Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 18

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT L uiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, kom á mánudag í fjög- urra daga opinbera heimsókn til Bretlands. Þykir heimsóknin til marks um vaxandi mikilvægi Brasilíu á alþjóðavettvangi, en sérfræðingar í alþjóðamálum telja að áhrif landsins, sem er stærsta og fjölmennasta ríki Rómönsku- Ameríku, í heimsviðskiptum eigi aðeins eftir að aukast. Lula, sem kom vinstristjórn til valda árið 2002 í fyrsta skipti í meira en fjóra áratugi, átti í gær fundi með Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Gordon Brown fjár- málaráðherra þar sem rætt var um ýmsar hliðar á samskiptum þjóðanna. Að sögn Lulas samþykktu þeir Blair að þrýsta á Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) um að stuðla að afnámi á ýmsum viðskipta- höftum. Kemur tilkynningin í aðdraganda fundar sex-ríkja-hópsins svokallaða, sem sam- anstendur af Ástralíu, Brasilíu, Evrópusam- bandinu, Indlandi, Japan og Bandaríkjunum, í London um helgina, þar sem svokallaðri Doha-umferð viðræðna verður framhaldið. Þykir mjög mikilvægt að samningamenn hópsins komist að samkomulagi um að fella úr gildi ýmis höft á viðskiptum, eigi hinar 143 að- ildarþjóðir WTO að styðja við og fylgja eftir slíkri samþykkt. „Niðurstöðum metnaðarfullra samninga- viðræðna myndi verða vart í meiri hagsæld, fleiri störfum og auknu félagslegu réttlæti,“ sagði Blair við blaðamenn í gær. Þá undirrituðu leiðtogarnir samninga um samvinnu á sviði menntunar, vísinda og tækni. Berst gegn fátækt Í heimsókninni lagði Lula áherslu á að Blair lýsti yfir stuðningi við tilraunir Brasilíu til að fá Evrópusambandið og WTO til að draga úr tollum og niðurgreiðslum í landbúnaði. Ef þetta verður ekki gert telur forsetinn að verið sé að segja „fátækustu þjóðunum að þau muni halda áfram að vera fátæk næstu 30 ár“. Um þessa áherslu sagði forsetinn á miðviku- dag að eitt af meginmarkmiðunum með heim- sókninni væri afnám ýmissa viðskiptahafta til að lyfta fátækustu þjóðunum úr fátækt. Sama dag lét Blair þau orð falla í þinginu að hann myndi setja fram „mun metnaðarfyllri áætlun“ til að hjálpa fátækum þjóðum. Hitti fjölskyldu Menezes Lula hitti í gær einnig fjölskyldu rafvirkjans Jean Charles de Menezes, sem var skotinn til bana af bresku lögreglunni 22. júlí sl. vegna gruns um að hann væri hryðjuverkamaður, en málið vakti mikla reiði og heitar tilfinningar í Brasilíu. Varpar mál Menezes nokkrum skugga á heimsóknina, en lögfræðingar fjölskyldu hans brugðust reiðir við þegar samtök yfirlög- regluþjóna (ACPO) tilkynntu að þau hygðust ekki breyta þeirri starfsreglu sinni að skjóta grunaða sjálfsmorðsárásarmenn til bana í neyð. Neitaði Lula að gagnrýna bresk yfirvöld vegna dauða Menezes, á meðan Blair lýsti yfir dýpstu samúð stjórnvalda vegna atviksins. Þykir mál Menezes, sem fluttist til London til að safna fé fyrir fjölskyldu sína, um margt táknrænt fyrir vandamál landsbyggðarinnar í Suðaustur-Brasilíu, en samkvæmt fréttavef BBC búa um 3 milljónir landsmanna erlendis, flestir í leit að betra lífi. Lula vék að þessari þróun í ávarpi í hátíð- armálsverði Elísabetar II Englandsdrottn- ingar í Buckinghamhöll á þriðjudag, þar sem hann lofaði Bretland fyrir að vera „örugg höfn“ fyrir landsmenn sína. Geta aukið viðskipti enn frekar Við þetta tækifæri sagði Englandsdrottning að Brasilía væri „verðandi stórveldi“ og að samskipti þjóðanna ættu „eftir að hafa vax- andi afleiðingar fyrir íbúa beggja landa í fram- tíðinni“. Er talið að Bretar geti aukið viðskipti sín við Brasilíu verulega og sagði Reubens Barb- osa, fyrrverandi sendiherra landsins í London, að „helstu Evrópuþjóðirnar eigi nú mjög góð samskipti við Brasilíu og aðrar vaxandi þjóðir, en að Bretar hafi setið hjá“. Litlu munaði að endi væri bundinn á póli- tískan feril Lula á síðasta ári vegna eins mesta spillingarmáls í sögu landsins og var José Dir- ceu, fyrrverandi skrifstofustjóri forseta lands- ins, sviptur embætti í desember, eftir ásakanir um að hann hefði mútað tilteknum þingmönn- um. Snerist málið um ásakanir á hendur Verka- mannaflokknum, PT, flokki Lulas, þess efnis að flokkurinn hefði mútað um 100 þingmönn- um til að greiða tilteknum málum atkvæði. Var jafnvel búist við að PT myndi klofna, en Lula hafði einmitt lagt mikla áherslu á heið- arlega stjórnarhætti þegar hann komst til valda. Þrátt fyrir að þetta mál hafi skaðað ímynd Lulas er talið að hann eigi ágæta möguleika í kosningunum í október, en samkvæmt grein eftir Larry Rohter í dagblaðinu New York Times var staða hans svo sterk fyrir hneyksl- ismálið að stjórnarandstaðan átti erfitt með að finna frambjóðanda sem var tilbúinn að bjóða sig fram sem „lamb til slátrunar“. Brasilía vaxandi viðskiptaveldi Í heimsókn sinni til Bretlands hitti Lula frammámenn í viðskiptalífinu, en Brasilía flyt- ur út mikið af nautakjöti, sojavörum, sykri og járngrýti. Þá hefur erlend fjárfesting í Bras- ilíu farið vaxandi, en hlutabréfamarkaður landsins er sá stærsti í álfunni. Á þessum áratug hefur landið notið góðs af mikilli eftirspurn eftir hrávörum, en gott dæmi um útflutninginn er að í fyrra voru við- skipti við útlönd hagstæð um sem nemur um 3.080 milljörðum króna. Á síðustu þremur árum hefur hagvöxtur í Brasilíu verið um 2,6 prósent að meðaltali á ári, en sjálfur hefur Lula lagt áherslu á hægan en stöðugan vöxt hagkerfisins og að draga úr fátækt, á sama tíma og hann hefur gagnrýnt framkvæmd nýfrjálshyggju í löndum Róm- önsku-Ameríku. Segja má að Lula hafi tekist að varðveita stöðugleika, en Brasilía, sem er fjórða fjöl- mennasta lýðræðisríki heims, er hægt og bít- andi að hrista af sér það orðspor að vera þjóð sem framfleytir sér með lánum. Þorvaldur Gylfason, rannsóknarprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, telur að Brasilía geti orðið stórveldi ef vel er á málum haldið. „Ef Brasilía breiðir út faðminn og stóreykur viðskipti sín við aðrar þjóðir … þá getur landið tekið stakkaskiptum á fáeinum áratugum og skipað sér við háborðið í heimsbúskapnum,“ sagði Þorvaldur. Ken Livingstone, borgarstjóri London, er líka bjartsýnn á efnahagsþróun landsins og telur að hagsæld London muni byggja á við- skiptum við hraðvaxandi hagkerfi, á borð við Brasilíu, Kína og Indland. Hvetur til notkunar etanóls Ýmis tækifæri leynast í innri markaði Bras- ilíu, en alls eru íbúar landsins um 186 millj- ónir, sem er svipað og samanlagður íbúafjöldi í öllum öðrum löndum álfunnar. Þá er landið mesti framleiðandi heims á et- anóli og á fundi sínum með Blair lagði Lula áherslu á að forsætisráðherrann hvetti aðrar Evrópuþjóðir til að auka notkun etanóls sem eldsneytis. Hefðbundið eldsneyti skiptir þó meira máli í utanríkisstefnu Lula, enda hefur hátt olíuverð stóraukið þjóðartekjur í nágrannaríkjum á borð við Bólivíu. Að auki er að finna um 11 milljarða fata af olíu í lögsögu Brasilíu og landið því sjálfu sér nógt í þeim efnum. Á hinn bóginn telur New York Times að skortur á gasi hafi hamlað vexti brasilíska hagkerfisins. Það er undir þessum kringumstæðum sem að á næstu vikum þeir Lula, Hugo Cháves, forseti Venesúela, og Néstor Kirchner, forseti Argentínu, munu ræða frekar fýsileika þess að leggja 8.000 km gasleiðslu frá Venesúela til suðausturhluta álfunnar. Samkvæmt tímaritinu The Economist er til- lagan umdeild, en hún er talin runnin undan rifjum vinstrimannsins Hugo Chávez og hafa það markmið að beina sölu á gasi frá Banda- ríkjunum, um leið og slík framkvæmd styrkti samvinnu álfunnar enn frekar. Fréttaskýring | Fundur forseta Brasilíu með forsætisráðherra Bretlands í vikunni þykir marka tíma- mót í samskiptum ríkjanna. Baldur Arnarson fjallar um heimsóknina og mikilvægi hennar. „Brasilía verðandi stórveldi“ Reuters Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær. STUÐNINGSMENN Jacobs Zuma, fyrrverandi varafor- seta Suður-Afríku, mótmæla hér réttarhöldum yfir hon- um fyrir utan dómhús í Jóhannesarborg í gær, á fjórða degi réttarhaldanna. Zuma lýsti sig saklausan af ákærum um að hafa nauðgað kunningjakonu sinni og kvaðst hafa haft samræði við hana með fullu samþykki hennar. Á árum áður var Zuma löngum talinn líklegur arftaki Thabos Mbekis, forseta landsins. Mbeki vék honum úr embætti aðstoðarforseta í júní sl. vegna ásakana um spillingu og fjármálamisferli. Stuðningsmenn Zuma telja að ákærurnar á hendur honum séu runnar undan rifjum andstæðinga hans, sem vilji koma í veg fyrir að hann taki við af Mbeki þegar hann lætur af embætti árið 2009. AP Forsetaefnið ákært fyrir nauðgun NOKKRIR af helstu stuðnings- mönnum George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í utanríkismálum hafa viðurkennt að herförin í Írak hafi mistekist. Þetta kemur fram í grein Ruperts Cornwells í breska dagblaðinu The Independent í gær. Tekur Cornwell dæmi af ummæl- um ýmissa áhrifamikilla fræði- og fjölmiðlamanna í Bandaríkjunum, sem hafa hingað til þótt standa þétt við bakið á Bush í utanríkismálum, um hvernig mistekist hafi að ná fram markmiðunum með innrásinni í Írak. Í fyrsta lagi vitnar Cornwell í William F. Buckley yngri, sem er þekktur íhaldsmaður og vinsæll dálkahöfundur og sjónvarpsmaður, ásamt því að hafa stofnað og ritstýrt hinu hægrisinnaða The National Re- view, um að „enginn geti efast um að markmiðið með Írak hafi mistekist“. Í öðru lagi þau orð hins þekkta fræðimanns Francis Fukuyama, sem vakti heimsathygli með bók sinni „The End of History and the Last Man“, þar sem rök voru færð fyrir því að óhjákvæmilegt væri að heimurinn þróaðist í átt til frjáls- hyggju og lýðræðis, um að Írak hafi tekið við af Afganistan sem „segul- stál“ og þjálfunarbúðir fyrir stríðs- menn í „heilögu stríði“. Í væntanlegri bók snýst Fuku- yama gegn fyrri áherslu á að snúa einræðisríkjum í lýðræðisátt og boð- ar nú þess í stað einskonar ný- raunsæisstefnu í utanríkismálum. Í þriðja lagi vísar Cornwell í þau ummæli Richards Perles, eins nán- asta ráðgjafa Bush í utanríkismálum og yfirmanns hjá American Enter- prise Institute, að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið rétt en að mistekist hafi að fylgja henni eftir. Í fjórða lagi þau orð Andrews Sul- livans, fyrrverandi ritstjóra hins hægrisinnaða New Republic, að réttu viðbrögðin við innrásinni séu „skömm og sorg“. Í fimmta og síðasta lagi vitnar Cornwell í George Will, hægrisinn- aðan pistlahöfund hjá The Wash- ington Post, um að þjóðirnar í „öx- ulveldi hins illa“, Íran, Írak og Norður-Kórea, séu „nú hættulegri en þegar hugtakið var sett fram“. Telur Cornwell að Henry nokkur Kissinger gleðjist yfir stefnubreyt- ingu Fukuyama, en nýfrjálshyggju- menn hafa löngum haft ímugust á raunsæisstefnu Kissingers. Telja að herförin í Írak hafi mistekist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.