Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 25

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 25 DAGLEGT LÍF Í MARZ „ÞARNA varstu heppin,“ sagði af- greiðslumaðurinn í Barns&Noble bókabúðinni á Unionsquare í New York, um leið og hann rétti tvö ein- tök af Silfurskeiðinni yfir búð- arborðið. „Þetta eru tvö síðustu ein- tökin og næsta sending er ekki væntanleg fyrr en með vorinu. En þetta er góð bók og njóttu vel og lengi.“ Silfurskeiðin er nýjasta mat- reiðslubókin sem „allir“ kokkar verða að eignast að sögn þeirra sem telja sig hafa vit á ítalskri elda- mennsku. En þetta er ekki ný bók. Það eru meira en fimmtíu ár síðan hún var fyrst gefin út á Ítalíu. Hún er talin biblía ítalskrar matargerðar og nauðsynleg á hverju heimili enda er algengt að brúðhjón þar í landi fái eintak í brúðargjöf. Reyndar er stór furðulegt miðað við vinsældir að hún skuli ekki hafa verið þýdd á ensku fyrr en nú. Bókin er vel yfir þúsund blaðsíð- ur og þar er að finna ýmis ráð og ábendingar um ómissandi eldhúsáhöld fyrir utan allar uppskriftirnar. Forréttir Í kaflanum um for- rétti er að finna tart- ines, en það eru smá- réttir eða brauðbitar, sem alltaf eru bornir fram kaldir. Tartines með rækjusmjöri Fyrir 4 400 g rækjur tæpur bolli af smjöri (stofuhita) matskeið fínskorin steinselja 2 tsk. fínskorið marjoram 4 fínskorin basillauf 2 franskbrauðssneiðar án skorpu skornar í ferninga salt pipar klettasalat (lítil lauf til skreytingar) kapers Átta heilar rækjur teknar frá og hinar skornar smátt. Skornu rækj- urnar hrærðar saman við mjúkt smjör ásamt steinselju, marjoram og basil, salt og pipar eftir smekk. Brauðið ristað og kælt áður en blandan er smurð yfir bitana. Skreytt með rækju, klettasalati og kapers. Tartines með gráðaosti Fyrir 4 100 g gráðaostur tæplega ½ bolli rjómaostur 2 msk. rjómi 4–6 sneiðar heilhveitibrauð, án skorpu salt pipar græn og blá vínber til skrauts Hræra ostana saman í skál ásamt rjóma, salt og pipar. Þeytt þar til ostarnir eru mjúkir. Smurt yfir brauðbitana og skreytt með vínberj- um. Aðalréttur Á köldum vetrardögum er gott að bjóða upp á kjúklingarétt í potti með grænmeti. Kjúklingur með grænmeti Fyrir 4 ¼ bolli smjör 6 msk. olífuolía 2 laukar, skornir í fernt 3 stk. kúrbítur, skorinn í bita 2 eggaldin, skorin í bita 3 rauðar eða gular paprikur, hreins- aðar og skornar niður í bita 4 tómatar, afhýddir, hreinsaðir og skornir í bita kjúklingur, bitaður niður 2 hvítlauksrif salt pipar Hitið helminginn af smjörinu og 3 msk. af ol- íunni í potti. Laukur, kúr- bítur, eggaldin og paprikan bætt útí, salt og pipar. Sjóða á háum hita í nokkrar mín- útur, lækka hitann, tómatarnir settir útí. Látið malla undir loki í um klukkustund. Hitið það, sem eft- ir er af smjöri og olíu í öðrum potti, bætið út í kjúklingabitum og hvít- lauk. Veltið bitunum þar til þeir ná ljósbrúnum lit. Kryddið með salti og pipar. Látið sjóða í 30 mín. eða þar til kjúklingurinn er fullsteiktur. Fjarlægið hvítlaukinn og blandið kjúklingunum vel saman við græn- metið og berið fram með brauði. Í bókabúðum hér á landi Fyrir áhugasama er rétt að taka fram að bókin hefur verið til í Bóka- búð Eymundsson og sennilega er hana að finna í öðrum bókabúðum. Það borgar sig ekki alltaf að „drösl- ast“ með bækur að utan, fyrir nú ut- an þyngdina. Tartines eða smábrauð með rækjusmjöri.  MATREIÐSLUBÓK | 50 ára og slær í gegn Ítalska Silfur- skeiðin Kjúklingur í potti með grænmeti. Tartines eða smábrauð með gráðaostablöndu. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Listin að lifa Þrjár einstakar bækur um sjálfsrækt, heilsu, hugarró og lífsskilning. edda.is Hvers vegna ég? Margföld metsölubók sem tekur á erfiðum og áleitnum spurningum fólks sem lendir í áföllum og vísar á leiðir til að takast á við sársaukafulla lífsreynslu. Listin að elska Ein áhrifamesta og vinsælasta bók um ástina sem nokkru sinni hefur verið rituð. Hvað er ást og hvernig finnum við hana? Máttur ástarinnar er mikill og getur birst í mörgum myndum eins og útskýrt er svo skemmtilega í þessi einstæða verki. Fyrirgefningin Það getur verið erfitt að fyrirgefa blekkingar, lygar, misnotkun eða önnur rangindi og stundum ekki hægt. Hér er því lýst hvernig lækningamáttur fyrirgefningarinnar getur losað um beiskju, ótta og sársauka og orðið vegvísir inn á braut friðar og hamingju. Einstakt verð, 1.899 kr. hver bók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.