Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Upp, upp mín sál og…
Gríðarlegur hallivar á viðskiptun-um við útlönd á
síðasta ári eða um 164
milljarðar króna sem
jafngildir 16–17% halla í
hlutfalli af landsfram-
leiðslu. Hér er nánast
örugglega um Íslands-
met að ræða hversu
langt aftur sem farið er,
þó miklar sveiflur hafi
oft á tíðum einkennt við-
skipti okkar við útlönd.
Þessi niðurstaða kemur
ekki á óvart því vitað var
að það stefndi í methalla,
þó hallinn sé ef til vill ívið meiri
en greiningardeildir áætluðu
hann.
Segja má að eðlilegar skýr-
ingar séu á viðskiptahallanum að
mörgu leyti. Viðskiptahalli er
eðlilegur fylgifiskur þeirrar
miklu þenslu sem hér hefur ver-
ið síðustu árin og má rekja með-
al annars til álversframkvæmda,
útrásar og stóraukins aðgangs
einstaklinga að lánsfjármagni á
til þess að gera hagstæðum
vöxtum, sem hefur gert það að
verkum að fasteignir hafa stór-
hækkað í verði. Það hefur aftur
gert það að verkum að einka-
neysla hefur stóraukist sem end-
urspeglast meðal annars í gríðar
miklum innflutningi bifreiða og
varanlegra neysluvara.
Öll aðvörunarljós hljóta hins
vegar að blikka þegar umskiptin
verða jafn snögg og raun ber
vitni, þó sérfræðingar hafi
lengst af talið að allar forsendur
séu til þess að efnahagslífið nái
mjúkri lendingu eftir þetta
þensluskeið, eins og það er orð-
að. Aðstæðurnar hafa hins vegar
breyst nokkuð síðustu vikurnar
vegna umræðu og fyrirætlana
um álversframkvæmdir í beinu
framhaldi af framkvæmdunum
fyrir austan, sem getur vakið
upp væntingar um áframhald-
andi veltiár.
Í þessu sambandi er athygl-
isvert að horfa til þess að aukinn
viðskiptahalli hefur fylgt hag-
sveiflunni til þess að gera ná-
kvæmlega. Skjótt skipast veður
í lofti því árið 2002 er afgangur
á viðskiptunum við útlönd, en þá
er efnahagslífið að jafna sig eftir
verðbólguskot ársins 2001 í kjöl-
far þensluáranna 1997–2000. Á
því ári hækkaði gjaldeyrir í
verði um tugi prósenta og verð-
bólga ársins var rétt um 10%.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, segir að við-
skiptahallinn endurspegli annars
vegar miklar fjárfestingar og
hins vegar hátt gengi íslensku
krónunnar. Það hafi gert það að
verkum að innfluttar vörur séu
mjög ódýrar og heimilin í land-
inu hafi nýtt sér það og tekið lán
fyrir varanlegum neysluvörum
og neyslu yfirleitt. Háir vextir
hér innanlands hafi skapað auk-
in vaxtamun við útlönd. Það hafi
aftur gert það að verkum að
gengið hafi styrkst og þar af
leiðandi innflutningur lækkað í
verði, sem aftur hafi valdið auk-
inni neyslu og skuldasöfnun.
„Þetta er bara einkenni á
þeirri þenslu sem hefur verið
hér á landi og á ekki að koma
neinum á óvart. Það hefur stefnt
í þessa niðurstöðu. Það má segja
að þetta sé hitinn sem er að
koma fram, en sjúkdómurinn
hefur lengi verið fyrir hendi,“
sagði Tryggvi.
Hann sagðist telja líklegt að
gengið myndi síga frá því sem
nú er eftir því sem liði á árið.
Innflutningur yrði dýrari og
neysla myndi minnka, sem gerði
það að verkum að það dragi úr
viðskiptahalla. Nákvæmlega
hvenær og hvernig þetta gerðist
væri hins vegar mjög erfitt að
segja fyrir um. Eitt af því sem
réði þar miklu væru væntingar
og í því ljósi væri umræða um
nýjar fjárfestingar í náinni
framtíð mjög óheppileg. „Ég hef
sagt að stjórnmálamenn ættu að
fara varlega í að tala um ný og
ný álver og það á líka við um
stórframkvæmdir á vegum hins
opinbera,“ sagði Tryggvi einnig.
Hann sagðist telja víst að
þessi halli á síðasta ári væri Ís-
landsmet og í þróuðum vestræn-
um ríkjum væri svona mikill við-
skiptahalli nær óþekktur. Hins
vegar fylgdu svona sveiflur
gjarnan smáum hagkerfum þar
sem fjárfestingar væru mjög
miklar á skömmum tíma vegna
stórframkvæmda.
Óviðunandi
Edda Rós Karlsdóttir, for-
stöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, sagði að 17%
viðskiptahalli væri algerlega
óviðunandi. Leiðrétting væri
óumflýjanleg og það gerðist með
því að minnka eftirspurnina í
hagkerfinu og með veikara
gengi samtímis, sem gerði það
að verkum að útflutningurinn
yrði meira virði en nú og inn-
flutningurinn dýrari. Erfitt væri
að spá um það hversu hratt það
gerðist og væntingar um frekari
álversframkvæmdir gerðu það
óvissara en ella. Hins vegar
gerði hún ráð fyrir veikingu
krónunnar á þessu ári, eins og
greiningardeildin hefði spáð síð-
astliðið haust og það væri að
hluta til að koma fram núna.
Fréttaskýring | Viðskiptin við útlönd
Íslandsmet í
viðskiptahalla
Viðskiptahallinn er 16–17% af landsfram-
leiðslu sem er fáheyrt á Vesturlöndum
!
" " " " " " " " " "
"
Viðskiptahallinn hefur aldrei verið jafn mikill.
Hallinn tvöfaldast milli
ára undanfarin þrjú ár
Viðskiptahallinn hefur tvö-
faldast milli ára undanfarin þrjú
ár. Það er ekki lengra síðan en
árið 2002 að það var afgangur á
viðskiptunum við útlönd sem
nam 12,5 milljörðum króna. Mik-
il umskipti áttu sér stað á árinu
2003 þegar viðskiptahallinn var
rúmur 41 milljarður. Hann meir
en tvöfaldaðist og fór í 85 millj-
arða árið 2004 og tæplega tvö-
faldaðist svo aftur milli 2004 og
2005 og var í fyrra 164 millj-
arðar.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122