Morgunblaðið - 27.02.2006, Page 26

Morgunblaðið - 27.02.2006, Page 26
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn KLIPPINGIN MISTÓKST ÞAÐ ER BARA Í STÆRÐFRÆÐI SEM MÍNUS OG MÍNUS VERÐA PLÚS ÉG GAT EKKI TEIKNAÐ KÚA- FÆTUR OG VAR SEND TIL SKÓLASTJÓRANS HVAÐ MEÐ ÞAÐ ÞÓ ÉG GETI EKKI TEIKNAÐ KÚA- FÆTUR. PICASSO GAT ÞAÐ EFLAUST EKKI HELDUR ÉG EFAST MEIRA AÐ SEGJA UM AÐ ROD MCKUEN HAFI GETAÐ ÞAÐ ROD MCKUEN? VIÐ TJÖLDUM Á EYJU- NNI ÞARNA FRAMUNDAN VÁ! SVONA Á LÍFIÐ AÐ VERA, FERSKT LOFT, HREINT VATN OG NÆG HREYFING... ÞÚ ER AÐ RÓA Í VIT- LAUSA ÁTT VIÐ ÆTLUM AÐ SNÚA VIÐ OG FINNA HÓTEL HRÓLFUR ER LATASTI MAÐUR SEM ÉG ÞEKKI HVÍ SEGIRÐU ÞAÐ? HANN ER MEÐ REIKNING HJÁ ÞJÓNUSTU SEM FER ÚT MEÐ RUSLIÐ FYRIR MANN SJÁUMST Á MORGUN GERUM ÞAÐ ÞESSIR ÁRLEGU KVÖLDVERÐIR YKKAR HLJÓMA MJÖG SPENNANDI, ER EKKI Í LAGI ÞÓ ÉG KOMI MEÐ? KOMI MEÐ? NEI, NEI, NEI, ÞÚ HEFÐIR EKKERT GAMAN AÐ ÞESSU!!! JÚ, HÚN HEFÐI ÞAÐ FLOTT ER, ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ NÁ Í ÍSTE OG SÚKKULAÐIFINGUR SÚKKULAÐI- FINGUR! ÉG PRÓFAÐI EINU SINNI SÚKKULAÐI - FINGUR EN ÞAÐ FÓR ILLA. ÉG BRAUT Í MÉR TÖNN ÞEGAR ÉG BEIT Í GIFTINGAR HRING ÆI, ÞEGIÐU EIGANDINN ÞAKKAR YKKUR SÉRSTAKLEGA FYRIR AÐ BORÐA HJÁ OKKUR ER BÚIÐ AÐ VERA LÍTIÐ AÐ GERA? JÁ, FREKAR EN ÞAÐ LAGAST EFLAUST ÞEGAR VIÐ LEIÐRÉTTUM SKILTIÐSUMARHÚS JÓA ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA HONUM, ANNARS DEYR HANN ÉG SKAL REYNA MITT BESTA ÞETTA MÓTEITUR MUN BJARGA HONUM EF HANN ER EKKI OF LANGT LEIDDUR NÚ ER BARA AÐ BÍÐA OG VONA Dagbók Í dag er mánudagur 27. febrúar, 58. dagur ársins 2006 Víkverji er yfir sigundrandi á þeirri þjónustu sem eldri kona sem hann þekkir fékk á slysavarðstof- unni í Fossvogi. Þannig er mál með vexti að konan fór í erfiðan uppskurð fyrir jól. Allt gekk það raunar vel en fyrirséð var að það gæti tekið nokkurn tíma fyrir hana að jafna sig, enda skurðurinn upp allan magann endi- langan. Er konan datt illa í tröppum á heim- ili sínu vakti það því auðvitað áhyggjur um að saumar hefðu rifn- að upp eða jafnvel eitthvað enn verra gerst. Konan kvartaði undan verkjum og ekkert dró úr þeim þegar frá leið. Á endanum fór hún því á slysa- varðstofuna, illa haldin af verkjum í maga og baki. Þar var hún skoðuð í bak og fyrir og sagt að hugsanlega væri hún rifbrotin. Ekkert væri á því að græða að taka myndir, tíminn yrði að lækna þetta sár. En aldrei hvarf verkurinn, ágerð- ist raunar, og viku síðar sá konan sér ekki annað fært en að heim- sækja slysavarðstofuna enn á ný. Nú hafði læknir ekki fyr- ir því að grandskoða sjúklinginn, virtist að mestu láta sér nægja að rýna í athugasemdir fyrri læknisins. Enn leið og beið og enn var konan sárkvalin. En nú var það heimilislækn- irinn sem var kallaður til. Sá var ekkert að tvínóna við hlutina, sendi konuna umsvifalaust í myndatöku og kom þá upp úr dúrn- um að hún var hrygg- brotin! Víkverji hringdi og spurðist fyrir um það á slysavarðstofunni hverju það sætti, að læknar þar hefðu ekki talið ástæðu til að kryfja mál konunnar til mergjar. Svör sem hann fékk voru þau að læknar hefðu ekki talið nauðsynlegt að mynda konuna. Þar að auki hefði það engin áhrif haft á meðferð; hryggbrotið yrði einfald- lega að lagast með tímanum. Hitt blasti þó við, miðað við að um hryggbrot væri að ræða, að röng læknisfræðileg ákvörðun hefði verið tekin. Víkverji vekur máls á þessu því að honum finnst að fólk, ekki síst eldri borgarar, verði að geta treyst því að læknar á slysavarðstofu kom- ist til botns í málum sem þessum. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is Hátíð |Þessi skrautlegi dansari var meðal þeirra sem fögnuðu á kjöt- kveðjuhátíð í Oruro-borg í Bólívíu nú um helgina. Karnivalið í Oruro er af mörgum talið eitt af síðustu „ekta“ karnivölunum Suður-Ameríku. Kjötkveðjuhátíðir eru haldnar víða um hinn kaþólska heim síðustu tvær vikurnar fyrir föstu, og lýkur formlega á sprengidag, en síðasta kjöt- kveðjuhelgin er nú nýliðin. Reuters Karnivalið senn á enda MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins : Fagnið því, þótt þér nú um skamma stund hafið orðið að hryggjast í margs konar raunum. (1Pt. 1, 6.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.