Morgunblaðið - 27.02.2006, Page 2
2 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BANASLYS Á HOFSJÖKLI
Einn maður lést og annar slas-
aðist alvarlega þegar jeppabifreið
þeirra féll niður í sprungu á Hofs-
jökli á laugardag. Hvorug þyrla
Landhelgisgæslunnar var til taks og
því voru þyrlur frá danska hernum
og Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli sendar til björgunar.
Bílvelta í Hrafntinnuskeri
Þyrla Varnarliðsins var kölluð út
aðfaranótt sunnudags til að sækja
tvo menn sem fóru fram af hengju
við Hrafntinnusker. Menn frá björg-
unarsveitinni Ársæli voru á æfingu
nálægt slysstað og fóru þeir á vett-
vang, en mennirnir höfðu komið sér í
skála og kallað á hjálp.
Fangauppreisn í Afganistan
Vistmenn Pul-e-Charkhi-fang-
elsisins í útjaðri Kabúl tóku hluta
fangelsisins á sitt vald í fyrrinótt og
héldu í allan gærdag. Afganski her-
inn hefur umkringt fangelsið í því
skyni að tryggja að enginn sleppi, en
meðal vistmanna í fangelsinu eru
liðsmenn talíbana-hreyfingarinnar
og al-Qaeda-hryðjuverkasamtak-
anna. Óstaðfestar fregnir herma að
nokkrir hafi týnt lífi í uppreisninni.
Nýtt sendiráð opnað
á Indlandi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra opnaði nýtt
sendiráð Íslendinga í Nýju-Delí, en
hún er þar stödd í forföllum Geirs H.
Haarde. Sturla Sigurjónsson er
sendiherra Íslands á Indlandi.
Friðarsúla í Viðey
Yoko Ono leggur til að reist verði
friðarsúla hér á landi og hefur hún
óskað eftir því að súlan verði sett
upp í Viðey. Hún segist stefna að því
að haldin verði friðarhátíð vikuna í
kringum afmælisdag Johns Lenn-
ons, 9. október.
Ólympíuleikunum slitið
Vetrarólympíuleikunum í Tórínó á
Ítalíu var slitið í gærkvöld með
formlegum hætti en þeir voru þeir
tuttugustu í röðinni. Næstu vetr-
arólympíuleikar verða haldnir að
fjórum árum liðnum í Vancouver í
Kanada.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Víkverji 26
Viðskipti 12 Velvakandi 27
Daglegt líf 14/15 Staður og stund 28
Umræðan 16/17 Menning 29/33
Bréf 16 Bíó 30/33
Forystugrein 18 Ljósvakamiðlar 34
Minningar 20/23 Veður 34
Dagbók 26 Staksteinar 35
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÞAÐ hefur verið ljóst frá upphafi að við teljum það
ekki forgangsverkefni í menntakerfinu að stytta
námstíma til stúdentsprófs, og hreint ekki með því
að skerða nám, segir Elna Katrín Jónsdóttir, vara-
formaður Kennarasambands Íslands. Á laugardag
héldu framhaldsskólakennarar fjölmennan fund
þar sem tvær ályktanir voru samþykktar, annars
vegar gegn styttingu framhaldsskólans og hins
vegar um framgöngu forystu KÍ í samskiptum við
félagsmenn sína og menntamálaráðherra. Fyrst
og fremst mun óánægjan hafa snúið að samkomu-
lagi ráðherra og KÍ frá 2. febrúar sl. en þar er m.a.
fjallað um breytta námsskipan í framhaldsskólum.
„Við höfum búið við þessi áform menntamála-
yfirvalda í yfir áratug en með virkum hætti frá
2003,“ segir Elna Katrín.
„Þetta er samkomulag um að fara í viðræður en
í raun ekki annað þótt rætt sé um það eins og
kjarasamningur eða bindandi samkomulag hafi
verið gert. Stóri misskilningurinn í málinu finnst
mér að Kennarasambandið sé að semja sig frá
stefnu sinna samtaka.“ Hún segir að fundarmenn
allir hafi verið sammála um það grundvallaratriði
að vinna gegn skerðingu á náminu.
Athugasemdir hafa verið gerðar við tímasetn-
ingu samkomulagsins, þar sem ýmsir telja að
hægt hefði verið að knýja fram stefnubreytingu
menntamálaráðherra. Það segist Elna Katrín ekki
telja raunhæft. „Annars hefðum við ekki gert
þetta samkomulag. Þetta var úrslitatilraun til að
komast inn í málið og fá ráðherra til að ræða við
Kennarasambandið um áformin í heild sinni.“
25% skerðing á námi
Linda Rós Michaelsdóttir, sem var einn fram-
sögumanna á fundinum á laugardag, tekur í svip-
aðan streng varðandi samskiptin við ráðuneytið:
„Síðan ráðherra tók ákvörðun um að fara fram
með þetta frumvarp hefur kennaraforystan reynt
að ná eyrum hennar en það hefur ekki gengið.“
Hún segir samskiptaleysið óviðunandi sem og þá
staðreynd að málið eigi að keyra í gegn á mettíma.
„Ég held að forystunni hafi ekki gengið illt til og
talið að með þessu væri hægt að hafa einhver áhrif
og það getur maður skilið. En það sem okkur sem
höfum sett okkur upp á móti samkomulaginu
finnst vanta, er klásúla um að aldrei verði gengið
að skerðingu. Hnífurinn stendur í kúnni þar sem
ráðherra trúir að 25% skerðing á framhaldsskól-
anum verði framkvæmd án þess að námið skerð-
ist. Við leggjum bara ekki trúnað á það,“ segir
Linda Rós.
„Nú held ég að menn bíði rólegir eftir hvað ger-
ist þegar nýskipuð verkefnisstjórn tekur til starfa.
Ég er sannfærð um að ef fyrir liggur að námið
verði skert muni Elna Katrín ganga út úr þeim
viðræðum og Aðalheiður [Steingrímsdóttir, for-
maður Félags framhaldsskólakennara] líka, en
ætla ekki að svara fyrir Eirík Jónsson.“ Hún þver-
tekur fyrir að bilið á milli kennaraforystunnar og
almennra félagsmanna sé óbrúanlegt í málinu.
„En menn voru reiðir og ávítur óumflýjanlegar
þótt ég telji ekki að framhald verði á.“
Ólga vegna samkomulags
KÍ og menntamálaráðherra
„Úrslitatilraun til að komast inn í málið og fá ráðherra til að ræða
við Kennarasambandið,“ segir varaformaður Kennarasambands Íslands
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@hi.is
HÁSKÓLI Íslands hefur sett sér það
markmið að komast í hóp eitt
hundrað bestu háskóla í heimi, en
Ísland er í dag eina Norðurlanda-
þjóðin sem á ekki háskóla í þeim
hópi.
Þetta kom fram í ræðu Kristínar
Ingólfsdóttur háskólarektors við út-
skrift 280 kandídata frá Háskóla Ís-
lands á laugardag.
Kristín sagði að til að komast í
þennan hóp skipti mestu máli gæði
kennslu, árangur í vísindastarfi og
doktorsnámi, en það er tiltölulega
nýtt af nálinni hér á landi.
Kristín sagðist vera sannfærð um
að við gætum náð þessum árangri
þótt margir myndu telja að þetta
markmið væri í djarfara lagi fyrir
smáþjóð. Í fyrsta lagi væri það
vegna þess að stofnun skólans í upp-
hafi, í bláfátæku samfélagi bænda
og sjómanna, hefði verið samfelld
sigurganga. Í öðru lagi yki bjartsýn-
ina sá árangur sem íslensk fyrirtæki
hefðu náð í sókn á alþjóðlegum
markaði og í þriðja lagi væri um fátt
meiri samstaða en mikilvægi mennt-
unar og þörf fyrir hraða og kröft-
uga uppbyggingu. Í fjórða lagi hefði
HÍ þegar lagt áherslu á uppbygg-
ingu þriggja fræðasviða, sem fram-
tíðarfræðingar spáðu að yrðu einna
mikilvægust á næstu tuttugu árum, í
samvinnu við fyrirtæki í landinu.
Það væri á sviði erfðafræði, örtækni
og vélmennafræði.
Treysta tökin á tækninni
Kristín sagði að það væri eitt
brýnasta verkefni okkar á þeim tím-
um sem í hönd færu að treysta tökin
á tækniþekkingunni og tryggja að
við nýttum hana með réttum hætti.
„Við verðum að skilja og hafa skoð-
un á hvernig ný þekking og ný
tækni hefur áhrif á náttúruna, sem
er brothættur rammi utan um tilvist
okkar, hvernig hún hefur áhrif á
samfélagsmyndina, móðurmál,
menningu og á daglegt líf fjölskyld-
unnar.
Háskóli Íslands hefur einsett sér
að komast í flokk 100 bestu háskóla
í heiminum. En hvernig getur Há-
skóli Íslands mest lagt af mörkum?
Við gerum það með því að vera í
fremstu röð í þróun nútímatækni og
í sköpun þekkingar á náttúrulegu
umhverfi mannsins, en jafnframt í
fremstu röð þeirra sem leita þekk-
ingar á eðli mannsins og mannlegu
samfélagi. Við viljum auka getu
samfélagsins til að hámarka pen-
ingalegan arð en líka lífshamingju
þeirra sem taka þátt í samfélaginu.
Við þurfum að finna eðlilegt og gott
jafnvægi menningar og tækni. Það
er líka hluti af því að komast í hóp
hinna hundrað bestu.“
Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor við útskrift kandídata
Háskóli Íslands verði
í hópi 100 bestu skóla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, útskrifaði 280 kandídata á
háskólahátíðinni. Hún lagði áherslu á gæði háskólanáms í ræðu sinni.
MAÐURINN sem lést þegar hann
varð undir vörubíl í Rødovre í Dan-
mörku hinn 22. febrúar síðastliðinn
hét Sigurður Trausti Kjartansson en
hann var til heimilis í Kaupmanna-
höfn. Sigurður fæddist árið 1968 en
hafði undanfarin ár búið í Kaup-
mannahöfn þar sem hann starfaði
sem tæknifræðingur. Sigurður var
ógiftur og barnlaus.
Lést í slysi í
Danmörku
♦♦♦
TÆPLEGA tvítugur piltur var hætt
kominn á laugardagskvöld eftir að
hafa skorist á hálsi í sumarhúsi í
Borgarfirði. Að sögn varðstjóra lög-
reglunnar í Borgarnesi barst þeim
tilkynning um ellefuleytið á laugar-
dagskvöldið um pilt með mikla blæð-
ingu á hálsi.
Pilturinn var fluttur til Reykjavík-
ur með sjúkrabíl en óskað var að-
stoðar sjúkrabíla frá Akranesi og
Reykjavík vegna aukinnar blæðing-
ar og keyrðu þeir til móts við þann
frá Borgarnesi. Hann fór samstundis
í aðgerð og gekk hún vel. Honum var
haldið sofandi í gjörgæslu þangað til
í dag en ekki er talið að hann sé í lífs-
hættu. Slysið vildi þannig til að pilt-
urinn hafði verið að skemmta sér
ásamt félögum sínum í sumarhúsinu
og hrasað. Í fallinu rakst andlit hans
í glös sem stóðu á borði, með þeim af-
leiðingum að stór skurður opnaðist
neðan við kjálka.
Slasaðist
alvarlega
á hálsi