Morgunblaðið - 27.02.2006, Síða 7

Morgunblaðið - 27.02.2006, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 7 FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 0 5 3 9 6 til sjö Nýr þáttur um lífið frá A til Ö í umsjón Guðrúnar Gunnarsdóttur og Felix Bergssonar. Alla virka daga milli 6 og sjö. 6til sjö FORSETI Al- þingis, Sólveig Pétursdóttir, sækir í dag fund kvenþingforseta sem Alþjóðaþing- mannasambandið skipuleggur í tengslum við 50. fund kvenna- nefndar Samein- uðu þjóðanna í New York. Á fundinum verður rætt almennt um stöðu kvenna í stjórnmálum og hugsanlegar aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Þingforsetarnir munu jafnframt ræða áherslur sínar í starfi og skiptast á hugmyndum um hvernig breyta megi starfsháttum þinganna og innleiða ný vinnubrögð sem stuðla að auknu jafnrétti kynjanna. Alþjóðaþingmannasambandið heldur jafnframt þingmannafund 1. mars í New York. Fundurinn ber heitið „Jafnrétti kynjanna – framlag þjóðþinga“. Auk forseta Alþingis munu Ásta Möller, formaður Íslands- deildar Alþjóðaþingmannasambands- ins og þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og Jóhanna Sigurðardóttir, 4. varaforseti Alþingis og alþingis- maður Samfylkingar, sitja fundinn. Forseti Alþingis sækir fund kvenþingforseta í New York Sólveig Pétursdóttir FLUGVÉL frá ungverska flug- félaginu Wizzair lenti á Egilsstaða- flugvelli um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél frá þessu flugfélagi lendir á Íslandi. Wizzair flýgur vikulega í leiguflugi fyrir Bechtel, næstu 60 vikur, milli Kato- wice í Póllandi og Egilsstaða. Bech- tel sér um byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði, en fjöldi Pólverja starfar við byggingu álversins. Í þetta flug notar Wizzair Airbus 320 en þetta er tæplega tveggja ára gamalt flugfélag, og rekur átt flug- vélar af þessari gerð. Beint flug til Póllands FÉLAG íslenskra stórkaupmanna, FÍS, hefur sent inn formlega kvört- un til Samkeppniseftirlitsins vegna svonefnds staðsetningargjalds skipafélaganna Eimskipa og Sam- skipa. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er FÍS ósátt við gjaldið og hefur hvatt meðlimi sína til að hunsa það. Telja stórkaup- menn félögin hafa haft með sér ólöglegt verðsamráð, gjaldið sé hið sama hjá báðum skipafélögum, upp á krónu, og það hafi verið sett á á svipuðum tíma. Talsmenn Eimskipa og Samskipa hafa vísað því á bug að hafa haft með sér eitthvað samráð, segja aukinn kostnað við gámaflutning hafa kallað á gjaldtökuna. Kvörtun vegna skipafélaganna BMW-bifreið sem stolið var af bíla- sölu í Reykjavík endaði í húsgarði í Keflavík. Lögreglumenn urðu á vegi bifreiðarinnar, veittu henni eftirför en misstu af henni. Þegar bifreiðin fannst síðan í húsgarð- inum var ökumaður á bak og burt. Bifreiðin er mikið skemmd og verð- ur rannsökuð í von um að þjófurinn finnist. Keyrði inn í garð á stolnum bíl Á SÍÐASTA ári bárust 212 tilkynn- ingar til skrifstofu starfsmannamála Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þar sem starfsmenn voru þol- endur ofbeldis. Á síðasta ári voru at- vikin 200. Langflestar tilkynningar um ofbeldi koma frá geðsviði LSH eða 194 (91%). Eins og á undanförn- um árum hefur verið lögð áhersla á að skrá ofbeldi gegn starfsmönnum á geðsviði og hefur starfsmönnum ver- ið boðið upp á námskeið í viðbrögð- um og varnaraðgerðum gegn ofbeldi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um slysa- og atvikaskráningu árið 2005. Samkvæmt skýrslunni bárust sam- tals 293 tilkynningar um slys/atvik til skrifstofu starfsmannamála á síð- asta ári. Flestar tilkynningar bárust í mars (15%), júlí (11,3%) og í ágúst (10,9%). Þetta er fækkun tilkynn- inga frá árinu á undan þá voru þær 307. Árið 2003 voru þær enn fleiri eða 371. Af 293 atvikum eru 212 atvik eða 72% flokkuð sem ofbeldi sem beind- ist að starfsmönnum, bæði andlegt og líkamlegt. Næstalgengasta atvik- ið samkvæmt skýrslunni er fall (22) og þar á eftir kemur bruni (12). Þá urðu 11 fyrir því sem flokkað er und- ir högg en þar er átt við atvik þar sem hlutur fellur á starfsmann. Í 162 tilvika eða 55% tilfella eru það konur sem lenda í slysum eða óhöppum á sjúkrahúsinu en benda má á að 6.556 starfsmenn unnu á LSH á árinu 2005, þar af voru 5.223 konur eða 79,7% og 1.333 karlar eða 20,3%. Á síðasta ári urðu því 3,1% kvenna á LSH fyrir slysi/óhappi á vinnustað en 8,1% karla. Starfsmenn LSH tilkynntu um 212 ofbeldisatvik LÖGREGLAN í Reykjavík ók utan í bíl í gærmorgun til að stöðva ölv- aðan ökumann sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum. Lögreglu barst tilkynning um drukkinn ökumann en þegar lögregla bað hann að stöðva bílinn stakk hann af. Eltingarleikurinn stóð í um stund- arfjórðung og stoppaði ökumað- urinn ekki fyrr en lögreglubíll ók utan í bíl hans við mót Reykjanes- brautar og Ártúnsbrekku. Fimm lögreglubílar tóku þátt í eltingar- leiknum. Ökumaðurinn er á miðjum aldri. Eltingarleikur í borginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.