Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 1
„ÉG er afar sleginn, en ég slapp vel miðað við aðstæður,“ segir Jón Bald- ur Hlíðberg, en hann varð fyrir því í fyrradag að ekið var þrisvar sinnum á hann þar sem hann var á ferð um Gagnveg í Grafarvogi, þar sem hann er búsettur. Bíll Jóns Baldurs er ónýtur eftir ákeyrslurnar, en ungir piltar sem hann þekkti ekkert til óku á hann. Jón Baldur mun leggja fram kæru vegna líkamsárásar til lögreglu vegna atburðarins. „Ég vinn heimavið og hafði rétt brugðið mér út til þess að aka tveim- ur barna minna, sem eru 9 og 12 ára, í píanótíma í hverfinu. Þau voru nýfar- in út úr bílnum og ég á leið heim um Gagnveg þegar ég fann hressilegt högg og áttaði mig á að það hafði ver- ið ekið aftan á mig. Ég hélt ró minni og ætlaði að stöðva bílinn eftir ákeyrsluna en þá fann ég annan og verri skell dynja á bílnum. Við það hrökk mælaborðið í sundur og bíllinn þeyttist út fyrir veg og snerist þvers- um,“ segir Jón Baldur. Þegar hann var að komast til sjálfs sín eftir högg- in tvö varð honum litið út um hliðar- rúðu bílsins. Þá sá hann bílinn sem ekið hafði á hann nálgast enn á ný. „Þeir eltu mig út fyrir veginn og óku af afli inn í vinstri hlið bílsins,“ segir Jón Baldur. Eftir að hafa ekið þrisvar sinnum á bíl Jóns Baldurs óku ungu piltarnir áfram í eina 20–30 metra. Þá stöðv- uðu þeir bíl sinn og flúðu af vettvangi. Um var að ræða fjóra pilta sem Jón Baldur telur á aldrinum 18–20 ára. Lögregla var kölluð til en nokkur vitni urðu að því sem átti sér stað. Jón Baldur segir að tæplega hálfri klukkustund eftir ákeyrslurnar hafi tveir piltar komið á staðinn, og virtist annar þeirra hafa ekið bílnum og hinn verið farþegi í honum. Eitt vitnanna sagðist hafa séð annan bíl aka um svæðið og segir Jón Baldur útlit fyrir að piltarnir hafi talið sig eiga harma að hefna gagnvart þeim sem þar fóru og farið bifreiðavillt. Átti erfitt með svefn um nóttina Jón Baldur segist ekki hafa meiðst að ráði og hann sé nokkurn veginn búinn að jafna sig líkamlega eftir at- burðinn. Hann hafi hins vegar átt erf- itt með svefn nóttina eftir atvikið og taugarnar séu uppspenntar. Mikil mildi hafi verið að börnin voru farin úr bílnum þegar ákeyrslurnar áttu sér stað. „Ef drengurinn minn, sem er níu ára, hefði verið í bílnum, hefði hann setið fyrir aftan mig eins og vanalega, en sú hurð gekk hins vegar alveg inn í sætið við eina ákeyrsluna.“ Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík var einn maður handtekinn vegna atviksins í fyrra- dag en sleppt að yfirheyrslu lokinni. Lögreglan segir málið í rannsókn. Ungir piltar óku þrisvar sinnum á bifreið á ferð og eyðilögðu hana Bifreið Jóns Baldurs Hlíðbergs er ónýt eftir ákeyrslurnar. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „Er sleginn en slapp vel“ STOFNAÐ 1913 68. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Ráðstefna SI á stórsýningunni Verk og Vit 2006 Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is HEILBRIGÐUR ÚTBOÐSMARKAÐUR? Fékk Pyma í stað Puma Egill Gillzenegger svarar spurn- ingum í Íslenskum aðli | Menning Bílar og Íþróttir Bílar | Viltu koma í stórfiskaleik?  Enn aflmeiri Explorer  Bílasýningin í Genf  Formúlan hefst Íþróttir | Uppstokkun framundan hjá Real Madrid  Birgir Leifur ætlar sér stóra hluti DAGSKRÁIN var þétt skipuð hjá Geir H. Haarde ut- anríkisráðherra sem hóf opinbera heimsókn sína til Noregs með áheyrn hjá Haraldi Noregskonungi í gær- dag. Í kjölfarið átti hann fund með utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, og varnarmálaráðherr- anum, Anne Grete Ström Erichsen, áður en hann hitti Torbjørn Jagland, forseta Stórþingsins og fundaði með utanríkismálanefnd þingsins. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Geir mjög ánægður með fundina sem einkenndust af mikilli vin- semd í garð Íslendinga og því góða sambandi sem rík- ir á milli landanna. Meðal þess sem var rætt voru mál- efni norsk-íslenska síldarstofnsins, varnarmálin á Íslandi og staða EES-samningsins. Í gærkvöldi sátu Geir og eiginkona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, kvöldverðarboð utanríkisráðherrans en í dag verða utanríkisráðherrar landanna viðstaddir stofnun norsk-íslensks viðskiptaráðs í bústað sendi- herra Íslands í Ósló. Að því loknu halda ráðherrahjón- in til Stafangurs þar sem þau munu meðal annars heimsækja herstjórnarmiðstöð Atlantshafsbandalags- ins. | 4 Scanpix Ánægjuleg Noregsheimsókn EKKERT eitt ríki veldur Bandaríkj- unum eins miklum vanda og Íran nú um stundir. Þetta er skoðun Condo- leezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún kom fyrir þingnefnd í Washington í gær. Sagði hún stjórnvöld í Íran haga sér með þeim hætti, að það væri fullkomlega ósamrýmanlegt þeirri sýn sem Bandaríkjamenn hefðu á framtíð- arþróun mála í Mið-Austurlöndum. „Þetta er ríki sem er staðráðið, að því er virðist, í því að þróa kjarnorku- vopn og þannig storka alþjóðasam- félaginu sem er staðráðið í því að það komist ekki yfir kjarnorkuvopn,“ sagði Rice í vitnisburði sínum en hún fer fram á að Bandaríkjaþing sam- þykki 75 milljóna dollara fjárveitingu svo að hægt verði að styðja við bak óháðum félagasamtökum í Íran og ná til íransks almennings með endur- varpi sjónvarpsefnis í landi þeirra og einnig um netið. Sakaði Rice írönsk stjórnvöld um að vera „seðlabanki hryðjuverka“ í heiminum og fullyrti að þau stuðluðu að hryðjuverkum í suðurhluta Íraks, á svæðum Palestínumanna og í Líb- anon. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, tók í svipaðan streng við þetta sama tækifæri. Hann sagði Bandaríkin engin áform hafa uppi um árás á Íran en varaði við því að Bandaríkjaher myndi grípa til „viðeigandi“ aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir að útsendarar Írana í Írak skipulegðu aðgerðir sem væru „skaðlegar og hættulegar“ banda- rískum hermönnum í landinu. Kallar Íran „seðlabanka hryðjuverka“ Reuters Donald Rumsfeld hlýðir á Condo- leezzu Rice ávarpa þingmenn í gær.  Rumsfeld | 16  Telja að | 18 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BRESKA sjónvarpið, BBC, mun annað kvöld sýna fram á það í nýjum þætti, að það er unnt að bæta gáfna- farið um allt að 40% á einni viku. Philip Morrow, fram- leiðandi hjá BBC, segir, að lengi hafi verið litið á gáfur sem fasta stærð. Æ fleiri vísindamenn séu þó komnir á þá skoðun, að þær sé hægt að auka eða virkja betur með ýmsum aðferðum. Forsenda þess sé að breyta út af venjunni.  Mánudagur: Takið lýsi, hjólið, gangið eða farið með strætisvagni í vinnuna.  Þriðjudagur: Leitið uppi ný orð í orðabók og notið þau í samtali.  Miðvikudagur: Stundið jóga eða aðra hugleiðslu. Talið við einhvern ókunnugan.  Fimmtudagur: Farið nýja leið í vinnuna. Glímið við þrautir.  Föstudagur: Forðist kaffi og áfengi. Lærið innkaupalistann ut- anað.  Laugardagur: Burstið tennurnar með „hinni“ hendinni og farið í sturtu með augun lokuð.  Sunnudagur: Ráðið krossgátu eða sudoku og farið í góða gönguferð. Gáfurnar auknar á einni viku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.