Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.02.2006, Qupperneq 21
Kveðjustundirnar á Húsavík voru okkur alltaf erfiðar. Í minningunni standa afi, amma og Dobba á tröpp- unum og veifa okkur bless þegar ekið er í burtu og haldið suður á leið. Barnabörnin skældu í bílnum og fyrir afa voru þessar stundir líka erfiðar. Í dag kveðjum við afa í hinsta sinn og gerum það með söknuði. Við þökkum skemmtilegar og eftirminnilegar samverustundir. Hvíl í friði. Þínar, Björg Stefanía, Hrefna og Hildur Droplaug. Í dag kveð ég elskulegan afa minn, Þorgeir Pálsson, sem lést 18. febrúar sl. Þær eru margar minningarnar um hann afa sem ég hef yljað mér við undanfarna daga, enda af nógu að taka. Ég var tíður gestur á heimili þeirra afa, ömmu og Dobbu frænku í Espigerðinu. Ekki var langt fyrir mig að fara svo að oft rölti ég yfir til þeirra eftir skóla. Þar var dekrað við mig með allskyns kræsingum og góð- gæti og þau voru öll þrjú dugleg við að hafa ofan af fyrir mér. Á þessum tíma kenndi afi mér að leggja kapal og tefla skák – og við gátum gleymt okkur klukkutímunum saman við þá iðju. Þá var hann líka ið- inn við að kenna mér hin ýmsu ætt- jarðarljóð og lög sem við sungum svo saman. Einnig eru eftirminnilegar spurn- ingakeppnirnar sem við yngri kyn- slóð barnabarnanna háðum oft, þar sem afi var í hlutverki spyrils og spurði okkur spjörunum úr í landa- fræði og fleiri greinum. Það endaði oft með því að einhver okkar fór í fýlu enda vorum við tapsárar með meiru, en afi var nú ekki lengi að kippa því í liðinn. Það var alltaf hægt að spjalla við afa um allt milli himins og jarðar og hann hafði sterkar skoðanir á mál- efnum líðandi stundar. Það kom ósjaldan fyrir að þegar ég kom í heimsókn þá sat hann í hæginda- stólnum sínum og fylgdist með Al- þingi í sjónvarpinu, missammála ræðumönnum. Það var hins vegar líka alltaf stutt í gamanið og glensið hjá afa og hann var óhræddur við að gera grín að sjálfum sér og öðrum í kringum sig. Hann átti það einnig til að vera alveg ótrúlega stríðinn, en það var nú ekk- ert sem maður gat ekki fyrirgefið honum. Síðustu árin dvaldi afi á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Þó veikur væri kom það ekki í veg fyrir að hægt væri að skrafa saman og var afi alltaf jafn- áhugasamur að fá fréttir af því hvað á daga okkar barnabarnanna hefði drifið. Hann hafði sérstaklega gaman af litlu langafastelpunum sínum tveimur, Helgu Kristínu og Hrafn- hildi Ýr, sem skottuðust í kringum hann. Það var orðið erfitt hjá afa undir það síðasta, en mér er sérstaklega kært þegar ég kom í heimsókn til hans aðeins nokkrum dögum fyrir andlát hans, að hann bað mig um að syngja fyrir sig. Ég tók nú ekki svo vel í það, enda ekki mikil söngmann- eskja, en það endaði nú samt þannig að við sungum bæði saman lagið Undir bláhimni, afi þá orðinn mjög máttfarinn. Hann lét það nú samt ekki stoppa sig. Elsku afi minn, takk fyrir allar samverustundirnar, fyrir þær er ég betri manneskja. Það var svo ótal margt sem ég lærði af þér. Nú ertu hins vegar kominn til ömmu Stefaníu, sem kvaddi okkur fyrir rúmum þrettán árum, og Dobbu systur þinnar sem kvaddi okkur um jólin. Ég veit að þær leiða þig um himnaríki. Guð blessi þig og varðveiti um ókomna framtíð. Þín Valgerður. Ég er að klæða mig úr blautum og skítugum fötum fram í bæjardyrum. Það eru komnir gestir og ég tek eftir því að það eru ókunnugir hestar í varpanum. Einn er brúnn, annar skjóttur og gott ef sá þriðji er ekki sótrauður. Þar sem ég bograst heyri ég mikla háreysti og hlátrasköll inn- an úr eldhúsi. Ég er í hálfgerðum vandræðum því við Snjólaug systir mín fórum að sulla í grófinni á leiðinni heim af réttinni og ég veit að nú fæ ég skammir. Ég opna eldhúshurðina og stend þarna á nærbuxunum og reyni að ná tali af mömmu svo lítið beri á, því ég verð að komast í þurr föt. En allt í einu þagna allir og ég stend þarna eins og kjáni. Kunnugleg rödd spyr: „Hvað varst þú eiginlega að að- hafast?“ „Svona hvaða, hvaða, ..verið ekki að skamma strákinn, það er ekk- ert eins þroskandi fyrir krakka á þessum aldri og sulla í straumvatni og stífla smálæki.“ En hver er nú þetta? Jú, það er Þorgeir Pálsson, hann situr upp í bekk og gnæfir upp úr. Í horninu við hlið hans situr hóg- vær, hvíthærður eldri maður, Páll Jónsson faðir Þorgeirs. Þeir feðgar eru komnir til sinnar árlegu gistingar nóttina fyrir Baldursheimsréttardag. Sigurgeir situr uppi í bekk líka,…eða er það kannski Palli bróðir hans? Afi Þórir er við endann á borðinu og reykir pípu sína, Þorgeir fær hana lánaða stöku sinnum. Þeir eru þarna bræður, Ketill, Baldur og pabbi, stundum Þráinn og Jönni, mamma og systur mínar og ef til vill fleiri. En það er Þorgeir sem ræður ferðinni, hann er hrókur alls fagnaðar í þess orðs fyllstu merkingu og honum fer það vel. Hann talar hátt og kröftug- lega. Hér fer hár, grannholda, en myndarlegur maður með hátt enni, sléttur í andliti svolítið fölur og ber sig vel. Og þetta er minn maður, því það er ekkert minnst á sull mitt í grófinni frekar. Í minningunni eru þetta hátíðisdagar í Baldursheimi. Ég fæ að vaka fram eftir og hlusta á samræður fullorðna fólksins, hér tak- ast menn á í orðum með rökum og mótrökum og hér nýtur Þorgeir sín vel. Það er talað um nýafstaðnar göngur, sauðfjárrækt og ættir bæði sauðfjár, hesta og jafnvel hunda. Þá aðeins missi ég þráðinn þegar rætt er um ættir fjarskylds fólks sem flutti til Kanada. „Geiri minn, var nokkuð bú- ið að hýsa hestana? Það má til með það, áður en setur að þeim. Það er Þorgeir sem vindur sér að Sigurgeiri syni sínum eldsnöggt, en tekur svo jafnskjótt upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið í umræðunni. Geiri fer og hýsir hestana en ég fer í háttinn. Þegar ég er að sofna heyrast enn hlátrasköll úr eldhúsinu. Páll eldri er háttaður og svo er um fleiri í húsinu. Þessar minningar og fleiri í þeim dúr koma upp í hugann við andlát Þor- geirs Pálssonar. Ég man líka eftir Þorgeiri á réttardegi, hann er á ein- tali við einhvern og nú talar hann lágt og er alvarlegur. Hann er vel til fara að vanda, með drapplita spanjólu á höfði, í jakka og reiðbuxum en í búss- um, því það er bleyta í fénu eftir nótt- ina.Frekari kynni okkar Þorgeirs síð- ar á lífsleiðinni fylltu enn betur upp í þá mynd sem ég fékk af honum í æsku. Öllum sem kynntust Þorgeiri verður hann ógleymanlegur. Ég vil nú við leiðarlok þakka fyrir öll skemmtilegheitin. Börnum Þorgeirs og venslafólki votta ég innilega sam- úð. Eyþór Pétursson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 21 MINNINGAR ✝ Ásta Gísladóttirfæddist á Akra- nesi 12. mars 1922. Hún lést á Landspít- alanum 19. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldóra Guðjóns- dóttir og Gísli Ein- arsson og bjuggu þau á Akranesi. Systkini Ástu voru: Þorsteinn, f. 1914, látinn, Magnús, f. 1915, látinn, Guð- jón, f. 1917, látinn, Sigríður, f. 1918, látin, Svandís, f. 1920, látin, Einar, f. 1923, látinn, Lilja, f. 1924, Guðlaug, f. 1926, lát- in, Halldóra, f. 1927, Hulda, f. 1928, látin, Gísli, f. 1930, látinn, Guðsteinn, f. 1932, látinn, og Grét- ar, f. 1933, látinn. Ásta fluttist til Keflavíkur og giftist Ellerti Þórarni Hannessyni. Foreldrar hans voru Arnbjörg Sigurðardóttir og Hannes Einarsson. Ásta og Ellert eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Halldóra Hafdís, f. 1939, d. 1940. 2) Halldóra Hafdís, gift Jim Frank Gentry og eiga þau fimm börn. 3) Grétar Arnar, kvæntur Elísabetu S. Guðnadóttur og eiga þau sex börn. 4) Ella Sjöfn, gift Ólafi Björgvinssyni og eiga þau fimm börn. 5) Halldór, kvæntur Dagnýju Guðnadóttur og eiga þau þrjú börn. 6) Díana, gift Jouko Tahvanainen og eiga þau fimm börn. 7) Steinunn, gift Hek- tor Denamihara og eiga þau fjög- ur börn. Útför Ástu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Að setjast niður og skrifa þessi orð til þín er mér mjög erfitt því þú varst mér alltaf svo góð, þó ég viti að þú hafðir alltaf miklar áhyggur af mér og tókst nærri þér mín veikindi. Það var mikill missir þegar pabbi dó en hann lést af slysförum hinn 13. september 1963, og stóðst þú uppi fyrir okkur öll. Þá bjuggu heima þrjú yngstu systkini mín en þú kvartaðir ekki heldur hélst ótrauð áfram. Mamma, þú varst mjög listhneigð og allt lék í höndunum á þér. Það var þó ekki fyrr en þú hættir að vinna sem þú gast gefið þér tíma til að sinna þessu því þú þurftir að vinna mikið eftir að þú varðst ein. Það liggja eftir þig mikil listaverk eins og t.d. bútasaumsteppi sem þú gerðir fyrir barnabörnin, þau eru orðin mörg og engin tvö þeirra eins. Einnig vannst þú í gler og leir. Þú varðst orðin mjög veik þegar nálgaðist sextugsafmælið mitt, en þá varst þú að búa til handa mér par, unnið úr leir og þrátt fyrir veikindi þín þá kláraðir þú það handa mér þó ekki kæmist þú sjálf í afmælið. Þetta mun ég varðveita allt mitt líf. Nú síðustu ár var mjög af þér dregið og varst þú mikið á sjúkra- húsi þar til yfir lauk. Hinn 19. febrúar, á konudaginn, sofnaðir þú að eilífu. Að lokum langar mig að þakka þér allt sem þú varst mér og mínum og fel ég þig í faðm Guðs með eftir farandi kveðju: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Ella Sjöfn (Didda). ÁSTA GÍSLADÓTTIR og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ég trúi því að Emil minn hvíli nú í örmum Guðs og englar muni vaka yfir honum. Drottinn blessi elsku hjartans Emil minn og varðveiti um alla eilífð. Ástar- og saknaðarkveðja. Erna frænka. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (Matt. Joch.) Elsku Emil frændi veiktist alvar- lega mjög óvænt. Allt var gert sem í mannlegu valdi stendur honum til bjargar. Þótt hraustur væri bar hann lægri hlut. Eftir sitjum við fjölskylda hans sem lömuð af sorg og eftirsjá. Margar spurningar leita á hugann og mörgum þeirra verður aldrei svarað. Þótt hann hafi aðeins lifað rúmt eitt ár, þá skilur hann eftir sig digr- an fjársjóð góðra minninga. Fallega brosið hans, hlýjar og ómetanlegar samverustundir koma nú fram í hugann. Hann gaf okkur sig allan eins og hann var. Fallegur drengur með bjartan svip sem óx og dafnaði vel í kærleiksríkri umsjá stoltra for- eldra. Hann var líka augasteinn ömmu og afa, bæði í Danmörku og á Íslandi. Skírn, jólahátíð, eitt afmæli og góðar stundir með ömmu og afa á Íslandi og í Danmörku eru á meðal þeirra stunda sem ekki gleymast. Við vitum að Emil gleymist aldrei neinu okkar sem eftir lifum. Hann gleymist ekki heldur þeim skapara sem gaf hann. Hann hefur rist hann í lófa sína. Við trúum því að Emil sé í fangi Hans sem er kærleikurinn. Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við fengum að eiga með Emil. Við vottum Trine, Fjölni og fjöl- skyldu allri okkar dýpstu samúð og biðjum um smyrsl í sárin djúpu. Fjölskyldan Bugðutanga 5. Undanfarnir dagar hafa verið erf- iðir. Emil litli Fjölnisson hefur lokið lífsgöngu sinni. Veikindi sem enginn fékk við ráðið komu óvænt og stóðu stutt. Harmur foreldra og allrar fjölskyldunnar er mikill. Emil varð aðeins tæplega 14 mán- aða. Undurfallegur með stór augu og fíngerðan munn sem bros lék oft um. Hann var áhugasamur um um- hverfi sitt og litlir fætur og hendur tifuðu ákaft yfir hlutum sem föng- uðu athygli hans og hann vildi ná til. Hann var umvafinn ást og um- hyggju foreldra og fjölskyldna þeirra. Hann var mikill gleðigjafi, átti góða ævi, hvíldi sæll og öruggur í faðmi sinna og endurgalt það margfalt ómeðvitað og skilyrðis- laust. Það er ekki endilega lengd ævinn- ar sem skilur hvað mest eftir heldur inntak þess lífs sem lifað er. Það er ótrúlegt hve mikil áhrif og hve djúp spor svo lítill drengur á stuttri ævi skilur eftir sig. Spor sem eru þess megnug að slá á sársaukann. Hann var einstakur og fær að njóta þess sess sem hann vann sér í hjörtum þeirra sem honum kynntust og eng- inn og ekkert fær nokkurn tímann tekið þann sess frá honum. Minn- ingin um Emil er sterk og hún lifir með okkur og gefur styrk til að horfa fram á veginn, þannig gætir áhrifa hans. Kæru Trine, Fjölnir og fjölskyld- ur, missir ykkar er mikill – en gjöf ykkar stærri að hafa fengið að njóta drengsins ykkar þó vegferðin hafi verið stutt. Guð blessi ykkur, styrki og varð- veiti á þessum erfiða tíma og um alla framtíð. Guðrún, Bjarki, Þorbjörg og Jónas. Það var á þriðjudaginn síðastlið- inn sem mér bárust þær fréttir að Emil, litli frændi minn, væri látinn. Emil var ungur og hafði ég gert mér vonir um að fá að njóta sam- vista við hann í framtíðinni. Gerði í raun ráð fyrir því og hafði ekki leitt hugann að því að skyndileg veikindi gætu svipt mig þeim möguleika. Því nýtti ég tímann ekki sem skyldi. Skýrast man ég eftir Emil í 70 ára afmæli frænku okkar og frænda, rétt fyrir jól. Emil var þar mið- punktur athyglinnar, enda sérstak- lega fallegur drengur. Ekki er hægt að segja að Emil hafi líkað athyglin sérstaklega, fremur vildi hann vera í fangi móður sinnar og föður. Emil var enda augasteinn þeirra, átti alltaf athygli þeirra óskipta og vissi það. Emil hafði lund foreldra sinna, ró- legur, hæglyndur og ekki fór mikið fyrir honum. Hann var hvers manns hugljúfi frá fyrstu stund. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pét.) Megi Guð gefa ykkur, Fjölnir og Trine, styrk. Jónas Hvannberg. Elsku Emil. Ósköp er lífið skrítið, litli prins, þú varst nýbúinn að eiga þitt fyrsta afmæli sem jafnframt varð þitt síðasta. Við ætluðum að kíkja í heimsókn til þín um helgina en þú varst orðinn lasinn svo að við frestuðum heimsókninni. Þetta gerðist allt svo hratt og skyndilega komu englarnir að sækja þig, taka þig í burtu frá fjölskyldunni þinni alltof ungan. Þú varst nú ekki gam- all þegar að við vissum að þú værir á leiðinni í heiminn, foreldrar þínir voru svo spenntir að þeir gátu ekki þagað yfir þér nema í nokkra daga. Við vorum þau fyrstu sem fengum að vita af þér í mallanum á mömmu þinni. Við vorum svo glöð að vita af þér og svo spennt yfir þér. Þegar þú fæddist loksins var þungu fargi af okkur létt, þú varst kominn í heim- inn heilbrigður, fínn og alveg óskap- lega fallegur. Við gátum ekki beðið eftir að sjá þig. Nokkrum mánuðum eftir að þú fæddist fengum við loks að sjá þig. Þú varst nú meiri músin og þér leist strax vel á okkur, varst aldrei mannafæla við okkur og við máttum kyssa þig og knúsa eins og við vildum. Í maí á síðasta ári komið þið svo í sæluferð austur til okkar þar sem þið Birgitta urðuð bestu vinir. Hún fékk líka að knúsa þig all- an hringinn, stundum aðeins of mik- ið, en þú brostir bara, litla mús, og hafðir gaman af henni. Þannig varstu, alltaf svo glaður og kátur lít- ill gaur sem var gott að vera nálægt. Þannig munum við minnast þín um aldur og ævi. Nú vonum við að þú sért á góðum stað hjá Guði og að þér líði vel, við skulum gera allt sem við getum til að láta foreldrum þínum líða betur. Ástarkveðja. Einar, Sandra og Birgitta. Elsku Emil minn. Okkur langar til að þakka þér fyrir þann tíma sem Guð gaf þér með okkur. Þú varst yndislegur drengur og okkur þótti svo undurvænt um þig. Við ætluðum að gera svo margt saman þegar þú yrðir stór. Foreldrar þínir sem elsk- uðu þig og hugsuðu svo einstaklega vel um þig eiga nú um sárt að binda. Einnig ömmurnar og afarnir og aðr- ir ættingjar. Elsku Fjölnir og Trine, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Kveðja. Ó, himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Guðm.) Kristín og Valsteinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.