Morgunblaðið - 27.02.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 27.02.2006, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Árni Jónssonfæddist í Reykjavík 21. febr- úar 1925. Hann lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnar- firði 19. febrúar síðastliðinn. Árni var sonur hjónanna Sigurðar Jóns Guð- mundssonar, f. 28. júlí 1893, d. 1. maí 1977, og Jórunnar Guðrúnar Guðna- dóttur, f. 8. októ- ber 1895, d. 6. október 1981. Systkini Árna voru Helga, f. 1919, Guðni, f. 1920, d. 1995, Ingólfur, f. 1921, d. 1941, Valdimar, f. 1927, d. 2000, Sólveig, f. 1929, d. 1997, og Guðmundur, f. 1937 d. 2006. Auk þess er fósturbróðir þeirra Guðmundur Gíslason, f. 1932. Hinn 21. júní 1947 kvæntist Árni eftirlifandi eiginkonu sinni, Sólveigu Eggerz Pétursdóttur, f. 29. maí 1925. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 1948, eiginmaður hennar er Eiríkur Hans Sigurðs- son, f. 1942. Synir Sigrúnar eru: a) Árni Baldur Ólafsson, f. 1969, kvæntur Þrúði Sigurðardóttur, f. 1973, börn þeirra eru Ragn- heiður, f. 1989, Birna Rut, f. 1992, Snæfríður Sól, f. 1996, og Baldur Smári, f. 2000. b) Hrólfur Pétur Ólafsson, f. 1973, unnusta hans er Birgitta Elín Helgadótt- ir, f. 1984, sonur Hrólfs er Árni Hrafn, f. 2005. 2) Elín, f. 1950, eiginmaður hennar er Arnþór Helgason, f. 1952. Sonur Elínar er Árni Birgisson, f. 1970, kvæntur Elfu Hrönn Friðriks- dóttir, f. 1978, synir Árna eru Hringur, f. 1994, og Birgir Þór, f. 2005. 3) Helga, f. 1954. 4) Stef- án Pétur Eggerz, f. 1958. Árni lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1946. Eftir það hélt hann til frekara náms í viðskipta- fræði í London. Á námsárum sínum í Bretlandi kynntist hann eiginkonu sinni og fluttust þau saman heim til Íslands haustið 1948. Þá tók hann við starfi fram- kvæmdastjóra í Belgjagerðinni hf. við hlið föður síns og gegndi því starfi til ársins 1978. Eftir það starfaði hann um stutt skeið hjá Vélum hf. og síðar hjá Ofna- smiðju Kópavogs. Árni var alla tíð mikilvirkur félagsmálamaður. Á sínum yngri árum tók hann virkan þátt í íþróttastarfi Ármanns og sýndi meðal annars fimleika á vegum félagsins. Hann var um árabil í Lionsklúbbi Reykjavíkur. Árni gekk í Oddfellowstúkuna Ingólf um miðja síðustu öld og var síð- an einn af stofnendum stúkunn- ar Þorkels Mána og starfaði þar um áratugaskeið. Hann var um langan aldur einn af æðstu emb- ættismönnum reglunnar hér á landi og var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum hennar. Hann var einn af stofnendum Styrktarfélags vangefinna og sat lengi í stjórn þess. Þá var hann um skeið formaður Gigt- arfélags Íslands og stóð meðal annars að stofnun vísindaráðs félagsins. Um árabil var hann í stjórn Félags íslenskra iðnrekenda og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Hann átti hlut að stofnun Tryggingar hf. og sat í stjórn þess og fleiri fyr- irtækja. Útför Árna verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Það er auðveldara að kveðja, þeg- ar heilsan er farin að bila það mikið að engum get ég óskað að þurfa að lifa við slíkar aðstæður. En æðru- leysi þitt og ljúfmennskan eru það sem allir eiga eftir að minnast. Bros- ið þitt og fallegu orðin sem þú áttir handa öllum umhverfis þig voru eins og ljós sem þú veittir okkur í vega- nesti. Elsku pabbi, núna getur þú farið frjáls allra þinna ferða. Minningarnar sem við eigum eru svo ótal margar. Til dæmis þegar þú útskýrðir fyrir litlu stelpunni þinni hvað var fólgið í hverri setningu í „faðirvorinu“ og fékk þá faðirvorið nýtt gildi. Þegar þú laumaðir ýmsu undir koddann til að gleðja þegar við vorum lasnar. Kannski væri ég enn með þágufallssýki ef þú hefðir ekki lagt þitt af mörkum til að lag- færa málfar mitt. Minningar um kærleika þinn og vilja til að styðja við bakið á okkur hvenær sem þú sást að við þurftum aðstoð. Allar endurminningarnar, um svo margt, sem hefur stuðlað að þroska okkar og tilurð þeirra einstaklinga sem við erum í dag. Og ekki síst minningar um tilfinningaríkan, góðan dreng. Minningar um síðastliðin tvö sumur að Skriðu og þær ánægjulegu stund- ir sem við áttum saman eru ómet- anlegar. Það verður tómlegt næsta sumar, þegar enginn kemur niður stigann á morgnana og hlakkar til að drekka kaffisopann sinn úti á palli í sólinni. Elsku pabbi, þú veist að ég á ekki auðvelt með að ræða allt sem mér býr í brjósti, en ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt. Mér finnst gott að finna allar þær kærleiksríku tilfinn- ingar sem flæða í huga mér í hvert sinn þegar ég hugsa til þín. Ég kveð þig, elsku pabbi, með kærleika og virðingu. Þín dóttir Sigrún. Ein af fyrstu skýru minningum mínum um pabba er frá því ég var fimm ára gömul. Það var á köldum vetrardegi. Ég var þá í ballettskóla Eddu Scheving, sem var ef ég man rétt, í húsi einhversstaðar fyrir neð- an Hverfisgötuna. Ég hafði oft farið í bíl þaðan í vinnuna til pabba, sem var í Belgjagerðinni niðri við Kalk- ofnsveg. Ég taldi mig rata þetta vel. Ekki man ég hvers vegna ég fór af stað gangandi. Ég man bara að ég fór niður að Skúlagötu sem lá niður við sjóinn. Þaðan var svo auðvelt að rata. Eitthvað hefur leiðin reynst mér lengri en ég taldi og svo gerði bítandi kuldinn hana enn lengri. Alla vega man ég næst eftir mér há- skælandi af kulda og angist, því nú voru farnar að renna á mig tvær grímur, ég var ekki lengur viss um að ég rataði til pabba. Þegar ég gekk þarna og orgaði í kapp við brimgnýinn, stansaði stór vörubíll og góðlegur maður spurði af hverju ég væri að skæla. Nú það var af því að ég rataði ekki til hans pabba. „Og hver er pabbi þinn?“ spurði góðlegi maðurinn. „Hann Árni í Belgjagerð- inni,“ svaraði ég. Þar með var mér lyft upp í bílinn og mér ekið til pabba. Ég man enn öryggistilfinn- inguna og hlýjuna í fangi hans og hve gott var að leita huggunar þar. Ég trúði því um skeið að pabbi minn væri göldróttur. Það var eitt sinn sem oftar, að fjölskyldan fór í ferðalag með nesti upp í sveit. Á heimleiðinni sagði pabbi að hann gæti galdrað. Við drógum það nokk- uð í efa, en pabbi sagðist skyldu sýna okkur það. „Sjáið þið til, nú sting ég fingrinum upp í mig, fer með galdraþulu og þegar ég rek fingurinn upp í loftið, þá sjáið þið Reykjavík,“ sagði hann. Síðan gerði hann þetta og viti menn, allt gekk eftir sem galdramaðurinn sagði. Þess skal getið að á stundu galdurs- ins vorum við stödd í Tíðarskarði. Löngu síðar vorum við á ferðalagi með nesti og ábreiður, og ég hætt að trúa því að pabbi gæti galdrað. Við áðum undir Ingólfsfjalli. Þegar við höfðum dvalið þar um stund í veð- urblíðu, þurfti Helga, litla systir, að- stoð við að pissa. Sigrún, okkar elst, var sett í það verk. Þegar fundinn var nægilega stór steinn til að skýla okkur stóru systrunum við þetta feimnisverk, fyrir umferðinni á veg- inum langt, langt fyrir neðan okkur, kom á daginn að verkið var um- fangsmeira en áætlað var. Sigrún reis þá upp og kallaði „Hjálp, mamma, Helga þarf að kúka.“ Litlu síðar þegar við sátum í bílnum og ókum áfram, fór pabbi með þessa vísu: Upp við Ingólfsfjallið yngismeyjar húka. Enginn sér á þeirra fögru búka. Þá kom upp ein yndisfögur lúka: „Ó, hjálp, mamma, hún Helga þarf að kúka.“ Þegar mér óx fiskur um hrygg gerði ég mér betur grein fyrir því hve pabbi var mikill grundvöllur að öllu mínu öryggi. Hann var alltaf til staðar, reiðubúinn til að styðja við mig og leiðbeina mér ef á þurfti að halda. Kærleikur hans og örlæti var skilyrðislaus og ótæmandi. Hann gladdist með mér þegar til- efni gafst og sýndi mér fölskvalausa samúð þegar angur settist að mér. Ég man glöggt hve óbærileg og skelfileg tilhugsunin var um að það kæmi að því að hans nyti ekki leng- ur við. Ég var við nám í Kennaraskól- anum og bjó í skjóli foreldra minna þegar ég eignaðist son minn, Árna. Pabbi og mamma stóðu með mér eins og klettur, ólu önn fyrir okkur og hjálpuðu mér með drenginn minn fyrstu þrjú árin, þar til ég flutti að heiman og fór að vinna fyrir okkur. Þá voru þau alla tíð okkar trausti bakhjarl og heimili þeirra var áfram okkar heimili, þó við byggjum ann- ars staðar. Pabbi elskaði afadrengina sína þrjá meir en orð fá lýst og vildi allt fyrir þá gera. Þegar við litli nafni hans bjuggum heima hjá þeim mömmu fyrstu árin, brást það ekki að hann leitaði barnið uppi áður en hann heilsaði öðrum á heimilinu þegar hann kom frá vinnu. Svo var það rétt fyrir þriggja ára afmæli sonar míns að pabbi spurði nafna sinn: „Hvað á afi að gefa stráknum sínum í afmælisgjöf?“ Hann hefði gefið honum hvað sem var, bara ef sá stutti hefði beðið um það, en hann svaraði: „Íspinna.“ Þó Árni sonur minn eigi mjög góðan föður, var pabbi minn honum einnig sem besti faðir og traust fyr- irmynd frá fyrstu stundu og fram á síðasta dag. Pabbi var ávallt vandur að útliti sínu og mikið snyrtimenni. Það skipti hann miklu máli hvernig föt- um hann klæddist, að hann væri vel rakaður og hvernig hárgreiðslan væri. Fyrir nokkrum árum höfðum við hjónin keypt okkur rafmagns- hárklippur, eiginlega rúningstæki, og ég sagði pabba stolt að nú væri ég farin að klippa karlinn minn með góðum árangri. Reyndar var það hárgreiðslan: „Öll hárin jafn löng og nógu stutt.“ Full af sjálfsöryggi bauð ég föður mínum klippingu, sem hann þáði með hálfum huga, beit á jaxlinn og settist í stólinn hjá mér. Honum varð reyndar ekki um sel þegar hann sá árangurinn og varð síðan að þola hörmungarnar í nokkrar vikur þar til hárið var nægilega vaxið svo hægt væri að snyrta það rétt á ný. Pabbi var ákaflega félagslyndur, jafnan hrókur alls fagnaðar, glað- sinna, með skemmtilegt skopskyn, hlýr og örlátur. Hann gat þó skemmt sér á kostn- að sinna nánustu, eins og þegar hann kom að hitta mig á vinnustað mínum skömmu eftir að ég hóf þar störf. Hann þurfti að spyrja eftir mér og gerði það á eftirfarandi hátt: „Hafið þið séð hana dóttur mína, það tekur hálftíma að ganga í kring um hana.“ Ég náði mér niðri á hon- um í kjölfarið og sagði að hann væri bara svona stuttstígur. Pabbi hafði alltaf gaman af að spila, sér í lagi bridge, en líka ein- faldari spil eins og gúrku. Það spil hentar ungum sem öldnum, er hæfi- leg blanda af heppni, útsjónarsemi og gefur kost á að „níðast“ á með- spilurum sínum. Gúrku spiluðum við oft og síðast núna í haust. Þó að Alz- heimersjúkdómurinn væri farinn að leggja steina í götu pabba, var hann alltaf ótrúlega naskur spilamaður og jók það á samverugleði okkar. Lífið úthlutaði mér besta föður sem ég hefði getað hugsað mér og ég minnist hans með kærleika og þakklæti. Algóður Guð verndi hann og leiði á nýjum brautum. Elín Árnadóttir. Fallinn er frá góður vinur og fé- lagi. Leiðir okkar Árna Jónssonar lágu saman á vordögum 1978 þegar ég kynntist dóttur hans, Sigrúnu, sem síðar varð eiginkona mín. Við nálguðumst hvor annan af varfærni í fyrstu, en fyrr en varði hafði tekist með okkur innileg og traust vinátta. Ég kveð því í dag góðan og traustan vin og félaga til tæplega þriggja ára- tuga. Þú varst mér sem faðir og fyr- irmynd á svo margan hátt, Árni minn. Þú varst alltaf svo háttvís og kurteis maður og barst virðingu fyr- ir skoðunum annarra. Og aldrei man ég eftir að hafa heyrt þig hallmæla nokkurri manneskju. Það voru já- kvæðu þættirnir sem þú veittir at- hygli og vaktir athygli á. Félagsmál- in skipuðu stóran sess í lífi þínu. Þú vildir láta eitthvað gott af þér leiða. En það var þetta vingjarnlega og einlæga viðmót og ómótstæðilega bros sem var svo sterkt í þér, þess- um dagfarsprúða manni. Sérstak- lega eru mér eftirminnilegar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman hér að Skriðu undanfarin tvö sumur. Alltaf komstu brosandi niður á morgnana. Tilbúinn til að leggja þitt af mörkum svo að dagurinn yrði okkur ánægjulegur og góður. Það var líka gaman að fylgjast með áhuga þínum á afabörnunum og síð- an langafabörnunum og velferð þeirra, eins og reyndar velferð okk- ar allra. Þið Sólveig hafið veitt okk- ur, afkomendum ykkar og tengda- sonum ómetanlegan styrk og stuðning í gegn um tíðina og stapp- að í okkur stálinu þegar blásið hefur á móti og hvatt okkur til að takast á við krefjandi verkefni þegar tæki- færi til þess hafa gefist. Fyrir það vil ég þakka. Já, það er margs að minnast, minningarnar hrannast upp. En upp úr stendur minningin um góðan og einlægan vin sem aldrei var langt undan. Ég bið góðan Guð að blessa þig og varðveita, Árni minn. Ég votta Sólveigu tengdamóður minni mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að veita henni styrk. Þinn tengdasonur Eiríkur Hans. Árið 1977 fóru tveir hópar ferða- manna frá Íslandi til Kína. Einn ferðamannanna, Gísli Sigurbjörns- son, fasteignasali, var náinn vinur Árna Jónssonar. Að ferðinni lokinni hófst hann handa við að koma á fót fyrirtæki sem annast skyldi inn- flutning frá Kína. Vegna tengsla undirritaðs lenti hann í hringiðu þessara áætlana. Árni Jónsson stóð þá á tímamótum. Hann hafði verið framkvæmdastjóri Belgjagerðarinn- ar við hlið föður síns um þriggja ára- tuga skeið, en nú var ljóst að rekstri fyrirtækisins yrði hætt. Haldnir voru nokkrir samningafundir með Árna. Þeir voru mér afar lærdóms- ríkir. Einhvern veginn gátum við hvorugur sætt okkur við skilyrði hins, en við skildum í mesta bróð- erni og ég skynjaði að Árni hafði mikið til síns máls. Ég var hins veg- ar of óráðinn. Reyndar vissi ég öll deili á Árna löngu áður, því að feður okkar voru aldavinir og Árni þekkti föður minn vel. Einnig var Sólveig, kona Árna, góð vinkona móðursystur minnar og bar þau hjón því oft á góma í fjöl- skyldunni. Mig grunaði ekki, þegar við Árni kvöddumst á síðasta við- skiptafundi okkar, að samskiptin ættu eftir að verða jafnnáin og raun varð. Árið 1985 flutti dóttir hans, Elín, í sama fjölbýlishús og við mæðgin bjuggum í. Hún settist að á hæðinni fyrir neðan okkur ásamt Árna Birg- issyni, syni sínum. Og það var ekki að sökum að spyrja. Við Elín felld- um hugi saman og þóttumst fara leynt með samdrátt okkar. Sumarið 1987 átti Elín við veik- indi í baki að stríða og bar ég á hana kínversk kamfórusmyrsl til þess að lina sársaukann. Einn daginn, þegar ég hafði nýlokið við að smyrja Elínu hringdi síminn og foreldrar hennar boðuðu komu sína. Ég ákvað að láta mig hverfa og vorum við bæði sam- mála um það. Þau Árni og Sólveig komu að vörmu spori og á móti þeim tók þessi indæli, kínverski ilmur. „Mikið er sterkur ilmur hérna,“ sagði Árni við dóttur sína. „Jafnvel blindur maður gæti ratað á þig.“ Það er nú svo. Þjóð veit þá þrír vita og um haustið ákvað Elín að þessi leynd gengi ekki lengur og boðaði komu okkar beggja til þeirra Árna og Sól- veigar. „Það var þá tími til kominn,“ svaraði þá Árni. Þótt Árni væri ákveðinn í við- skiptum og gæti verið harður samn- ingamaður, var hans létta lund ætíð undirstaða alls þess sem hann tók sér fyrir hendur. Með víðsýni sinni og afburðaþekkingu á mönnum og málefnum tókst honum oft að þoka ýmsu áleiðis sem margir töldu úti- lokað. Eitt af hans síðustu afrekum var að skjóta styrkum stoðum undir Gigtarfélag Íslands og býr félagið að því enn. Árni var formaður fé- lagsins um árabil og er óhætt að fullyrða að hann innleiddi ný sjón- armið um rekstur slíkra félaga. Hann var reyndar ekki ókunnur málefnum fatlaðra því að þau hjónin voru á meðal stofnenda Styrktar- félags vangefinna og í forystusveit þess um árabil. Á æskuárum var Árni mikill íþróttamaður og sýndi m.a. fimleika á vegum íþróttafélagsins Ármanns. Hann hafði unun af hvers kyns úti- vist og hjólaði m.a. til Akureyrar ásamt vini sínum sumarið sem hann fermdist. Fyrsta sólarhringinn fóru þeir alla leið norður á Hvamms- tanga og voru svo þreyttir þegar þeir komu þangað um fjögurleytið að morgni að þeir köstuðu yfir sig tjaldinu og sofnuðu. Fyrr um kvöld- ið höfðu þeir áð við Grænumýrar- tungu og ákveðið að hita sér fiski- bollur í dós. Á dósinni stóð að hita mætti bollurnar í dósinni. Þeir fé- lagarnir tóku til prímus, kveiktu á honum og settu svo fiskibolludósina á prímusinn. Síðan teygðu þeir úr sér á milli þúfna og steinsofnuðu. Þeir hrukku hins vegar upp við gríð- arlega sprengingu. Bolludósin var horfin og prímusinn ónýtur. Það ÁRNI JÓNSSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.