Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Engjaþykkni
– allir eiga sitt uppáhald
„ÞETTA hefur að mínum dómi verið
mjög góður dagur sem hefur ein-
kennst af ánægjulegum og opnum
skoðanaskiptum,“ sagði Geir H.
Haarde, utanríkisráðherra, í samtali
við Morgunblaðið, en opinber heim-
sókn hans til Noregs hófst í gær.
Geir sagði að heimsóknin hefði
gengið vel og dagskráin verið þétt-
setin. Dagurinn hefði byrjað með
áheyrn hjá konungi og síðan hefði
hann átt ágæta fundi með utanrík-
isráðherra Noregs, Jonas Gahr
Støre, og varnarmálaráðherranum,
Anne Grete Ström Erichsen. Þá
hefði hann einnig átt fund með Tor-
bjørn Jagland, forseta Stórþingsins
og með utanríkismálanefnd þings-
ins.
„Ég er mjög ánægður með þessa
fundi. Þeir hafa einkennst af mikilli
vinsemd í okkar garð og því góða
sambandi sem er á milli landanna,“
sagði Geir.
Hann sagði að það væru fyrst og
fremst tvö vandamál sem væru uppi
í samskiptum ríkjanna sem hann
hefði rætt ítarlega við starfsbróður
sinn. Annars vegar væri um að ræða
málefni norsk-íslenska síldarstofns-
ins og þann samning sem Noregur
hefði gert við Evrópusambandið í
desember án aðildar Íslendinga og
nauðsyn þess að náð yrði heildar-
stjórn á veiðum úr stofninum. Ís-
lendingar hefðu orðið fyrir miklum
vonbrigðum með að Norðmenn
skyldu ganga til slíkra samninga án
samráðs við þá og aðra sem gætu átt
hagsmuna að gæta í þessum efnum,
en reynt yrði að ná samkomulagi
hvað þetta snerti fyrir næsta ár.
Hitt vandamálið væri Svalbarða-
málið. Hann hefði gert grein fyrir
afstöðu Íslendinga í þeim efnum og
að við hefðum hafið undirbúning að
því að höfða mál fyrir dómstólnum í
Haag ef málið leystist ekki með öðr-
um hætti. Fram hefði komið að
Norðmenn gerðu enga athugasemd
við að við færum þá leið. Þeir væru
einfaldlega ósammála okkur hvað
málefni Svalbarða snerti og því væri
eðlilegt að leita til úrskurðaraðila
um úrlausn þess ágreinings.
Geir sagði að einnig hefði verið
rætt um fjöldamörg önnur mál á
fundunum. Þar á meðal mætti nefna
varnarmálin á Íslandi og stöðu
Norðmanna hvað þau snerti, en það
væri hagsmunamál þeirra að það
ríkti stöðugleiki og festa hér á landi
í þeim efnum. Þá hefði ástandið í
Rússlandi verið rætt, staða EES-
samningsins, sem menn væru sam-
mála um að hefði reynst vel, og Evr-
ópusambandið og afstaða landanna
til þess og einnig framboð okkar til
öryggisráðsins, en mikill áhugi væri
á því máli í Noregi.
Geir og eiginkona hans, Inga Jóna
Þórðardóttir, sátu kvöldverðarboð
utanríkisráðherra Noregs þeim til
heiðurs í gærkveldi. Í dag
verða utanríkisráðherrar beggja
landanna viðstaddir stofnun norsk-
íslensks viðskiptaráðs í bústað sendi-
herra Íslands í Osló. Að því loknu
halda ráðherrahjónin til Stavanger
þar sem þau munu meðal annars
heimsækja herstjórnarmiðstöð Atl-
antshafsbandalagsins. Þá heldur
ráðherra erindi um stöðu Íslands í
hnattvæddum heimi í hátíðarsal
Stavanger-háskóla og heimsækir
höfuðstöðvar Statoil í Stavanger.
Heimsókninni lýkur í kvöld með
kvöldverði bæjarstjórnar Stav-
anger, en á morgun fer utanrík-
isráðherra í einkaheimsókn til Sand-
eid, þar sem faðir hans fæddist.
Opinber heimsókn utanríkisráðherra til Noregs hófst í gær
Átti ánægjuleg og opin
skoðanaskipti í Noregi
SCANPIX
Geir H. Haarde utanríkisráðherra og hinn norski starfsbróðir hans, Jonas
Gahr Støre, ræða við fréttamenn í Noregi í gær.
GRÍÐARLEG ásókn er í bújarðir á
Íslandi, sérstaklega hlunnindajarðir.
Fjölmargar jarðir hafa því skipt um
hendur undanfarið og hefur verð
jarðanna, sem og hlunnindanna,
hækkað verulega. Jarðirnar sem um
ræðir eru víða um land. Jafnt eyði-
jarðir sem og jarðir í búskap sem
dæmi er um að leggist þá af við kaup-
in. Nýju eigendurnir, sem eru fjár-
sterkir aðilar, búa margir hverjir á
jörðum sínum aðeins hluta úr ári og
hafa því ekki lögheimili sitt þar, þótt
dæmi séu vissulega um hið gagn-
stæða. Þannig verður sveitarfélagið
af tekjum. Bændur, sem vilja stunda
hefðbundinn búskap á umræddum
jörðum, geta ekki keypt þær á því
uppsprengda verði sem efnamennirn-
ir bjóða í þær.
En áhrif þessara jarðakaupa, sem
færst hafa verulega í vöxt sl. fimm ár
eða svo, eru mun víðtækari. Þau gætu
haft mikil áhrif á byggðaþróun í land-
inu sem og landbúnaðinn í heild.
Þetta segir Jón Benediktsson, bóndi
og formaður Veiðifélags Laxár og
Krákár. Hann segir fjársterka aðila,
jafnt einstaklinga sem lögaðila,
standa að baki jarðakaupunum og
dæmi séu um að þeir safni jörðum,
hafi jafnvel eignast um tug jarða og
ásælist fleiri.
Á Búnaðarþingi sem lauk í gær var
samþykkt tillaga þess efnis að
Bændasamtök Íslands kanni stöðuna
og hvaða áhrif uppkaupin geti haft á
íslenskan landbúnað.
„Það er gríðarlega vaxandi ásókn í
jarðir og það má segja að það sé um
mest allt land,“ segir Jón. „Sérstak-
lega jarðir sem eiga einhver veiði-
hlunnindi. Þetta gengur svo langt að
núna fyrir viku síðan var auglýst eftir
jörð til rjúpnaveiða,“ tekur Jón sem
dæmi. „Þannig er nú komið að það er
nánast gengið á eftir hverjum einasta
manni sem á jarðnæði eða hluta úr
[hlunninda]jörð.“
Jón segir þessa þróun hafa byrjað
fyrir nokkrum árum en hafi undið
hratt upp á sig síðustu fimm árin þeg-
ar þeim mönnum fjölgaði sem hafi yf-
ir miklu fé að ráða. Þá hefur verðmæti
hlunnindanna aukist á sama tíma.
Jákvætt að gott verð
fæst nú fyrir jarðir
„Það eru auðvitað ýmsir fletir á
málinu og það eru skiptar skoðanir á
þessari þróun,“ segir Jón. Ýmsir líti
svo á að jákvætt sé fyrir jarðeigendur
að koma landi sínu í gott verð. Síðan
séu aðrir sem telja þetta geta haft
neikvæð áhrif á landbúnað og byggð í
landinu, t.d. sé þeim sem ætli að
stunda hefðbundinn búrekstur á jörð-
um ókleift að keppa í verði við auð-
mennina og því sé hætta á að búrekst-
ur leggist af sé hann til staðar á
viðkomandi jörð.
Þá segir hann fjársterka menn
einnig vera að kaupa jarðir til að vera
með hrossabúskap eða skógrækt.
„Ég þekki mörg dæmi um það að
það hafi verið seldar jarðir til annarra
en þeirra sem vildu gjarnan eignast
þær til að bæta við sig landi,“ segir
Jón, en bændur leitast við að stækka
bú sín til frekari hagræðingar í
rekstri með því að sameina jarðir.
Uppkaupin geri þeim það stundum
ókleift. „Ég býst við að það standi
mörgum bændum fyrir þrifum að
þeir hafi ekki yfir að ráða því jarð-
næði sem þeir gætu nýtt og vildu
nýta.“
Jón bendir á að engin takmörk séu
nú á sölumeðferð jarðeigna. Sveitar-
félög hafi t.d. ekki lengur þann for-
kaupsrétt sem þau áður höfðu. Þetta
sé ólíkt því sem gerist í mörgum ná-
grannalöndum okkar, t.d. séu veru-
legar takmarkanir á því hversu marg-
ar jarðir einn og sami aðilinn geti
eignast og búsetuskylda á jörðunum.
„Það er að gerast hér,“ segir Jón um
jarðasöfnun. Eitt dæmi sé að minnsta
kosti um það að lögaðili, sem nokkrir
einstaklingar standa að baki og hefur
verið að kaupa jarðir og það af mikilli
einurð, sé skráður í Lúxemborg.
Þessi aðili hefur sóst eftir hlunninda-
jörðum, meðal annars við Laxá.
„Tekjurnar af þessum jörðum koma
því ekki inn til skattlagningar hér á
landi,“ segir Jón.
Þá segir hann að þeir sem séu með
búrekstur á jörðum sínum séu algjör-
lega ósamkeppnisfærir við þá sem
engan rekstur hafa á hlunnindajörð
sinni. „Það eru skattareglur sem gera
það að verkum að sá sem hefur bú-
rekstur á jörð verður að telja fram
hlunnindatekjurnar sem rekstrar-
tekjur og greiða af þeim fullan tekju-
skatt eftir atvikum. Sá sem er búsett-
ur til dæmis í Reykjavík, á slíka jörð
og hefur þar engan rekstur, hann
greiðir aðeins 10% fjármagnstekju-
skatt,“ segir Jón. „Þarna er skattaleg
mismunun sem gerir það að verkum
að við höfum ekki minnstu samkeppn-
ismöguleika um að kaupa þessar jarð-
ir og bjóða á móti þessum mönnum.“
Engar leiðréttingar hafa fengist á
þessu þrátt fyrir að eftir því hafi verið
sóst.
Hvað mun gerast?
Jón segir marga velta því fyrir sér
hvaða áhrif stóraukið eignarhald
eignamanna á jarðnæði muni hafa á
byggðaþróunina í landinu. Þá telja
margir að þetta muni torvelda end-
urnýjun í bændastéttinni.
Þá bendir Jón einnig á mikilvægi
fastrar búsetu á jörðunum. „Það er
mikilvægt fyrir mannlífið í sveitunum
og skólana að það fækki ekki fólki.
Það stefnir í þá átt að verða svolítið
eyðilegt [í sveitum landsins] að því
leyti til að bújörðum fækkar mjög og
meira heldur en framleiðslan dregst
saman í heildina.“
En skyldi vera í tísku að eiga jarð-
næði eða eru jarðakaup fyrst og
fremst góð fjárfesting?
„Ég held að það sé hvort tveggja,“
svarar Jón. „Síðan virðist það vera
ofsalega sterk tilfinning einhvers
staðar í sálarkimum manna að eiga
land einhvers staðar.“
Fjársterkir menn kaupa bújarðir
Morgunblaðið/Golli
Jarðir með veiðihlunnindum eru mjög eftirsóttar og verð þeirra hefur
hækkað verulega undanfarin ár og aðeins á færi auðmanna að kaupa.
Nánast gengið á
eftir hverjum þeim
sem á jarðnæði
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti 2. mars síðastliðinn að veita
Þríhnúkum ehf. 5,5 milljón króna
styrk. Þar með er búið að tryggja
fjármögnun undirbúningsrannsókna
vegna aðgengis og varðveislu Þrí-
hnúkagígs. Þegar hefur verið aflað
rannsóknarleyfa vegna verkefnis-
ins.
Árni B. Stefánsson, augnlæknir
og hellakönnuður, hefur haft for-
ystu um að kannaðir verði mögu-
leikar á að gera Þríhnúkagíg að-
gengilegan ferðamönnum. Þar er
næststærsta og dýpsta hraunhvelf-
ing heims og eitt merkasta nátt-
úruundur landsins. Árni kvaðst í
samtali við Morgunblaðið vera mjög
þakklátur fyrir stuðning Reykjavík-
urborgar. Hann sagði verkefnið
einnig hafa mætt miklum velvilja
og stuðningi hjá bæjaryfirvöldum í
Kópavogi, en Þríhnúkar eru innan
bæjarmarka Kópavogs.
Næsta skref verður að afmarka
göngustíga á svæðinu og gera ör-
yggisgirðingu við gígopið. Það mun
auðvelda fólki að skoða svæðið án
þess að skaða landið eða setja sjálft
sig í hættu. „Þríhnúkagígur er og
verður stórmerkilegt náttúruundur.
Spurningin er hvort hægt er að
gera hann aðgengilegan almenn-
ingi, án þess að spilla gígnum eða
umhverfinu. Við ætlum að svara
þeirri spurningu,“ sagði Árni.
Styður við Þríhnúkagíg