Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 11 Stjórn Enex hf. 1. 2. 3. DAGSKRÁ: FRÉTTIR Y oko Ono er fallega til fara með sólgleraugu, hvíta húfu og trefil; eins og friðarblóm í mannhafinu. Við setj- umst niður á Kjarvalsstöðum, hún með kaffibolla og hlýlegt viðmót. Borðið hringlaga eins og plánetan sem henni þykir svo vænt um. Og ærið tilefni. Friðarsúla í Viðey Yoko Ono ætlar að reisa frið- arsúlu á Íslandi. Hún hefur óskað eftir því að súlan verði staðsett í Viðey. Til stendur að súlan verði úr gleri, 10 til 15 metra há, og lýst upp að innan og utan. Friðarsúlan mun varpa ljósi frið- ar til þjóða heims. Inn í súluna verða lagðar friðaróskir sem fólk hefur hengt á óskatré á listsýn- ingum Yoko Ono víða um heim. Ut- an á súluna verða greyptar tvær ljóðlínur á ýmsum tungumálum, önnur úr lagi Johns Lennons: „Imagine all the people living life in peace“ og hin friðarboðskapur Yoko Ono sjálfrar: „A dream you dream together is reality.“ Yoko Ono sagði frá því á blaða- mannafundi fyrr um daginn að hún ætlaði að fá fólk til að senda frið- aróskir sínar til Íslands, þannig að óskirnar söfnuðust saman við frið- arsúluna. Einnig vill hún að vikan í kringum afmælisdag Johns Len- nons heitins, 9. október, verði frið- arhátíð. Þá komi fólk víðsvegar að til Íslands, sameinist í ósk um frið og sendi strauma friðar um heim- inn. Og loks að friðarstyrkur sem hún stofnaði til og veittur er á tveggja ára fresti verði afhentur í Reykjavík á afmælisdegi Lennons. Táknræn og falleg stund – Til hamingju með daginn í dag, segir blaðamaður. – Takk fyrir það – veðrið er ynd- islegt, svarar hún og lítur brosandi út um gluggann, þar sem Sean Lennon sonur hennar er með kvik- myndagerðarmönnum sem eru að vinna að heimildarmynd – um hana. – Já, það er friðsæll og rólegur dagur í Reykjavík, segir blaðamað- ur og byrjar að forvitnast: Hvers- konar óskir eru það sem verða í friðarsúlunni? – Óskir um frið í heiminum og eins um betri heim. Óskir um að mannkynið lifi af, svarar Yoko Ono elskulega. En ég les ekki óskirnar. Þær eru einkamál og ég væri að hnýsast. Ég er aðeins ábyrg fyrir því að halda utan um þessar fal- legu óskir. Fyrir mér eru þær helgar og ég aðeins í hlutverki gæslumanns. Enda þarf ekki að lesa óskirnar; það er nóg að vita af þeim til þess að verða að hrífast með. – Geturðu sagt mér frá frið- arstyrknum sem afhentur verður í Reykjavík? – Já, stofnað var til „Lennon Ono Grant for Peace“ fyrir fimm árum. Styrkurinn er veittur annað hvert ár og hefur því verið veittur tvisvar sinnum. Á næsta ári verður hann veittur aftur. Hingað til hefur afhendingin farið fram hjá Samein- uðu þjóðunum og styrkinn fá alltaf tveir einstaklingar. Fyrstu verð- launin fengu ísraelskur listamaður, Zvi Goldstein, og palestínskur, Khalil Rabah. Þegar þeir veittu verðlaununum viðtöku tókust þeir í hendur; það var táknræn og falleg stund. Næstu verðlaun voru veitt Mordechai Vanunu, sem fór í fang- elsi á sínum tíma fyrir að segja frá því að Ísraelar hefðu komið sér upp kjarnorkusprengju, og Seymo- ur Hersh, sem skýrði frá því í New Yorker hvernig föngum var mis- þyrmt í Írak. Við veitum verðlaun- in hugrökku fólki sem stígur fram fyrir skjöldu og beitir sér fyrir betri heimi. Haldið upp á afmæli Lennons – Hvernig hugsarðu þér frið- arhátíðina hér á landi? – Þetta verður dásamleg hátíð. Við viljum halda upp á afmæli Johns Lennons, óska heimsfriðar og veita styrkinn í þágu friðar. Allt þetta þrennt mun eiga sér stað í Reykjavík. – Og svo heldurðu auðvitað tón- leika! – Ég er viss um að það verða haldnir tónleikar, svarar hún og hlær. Ég veit ekki hvort ég geri það. En tilefni sem þetta mun áreiðanlega veita fólki innblástur til að spila tónlist, dansa og skapa list. – Þetta er þá nokkurskonar píla- grímsferð sem fólk fer í til Íslands í þágu friðar. – Já, ástæðan er sú að við verð- um öll að gera okkar besta til að komast af. Mannkynið er á góðri leið með að tortíma sjálfu sér og öllu jarðlífi. Til þess að komast hjá slíkum hörmungum verður að eiga sér stað hugarfarsbreyting; við verðum að opna huga okkar 100 prósent til að geta ráðið bót á þessu. – Af hverju Ísland? – Ísland, þetta fallega land, nýt- ur mikillar blessunar. Land- fræðilega er það í einstakri stöðu, liggur norðarlega og er miðja vegu milli Evrópu og Ameríku. Það get- ur miðlað þeim hughrifum sem stafa af óskunum til heimsins alls. – Og það spilar inn í að á Íslandi er enginn her? – Já, og að Ísland er hreint land, loftið tært og vatnið. Ástæðurnar eru fjölmargar fyrir því að Ísland er kjörinn staður fyrir friðarsúl- una. – Gunnar Kvaran hafði forgöngu um að þú héldir sýningu hér á landi árið 1991 og þið eruð einnig að vinna saman að þessu verkefni. Hvernig hófst ykkar samstarf? – Ég hitti Gunnar á Feneyja- tvíæringnum og hann spurði hvort ég hefði áhuga á að halda sýningu á Íslandi. Ég spurði gáttuð: Af hverju ætti ég að vilja fara alla leið til Íslands? Hún skellihlær. Þá sagði hann mér að Ísland væri örugglega menningarlegasta þjóð í heimi – 60% þjóðarinnar hefði gefið út eigin ritverk. Ég sagði: Ókei, ég kem. Ég vildi endilega hitta þenn- an gáfaða kynstofn, bætir hún við og hlær. Svo varð ég alveg heilluð af landinu og spurði Gunnar af hverju Íslendingar létu ekki um- heiminn vita af þessum stað, þann- ig að fleiri kæmu hingað. Hann svaraði: Við viljum ekki fá fleira fólk hingað. Enn hlær hún. Þetta fannst mér kostulegt! Framtíðin hugsuð út frá friði – Síðan þú hélst sýninguna árið 1991 hefur þú verið tíður gestur hér á landi. Hvað hefurðu þá fyrir stafni? – Ég þarf ekki að hafast neitt að! Þegar maður kemur hingað, þá andar maður að sér hreinu lofti. Á morgnana byrja ég á því að fara í bað, hvar sem ég er stödd í heim- inum. Og síðan hefst vinnudag- urinn. Í morgun fór ég í bað eins og venjulega, ekki með neitt sér- stakt í huga. Ég hef baðið heitt, svo ég er yfirleitt afslöppuð á eftir. En í morgun kom mér á óvart hversu endurnærandi baðið var og gaf mér mikinn kraft. Og ástæðan er sú að vatnið á Íslandi er heilsu- lind – það er undursamlegt! – Í listsköpun þinni er áberandi þessi stöðuga endurnýjun; þú ert alltaf að finna ný form og nýja miðla. – Það er vegna þess að sem manneskjur erum við alltaf í mótun – líkaminn endurnýjar sig á sjö ára fresti og þá verðum við nýir ein- staklingar. Þess vegna er það ekki nema eðlilegt að hugmyndirnar taki breytingum líka. – En hvernig tekst þér að halda hugmyndunum ferskum? – Það gerist bara, segir hún og yppir öxlum. Ég er svo lánsöm að vera opin fyrir hugmyndum. – Þú byggir ekki aðeins á hug- myndum heldur einnig hugsjónum. – Já, en sjáðu til, við erum öll að hugsa fyrir framtíðinni. Og það sem við hugsum, það gerist. Þess vegna verðum við að fara varlega í slíkar hugleiðingar. Margir frið- arsinnar segja: Ekki meira stríð, stríð, stríð, stríð. Og við hugsum stríð þegar þeir segja þetta. Nú verðum við að byrja að segja frið- ur. Og hugsa framtíðina út frá friði, en ekki stríði. – Þú bjóst í Japan í seinna stríði; breytir það skilningnum á orðinu friður að hafa upplifað stríð? – Þú átt við vegna þess að ég upplifði stríð í æsku? Ef til vill, ég er ekki viss. Ég hef alltaf beitt mér í þágu friðar, jafnvel sem krakki sóttist ég eftir friði – friðsæld. Ég er viss um að við erum öll þannig. Ef til vill hafði það áhrif á mig að upplifa stríðið, en ég held samt að við getum öll deilt þeirri upplifun. Þegar stríð geisar í heiminum, þá hefur það áhrif á okkur öll. – Og reynsla þín af stríði hefur nýst þér í þinni friðarbaráttu? – Mér finnst eins og því hafi ver- ið ætlað að gerast að ég skyldi verða fyrir svo afdrifaríkri reynslu á unga aldri, að ganga í gegnum stríðið og upplifa þann skort sem varð á mat og nauðsynjum, því þá veit ég hversu hræðilegt það getur verið. Og það er lærdómur fyrir líf- ið. Við erum angar af sama líkama – Með verkum þínum ertu gjarn- an að afhjúpa veruleikann með ein- um eða öðrum hætti. – Já, afhjúpun er leiðin til þroska. Það er mjög mikilvægt fyr- ir þann sem er að þroskast að af- hjúpa það sem fyrir er og ekki endilega eitthvað sem er slæmt. Við deilum þekkingu; það er mjög mikilvægt að við deilum þekkingu. Því allt mannkynið er einn líkami, einn hugur. Hjartað í þér slær í takt við hjartað í mér. Við erum angar af sama líkama, sem kallast mannkynið. Svo við verðum að deila þekkingu. Með því getum við verndað hvort annað, bjargað hvort öðru, veitt hvort öðru innblástur. – En má segja að í listsköpun þinni í upphafi ferilsins hafi falist ákveðin afhjúpun á stöðnuðum við- horfum þess tíma til listarinnar? – En ég var ekki á meðvitaðan hátt að ganga gegn ríkjandi við- horfum til listarinnar, mótmælir hún. Ég hafði meiri áhuga á að leita inn á við og vera ég sjálf. Það er munur þar á. Ég var ekki að keppa við neinn eða að sækja í aðra listamenn eða listastefnur. Ég var ég sjálf. – Og bara með því kallaðirðu fram þessi sterku viðbrögð! – Ég veit, svarar hún einarðlega. Það kom mér á óvart, því það vakti alls ekki fyrir mér. Ég gekk bara til verks og ætlaði mér yfirleitt ekki að koma fólki í uppnám. – Yfirleitt? – Já, svarar hún og brosir. – Engu að síður hefur þú oft valdið uppnámi, eins og þegar þú lést sýningargesti klippa búta úr kjólnum sem þú varst í, þar til ekkert stóð eftir, gerðir myndina Bottoms með „gáfumannslegum“ rössum og lagðir striga á gólfið sem sýningargestir gengu á. Þú hlýtur að hafa áttað þig á því að einhverjir myndu hneykslast. – Ég ætlaði mér aldrei að geðj- ast öllum! segir hún ákveðið. En tökum sem dæmi málverkið sem fólk steig inn í – strigann á gólfinu. Það er vísun í hryllilega atburði sem áttu sér stað í Japan og ég var að votta þeim virðingu sem létu líf- ið. Á sautjándu öld höfðu margir Japanir gerst kaþólskir fyrir vest- ræn áhrif, þrátt fyrir að það væri bannað með lögum. Það myndaðist því neðanjarðarhreyfing. Og þegar margir meðlima hennar voru hand- teknir, þá var þeim skipað að stíga á andlit Krists. Þeir vissu að ef þeir óhlýðnuðust ætti fyrir þeim að liggja að verða krossfestir. Engu að síður neituðu sumir, ég held að sextán hafi verið krossfestir. Ég vildi heiðra þá fyrir hugrekki þeirra. – Þú beitir ýmsum aðferðum til að ná til fólks, ef til vill til að vekja með því hugrekki, s.s. að kaupa auglýsingar í dagblöðum og aug- lýsa á Times Square og Piccadilly Circus! – Já, en aðalatriðið er að ég er biðja fólk um að sýna afstöðu í verki. Þegar fólk er trútt sjálfu sér, þá getur það opnað huga sinn. – Nú er langt um liðið síðan John Lennon söng: „Imagine all the people, living life in peace“. Hefur eitthvað áunnist – höfum við ástæðu til að vera vongóð? – Já, við getum verið vongóð af því að nú þekkja flestir textann við lagið Imagine, flestir í heiminum, líka litlir drengir og litlar stúlkur. Og þessi orð eiga eftir að hafa áhrif á líf þeirra. Verðum að byrja að segja friður Yoko Ono hefur löngum verið einn ötulasti boð- beri friðar í heiminum. Og nú hefur hún fundið friðnum stað í Reykjavík. Pétur Blöndal talaði við hana um áformin á Íslandi, stríð og frið, hug- myndir og afhjúpun. Morgunblaðið/Ómar Yoko Ono vill að vikan í kringum afmælisdag Johns Lennons, sem er 9. október, verði friðarhátíð. Þá komi fólk saman og sameinist í ósk um frið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.