Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 37

Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 37 MINNINGAR dró smátt og smátt af henni og hún sofnaði frá okkur uns kallið kom eft- ir meira en sex vikna baráttu. Löngu og farsælu lífi hefur verið lif- að. Að lokum vil ég þakka starfsfólki á B-2 á Borgarspítala fyrir fágæta umönnun um Gunnþóru seinustu ævidaga hennar. Sú umhyggja og hlýja, nærgætni og virðing, sem henni var þar sýnd, fór ekki fram hjá neinum af hennar nánustu, ekki henni sjálfri heldur. Halldór Hannesson. Undanfarnar vikur hafa brot um samverustundir með ömmu Gunn liðið gegnum huga minn þar sem ég hef setið og haldið í hönd hennar eða strokið á henni hárið, vitandi það að nú væri komið að leiðarlokum í lífi hennar. Þetta eru myndbrot af sam- verustundum okkar sem líða gegn- um hugann eitt af öðru. Myndbrot af því þegar við systkinin vorum lítil í bíltúr með ömmu og afa og við sáum geiturnar, þegar afi færði litla eld- húsborðið í Hvammsgerðinu inn í hurðargatið í stofunni þar sem við borðuðum ljúffengu smásteikina hennar ömmu með kartöflumúsinni, þegar við tíndum nípurnar af trénu í garðinum í nípusúpuna, þegar við spiluðum rommí í marga klukku- tíma og þar sem amma sat í stólnum sínum með hekludótið. Ég fer oft í gegnum myndbrotin af því þegar hún var að sauma kjól- ana á mig fyrir nemendamótin í Verzlunarskólanum, hversu snögg hún var að því, enda alvön sauma- kona og vandvirk með eindæmum. Henni þótti mjög vænt um að ég væri í þessum skóla enda Verzlunar- skólagengin sjálf og sótti nemenda- mótin frá sínum árgangi alveg fram til síðasta árs. Stundum mátti vart á milli sjá hvor væri spenntari að fara á nemendamót, ég þegar ég var 17 ára eða amma þegar hún var 88 ára. Amma hafði einstakt dálæti á litlu Védísi minni, hún ljómaði alltaf þeg- ar við komum í heimsókn. Eitt af mörgum myndbrotum mínum af þeim tveimur er þar sem Védís, tæplega ársgömul, situr í körfunni framan á göngugrindinni hennar langömmu sinnar og eru þær báðar skellihlæjandi. Það er mér einnig ómetanlegt myndbrotið af okkur ömmu saman í Háteigskirkju í haust á brúðkaupsdegi mínum þar sem hún ein fékk að koma á bak við fyrir athöfnina og sjá brúðina. Ég sá stoltið og gleðina skína úr augum þeirra mæðgina, pabba og hennar, og ég vissi að hún lagði sannarlega mikið á sig til að geta verið með mér þennan merka dag. Við vorum miklar vinkonur og öll þessi myndbrot ásamt mörgum öðr- um eru ljúfar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Hvíl í friði elsku amma. Þitt barnabarn. Sigríður Stefanía Óskarsdóttir. Hún var einn af lævirkjunum fjór- um sem pabbi gróðursetti framan við Ás, einn fyrir hverja dóttur í húsinu. Dæturnar í Ási voru fjórar, beinvöxnu lerkitrén stóðu sem fögur tákn. Svo listrænn hann pabbi, enda náðu þau Gunnþóra vel saman í list- sköpun og ást á náttúrunni. Hún var líka pabbastelpa, bar nöfn föðurfor- eldranna, Gróa og Þorsteinn, sem fléttuðust vel saman í nafninu Gunn- þóra. Hún var elsta dóttirin og pabbi málaði ævintýramynd fyrir tveggja ára stelpuna sína. Málverkið af litlu kettlingunum hékk alltaf í stofunni hjá Gunnþóru. Heimilið bar listfengi hennar og smekkvísi glöggt vitni. Hún var mikil handavinnukona, eins og sást á fallegu handbragði í tepp- um, púðum og stólsessum. Á miðjum kreppuárunum var lítið um vinnu, jafnvel ekki fyrir stúlku með góðar einkunnir úr Verslunar- skólanum, svo að Gunnþóra fór að vinna í Hressingarskálanum. „Hún var stórsæt,“ segir 96 ára kona sem sér ungu stúlkuna, Gunn- þóru, fyrir sér, með dökkrautt hár og fallegan vöxt. Kjarval vandi kom- ur sínar á Hressingarskálann og vildi fá að mála afgreiðslustúlkuna, en Gunnþóra færðist undan. Litla mynd fékk hún þó frá honum, eins og margir vinir hans. Gunnþóra giftist æskuvini sínum, Óskari Björnssyni frá Berunesi við Reyðarfjörð. Þau þekktust strax sem unglingar og voru samferða í lífinu á meðan Óskar lifði. Börnin urðu fjögur og Gunnþóra átti stóran hóp afkomenda í kringum sig. Saumalistin varð atvinna Gunn- þóru á heimavelli meðan börnin voru að alast upp. Fallegir módelkjólar runnu út úr saumavél Gunnþóru um langt ára- bil. Hún gaf margri konunni tæki- færi til að velja sér kjóla upp úr tískublöðum. Bekkurinn hefur oft verið þéttsetinn heima hjá Gunn- þóru. Blár, perlusaumaður ballkjóll með prinsessusniði liggur innpakk- aður í plasti, gaf umgjörð á dansandi kvöldstundum fyrr á árum. Nú safn- gripur, minning um handbragð móð- ursystur minnar. Dæturnar í Ási voru fjórar. Dótt- urdóttir bættist síðar í hópinn, sú sem þetta skrifar. Valborg blessuð hvarf yfir móðuna miklu fyrir tíu ár- um. Sú næstelsta, móðir mín Ragn- heiður, hefur dvalið fjarvistum frá heimalandinu yfir hálfa öld. Hugur hennar dvelur löngum á æskuslóð- unum heima á Fáskrúðsfirði og hjá systrunum. Samband hennar og Gunnþóru var einstakt. Þær skrif- uðust á og hringdu oft hvor í aðra. Síðustu símtölin voru erfið, báðar búnar að missa mikið heyrn, en þær vissu hvor af annarri. Þetta er erf- iður tími fyrir móður mína að geta ekki fylgt ástkærri systur síðasta spölinn. „Gunnþóra býr alltaf í huga mér, ég mun tala við hana þótt hún sé far- in,“ segir móðir mín. „Ég gleymi aldrei hvað var hlýlegt og notalegt að heimsækja hana. Einu sinni kom ég til Íslands með einn soninn. Þá var fullt af fólki hjá Óskari og Gunn- þóru, en þau tóku ekki annað í mál en að við gistum hjá þeim. Gestrisni þeirra var einstök. Richard, eigin- maður minn, kom einn til Íslands þegar verið var að opna Vaxmynda- safnið, hans verk. Gunnþóru fannst alveg sjálfsagt að búa um hann í stofunni. Hún vildi alltaf allt fyrir mann gera.“ Fyrir hönd móður minnar og mín þakka ég Gunnþóru fyrir allt og allt. Stórfjölskyldu hennar eru sendar samúðarkveðjur. Oddný Sv. Björgvins. LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR FANNEY BJÖRNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 14.00. Erna Vilbergsdóttir, Aðalsteinn Vilbergsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Brimrún Vilbergsdóttir, Jón Hjartarson, Björn Vilbergsson, Ketill Vilbergsson, Ingibjörg Helgadóttir, Már Vilbergsson, Margrét Arnfinnsdóttir, Jón Hákon Vilbergsson, Guðrún Vignisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR SIGJÓNSSON, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis á Höfn í Hornafirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi aðfaranótt miðvikudagsins 15. febrúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Bjarni Friðrik Garðarsson, Þorgerður Steinþórsdóttir, Páll Örvar Garðarsson, Jóhanna Erlingsdóttir, Stefán Rúnar Garðarsson, Steinar Garðarsson, Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖGNI KLEMENSSON, Sunnubraut 9, Vík í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjallatún njóta þess. Málfríður Eggertsdóttir, Páll Heiðar Högnason, Ása Birgisdóttir, Ragnheiður Högnadóttir, Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, barnabörn og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR I. SIGURÐARDÓTTIR, áður til heimilis í Álftarima 11, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minn- ingarsjóð hjúkrunarheimilis aldraðra, Ljósheimum. Margrét Lúðvígsdóttir, Þorfinnur Valdimarsson, Sigurður Gísli Lúðvígsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, JÓN PÁLMI RÖGNVALDSSON matsveinn, Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði, sem lést mánudaginn 13. febrúar, verður jarð- sunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elsa Jónsdóttir, Páll Ágúst Jónsson, Viktor Jónsson, Steingrímur Örn Jónsson, Rögnvaldur Jónsson, Leifur Jónsson, Viggó Pálmi Jónsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, OLGEIR SIGURGEIRSSON fv. útgerðarmaður, Skálabrekku 5, Húsavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 20. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Jónasdóttir, synir, tengdadætur og afkomendur. Elskulegur eiginmaður minn, JÓN KRISTINN STEFÁNSSON bóndi, Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 21. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR VILHJÁLMSSON (frá Dalatanga), Blikabraut 11, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudag- inn 22. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorbjörg Sigfúsdóttir, Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Árni Óskarsson, Vilhjálmur Sv. Arngrímsson, Guðríður Halldórsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.