Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
„HJÓNABAND og einkvæni er
miklu eldra en trúarbrögð nú-
tímans og jafnvel jafngamalt
manninum sjálfum,“ segir Þor-
steinn Vilhjálmsson, prófessor í
vísindasögu og eðl-
isfræði við Háskóla
Íslands, í grein í
Morgunblaðinu 2.
mars sl. sem ber
heitið „Hug-
myndasagan og
hjónabandið“. Full-
yrðingin er sett fram
þar sem höfundur
fjallar um hjóna-
bandið sem fé-
lagslega stofnun. Við
erum nokkur sem
höfum haldið því
sama fram með svip-
uðu orðalagi á öðrum
síðum blaðsins og tilgangurinn
hefur verið líkt og hjá Þorsteini;
að vekja menn til umhugsunar um
hjónabandið og réttindi samkyn-
hneigðra gagnvart því. Margt er
órætt um þau efni.
Raunvísindi og líkingar
Þorsteinn rifjar í grein sinni
upp nokkur atriði hugmyndasög-
unnar. Hann tekur Biblíuna fyrir
og segir: „Bókstafur hennar getur
ekki talist þungvæg rök í umræðu
um mál sem kvikna af róttækum
breytingum sem orðið hafa á
þekkingu og samfélagi frá því að
Ritningin var skrifuð.“ Hann rifjar
upp nokkur hundruð ára gamlar
deilur vísindamanna og kirkju-
forkólfa um það hvort jörðin væri
hnöttótt eða flöt og fáa
held ég hann fengi í
stælur um það atriði
nú á dögum. Þar fóru
raunvísindin nátt-
úrlega með sigur af
hólmi. Hann minnir á
að sköpunarsaga 1.
Mósebókar hafi farið
halloka fyrir þróun-
arkenningu Darwins á
19. öld sem er rétt sé
hún tekin svo bók-
staflega að guð hafi
skapað himin og jörð
og allt dautt og kvikt á
6 dögum og hvílt sig
þann sjöunda. Ég leyfi mér þó að
benda á að löngu fyrir daga Darw-
ins hafa lesandi menn litið þannig
á að um líkingamál væri að ræða.
Í 90. Davíðssálmi stendur t.d.:
„Því að þúsund ár eru í þínum
augum sem dagurinn í gær.“
Matthías Jochumson tók þessa
eldfornu líkingu nær óbreytta upp
í þjóðsöng okkar Íslendinga.
Þorsteinn telur kirkjur Vestur-
landa nú standa á krossgötum líkt
og á miðöldum „vegna nýrrar og
breyttrar þekkingar og nýrra við-
horfa í samfélaginu“. Hann segir:
„Enn á ný er bókstaf Ritning-
arinnar teflt fram gegn nýjum
hugmyndum sem þróun sam-
félagsins hefur leitt af sér, að
þessu sinni um réttindi og stöðu
samkynhneigðra.“ Ég efast um að
þessi staðhæfing standist skoðun
þar sem íslenska þjóðkirkjan á í
hlut eða systurkirkjur hennar í
Danmörku og Svíþjóð síðustu ára-
tugi. Í þeirra nafni er samkyn-
hneigðum varla mismunað sem
einstaklingum með Biblíuna að
vopni. Sóknarpresturinn minn í
Stokkhólmi, þar sem ég bjó fyrir
15–20 árum, var hommi. Innan ís-
lensku þjóðkirkjunnar er samkyn-
hneigt fólk að störfum eins og
annars staðar í þjóðfélaginu,
prestar, tónlistarfólk, sjálf-
boðaliðar o.s.frv. Það er krafan á
hendur kirkjunni um að vígja tvo
einstaklinga af sama kyni í
„hjónaband“ sem stendur í stofn-
ununum vegna sömu sögu og Þor-
steinn rekur um aldur hjóna-
bandsins og hlutverk þess í
mannkynssögunni. Engin ný þekk-
ing hefur breytt því að kynin eru
tvö, hvort sem við köllum okkar
elstu forfeður Adam og Evu eða
apa og apynju. Nú sem í árdaga
mannkyns þarf sæði karls og egg
og móðurlíf konu til þess að nýtt
mannslíf verði til. Á Biblíumáli
heitir það að þau verði „einn mað-
ur“ eða „eitt hold“.
Höfundur kristninnar notaði þá
líkingu þegar hann hvatti unga
menn til að yfirgefa föður og móð-
ur og fastna sér konu og yfirgefa
hana ekki nema gildar ástæður
lægju til. Kirkjan mótaði hjóna-
vígsluhefð sína út frá fyrirmælum
Krists sem vísaði í söguna um til-
urð karls og konu og þær skyldur
sem þeim tveim væru sameig-
inlega lagðar á herðar með til-
heyrandi erfiði og svita, löngun og
þjáningu. Vísindaleg þekking hef-
ur orðið til þess að létta hluta
mannkyns byrðarnar en ekki að
losa það undan þeim. Ástin hefur
fengið meira vægi í stofnun og
endingu hvers vestræns hjóna-
bands á okkar dögum en áður var.
En ástin útrýmir ekki grundvell-
inum.
Afkynjun hjónabandsins,
þögn um þekkingu
Hinn forni grundvöllur mun
hins vegar hverfa að lögum ef
áform ríkisstjórnar Íslands um af-
kynjun hjónabandsins ná fram að
ganga. Verði það framvegis aðeins
löghelgað ástar- og tryggðaband
tveggja einstaklinga óháð kyni þá
er æxlunarþátturinn gerður ósýni-
legur. Sú ráðstöfun byggist ekki á
nýrri vísindaþekkingu sem sanni
að Ritningin fari með rangt mál
um kynin tvö. Lagafrumvarp Al-
þingis byggist á því að þegja yfir
þekkingu. Það byggir á pólitískri
hugmynd um að mannréttindi
minnihlutahóps verði einungis
tryggð með því að minnast ekki á
hvað aðgreini hann frá meirihlut-
anum. Samkynhneigður karlmaður
getur samkvæmt þessari hug-
myndafræði (eða kreddu) ekki
notið fullra mannréttinda nema
lögin þegi yfir því að konur hafi
sérstöku kynhlutverki að gegna.
Sú þögn dugar þó ekki til að leysa
meirihluta kvenna undan því að
ganga með börn og fæða með
þjáningu.
Lærðir menn hafa öldum saman
leikið sér að því að þurrka nöfn
kvenna út úr mannskynssögunni
með misjöfnum rökum. Nú hafa
nokkrir í þeirra hópi fundið leið til
að strika hana út sem kynveru að
auki. Lengi getur vond staða kon-
unnar versnað, einkum ef hún er
móðir.
Jörðin er hnöttótt og til urðu karl og kona
Steinunn B. Jóhannesdóttir
svarar grein Þorsteins
Vilhjálmssonar um hugmynda-
söguna og hjónabandið
’Lagafrumvarp Alþingisbyggist á því að þegja yf-
ir þekkingu.‘
Steinunn B.
Jóhannesdóttir
Höfundur er rithöfundur.
GÓÐ raunvísindaþekking er mik-
ilvæg hverju samfélagi
og er undirstaða trausts
atvinnulífs. Áhugi barna
á raungreinum er þann-
ig mjög mikilvægur, en
stundum er því haldið
fram að hann sé lítill.
Þar sem Alcan í
Straumsvík er eitt
þeirra fyrirtækja, sem
reiðir sig mjög á raun-
vísindi og þekkingu,
ákváðum við fyrir
nokkru að hrinda af stað
litlu verkefni, sem ætlað
var að auka áhuga
barna á stærðfræði. Í lok febrúar var
foreldrum allra barna á Íslandi sem
fædd eru 1997, 1998 og 1999 sent bréf
og þeim boðið að börnin tækju þátt í
skemmtilegum stærðfræðileik undir
yfirskriftinni Stærðfræðisnillingarnir.
Leikurinn felst í því að börnin leysa
nokkrar stærðfræðiþrautir sem finna
má á vefsíðunni www.alcan.is. Þraut-
irnar eru unnar upp úr margverðlaun-
uðu kennsluefni þar sem
grunnatriði stærðfræð-
innar eru klædd í
skemmtilegan búning til
að vekja áhuga á við-
fangsefninu. Öll börn
sem taka þátt fá senda
gjöf í viðurkenning-
arskyni fyrir þátttök-
una, en að auki fá 500
heppnir þátttakendur
sendan margmiðlunar-
diskinn Tívolí tölur.
Nöfn þeirra verða dreg-
in úr réttum innsendum
lausnum þann 17. mars
og því er enn tækifæri til að senda inn
lausnir.
Viðbrögðin hafa verið framar öllum
vonum. Margir hafa sett sig í sam-
band við okkur til að þakka fyrir fram-
takið og hátt í þrjú þúsund börn hafa
sent inn lausnir. Það er því ekki annað
að sjá en að íslensk börn hafi mikinn
áhuga á stærðfræði. Það hlýtur að
vera fagnaðarefni, því augljóslega er
til staðar góður jarðvegur til að rækta
þann áhuga frekar.
Eitt verkefni af þessum toga gerir
ekki kraftaverk, en verður kannski til
þess að koma í veg fyrir neikvæð við-
horf til stærðfræðinnar hjá krökkum,
sem eru að mynda sér skoðun á heim-
inum. Ég hvet foreldra þeirra, skólana
og hvern þann, sem vill stuðla að auk-
inni raunvísindaþekkingu í samfélag-
inu, að leggja sitt af mörkum. Það
gæti opnað fyrir þeim ýmsar dyr í
framtíðinni.
Víst hafa börn
áhuga á stærðfræði
Rannveig Rist segir frá stærð-
fræðiverkefni á vegum Alcan ’Viðbrögðin hafa veriðframar öllum vonum.
Margir hafa sett sig í
samband við okkur til að
þakka fyrir framtakið og
hátt í þrjú þúsund börn
hafa sent inn lausnir.‘
Rannveig Rist
Höfundur er forstjóri Alcan
á Íslandi hf.
Í MORGUNBLAÐINU í gær
sakar Stefán Ólafsson, prófessor
við Háskóla Íslands, mig um að
hafa með grein minni sem birt-
ist í blaðinu sl. sunnudag mis-
skilið skrif hans um skattamál. Í
grein minn benti ég á að Stefán
hefur ekki vakið athygli á þeirri
miklu kjarabót sem niðurfelling
eignarskatts er fyrir marga
eldri borgara og aðra tekjulága
einstaklinga sem búa í skuldlitlu
eða skuldlausu húsnæði. Ég fæ
alls ekki séð að í hinum lág-
stemmdu skrifum hans um
skattamál, sem m.a. birtust í
greinum hans í Morgunblaðinu
þann 18. janúar og 24. febrúar
sl. sé gerð ein einasta tilraun til
að draga fram hve afnám eign-
arskatts er mikilvæg kjarabót
fyrir þessa tekjulágu hópa. Af
hverju kýs Stefán að sneiða al-
gerlega hjá því að ræða þetta
megininntak greinar minnar?
Hvers vegna andmælir hann
ekki þessum fullyrðingum mín-
um um að afnám eignarskattsins
þýði kjarabætur fyrir viðkom-
andi hópa? Er það kannski
vegna þess að fullyrðingar mín-
ar eru í fullkomnu ósamræmi
við yfirlýsingar hans og Sam-
fylkingarinnar um skattastefnu
ríkisstjórnarinnar? Þetta er
þeim mun einkennilegra þar
sem Stefán Ólafsson og pólitísk-
ir samherjar hans telja sig sér-
staka málsvara hinna tekjulágu.
Getur verið að það þjóni ekki
pólitískum hagsmunum fræði-
mannsins að vekja athygli á
þessum staðreyndum? Er hugs-
anlegt að markmið hans sé
meira pólitískt en fræðilegt, að
tilgangurinn sé fyrst og síðast
sá að afvegaleiða umræðuna um
skattalækkanir og reyna þannig
að sannfæra almenning um að
skattalækkanir séu skattahækk-
anir? Til að ná fram þeim mark-
miðum virðist tilgangurinn
helga meðalið.
Guðlaugur Þór Þórðarson
Stefán Ólafsson
og sannleikurinn
Höfundur er varaformaður
þingflokks sjálfstæðismanna.
STJÓRNVÖLD eru
meðvituð um þau
vandamál sem stafa af
öllu draslinu sem land-
inn skilur eftir sig og
hefur sett ný lög og
reglugerðir til að
bregðast við því mikla
ruslaflóði. Ef ekki
verður tekið hressilega
á málinu þá munum
við hreinlega drukkna
í úrgangi. Það tíðkast
víða að sveitarfélög
niðurgreiði þjónustu varðandi þenn-
an málaflokk. Samkvæmt nýjum
lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun
úrgangs skal greiða fyrir kostnað
vegna förgunar. Þetta felur í sér að
framleiðandi úrgangs þarf að borga
raunverulegt gjald
fyrir förgunina. Aug-
ljóslega leiðir þetta til
hækkandi sorphirðu-
gjalds víða á landinu
en meira kemur til.
Bæði tímasett og
magnsett markmið
hafa nú verið sett um
endurvinnslu og end-
urnýtingu úrgangs og
koma þau m.a. fram í
„Landsáætlun um
meðhöndlun úrgangs“
(UST, 2004). Til dæm-
is hefur verið sett
bann á urðun tiltekinna úrgangs-
flokka, svosem heilla hjólbarða og
brotamálma. Draga þarf úr urðun á
lífrænum úrgangi svo sem mat-
arleifum, pappír, timbri o.fl. eða um
25% árið 2009, um 50% árið 2013 og
65% árið 2020, miðað við það magn
sem til féll árið 1995. Innheimt er
nú úrvinnslugjald á spilliefnum,
drykkjarfernum og öðrum umbúð-
um, dekkjum, bílum o.fl. og má
gera ráð fyrir því að sá listi verði
lengri áður en langt um líður. Í
landsáætluninni kemur fram að
stuðla verði að því að koma í veg
fyrir að úrgangur verði til yfirleitt
og að sá úrgangur sem myndist
verði endurnotaður eða endur-
nýttur sem kostur er og sá hluti
sem nýtist ekki verði fargað á
ábyrgan hátt.
Fremst í forgangsröðinni er því
að minnka úrgangsmagnið en síðan
kemur að endurnotkun og endur-
vinnslu. Brennsla úrgangs með
varmanýtingu kemur þar á eftir en
urðun er neðst á þessum lista. End-
urvinnsla getur verið vænlegur
kostur í umhverfisvænni meðhöndl-
un úrgangs en vilji menn ná raun-
verulegum árangri í úrgangsmálum
verður að minnka úrgang, þ.e. að
koma í veg fyrir að úrgangur verði
yfirleitt til. Einstaklingar geta end-
urnotað marga hluti eða stuðlað að
lengri endingartíma vöru. Nokkur
dæmi eru um viðhald og viðgerð í
stað nýkaupa, að gefa öðrum í stað
þess að henda, kaupa margnota
vöru í stað fyrir einnota, kaupa
vandaða vöru sem endist lengur og
kaupa hluti með sem minnstum um-
búðum eða með áfyllingarskömmt-
um, t.d. fyrir þvottaefni. Það má
bæta við þennan lista endalaust og
með smá hugmyndaflugi er hægt að
gera ótrúlegustu hluti. Mikilvægast
er að íhuga vel áður en vara er
keypt hvort virkilega er þörf fyrir
hana. Það er oftar mun betri kostur
en þú heldur að sleppa kaupunum.
Skyldi allt dótið í bílskúrnum eða
geymslunni kannski bera vitni um
það? En eitt er víst, við höfum ein-
faldlega ekki lengur efni á því að
sóa verðmætum.
Minnkum úrgang – stöndum saman
Cornelis Aart Meyles fjallar
um stefnumótun stjórnvalda
í úrgangsmálum ’Fremst í forgangsröð-inni er því að minnka úr-
gangsmagnið en síðan
kemur að endurnotkun
og endurvinnslu.‘
Cornelis Aart Meyles
Höfundur er sérfræðingur
hjá Umhverfisstofnun.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn