Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 24
Daglegtlíf mars M enn eru alltaf að tala um að við höfum ekkert átt nema súrmetið en því fer svo víðsfjarri,“ seg- ir Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræð- ingur og einn stofnandi Matar – sögu – menningar. Ásamt henni eru stofnaðilar Birna Kristín Lár- usdóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Margrét Gunnlaugsdóttir, sem eru allar þjóðfræðingar, og Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur. Blaðamaður hittir Sigrún- arnar tvær, Birnu og Laufeyju eitt síðdegi á Sjóminjasafni Reykjavík- ur þar sem félagsskapurinn hefur aðstöðu. „Við ætlum að reyna að uppræta það innanlands að menn voru ekki bara að borða þorramat. Þorrablótin sinna þeim þætti ís- lenskrar matargerðar vel en það er líka nauðsynlegt að kynna allt ann- að betur, maturinn var ekki eins einhæfur og okkur hefur verið talin trú um. Við viljum ýta undir sér- stöðu okkar í matargerð,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. Þær telja Ís- lendinga eftirbáta annarra þjóða í að vernda gamlar matarvenjur og segja þá hafa skammast sín fyrir matinn. Þróaðist vegna skorts Einkennin á íslenskri matargerð eru þunnar kökur, mjólkurmatur og mikil nýtni á öllu matarkyns. „Mat- urinn þróaðist allur vegna skorts á hráefni og þá er ég t.d. að tala um flatkökur, laufabrauð og pönnukök- ur,“ segir Sigrún Magnúsdóttir. Nafna hennar Ólafsdóttir bætir við að skyrdrykkir, sem eru það nýj- asta í dag, hafi verið drukknir hér öldum saman. „Ef það var þröngt í búi var skyrið þynnt með vatni og hét það ólekja.“ Harðfiskurinn er þó eitt mesta einkennið á íslenskri matargerð. „Hann gengur í gegnum aldirnar og sumir segja hann hafa verið okkar brauðmeti. Það skemmtilega er að það fyrirfinnst varla sá Íslendingur í dag sem ekki borðar harðfisk. Áður fyrr var súrt smjör borðað með harðfiskinum, það sérstaka við smjörið var að það súrnaði en þránaði ekki, a.m.k. hjá góðum húsmæðrum. Það er talað um að í Skálholti hafi súra smjörið geymst allt upp undir tuttugu ár,“ segir Sigrún Ólafsdóttir. Birna bæt- ir við að það sé margt í matarmenn- ingunni sem komi alltaf aftur í breyttri mynd en segir okkur hafa dálítið gleymt að nýta náttúruna eins og að matreiða úr njóla, hvönn og hundasúrum. Miðstöð matarhefðar á Granda Upphaflega hugmyndin að félag- inu kom frá Laufeyju, hún hafði gengið með það í maganum að opna stað þar sem hægt væri að kynna matarmenninguna fyrir innlendum og erlendum aðilum. Laufey kom að máli við Sigrúnu Magnúsdóttur sem er forstöðumaður Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Sig- rún varð strax mjög áhugasöm og ræddi við stöllur sínar í þjóðfræði sem drifu verkefnið í gang. Viðtök- unar hafa verið gríðarlega góðar og um hundrað manns mættu á stofn- fundinn. Þær segja það ekki spurningu að það hafi verið þörf á þessum fé- lagsskap. „Fyrir um hundrað árum var Heimilisiðnaðarfélagið stofnað til verndar íslensku handverki og ég held að það sé sama með matinn, það þarf félagsskap um hann,“ seg- ir Birna. Þær sjá fyrir sér að félag- ið verði miðstöð um matarhefð okk- ar, safni gömlum uppskriftum, stuðli að rannsóknum og kynni af- urðir. Félagið Matur – saga – menning á líka að virka sem brú milli landshluta til að kynna menn- ingu þeirra og séreinkenni í mat- argerð og matarhefðum. Einnig hafa þær hug á að geta tekið á móti stórum hópum í húsnæðinu á Grandagarði og boðið upp á mat frá ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Þær stefna á að opna næsta sumar í einhverjum mæli til að kynna starf- semina en annars segja þær það allt fara eftir hvernig fjármögnun gengur. Hnallþórubyltingin Félagið ætlar að fjalla um mat- armenningu Íslendinga frá upphafi Íslandsbyggðar til dagsins í dag. Þær eru sérstaklega áhugasamar um kökubyltinguna sem varð upp úr seinna stríði þegar hnallþórur fóru að birtast á hverju kaffiborði. Birna sýnir blaðamanni gamla mat- reiðslubók þar sem blaðsíðurnar með kökuuppskriftunum eru snjáð- ar og notaðar en aðrar síður eru það ekki, hún segir þetta vera sönn- un fyrir kökubyltingunni sem kom m.a. með bakarofnunum. „Nútíma- væðingin í mat verður eftir seinna stríð, þá verður neyslubylting á Ís- landi sem felst ekki síst í því að þá kemur niðursoðin matvara,“ segir Sigrún Magnúsdóttir. Laufey segir tvær þjóðir búa í landinu þegar matarvenjur eru annars vegar. „Árið 1990 var gerð könnun á mataræði Íslendinga og þá kom í ljós að það var gjörólíkt á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Árið 2002 var gerð ný könnun og þá kom í ljós að þetta fór ekki lengur eftir hvar á landinu þú bjóst heldur hvenær þú varst fæddur, því mat- aræðið er gjörólíkt milli yngri og eldri kynslóðarinnar.“ Að lokum gefa þær lesendum uppskriftir að nokkrum gömlum og góðum íslenskum réttum.  MATARKISTAN | Félag um matarhefð Íslendinga Morgunblaðið/Eggert Konurnar sem eru við stýrið í félaginu Matur –Saga – Menning. Frá vinstri: Laufey Steingrímsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Birna Kristín Lárusdóttir. Matur – saga – menning er félagsskapur sem var stofnaður nýlega með það í huga að vernda ís- lenska matarmenningu. Ingveldur Geirsdóttir mælti sér mót við nokkra stofnaðila og forvitnaðist um hvað forfeðurnir borðuðu. Harðfiskur er eitt einkennið á íslenskri matarhefð, hann hefur verið borð- aður hér í gegnum aldirnar. Hægt er að gerast stofnfélagi í Mat – sögu – menningu með því að senda tölvupóst á sigruol@hi.is eða hringja í síma 860-0606. Kaffibollinn er ómissandi við skrif-borðið á mörgum vinnustöðum og margir fá sér einnig bolla á morgnana og á kvöldin og geta yf- irleitt ekki hugsað sér lífið án kaffis. Koffein er virka efnið í kaffi og hefur vissulega áhrif á neytendurna. Á vefnum Tasteline.com er fjallað um kaffi og áhrif þess. Fram kemur að koffeinið byrjar að virka í líkamanum strax eftir kaffi- bollann og það er mest hálfri til einni klukkustund eftir að viðkomandi hef- ur klárað kaffið. Það tekur koffein- ið síðan 3–7 tíma að helmingast í blóð- inu, en lengri tíma hjá þeim sem hafa drukkið alkóhól, taka pilluna eða hjá óléttum konum. Hjá reykingafólki gerist það hins vegar hraðar og reyk- ingafólk þarf stærri skammta af kaffi til að fá sömu áhrif og aðrir. Örvar adrenalínframleiðslu Hjá fólki sem reykir og drekkur kaffi samtímis fer koffeinið út í blóðið tvöfalt hraðar en hjá hinum. Koffein er ávanabindandi og hefur þau áhrif að hressa okkur við með því að plata líkamann. Viðtakar á frumum sem eiga að taka við „þreytuefni“ lík- amans, adenosin, taka í staðinn við koffeini þegar við drekkum kaffi. Frumurnar muna þetta og mynda fleiri viðtaka þannig að við ánetjumst koffeininu. Kaffidrykkja leiðir auk þess til adrenalínframleiðslu og kof- fein örvar ennfremur öndun þannig að við öndum hraðar og dýpra. Frá- hvarfseinkenni ef kaffidrykkju er síð- an hætt taka þó ekki meira en 2–4 daga, viku í lengsta lagi. Einn til tveir bollar á dag Hófleg kaffidrykkja er hættulaus og meinlaus hluti af heilbrigðum lífs- stíl. Hóflegur skammtur af kaffi er 1–2 bollar á dag eða á bilinu 50–200 mg af koffeini. Þegar fólk fer að finna fyrir höfuðverk, streitu eða svefn- vandamálum er kaffidrykkjan orðin of mikil. Eftir 3–6 bolla af kaffi getur fólk fundið fyrir þessum vanda- málum. Kaffi er líka hægt að nota í mat- argerð, þ.e. ekki endilega bara í bakstur. Á Tasteline.com er gefin uppskrift að lambasteik með kaffi: 1,5 kg lambasteik án beins (má samt örugglega nota lambalæri) 3,5 hvítlauksgeirar 1 dl kaffi 1,5 tsk. salt 0,5 tsk. svartur pipar grófmalaður Stillið ofninn á 175°. Troðið hvít- lauksrifjunum sem búið er að skera í tvennt inn í og nuddið kjötið með salti og pipar. Setjið steikina í ofnfast mót og steikið í u.þ.b. 45 mínútur. Hellið kaffinu yfir. Stingið kjöthitamæli í steikina og steikið áfram þar til hann sýnir 70°. Hellið e.t.v. vatni yfir steik- ina af og til á steikingartímanum. Berið t.d. fram með kartöflugratíni. Einn bolli af kaffi (1,25 dl) inniheld- ur 95 mg af koffeini og hálfur lítri af kóki inniheldur 60 mg af koff- eini. 2 dl af tei innihalda 37 mg af koffeini og einn espresso (3 cl) inniheldur 40 mg af koffeini. Orku- drykkir og súkkulaði innihalda einnig koffein í mismiklum mæli. Súrusúpa 3½ l vatn 1.000–1.200 g hundasúrur 250 g sykur 100 g kartöflumjöl 2 stengur kanill Súrurnar þvegnar vel og soðnar með kanilnum, þar til þær eru komnar í mauk. Þá eru þær síaðar og jafnaðar. Sykurinn svo látinn í. Í súrusúpu er gott að láta lítið eitt af aldinsafa eða rauðum lit. Verður súpan þá fallegri á litinn og bragð- meiri af safanum. Súpan er borðuð með tvíbökum eða brúnuðu hveiti- brauði eftir því sem hver vill. Súr- ur hafa allir í túnum á sumrin og getur það verið þægilegt þar sem ekki er til tröllasúra (rabarbari). Njólasúpa er soðin á sama hátt. Fiskstrangar (Uppskrift úr matreiðslukveri Þóru Andreu Níkólínu frá 1858.) Vanalegar pönnukökur eru bak- aðar ljósar, og ofan á þær drepið ekki mjög þykku lagi af plokkfiski tilbúnum af nýjum fiski. Síðan eru kökurnar vafðar saman og steikt- ar ljósbrúnar. Borðast með steiktu smjöri. Þessir fiskstrangar eru svipaðir og fólk er að borða í dag, þ.e alls konar hráefni sett í þunnar kökur. Kyndilmessu-fiskbollur Á Kyndilmessu hinn 2. febrúar hófst vetrarvertíð hér við Faxafló- ann. Um það leyti kaupa ýmsir sér hrogn, lifur og ýsubita. Hér er sett fram uppskrift úr afgöngum slíkr- ar máltíðar. 500 g soðinn fiskur 200 g soðin hrogn 2–3 soðnar kartöflur Lítill laukur Eitt egg Pipar og salt Fiskur, hrogn, laukur og kartöflur er allt sett í hakkavél og hakkað. Síð- an er það hrært með egg- inu og kryddað. Þá eru fal- legar bollur mótaðar og steiktar á pönnu. Borið fram með kartöflum, rúg- brauði og hrásalati. Uppskriftir Lifðum á fleiru en súrmat  KAFFI Hófleg kaffidrykkja hættulaus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.