Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 48

Morgunblaðið - 23.02.2006, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Rokksveitin Dimma hefur núákveðið að rísa upp og rjúfa þögnina eftir stutt frí, með hörku rokktónleikum á Gauknum í kvöld en sveitin steig einnig á stokk á Dillon í gær. Dimma, sem skipuð er þeim Hjalta Ómari Ágústssyni söngvara, Ingó Geirdal gít- arleikara og galdramanni, Silla Geirdal bassaleikara og Bjarka Magn- ússyni trommuleikara, mun á tónleik- unum leika efni af samnefndri breið- skífu sinni sem kom út fyrir jól en þar er meðal annars að finna lagið „Big Bad Mama“, en myndbandi við það lag, sem Ingólfur Júlíusson fram- leiddi, verður dreift á allar sjónvarps- stöðvar (nema sjónvarpsstöðina Omega) í vikunni. Auk þess verður fljótlega hægt að sjá myndbandið á nýja vefnum www.myspace.com/dimmarock. Það er Perfect Disorder sem ríður á vaðið með hörku rokki í kvöld. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og geta áhuga- samir rokkarar nælt sér í boli og diska með Dimmu sem verða á til- boði. Hljómsveitin Sign heldur tvennatónleika á Gauki á Stöng nú á föstudaginn.Tónleikar hefjast kl. 17 fyrir alla aldurshópa en síðan verða aðrir tónleikar fyrir 18 ára og eldri á miðnætti. Sign eru svo á förum til Bretlands þar sem þeir koma fram á sínum fyrstu tónleikum utan Íslands. Tónleikarnir fara fram á Barfly í Camden Town í London og sam- kvæmt fréttatilkynningu hefur tölu- verður fjöldi blaðamanna og útsend- ara plötufyrirtækja boðað komu sína. Þar á meðal tímaritið Kerrang! sem fór lofsamlegum orðum um frammi- stöðu Sign á Kerrang!-kvöldinu á Ice- land Airwaves hátíðinni á síðasta ári. Hljómsveitin hefur einnig sent frá sér nýtt myndband í tengslum við al- þjóðlega útgáfu af laginu „A Little Bit“ sem kemur út í stafrænni dreif- ingu í apríl. Sign gefa smáskífuna út í sínu eigin fyrirtæki, R&R music, í samstarfi við IC records Ltd. í Bret- landi. Stafræna útgáfan af laginu verður fáanleg m.a. í verslunum iT- unes, Napster, e-music, Yahoo og Karma Download. Sign halda síðan til Bandaríkjana í mars þar sem þeir koma meðal ann- ars fram á hinum sögufræga klúbbi CBGB’s, taka svo þátt í SXSW í Aust- in og halda því næst tvenna tónleika í LA, m.a. á The Viper Room. Fólk folk@mbl.is NÝLEGA var opnaður vefurinn hljomsveitir.is, en um er að ræða síðu þar sem hægt er að leita að hljóðfæraleikurum og hljóm- sveitum. Notendur geta einnig skráð sína eigin auglýsingu þar sem fram kemur að hverju þeir leita. Leitarvél vefjarins er hönnuð með það í huga að sem einfaldast sé að finna það sem verið er að leita að, en markmið vefjarins er að auð- velda og auka samstarf tónlist- arfólks á landinu. Jón Dal Kristbjörnsson, ábyrgð- armaður og hugmyndasmiður, seg- ist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa kynnst fjölmörgum tónlist- armönnum sem hafi verið að leita að öðrum tónlistarmönnum en ekki vitað hvar þeir ættu að leita. Jón segist vona að vefurinn leysi þetta vandamál, og að eftir því sem not- endum á vefnum fjölgi muni þar skapast samfélag tónlistarfólks úr öllum áttum. Þjónustan á vefnum er gjaldfrjáls. Tónlist | Hljomsveitir.is er fyrir íslenska tónlistarmenn Morgunblaðið/Sverrir Á hljomsveitir.is geta íslenskir tónlistarmenn haft uppi á öðrum tónlistarmönnum. Ný leitarsíða opnuð www.hljomsveitir.is KVIKMYNDAFÉLAG Íslands hef- ur gengið frá samningum um sölu á kvikmyndinni Strákarnir okkar eftir Róbert Douglas til Bandaríkjanna. Samningar tókust á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín, sem lauk um helgina. Myndin var sýnd í Panorama-hluta hátíðarinnar og í kjölfarið náðust samningar um sýningar á myndinni í Bandaríkjunum, á Spáni og í Þýska- landi. Í tilkynningu kemur fram, að ekki hafi spillt fyrir, að í nýjasta hefti Newsweek sé fjallað um mynd- ina með áberandi hætti í stórri grein um fótboltamyndir. Um er að ræða dreifingu í öllum miðlum á kvikmyndinni, frá kvik- myndahúsadreifingu til sjónvarps- dreifingar, en samningstímabil er að jafnaði 10 ár. Samningsupphæðir verða ekki gefnar upp, en áður hafði verið gengið frá sölu til Frakklands, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar, Ísraels, Finnlands og Bretlands. Kvikmyndir | Vel gengur með Strákana Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalleikarinn, framleiðandinn og leikstjórinn fyrir frumsýninguna. Newsweek hjálpaði til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.