Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 23.02.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 41 HESTAR MÖNNUM verður tíðrætt um að skyldleiki íslenskra hrossa sé að verða alltof mikill. Að þeir Hrafn frá Holtsmúla og Orri frá Þúfu séu ríkjandi í megninu af hrossum hér á landi, bara mismikið. Ekki finnst öll- um þetta áhyggjuefni og víst er að skyldleikarækt er á undanhaldi. Upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir síðustu öld var víða stunduð markviss skyldleikarækt þar sem mikið skyldum hrossum var æxlað saman, gjarnan alsystkinum, í þeim tilgangi að efla kosti þeirra og í mörgum tilfellum með góðum ár- angri. Hættan var auðvitað sú að gallarnir efldust ekki síður en kost- irnir. Þannig urðu til þeir stofnar sem allir hestamenn hafa heyrt getið eins og Svaðastaðastofninn í Skaga- firði og Hornafjarðarstofninn. Síð- ustu áratugina hafa þessir stofnar blandast hver öðrum og erfitt er að finna hreina stofnrækt í dag. Svaðastaðastofninn Á Svaðastöðum í Skagafirði hófst markviss skyldleikarækt upp úr aldamótunum 1900. Svaðastaða- hrossin má flest rekja til alsystk- inanna Sörla 71 og Tinnu 124 frá Svaðastöðum sem voru fædd 1915 og 1916. Sörli og Tinna fengu fyrstu verðlaun í kynbótadómi árið 1921, Sörli þá fimm vetra gamall og Tinna sex vetra. Synir Sörla voru mikið not- aðir á þriðja áratugnum og breiddist Svaðastaðastofninn út um allt land út frá honum. Í dag er vandfundið það hross sem ekki er afsprengi Svaða- staðahrossa. Svaðastaðastofninum var lýst í Búnaðarriti árið 1924 sem fínbyggð- um hrossum með mikinn vilja eða fjör, fjölbreyttan gang, þjála lund, kergjulausum og ljúfum í tamningu. Gott ef þessi lýsing kemur ekki heim og saman við þann hest sem flestir hestamenn vilja eiga í dag. Út frá Svaðastaðastofninum komu svo tvær þekktar línur, Kirkjubæj- arhrossin og Kolkuósshrossin. Kolkuósslínan Á Kolkuósi í Skagafirði hófst skyldleikarækt á hrossum af Svaðastaðastofni upp úr 1920. Sonur Sörla 71, Hörður 112 frá Kolkuósi, fæddur 1922, markar upphafið að Kolkuósslínunni og mörg afkvæma hans voru notuð í framrækt á Kolkuósi. Annar Hörður frá Kolkuósi fæddist árið 1957 og komst til metorða á sjöunda áratugnum. Til hans er hægt að rekja margan gæð- inginn og var til dæmis um hríð stunduð skyldleikarækt hrossa út frá honum á Árbakka í Landsveit. Víða í Skagafirði skildi Hörður eftir sig spor og sem dæmi má nefna að móðir Lydíu frá Vatnsleysu er undan Herði. Kirkjubæjarlínan Á Kirkjubæ á Rangárvöllum var stofnað hrossaræktarbú árið 1944. Markmiðið var að rækta rauðbles- óttan gæðingastofn og hefur það ver- ið leiðarljós ræktenda í Kirkjubæ all- ar götur síðan. Hryssurnar sem lagt var upp með voru víða að af landinu og flestar af Svaðastaðastofni. Marg- ar þeirra voru út frá Sörla 168 frá Miklabæ sem var undan Létti frá Svaðastöðum sem var undan alsystk- inunum Sörla 71 og Tinnu frá Svaða- stöðum sem áður var getið. Þáttur 722 frá Kirkjubæ fæddist árið 1967 og var hann undan tveimur Kirkjubæingum, Hyl 721 og Von 2791. Þáttur er líklega kynsælastur Kirkjubæjarhrossanna og meðal af- kvæma hans er Rauðhetta frá Kirkjubæ, hæst dæmda kynbóta- hross allra tíma með 9,23 fyrir hæfi- leika. Séreinkenni Kirkjubæjarhross- anna er liturinn, rautt er ríkjandi og oftar en ekki með blesu eða stjörnu. Kirkjubæjarhrossin þykja fríð, ljúf og meðfærileg en á tímabili þóttu þau kannski fullljúf. Hornfirðingar Í Hornafirði hefur í gegnum tíðina þróast skyldleikaræktaður stofn vilj- ugra og taugasterkra fjörhesta. Ætt- móðir Hornafjarðarstofnsins er Óða- Rauðka frá Árnanesi sem hlaut ætt- bókarnúmerið 2 og var hún líklega fædd um 1895. Hornafjarðarstofninn skiptist í tvær línur um miðja síðustu öld, Árnaneslínuna og Bjarnaneslínuna. Niðjar Blakks 129 frá Árnanesi mynda Árnaneslínuna en sonarsonur Blakks, Skuggi frá Bjarnanesi, er grunnurinn að Bjarnaneslínunni. Skuggi fæddist 1937 og var undan Víkingi frá Árnanesi og allir eru þeir niðjar Óðu-Rauðku. Frægasti sonur Skugga er Nökkvi frá Hólmi og út frá honum kom mikið gæðingakyn. Nökkvi var lengi í Landeyjum og síðar í Borgarfirði og átti mikinn þátt í því að dreifa Hornafjarðarblóði um landið. Hindisvíkingar Í Hindisvík á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu var stunduð skyld- leikarækt Hindisvíkurhrossa. Stofn- faðir þeirra er Stjarni 118 frá Hindisvík, fæddur 1917. Hindisvík- urhrossin þóttu fögur en með harðan svip, kaldlynd og eitthvað örlaði á hrekkjum. Í seinni tíð var brokkið orðið nokkuð ríkjandi í kyninu. Hindisvíkingar blönduðust aftur á móti stundum vel með öðrum ljúf- lyndari stofnum eins og dæmið um Rauðhettu frá Kirkjubæ sannar en móðir hennar var undan Hindisvík- ingi. Sauðárkrókslínan Sauðárkrókshrossin eiga öll Síðu frá Sauðárkróki sem ættmóður. Síða var fædd 1952 af hryssu af Svaða- staðakyni. Afkvæmi hennar, Sörli, Hrafnhetta, Hrafnkatla og Hervör frá Sauðárkróki, koma víða fyrir í ættum vinsælla hrossa í dag. Svo dæmi sé tekið eru bæði Þór- oddur frá Þóroddsstöðum, hæst dæmdi stóðhestur fyrr og síðar, og Orri frá Þúfu, líklega vinsælasti stóð- hestur allra tíma, afsprengi skyld- leikaræktar út frá Síðubörnum. Hrafnhettu og Hrafnkötlu, systrum Hervarar, var haldið undir Hervarar- soninn Hervar frá Sauðárkróki, og af- kvæmi þeirra voru Otur og Kjarval frá Sauðárkróki, feður Orra frá Þúfu og Odds frá Selfossi sem er faðir Þór- odds. Reyndar er mikill Hornfirðing- ur í Þóroddi, móðir hans, Hlökk frá Laugarvatni, er undan Hrafni frá Holtsmúla og Sif frá Laugarvatni sem var af sterkum hornfirskum ættum. Ófeigur og Hrafn Ófeigur frá Flugumýri var mikið skyldleikaræktaður, hann var undan alsystkinum sem rekja ættir sínar til Nökkva frá Hólmi og Sörla 71. Hann er því blanda af Hornfirðingum og Svaðastaðakyni. Ófeigur var arf- hreinn bleikálóttur og það er mikið til honum að þakka hversu mikið er af bleikálóttum og móálóttum hrossum í stofninum í dag. Hæst dæmda afkvæmi Ófeigs frá Flugumýri er Keilir frá Miðsitju. Móðir hans, Krafla frá Miðsitju, er sonardóttir Sörla frá Sauðárkróki. Það afkvæmi Ófeigs sem er með hæstan hæfileikadóm er Galsi frá Sauðárkróki. Móðir hans er komin út frá Sörla og systur hans, Hervöru frá Sauðárkróki. Ekki er hægt að tala um skyldleika hrossa án þess að minnast á Hrafn frá Holtsmúla en stóran hluta hrossa- stofnsins má rekja til hans. Móðir Hrafns var af Hornafjarðarkyni út frá Nökkva frá Hólmi en faðir hans var af Svaðastaðakyni. Þar er því blönduð ræktun á ferð. Gustur og Aron Einn af vinsælustu stóðhestunum síðustu árin, Gustur frá Hóli, er blanda af Hornfirðingi og Svaða- staða/Kolkuósskyni. Aðeins þrír ætt- liðir eru frá Skugga frá Bjarnanesi til föður Gusts, Gáska frá Hofsstöðum. Móðir Gusts er undan syni Hrafns frá Holtsmúla og stutt er í Hörð frá Kolkuósi. Annar vinsæll, Aron frá Strand- arhöfði, er líka mikið blandaður. Móð- ir hans, Yrsa frá Skjálg, er undan Náttfarasyni frá Ytra-Dalsgerði, þar kemur Sauðárkrókslínan og móð- urætt hennar rekur sig líka til Svaða- staða. Faðir hans, Óður frá Brún, er blanda af Ófeigi, Náttfara og Kirkjubæingi. Þessir gömlu stofnar eru nú orðnir mikið blandaðir. Megnið af íslenska hrossastofninum í dag er hægt að rekja til Sörla 71 og Óðu-Rauðku 2. Blöndun Hornafjarðarhrossa og Svaðastaðahrossa hefur eflaust leitt gott eitt af sér þar sem töluverðar andstæður voru í gerð stofnanna bæði hvað útlit og geðslag varðar. Hrein stofnrækt er vandfundin í dag; erfitt er að benda á hreinræktaðan Kirkjubæing, Hindisvíkurræktunin hefur liðið undir lok, Kolkuósshrossin hafa blandast öðrum, Svaðastaðablóð er í flestöllum hrossum og þó að Hornfirðing megi finna í mörgum hestum er erfitt að finna hross þar sem hornfirsku genin eru ríkjandi. Skyldleikarækt hafði vafalaust mjög góðar afleiðingar fyrir íslenska hesta- kynið en hæfileg blöndun ólíkra stofna hefur skilað góðum árangri. Gamlir hrossastofnar – stofnrækt á undanhaldi Síða frá Sauðárkróki, ættmóðir Sauðárkrókshrossa. Þáttur frá Kirkjubæ. Knapi er Sigurður Haraldsson. Hornfirðingurinn Skuggi frá Bjarnanesi, faðir Nökkva frá Hólmi. Eftir Berglind Karlsdóttur barna, unglinga og ungmenna var í Ölfushöllinni, hjá Sörla var hið ár- lega Grímutöltmót, hjá Fáki var fyrsta mót vetrarins, í skautahöll- inni á Akureyri var Bautamótið, og annað mótið í meistaradeild Hún- vetninga fór fram á Blönduósi. Ekki verður minna um að vera um næstu helgi; á föstudagskvöldið er opið töltmót hjá Andvara í reið- höllinni á Kjóavöllum, á laugardag- inn verður árshátíðarmót Harðar í Mosfellsbæ og fyrsta stigamót af fimm í Víðavangshlaupi hjá Herði, Hraunhamarsmótið á Sörlastöðum í Hafnarfirði, Svellkaldar konur verða í Skautahöllinni í Laugardal og svo verður Ístölt Austurland á Lagarfljóti. MEISTARADEILD VÍS í hesta- íþróttum fer fram í Ölfushöllinni í vetur. Þetta er mótaröð þar sem keppt er á tveggja vikna fresti fram á vor, alls sex mót. Keppt verður í fjórgangi, tölti, „smala“ og flug- skeiði, gæðingafimi, fimmgangi, gæðingaskeiði og 150 m skeiði. Fyrsta mótið fer fram í kvöld, 23. febrúar, og mótaröðinni lýkur 4. maí með verðlaunaafhendingu. Eftir miklu er að slægjast því verðlaunin eru 3,2 millj. kr. Kepp- endur eru 24 talsins. Mótahald á fullt skrið Mótahald er komið á fullt skrið og er mikið um að vera þessar vik- urnar. Fjögur mót fóru fram um síðustu helgi. Fyrsta mótið í mótaröð Meistaradeild VÍS  Meira á mbl.is/ítarefni  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Magnús og Anna taka á móti áhugasömum kaupendum sem vilja skoða góða 2ja herbergja íbúð í kjallara. Sérbílastæði fylgir íbúðinni. Verð kr. 13,5 millj. BARMAHLÍÐ 43 Opið hús í kvöld frá kl. 20-22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.