Morgunblaðið - 27.02.2006, Side 30
30 MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Óþekkustu
börn í heimi
hafa fengið
nýja barnfóstru
sem er ekki öll
þar sem hún
er séð.
Ein besta
mynd ársins.
Frá leikstjóra
City of God eftir
metsölubók
John Le Carré
BESTI LEIKARI
ÁRSINS Í AÐAL-
HLUTVERKI
TÖFRANDI ÆVINTÝRAMYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
Stórkostleg
verðlaunamynd
Byggð á sönnum
atburðum
FÓR BEINT Á TOPPINN
Í BANDARÍKJUNUM!
SEXÍ, STÓRHÆTTULEG
OG ÓSTÖÐVANDI
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Nýt t í b íó
CONSTANT GARDENER kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 16 ÁRA
NANNY MCPHEE kl. 3.40 og 5.50
UNDERWORLD kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA
ZATHURA M / ÍSL TALI kl. 3.40 og 5.50 B.I. 10 ÁRA
ZATHURA M /ENSKU TALI kl. 5.50 B.I. 10 ÁRA
WALK THE LINE kl. 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.40, 8 og 10.10
10 BAFTA tilnefningar
4 Óskarstilnenfingar
3 Golden Globe Tilnefningar
eeeee
V.J.V. / TOPP5.is
YFIRVOFANDI HÆTTA
OG SAMSÆRI
LÍF OKKAR ER Í HÖNDUM
TVEGGJA EINSTAKLINGA
RALPH FIENNES RACHEL WEISZ
eeee
„…listaverk, sannkölluð perla“
DÖJ – kvikmyndir.com
THE CONSTANT GARDENER kl. 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
NANNY McPHEE kl. 6 og 8
UNDERWORLD 2 kl. 10 B.I. 16 ÁRA
FINAL DESTINATION 3 kl. 6 B.I. 16 ÁRA
GHOSTIGITAL rekur rætur sínar
til þess að Einar Örn Benediktsson
og Curver, áður Birgir Örn Thor-
oddsen, gerðu í sameiningu fyrstu
sólóskífu Einars sem fékk heitið
Ghostigital. Samstarf þeirra hófst
síðla árs 2002 og platan kom út í
október 2003.
Á meðan platan var í smíðum og
þegar þeir settu saman hljómsveit
til að kynna hana varð þetta sóló-
verkefni að fullkomnu samstarfs-
verkefni og fékk heitið Ghostigital
sem hefur verið hljómsveit þeirra
Einars og Curvers upp frá því. Í
dag kemur svo út önnur breiðskífa
Ghostigital, In Cod We Trust, sem
gefin er út samtímis hér á landi, í
Bretlandi og vestur í Bandaríkj-
unum; Smekkleysa gefur plötuna
út hér á landi, Honest Jons í Bret-
landi og Ipecac í Bandaríkjunum.
Ýmsir koma við sögu á In Cod
We Trust til viðbótar við þá félaga
og meðal gesta eru Mugison, Ása
Júníusdóttir, Sensational, Mark E.
Smith og Dalek. Platan var tilbúin í
október en smábið varð á útgáfu
enda þurftu þeir að stilla sig saman
við bandaríska útgefandann, því
það tekur tvo til þrjá mánuði að
undirbúa útgáfu vestanhafs og þar
af fara tveir mánuðir að dreifa plöt-
unni um landið.
„Við vorum eiginlega búnir með
plötuna síðasta sumar, byrjuðum á
henni eiginlega um leið og fyrri
platan var tilbúin og prufukeyrðum
síðan plötuna á Aldrei fór ég suður
hátíðinni á Ísafirði síðustu páska,“
segir Einar og Curver bætir við að
hljóðversvinna hafi hafist ekki
löngu eftir páska og lokið að miklu
leyti snemmsumars. Það tók svo
sinn tíma að safna uppökum með
gestum á plötunni.
Einar segir að þó platan hafi ver-
ið tilbúin svo snemma hafi aldrei
komið upp sú hugmynd að gefa
plötuna fyrr út hér á landi og alls
ekki að gefa hana út í desember,
„þetta er ekki jólaplata“, segir Ein-
ar.
„Það er miklu eðlilegra fyrir allt
ferli tónlistarinnar að gera þetta
núna í stað þess að leggja allt undir
í desember.“
Eins og getið er kemur platan út
austan hafs og vestan í dag, en þeir
Einar og Curver segjast þó ekki
vera með neinar sérstakar utan-
ferðir í bígerð til að kynna plötuna.
„Við erum með fólk í vinnu úti, bók-
ara og fjölmiðlafulltrúa í Banda-
ríkjunum, og þau verða í samband
ef einhver þörf er á að fara út. Við
erum bara rólegir, tökum á verk-
efnum ef þau berast og tónlistin
okkar er líka þannig að hún þarf að
fara rólega inn, við tökum ekki fólk
með trompi.“
Birgir segir að vinnubrögð
þeirra vegna plötunnar séu nokkuð
frábrugðin því sem var með síð-
ustu plötu, enda hafi þeir einsett
sér að gera plötu sem væri í senn
aðgengilegri og um leið sérstakari.
„Okkur finnast taktarnir á plöt-
unni vera mjög hreinir og poppaðir
og finnst það alltaf skrýtið þegar
fólk kvartar yfir því að þeir eru
skrýtnir,“ segir Curver, en Einar
er með skýringu á því: „Það er
örugglega af því ég byggði lögin
þannig upp að ég sleppti alltaf úr
einum takti og byggði lögin á
þremur, en ekki fjórum.“
Þeir sem skipa ætla Ghostigital
á bás rata iðulega í ógöngur, en
þeir félagar eru með það á hreinu
hvernig eigi að flokka músíkina:
„Við erum að gera hiphop,“ segir
Einar. „Við vitum alveg hvar við
erum þó plötufyrirtæki hafi það
sjaldnast á hreinu, en þetta er
bara taktur og rödd, hiphop.“
„Sumir kalla þetta elektróníska
taktmúsík og við erum nálægt
teknói stundum, en þetta er bara
tónlist, taktar, rödd og hljóð. Við
erum mjög sáttir við það hvar við
erum.“
Tónlist | In Cod We Trust, önnur breiðskífa Ghostigital, gefin út á Íslandi, Bretlandi og í Bandaríkjunum
Elektrónísk taktmúsík
Spessi
„Við vitum alveg hvar við erum þó að plötufyrirtæki hafi það sjaldnast á
hreinu.“ Einar Örn Benediktsson og Curver.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIRTÆKI Sigurjóns Sighvatssonar,
Palomar Pictures, hefur eignast endurgerð-
arrétt á dönsku myndinni Brødre frá árinu
2004. Sigurjón hefur fengið til liðs við sig
handritshöfundinn David Benioff, sem með-
al annars vann handrit myndanna Trója og
25th Hour, og nýverið náðust samningar við
kvikmyndadeild Sony um framleiðslu mynd-
arinnar.
„Myndin er mjög góð, fékk fjölda verð-
launa og allstaðar góða dóma, en fór því
miður ekki víða,“ sagði Sigurjón þegar
blaðamaður náði af honum tali.
Myndin segir frá tveimur bræðrum: sá
yngri er svarti sauðurinn í fjölskyldunni og
sífellt til vandræða en sá eldri til fyrir-
myndar í alla staði, liðsforingi í danska
hernum með konu og börn. Eldri bróðirinn
er sendur til Afganistan þar sem þyrla hans
er skotin niður, og hann talinn af. Langur
tími líður, og yngri bróðurinn hefur gengið í
stað fallins bróður síns, þegar sá eldri birt-
ist óvænt, gjörbreyttur maður eftir öm-
urlega fangavist, og hefst þá dramatísk
framvinda.
„Þessi mynd á jafnvel meira erindi við
bandaríska áhorfendur en danska, enda
þjóðin með fjórðung úr milljón manna í
stríði í Mið-Austurlöndum. Þetta er nokkuð
sem er mjög í brennideplinum í dag,“ segir
Sigurjón, sem bætir við að efni mynd-
arinnar höfði augljóslega sterklega til
manna í Hollywood, því mjög auðveldlega
gengur að fá góða menn til að vinna að
verkinu: „David Benioff er fyrsti maðurinn
sem ég sendi myndina til. Eins og gengur
eru menn mjög uppteknir hér í Hollywood,
en þegar loksins tókst að fá hann til að
horfa á myndina var hann til í dæmið eins
og skot.“
David Benioff er með vinsælustu og best
launuðu handritshöfundum Hollywood í dag
og nefnir Sigurjón sem dæmi að Benioff fái
meira greitt fyrir skrif sín við Hollywood-
myndina en kostaði á sínum tíma að gera
upphaflegu myndina alla í Danmörku.
Stóru myndverin hafa verið áköf í að taka
þátt í verkefninu: „Þetta hefði ekki verið
talið dæmigert söluvænt efni, enda ekki
hasarmynd. En eitthvað veldur, að ég virð-
ist vera með rétta efnið og rétta fólkið á
réttum tíma, svo öll stúdíóin nema Warner
buðu í myndina – nokkuð sem ég hef ekki
upplifað áður. Það hefur kannski sitt að
segja að þær myndir sem tilnefndar eru til
óskarsverðlauna í ár eru allar, eins og þessi,
með alvarlegu ívafi. Og auðvitað er efni
myndarinnar frábært og mjög svo tímabært
að gera mynd um þetta efni,“ segir Sig-
urjón.
Steven Speilberg og Ang Lee hafa þegar
lýst yfir áhuga á að leikstýra myndinni, en
Sigurjón segir langt ferli framundan, og
megi búast við að taki um þrjú ár að ljúka
myndini.
Kvikmyndir | Sigurjón Sighvatsson endurgerir dönsku myndina Brødre í samvinnu við Sony
Spielberg og Ang Lee hafa
sýnt áhuga á að leikstýra
Sigurjón Sighvatsson David Benioff
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is