Morgunblaðið - 27.02.2006, Side 9

Morgunblaðið - 27.02.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Stakir jakkar margar gerðir Ferðast þú til Flórída? Hefur þú hugsað um að eiga þitt eigið sumarhús? Viltu vita meira? Umboðsaðilar frá Orlando Vacation Homes, USA, verða á Íslandi til að veita þér nánari upplýsingar eftirtalda daga: laugardag 4. mars frá kl. 9:00 til 18:00 sunnudag 5. mars frá kl. 13:00 til 18:00 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Allir þátttakendur á kynningunni eiga kost á að vinna ókeypis gistingu í Orlandó! www.livinfl.com Mánudagur 27.02 Aloo-Saag spínatpottur & buff Þriðjudagur 28.02 Próteinbollur m/cashewhnetusósu Miðvikudagur 01.03 Ítalskur pottur m/pastasalati Fimmtudagur 02.03 Fyllt paprika & gott salat Föstudagur 03.03 Hnetusteik m/waldorfsalati Helgin 04.03-05.03 Karrý korma m/naanbrauði Nýjar vörur Vertu þú sjálf Vertu Belladonna Hlíðasmára 11 Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 Stærðir 40-60 SIGMAR Eðvarðsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, sigraði í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Grindavík. Hann hlaut 125 atkvæði í fyrsta sætið en 156 manns greiddu at- kvæði. Guðmundur Pálsson hafnaði í öðru sæti með 109 atkvæði, Guðbjörg Eyjólfsdóttir í því þriðja með 96 at- kvæði, Pétur R. Guð- mundsson í því fjórða með 69 atkvæði, Magn- ús Már Jakobsson í því fimmta með 78 atkvæði, Ingibjörg Karen Magn- úsdóttir í því sjötta með 97 atkvæði, Gísli Jóhann Sigurðsson í því áttunda með 109 atkvæði og Svanþór Eyþórsson í því tíunda með 84 atkvæði. Sækist ekki eftir bæjarstjórastól Sigmar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að úrslitin hefðu verið mjög ánægjuleg og vildi hann skila þakk- læti til þeirra fé- lagsmanna sem tóku þátt. Sigmar taldi að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á listanum en aðspurður hvort hann sæktist eftir bæjar- stjórastöðunni sagðist hann ekki gera það. Hann sagði að Ólafur Örn Ólafsson, núverandi bæjarstjóri, hefði staðið sig afskaplega vel í sínu starfi og ekki væri ástæða til að breyta því. Sigmar var vongóður fyr- ir kosningarnar í vor og vonaðist til þess að ná góðri kosningu í vor til að halda áfram að efla bæjarfélagið. Kjörsókn í prófkjörinu var með eindæmum góð en 156 manns tóku þátt í því. Að sögn Ólafs Guðbjarts- sonar, formanns kjörstjórnar, voru 138 manns á kjörskrá en um 100 manns hefðu gengið í félagið á síð- ustu dögum. Sigmar skipar fyrsta sætið hjá sjálfstæðismönnum í Grindavík Sigmar Eðvarðsson SIGURÐUR Pétursson, sagnfræð- ingur og menntaskólakennari, sigr- aði á laugardaginn í prófkjöri Í- listans, sameiginlegs framboðs Sam- fylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslynda flokksins á Ísafirði. Sig- urður, sem er fulltrúi Samfylking- arinnar, hlaut 192 atkvæði í fyrsta sætið en 478 manns tóku þátt í próf- kjörinu. Í öðru sæti varð Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins, með 122 at- kvæði, í því þriðja hafnaði Arna Lára Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og fulltrúi Samfylkingarinnar, með 130 atkvæði en í því fjórða hafnaði Jóna Benediktsdóttir, kennari og fulltrúi Vinstri-grænna, með 235 atkvæði í 1.–4. sæti. Mun leiða listann Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann væri himinlifandi með úrslitin bæði fyrir sína hönd og hópsins í heild sinni. Þátttaka hefði verið eftir björtustu vonum og taldi hann það vera góða byrjun fyrir komandi átök. Sigurður sagðist vera mjög ánægður með uppröðunina á þessum fjórum sætum en erfitt hefði verið að velja á milli þeirra tólf sem buðu sig fram. Jafnræði milli kynja væri í efstu fjórum sætunum og reiknaði hann fastlega með spenn- andi kosningum í vor. Aðspurður hvort hann yrði bæjarstjóraefni Í- listans sagði Sigurður ekki reikna með því þó svo að engin ákvörðun hefði verið tekin í því máli að svo stöddu. Reynslan hefði ekki verið góð af pólitískum bæjarstjórum og því gæti sá kostur að ráða bæj- arstjóra verið betri. Spurður um þær vangaveltur um að hann myndi hætta við að leiða listann í vor, en Ólína Þorvarðardóttir, eiginkona hans, hefur ákveðið að hætta störf- um sem rektor Menntaskólans á Ísa- firði, sagði Sigurður öruggt að hann myndi leiða listann. Fjölskyldan hefði komið sér vel fyrir í bænum og þau myndu búa þar áfram þrátt fyr- ir að eiginkona hans skipti um starf. Sigurður sigraði í prófkjöri Í-listans á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Sigurvegarar prófkjörsins voru ánægðir með niðurstöðuna. Sigurður Pét- ursson (l.t.v.), Arna Lára Jónsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson. ÞRETTÁN nemendur útskrifuðust á föstudag úr grunnnámi í flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn Ís- lands. Níu þeirra eru Kosovo-Albanar en Íslendingar eru fjórir. Sjö ár eru liðin frá því nemendur útskrif- uðust síðast úr þessu námi. Fyrrnefndi hópurinn hefur nú réttindanám á flug- vellinum í Pristina í Kosovo undir íslenskri umsjón en Íslendingarnir stunda réttindanám sitt hérlendis næstu tvö árin. Þorgeir Pálsson ávarpaði hópinn við útskriftina og sagði hann að í fyrstu hefði hann haft nokkrar áhyggj- ur af því hvernig gengi að taka erlenda nema hingað. Þær hefðu þó reynst óþarfar þar sem þeir hefðu staðið sig með miklum ágætum og það hefðu einnig íslensku nemarnir gert. Þakkaði hann öllum sem komið hefðu við sögu í kennslunni og umsjón allri. Grunnnámskeið fyrir flugumferðarstjórn var síðast haldið hérlendis árið 1999 en síðan hefur Flug- málastjórn sent Íslendinga á þessi námskeið erlendis. Er það m.a. vegna mikilla verkefna hérlendis sem tengjast nýjum kerfum í flugleiðsögu og flugumferð- arstjórn. Gert er ráð fyrir að nemar verði næst teknir inn á næsta ári en þörf er fyrir 4 til 6 nýja flugumferð- arstjóra á ári hverju. Morgunblaðið/Ómar Nýútskrifaðir flugumferðarstjórar. Efri röð frá vinstri: Arber Zogu, Armend Verbovci, Enis Shala, Arfan Hasani, Valon Ejupi og Kári Óskarsson. Neðri röð frá vinstri: Eliot Byryqi, Burim Durmishaj, Anný Þorgeirsdóttir, Sif Aradóttir, Ilir Dauti, Shkelqim Lima. Á myndina vantar einn úr hópnum, Jón Inga Jónsson. Þrettán flugumferðarstjórar ljúka námi hjá Flugmálastjórn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugs- aldri til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir tilraun til ráns, sérstaklega hættulega líkamsárás, nytjastuld og brot á umferðarlögum. Mað- urinn á að baki langan, ofbeldis- fullan sakaferil og taldi dómurinn að hann ætti sér litlar sem engar málsbætur. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, alls 124.500 krónur. Ákærða var gefið að sök að hafa laugardaginn 2. október 2004 tekið ófrjálsri hendi bifreið sem stóð mannlaus í Keflavík og ekið henni til Reykjavíkur og um götur borg- arinnar án ökuréttinda og undir áhrifum vímuefna. Bar ákærði því við fyrir dómi að hann hefði ekki verið undir áhrifum fíkniefna þeg- ar hann keyrði bifreiðina en játaði stuldinn. Ótækt þótti að sanna meinta fíkniefnaneyslu ákærða og var ákæru um fíkniefnaneyslu vís- að frá. Kjálkabraut mann með hnúajárni Sunnudaginn 3. október 2004 fór ákærði inn í söluturn í Reykjavík, vopnaður hnífi og skipaði af- greiðslustúlku að afhenda sér pen- inga. Hann flúði af vettvangi áður en hann fékk fjármuni í hendur en játaði engu að síður tilraun til ráns. Maðurinn var jafnframt ákærð- ur fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás þann 20. september 2005 fyrir utan veitingastað í Vest- mannaeyjum. Sló hann þá annan karlmann á þrítugsaldri á hægri vangann með keðjuhlekk, sem not- aður var sem hnúajárn, með þeim afleiðingum að kjálki mannsins brotnaði. Ákærði játaði að hafa verið í nöp við manninn og upp- söfnuð reiði hefði valdið því að hann réðst að honum með hnúaj- árni. Ákærði bar því við fyrir dómi að hagir hans í dag væru breyttir, hann hefði verið í mikilli neyslu en lagði fram vottorð um endurteknar meðferðir og eftirmeðferðir, ásamt staðfestingu frá vinnuveitanda. Var því að einhverju leyti litið til þeirra sjónarmiða að ákærði hefði snúið frá fyrri lífsstíl en ítrekuð og alvarleg sakarefni réðu þó mestu. Dóminn kvað upp Símon Sig- valdason héraðsdómari. Verjandi ákærða var Guðmundur Ágústsson hdl., en fyrir hönd ákæruvaldsins flutti málið Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.