Morgunblaðið - 27.02.2006, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 15
DAGLEGT LÍF
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Stjórn á
blóðþrýstingi
LH inniheldur náttúruleg
lífvirk peptíð sem geta
hjálpað til við stjórn
á blóðþrýstingi
LH-drykkurinn er gerður úr
undanrennu og því fitulaus.
Auk þess að innihalda
peptíð hefur hann verið
bættur með kalki, kalíum og
magníum en rannsóknir
benda til að þessi steinefni
geti einnig haft jákvæð áhrif
á blóðþrýsting.
1. Meiri virkni.
2. Mun meiri andoxunarefni.
3. Minni líkur á aukaverkunum.
4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við
3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.
RAUTT EÐAL GINSENG
Skerpir athygli - eykur þol
Virkar m.a. gegn:
Einbeitingarskorti, streitu,
þreytu og afkastarýrnun
Einnig gott fyrir aldraða!
www.ginseng.is
Flestir vita að það er mik-ilvægt að bursta tenn-urnar daglega til að við-halda munnheilsu og taka
því upp tannburstann kvölds og
morgna. Að sama skapi eru sér lík-
lega flestir meðvitandi um mikilvægi
reglulegrar hreyfingar fyrir heilsuna
en reynist oftar en ekki erfitt að
fylgja þekkingunni eftir, þ.e. að
ástunda reglulega hreyfingu. Af
hverju?
Fólk gefur ýmsar skýringar á
hreyfingarleysi og þá m.a. tímaskort.
Það getur aftur skýrst af því að sum-
ir hafa óraunhæfa hugmynd um það
hversu mikið þarf að hreyfa sig til að
það skili bættri heilsu og vellíðan.
Öll hreyfing er betri en engin
hreyfing en almennar ráðleggingar
miðast við að fullorðnir hreyfi sig
rösklega í minnst 30 mínútur daglega
og börn hreyfi sig í minnst 60 mín-
útur daglega. Hreyfing til heilsubót-
ar þarf því ekki að vera tímafrek en
aukinni hreyfingu fylgir aukinn
ávinningur. Mestur ávinningur er í
húfi fyrir kyrrsetufólk sem fer að
hreyfa sig meira. Þegar vel er að gáð
ættu flestir að geta komið 30 mín-
útna hreyfingu inn í dagskipulagið,
annaðhvort í einni lotu eða í 2–3
styttri lotum – og munum að allt tel-
ur. Það er því hollt að staldra reglu-
lega við og kanna hvernig hreyfi-
mynstrið er í daglegu lífi.
1. Hversu mikið hreyfi ég mig í
vinnunni? Nota ég stigann eða verð-
ur lyftan fyrir valinu? Nota ég alltaf
rafrænar leiðir til að eiga samskipti
við vinnufélagana í stað þess að
standa reglulega upp, teygja úr mér
og bera erindið upp í eigin persónu?
Hvað geri ég í hádeginu og öðrum
hléum? Ýtir klæðnaðurinn minn und-
ir hreyfingu, eru t.d. skórnir þægi-
legir?
2. Hversu mikið hreyfi ég mig í
frístundum, s.s. heimavið með fjöl-
skyldunni? Hvað fer langur tími dag-
lega í sjónvarpsáhorf eða óvinnu-
tengda setu við tölvuna? Hvernig
nýtum við skipulögð og óskipulögð
tækifæri til útivistar og heilsuræktar
sem bjóðast í nánasta umhverfi, s.s.
göngustíga, græn svæði og/eða tilboð
íþróttafélaga og heilsuræktarstöðva?
3. Hvernig ferðast ég á milli
staða? Gæti ég með betra skipulagi
gengið, hjólað eða nýtt almennings-
samgöngur einhverja eða alla daga?
Legg ég eins nálægt áfangastað og
mögulegt er eða vel ég stæði sem er
lengra í burtu? Hvernig er ferðamáti
barnanna í skólann?
4. Hvernig er mataræðið og
svefnvenjurnar? Hreyfing veitir
okkur aukna vellíðan, kraft og hjálp-
ar okkur að slaka á. Takmarkaður
nætursvefn og óreglulegt máltíða-
mynstur draga hins vegar úr orku og
þar með lönguninni til að hreyfa sig.
Allt telur og því er notkun á
skrefamæli ágæt leið til að meta
hreyfingu í daglegu lífi. Algengt við-
mið fyrir fullorðna er að ná minnst
10.000 skrefum yfir daginn. Ef það er
fjarlægt markmið er um að gera að
skoða hreyfimynstrið og leita leiða til
að fjölga skrefunum smám saman.
Mikilvægast er að hreyfa sig helst
daglega í samræmi við getu og áhuga
og stuðla þannig að aukinni vellíðan.
HOLLRÁÐ FYRIR HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Morgunblaðið/Kristinn
Verum meðvituð um að
velja hreyfingu í stað hreyf-
ingarleysis í daglegu lífi.
Fullorðnir hreyfi sig rösk-
lega í minnst 30 mínútur
daglega.
Börn hreyfi sig rösklega í
minnst 60 mínútur daglega.
Ágætt viðmið fyrir full-
orðna er að ná minnst
10.000 skrefum yfir daginn.
Áherslupunktar
Gígja Gunnarsdóttir íþrótta-
fræðingur, verkefnisstjóri
hreyfingar á Lýðheilsustöð.
Minnst 30 mínútna
hreyfing daglega
– allt telur
Fréttir á SMS
„ÞETTA er æðislegt. Mér finnst frá-
bært að fá borgað fyrir að stunda
líkamsrækt,“ segir Kristjana Hall-
dórsdóttir hlæjandi, en hún vinnur
við að bera út póst og skúrar auk
þess í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. „Skúringar í þrjá tíma á degi
hverjum eru heilmikið púl og þegar
við bætist göngutúr í aðra þrjá tíma
daglega með póstinn, þá er það heil-
mikil brennsla. Enda er ég búin að
missa þrjátíu og fimm kíló síðan ég
byrjaði í póstburðinum fyrir sex ár-
um. Þar fyrir utan er póstburðurinn
mikil og góð útivist sem er sann-
arlega hollt og mér finnst hressandi
að fara í hvaða veðri sem er og vor-
kenni mér það ekkert. Þetta bætir
bæði sál og líkama. Mér finnst ég af-
skaplega heppin að þurfa að hreyfa
mig allan tímann sem ég er í
vinnunni og þar af leiðandi þarf ég
ekkert að fara utan vinnutíma í aðra
líkamsrækt og spara mér líka þann
kostnað. Ég á son sem mér finnst
gott að geta gefið allan þann tíma
sem ég er ekki í vinnunni.“
Harðneitaði símavinnu
Kristjana þarf að burðast með
heilmikið magn af pósti og hefur
hann ýmist í tösku á öxlinni eða í
kerru sem hún dregur á eftir sér.
„Þegar mest lætur þá er ég með
hundrað og tíu kíló í kerrunni. Það
tekur vel í.“
Kristjana er sannarlega ánægð í
vinnunni og segist hafa harðneitað
þegar henni var boðin kyrrsetuvinna
nýlega. „Mér var boðið starf við
símavörslu en ég hélt nú ekki. Ég
hef engan áhuga á að sitja í stól í
vinnunni og fitna aftur. Ég held mér
algjörlega í formi með þessum
tveimur vinnum, skúringum og póst-
burði. Og mér finnst gott að koma
heim og finna vel fyrir þreytunni í
líkamanum.“
Kristjana segir heilsuátak vera í
gangi hjá Póstinum og hún hafi
fengið eina viku fría í veggsporti og
er alveg til í að prófa það, til tilbreyt-
ingar.
HREYFING | Skúringar og póstburður eru góð líkamsrækt
Meiriháttar brennsla
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Líkamsrækt má líka stunda í
vinnunni eins og Kristjana Hall-
dórsdóttir hefur sýnt fram á.