Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
U
m nokkurt skeið hefur lista-
konan Olga Bergmann, í sam-
vinnu við hliðarsjálf hennar
Doktor B, skoðað möguleika
erfðavísindanna og hugsanleg
áhrif þeirra á þróunarsögu framtíðarinnar.
Á morgun verður hægt að skoða afrakstur
þessa samstarfs þegar sýning Olgu, sem
ber yfirskriftina Innan garðs og utan, verð-
ur opnuð í Listasafni ASÍ. Þar mun Olga
sýna vettvangsathuganir á atferli dýra
ásamt nokkurs konar framtíðarnátt-
úrugripasýningu. Verkin fjalla um villta
náttúru og tamda, dýralíf og hugmyndir um
framtíðina sem meðal annars tengjast æv-
intýrum og óljósum minningum.
Vettvangsathuganir
Sýningin skiptist á milli tveggja rýma en
annar helmingur hennar er í Gryfjunni á
neðri hæð safnsins og hinn á efri hæðinni í
Ásmundarsal. Í Gryfjunni verða til sýnis
nokkur myndbandsverk sem Olga vann á
Írlandi í fyrra og eru hluti af alþjóðlegu
verkefni sem heitir citations.
„Þarna voru listamenn að vinna verk út
frá staðháttum í sveitahéraði á Írlandi,
þ.e.a.s. út frá einhverju á staðnum, ein-
hverju menningartengdu eða út frá nátt-
úrunni,“ segir Olga. „Ég bjó til ákveðnar
vistarverur fyrir annars vegar kýr sem
þarna voru og hins vegar fyrir villt dýr úr
skóginum og svo fylgdist ég með þessum
vistarverum og dýrunum og tók upp á
myndband. Ég hef síðan haldið þessu áfram
og gerði svipaða hluti í tengslum við ferfæt-
linga sem oft verða á vegi manns hér í
Reykjavík, þ.e.a.s. kettina.“
Krukkað í erfðavísindi
Í Ásmundarsal er síðan eins konar fram-
tíðarnáttúrugripasafn.
„Ég hef verið að vinna með hliðarsjálf
sem ég kalla Doktor B en það er vís-
indamaður sem er að krukka í erfðavísindi.
Ég hef verið að vinna í dálítið langan tíma
við að skoða möguleika erfðavísindanna í
sambandi við breytingar á þróun náttúrunn-
ar og á efri hæðinni eru verk í þessum dúr.
Þessi verk þróuðust út í að vera eins og
hugsanlegar prótótýpur af nýjum lífverum
eða hugsanlegri framtíðarþróun og mynda
verkin þess vegna nokkurs konar framtíð-
arnáttúrugripasafn. Þessi verk tengjast
meira ævintýri en beinlínis raunveruleika.
Ég er að vona að sýningin virki á mörgum
stigum,“ segir Olga en hún segist ekki vera
að fordæma erfðavísindin sem slík. „Mér
finnst aftur á móti allt í lagi að gefa því
gaum hvert verið sé að fara með þessum
vísindum, stofnfrumurannsóknum, blöndun
á erfðaefnum lífvera o.s.frv.“ Hún bendir á
að sýningin hafi auk þess sterka tengingu
við vísindaskáldskap og ævintýraverur.
„Þetta er hálfgerður „retro-fútúrismi“, en
það er ákveðin nostalgía í þessu líka. Í
þessum verkum eru ákveðnar óljósar minn-
ingar sem ég upplifði í æsku og þess vegna
er þetta að miklu leyti afar persónuleg sýn-
ing.“
Náttúran í manngerðu umhverfi
Á efri hæðinni er myndbandsverk sem
ber heitið „Náttúrusaga“ og er um að
ræða þróunarsögu sem gerist á þremur
mínútum. „Þetta er blanda af „animation“
og klippum úr náttúrulífsmyndum,“ segir
Olga. Í verkum sínum er Olga mikið að
skoða náttúruna eins og hún birtist í
manngerðu umhverfi. „Þessi skilgreining
getur náð nokkuð vítt, hvort sem það er í
sjónvarpi í náttúrulífsmyndum eða inni á
náttúrugripasöfnum og þess vegna inni á
heimilum í tenglsum við gæludýr og hús-
dýr. Í breiðum skilningi er umfjöllunar-
efnið samskipti okkar við náttúruna,
hvernig við höfum áhrif á umhverfið og
náttúruna,“ segir Olga og vísar yfirskrift
sýningarinnar, Innan garðs og utan, í þá
hugmynd. Í því samhengi segist hún einn-
ig vera að skoða raunveruleikann annars
vegar og ævintýrið hins vegar og svo
hvort raunveruleikinn gæti farið að líkjast
ævintýrinu enn frekar.
Myndlist | Sýning á verkum Olgu Bergmann verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun
Náttúrugripasafn
framtíðarinnar
Morgunblaðið/Ásdís
Olga Bergmann við verki á sýningunni.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
COLD Climates, samsýning breskra,
íslenskra og finnskra listamanna,
verður opnuð í Nýlistasafninu á
morgun. „Markmið sýningarinnar er
að rannsaka hvaða áhrif alþjóðleg
menningarsamskipti hafa á sköpun
myndlistar í Bretlandi og í þeim
tveimur löndum sem talist geta ein-
angraðri, umdeilanlega þó, Finnlandi
og Íslandi,“ segir Peter Lamb, en
hann og George Doneo eru sýning-
arstjórar Cold Climates.
„Cold Climates var í fyrsta skipti
sett upp í London fyrir tveimur árum,
núna er hún hérna og síðan er stefnan
að fara með hana til Finnlands en við
vitum ekki alveg hvenær það verður.“
Það eru fimmtán listamenn eða
hópar sem taka þátt í sýningunni. Ís-
lensku listamennirnir eru Birgir
Snæbjörn Birgisson, Icelandic Love
Corporation, Egill Sæbjörnsson,
Hrafnkell Sigurðsson og Sigurður
Árni Sigurðsson. Frá Bretlandi koma
George Doneo, Ian Dawson, Peter
Lamb, Katie Pratt, Danny Rolph og
Joby Williamson. Finnsku listamenn-
irnir fjórir heita Maria Dunker,
Minna Heikinaho, Anni Laakso og
Samu Raatikainen.
Peter segir listamennina vera nán-
ast þá sömu og sýndu í London á sín-
um tíma. „Við skiptum út tveimur
breskum listamönnum og það var að-
allega vegna þess að við erum að
vinna í öðruvísi rými hérna en við vor-
um í úti.“
Hnattvæðing tengir fólk saman
Aðspurður segir hann listamenn-
ina ekki gera svipuð verk. „Þetta er
sýning ólíkra listamanna og túlkar
hver og einn þema hennar, hnattvæð-
ingu, á ólíkan hátt en stefnan er að
sýna hvernig hún hefur áhrif á listina.
Þetta ljóta orð, hnattvæðing, er út-
skýring á því hvernig líf okkar er í sí-
auknum mæli að tengjast lífi fólks í
órafjarlægð, hvort sem heldur er
hagfræðilega, stjórnmálalega eða
menningarlega. Þessi tenging er ekki
nauðsynlega nýtilkomin, en er aug-
ljósari nú en nokkru sinni fyrr. Við
spáum svolítið í það hvort hnattvæð-
ingin sé að afmá okkar þjóðlega og
menningarlega sjálf.“
Peter segir þessa samsýningu upp-
haflega hafa verið hugmynd George
en að þeir tveir hafi svo byggt ofan á
hana saman. „Mín vinna er að halda
sýningunni saman og ræða við lista-
mennina. George hefur mikinn áhuga
á hnattvæðingunni en ég hef meiri
áhuga á sambandinu við listamenn-
ina. Ég vil ná flæði á milli þeirra og að
sýningin komi vel út í rýminu hér í
Nýlistasafninu enda er þetta frábær
sýningarsalur.“ Hann segir að sýn-
ingunni hafi verið mjög vel tekið í
London og vonar að viðtökur Íslend-
inga verði jafngóðar.
Sýningin stendur til 2. apríl, safnið
er opið frá miðvikudögum til sunnu-
daga frá kl. 13 til 17 en á fimmtudög-
um er opið til kl. 22.
Myndlist | Samsýning þriggja þjóðerna í Nýlistasafninu
Athugun á áhrifum hnattvæð-
ingar á sköpun myndlistar
Morgunblaðið/Eggert
Peter Lamb til hægri ásamt þremur af þeim listamönnum sem sýna á Cold Climates í Nýlistasafninu.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
SÍÐASTLIÐIÐ haust sýndi
Vesturport leikverkið Woyzeck
í Barbican Centre í London.
Hlaut sýningin mikið lof áhorf-
enda og gagnrýnenda og var
hún oftar en einu sinni valin
áhugaverðasta sýningin í tíma-
ritunum Evening Standard og
Time Out. Uppselt var á hverja
einustu sýningu og komust mun
færri að en vildu en sagan segir
að um tvö hundruð manns hafi
þurft frá að víkja á lokasýning-
unni. Nú geta aftur á móti þessi
tvö hundruð tekið gleði sína á
ný og fleiri sem náðu ekki að
sjá sýninguna í haust því Bar-
bican Centre hefur óskað eftir
því að fá Woyzeck til sýningar
aftur og eru fyrirhugaðar 10
sýningar á tímabilinu 5. til 15.
júlí nk.
Einstakur heiður
„Þetta er mjög einstakt. Yf-
irleitt eru svona sýningar bara
einu sinni. Það er þess vegna
mjög gaman og mikill heiður að
þau skuli vilja fá þetta aftur í
hús til sín,“ segir Guðjón Ped-
ersen, leikhússtjóri Borgarleik-
hússins. Hann segir að mikil
gleði ríki núna innan herbúða
Vesturports enda hafi þetta ver-
ið nokkuð óvænt ánægja. Guð-
jón nefnir að þessi aukni áhugi
á íslensku leikhúsi haldist í
hendur við almennan áhuga á
íslenskri menningu sem fer vax-
andi víða í Evrópu.
Hvaða afleiðingar munu þess-
ar endursýningar hafa?
„Þetta spyrst væntanlega bet-
ur út. Nú er búið að panta sýn-
inguna til Amsterdam og verð-
ur verkið sýnt þar í apríl árið
2007,“ segir Guðjón. Verkið
verður sýnt í hinu glæsilega og
virta leikhúsi Het Muziekthea-
ter í Amsterdam í sal sem rúm-
ar 1.800 leikhúsgesti. Guðjón
segir að verið sé að skoða ým-
isleg önnur erlend tilboð sem
þeim berist um þessar mundir.
Auk þess eru þau búin að ráða
erlendan umboðsmann til þess
að kynna Woyzeck fyrir erlend-
um leikhúsum, þar sem sýn-
ingin virðist vekja athygli víða
um heim.
Nína Dögg Filippusdóttir í hlutverki síni í Woyzeck.
Vilja meiri
Woyzeck
Leikhús | Woyzeck í annað sinn í London
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is