitch
senda tví-
þeirra er
Íslandi. Í
gar félags-
endingu í
t og í öðru
því hvort
il þess að
hvað það
fið. Þetta
kins, fram-
á síma-
ær.
iseinkunn
ið teljum
sterk auk
ssjóðs er í
st í öðrum
nn og fer
er,“ sagði
að kerfis-
rfið hefur
gengið í gegnum síðan í upphafi 10.
áratugarins hefðu skilað sér í því að
hagkerfið væri mun sveigjanlegra en
áður þannig að þol þess gagnvart ut-
anaðkomandi áföllum væri meira en
áður.
Hátekjuhagkerfi
Í kynningu sem Rawkins hélt á
fundinum fór hann nánar yfir til-
kynningu Fitch sem birt var í gær.
Hann fjallaði aðeins um Asíukrepp-
una svokölluðu á 10. áratug síðustu
aldar og sagði að af henni hefði mátt
draga vissan lærdóm en sagði síðan
að ekki mætti gera of mikið úr sam-
líkingunni við Ísland sem birtist í til-
kynningunni. „Ólíkt asísku hagkerf-
unum er Ísland hátekjuhagkerfi,
fjármálastofnanir eru sterkar og
gegnsæi er mjög gott. Hins vegar
eru skuldir heimila og fyrirtækja
mjög háar sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og það veldur okkur áhyggj-
um að stærstur hluti þessara skulda
er gjaldeyris- eða vísitölutengdur.
Lækki gengi krónunnar snögglega
sem síðan myndi leiða til hærri verð-
bólgu gætu áhrifin á hagkerfið orðið
mjög mikil.“
Ástralía og Nýja-Sjáland eru
meðal þeirra landa sem hafa svipaða
lánshæfiseinkunn og Ísland (þessi
lönd hafa AA+ en Ísland AA-) og
eins og fram hefur komið er skulda-
staða þeirra ríkja svipuð skulda-
stöðu ríkissjóðs. Rawkins sagði að
Fitch hefði hins vegar ekki fullnægj-
andi upplýsingar um hversu vel ís-
lenska ríkið væri búið að baktryggja
(e. hedge) sig gagnvart þessum
skuldum.
Í máli Rawkins kom fram að eitt
af því sem ylli honum áhyggjum væri
stjórn efnahagsmála. „Jákvæð af-
staða hins opinbera gagnvart því
þjóðhagslega misvægi sem ríkir hef-
ur gert það að verkum að Seðlabank-
inn hefur þurft að taka á sig mestan
hluta aðhaldsaðgerða. Okkur er ljóst
að aðhalds er gætt í ríkisfjármálum
en teljum hins vegar að skilaboð hins
opinbera séu ekki nægilega skýr og
það veldur okkur áhyggjum. Miðað
við stöðu hagsveiflunnar ætti að-
haldið að vera meira að okkar mati.“
ætt skilaboð frá Fitch
Í tölvubréfi sem Credit Suissesendi stærri viðskiptavinum
sínum eftir lokun markaða á
þriðjudaginn var fjallað sér-
staklega um íslensku krónuna
og þeim ráðlagt að loka lang-
tímastöðum sínum í íslenskum
krónum. Þeirri spurningu var
varpað fram hvort krónan
muni verða áfram undir þrýst-
ingi eða hvort skapast hafi
kauptækifæri.
„Samkvæmt okkar mati er
líklegt að þrýstingurinn [á
krónuna] muni halda áfram á
næstu dögum og við vörum við
því að menn kaupi íslenskar
krónur eins og er þrátt fyrir
mjög háa vexti á Íslandi. [-] Of
hátt gengi krónunnar endur-
speglast í snarauknum við-
skiptahalla sem er nú um 15%
af vergri landsframleiðslu.
Þess vegna er líklegt að krónan
muni veikjast umtalsvert þeg-
ar horft er til meðallangs tíma
en lykilspurningin er hvenær.“
Síðan er gengisþróun krón-
unnar frá því seint á níunda
áratugnum rakin og hvernig og
við hvaða aðstæður mikil leið-
rétting varð á gengi krónunnar
snemma árs 2000.
„Með öðrum orðum, lær-
dómurinn sem hægt er að
draga af því þegar leiðrétting
varð á umtalsvert of sterkri
krónu ætti að valda þeim
áhyggjum sem eru með lang-
tímastöður í íslensku krónunni.
Við mælum með að menn loki
slíkum stöðum.“
Fjárfestar
loki lang-
tímastöð-
um í krónu
kun í október 2004
ista hefur hækkað verulega á undanförnum
r ekki farið framhjá mörgum. Í kjölfar tilkynn-
rtækisins Fitch hefur hún þó fallið lítillega.
má sjá þróun vísitölunnar frá lokum árs 1999.
nú er fráleitt jafnhátt því sem varð í október
n um 18,5% á fjórum vikum en nú hefur hún
ku. Hafa ber í huga að þróunin snerist við þeg-
s ekki er víst að lækkunin muni halda áfram.