Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR nokkurra ára skoðana- ágreining hefur gagnabanka um mænuskaða undir merkjum ís- lenskra heilbrigðisyfirvalda og Al- þjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar WHO verið ýtt úr vör. Slóðin er www.sci.is. Markmið bankans er að safna upplýsingum um þær með- ferðir sem beitt er í dag við mænuskaðað fólk í veröldinni með því markmiði að lækna það. Upplýsingasöfnun sem þessi, sem gerð er undir merkjum ábyrgra aðila og með íhlutun fólks sem þekk- ir vandamálið frá fyrstu hendi, er grund- völlur þess að mögu- legt verði að taka skipulega á lækning- armálum þeirra sem lömun hljóta vegna skaða á mænu. Á mínum áratuga ferli sem skurð- hjúkrunarfræðingur hef ég orðið vitni að geysilegum framförum á sviði læknavísinda. Í dag er um helmingur þess fólks læknað sem veikist af krabbameini, framfarir í augnlækningum nálgast nánast kraftaverk og sömu sögu má segja um ýmislegt annað svo sem líf- færaflutninga svo dæmi séu tekin. En því miður er ekki hægt að segja sömu sögu um öll svið lækna- vísinda. Í nær hálfa öld hefur lítil breyting orðið á meðferð þeirra er lömun hljóta vegna skaða á mænu. Allar götur frá að sú stefna var mót- uð að endurhæfa þá sem mænuskað- ast til sjálfsbjargar í hjólastól hefur þar við setið. Ungu fólki, sem stend- ur frammi fyrir þeirri þjáningu að missa stjórn á líkama sínum, er sagt að læra að lifa við ástand sitt og end- urhæfing fer fram í samræmi við það viðhorf. Sá sem strax sættir sig við að hann muni aldrei ganga framar þykir besti sjúklingurinn. Að hefja lækningar En nú er það ekki svo að hér ráði ferðinni eintóm mannvonska. Í fyrsta lagi er miðtaugakerfið afar erfitt viðureignar og lítið alþjóðlegt opinbert fjármagn sett til rannsókna ef miðað er við önnur svið, enda ásókn mikil allstaðar frá. Í öðru lagi ræður hér ferðinni lög- mál markaðarins en mænuskaði mun ekki verða læknaður með lyfjum nema að litlum hluta til og gefur því ekki gróða í aðra hönd. Í þriðja lagi ræður hér og ræður mestu að mínu áliti, skeyting- arleysi heilbrigðis- starfsfólks og hroki ýmissa lækna og vís- indamanna sem á svið- inu starfa, samkeppni þeirra um heiður og rannsóknarstyrki ásamt skorti á samstarfi og skipulagi. Það sem hér um ræðir leiðir til þess að engin heil- stæð mynd næst fram. Sú endurhæfingarmeðferð sem beitt er í dag við þá sem mænuskaða hljóta er góð svo langt sem hún nær en ganga þarf feti framar. Breyta þarf því rótgróna viðhorfi að mænu- skaði sé ólæknanlegur og móta þarf meðferðarstefnu sem miðar að lækningu. Flokka þarf mænuskaða alþjóðlega sem bráðatilfelli og með- höndla sem slíkan. Alþjóðlegt sam- komulag þarf að nást um að fram- kvæma tilraunaaðgerðir á þeim sem samkvæmt rannsóknum hafa hlotið slíkan skaða að engin von er um bata. Allir vita hversu erfitt er að breyta viðhorfi til einhvers sem allt- af hefur verið og þá sérstaklega þeg- ar um ræðir afar flókið svið. Tilgangurinn með upplýsinga- söfnun í gagnabanka er að skoða hvar heimurinn stendur og skoða hvort næg þekking sé til staðar til að leggja grunn að breytingum á með- ferð í þá veru að hefja almennt skipulagðar tilraunalækningar. Komi í ljós að næg þekking er til þá mun verða óskað eftir því hjá WHO að stofnunin tali fyrir stefnu- breytingu og komi að skipulagningu verksins. Róið Íslendingar, nú er lag Nú hefur íslensk þjóð fengið í hendur umboð frá WHO og stuðning frá Evrópuráði til að láta mjög gott af sér leiða á alþjóðavettvangi. Við getum fylgt málum þannig eftir að stórt stökk verður tekið í lækning- armálum mænuskaðans fyrir nánast smápeninga. Til að svo megi verða þurfa íslensk stjórnvöld enn og aftur að leggjast á sveif með mér og þeim læknum og vísindamönnum sem að baki mér standa og nota aðstöðu sína á er- lendum vettvangi til kynningar á upplýsingaöfluninni svo gagnabanki um mænuskaða megi verða sá grunnur og sú sýn sem að var stefnt. Á þeirri grýttu leið sem ég hef fet- að undanfarin áratug þá hafa Íslend- ingar, jafnt háir sem lágir, rétt mér hjálparhönd. Kann ég ykkur öllum bestu þakkir fyrir. Einkum vil ég þó þakka Jóni Kristjánssyni fráfarandi heilbrigðisráðherra en vegna heið- arleika hans og kjarks varð gagna- banki um mænuskaða að veruleika. Gagnabanki um mænuskaða Auður Guðjónsdóttir fjallar um gagnabanka um mænuskaða og upphaf hans ’Nú hefur íslensk þjóðfengið í hendur umboð frá WHO og stuðning frá Evrópuráði til að láta mjög gott af sér leiða á alþjóðavettvangi.‘ Auður Guðjónsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur kvað nýverið upp dóma í tveimur málum, þar sem sami portúgalski starfsmaðurinn kemur við sögu. Í fyrra málinu var vertakafyrirtækið Impregilo sýknað af kröfum um framlög í sjúkrasjóð m.a. vegna þessa tiltekna manns, þar sem hann hafi verið útsendur starfsmaður portú- galskrar starfs- mannaleigu og um rétt- arstöðu hans fari því samkvæmt lögum um útsenda starfsmenn nr. 54/2001. Þessi nið- urstaða er í fullu sam- ræmi við fjölda dóma Evrópudómstólsins, sem hefur talið það fara í bága við grunnreglur Rómarsáttmálans um frjáls þjónustuvið- skipti, ef innheimta ætti tryggingariðgjöld vegna útsendra starfsmanna í vinnu- landinu fyrir sama tímabil og fyrir hliðatæða tryggingarvernd og þeim er séð fyrir í heimalandinu. Í ráðningarsamningi Portúgalans við starfsmannaleiguna var hann sagður smiður. Hvorki hafði þó Im- pregilo óskað eftir smiðum, né starf- aði hann sem slíkur við framkvæmd- irnar. Hann var ósáttur við það og tók Samiðn að sér að innheimta kröfu hans um smiðslaun. Það gefur annars alvarlegu máli kímilegt yfirbragð að sama félag hafi áður kært marga suðræna starfsfélaga Portúgalans til lögreglu fyrir ætlað brot á iðnaðarlögum; þeir höfðu unn- ið m.a. sem smiðir án staðfestingar á iðnréttindum, sem Suður-Evrópu- mönnum mun þó nær ógerlegt að fá. Samiðn stefndi því næst Impregilo og byggði á því, að þjónustusamning- urinn væri til málamynda – starfs- mannaleigan væri ekkert annað en ráðningarþjónusta og hann því starfsmaður Impregilo, sem bæri að greiða honum smiðslaun. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á þetta sjónarmið og hafnaði því að starfsmaðurinn væri útsendur starfsmaður þjónustuveitandans og taldi íslensk lög þar um ekki eiga við um hann. Þessi niðurstaða er alger- lega öndverð dómnum sem vitnað er til hér að framan, þar sem stefn- andi og starfsfélagar hans voru einmitt taldir útsendir í merkingu ís- lenskra laga. Dómarinn byggir niðurstöðu sína á því, að í ráðningarsamningi stefnanda hafi komið fram að hann væri ráð- inn til starfa hjá Im- pregilo við fram- kvæmdirnar við Kárahnjúka. Tilgrein- ing starfsmannaleig- unnar sem vinnuveitanda hafi því bersýnilega verið til málamynda, þótt hún hafi ráðið hann, tryggt og greitt laun s.s. gerist í þessari starf- semi. Það er því rétt athugað hjá leið- arahöfundi Morgunblaðsins, að verði þessi niðurstaða í síðarnefnda máli staðfest í Hæstarétti, hefur skapast ný réttarstaða á þessu sviði. Þar sem skylt er að tilgreina vinnustað í ráðn- ingarsamningum sýnist niðurstaðan í seinni dómnum fela það í sér að starfsmenn starfsmannaleigu verði aldrei taldir hennar starfsmenn held- ur þess fyrirtækis sem nýtir sér þjónustuna. Það sé vinnuveitandinn og að því megi beina öllum kröfum sem hlýst af vinnu starfsmannsins. Þessi niðurstaða felur efnislega í sér almennt bann við starfsemi starfsmannaleiga, þar sem hlutverk þeirra yrði takmarkað við einfalda ráðningarþjónustu. Sú niðurstaða yrði afar athyglisverð, einkum í ljósi þess að nýverið setti Alþingi lög um starfsmannaleigur, þar sem hlut- verkið er m.a. skýrt, þannig: „Þjón- ustufyrirtæki sem samkvæmt samn- ingi leigir út starfsmenn sína gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnu- stað notendafyrirtækis undir verk- stjórn þess síðarnefnda.“ Tæpast hefur löggjafinn ætlað þessum nýju lögum að verða gild- islausum frá upphafi, enda ljóst að þjónusta starfsmannaleiga er við- urkennd og vernduð af ýmsum ákvæðum EES-samningsins. Blasir raunar við að slík takmörkun á þess- ari tegund þjónustuviðskipta, sem leiddi af staðfestingu síðari héraðs- dómsins, fer í bága við skuldbind- ingar Íslands skv. EES-samn- ingnum. Það er sérstök staða þegar sami dómstóll hefur dæmt sama mann bæði útsendan starfsmanna og ekki. Réttaróvissa verður tæpast meiri. Því er augljóst að Hæstaréttar bíður að skera úr um það, hvort þjón- usta starfsmannaleigu skv. þar um gildandi löggjöf sé eftir allt saman ólögmæt á Íslandi, einu Evrópu- landa. Deila dómarar? Þórarinn V. Þórarinsson fjallar um tvo dóma, sem Hæstiréttur á eftir að taka tillit til ’Því er augljóst aðHæstaréttar bíður að skera úr um það, hvort þjónusta starfsmanna- leigu skv. þar um gild- andi löggjöf sé eftir allt saman ólögmæt á Íslandi, einu Evrópulanda.‘ Þórarinn V. Þórarinsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. GÓÐIR skólar eru eftirsókn- arverðir; svo einfalt er það! Skóla- rannsóknir hafa beint sjónum að þessari einföldu stað- reynd og ný niður- staða fræðimannanna Csikszentmihalyi og Rathunde frá 2005 á fjölda skóla með ýms- um rekstrarformum og með ýmsum skóla- stefnum er skýr; gæði skóla ráðast fyrst og fremst af kennslu- fræðilegri sýn skólans skýrri uppeldishug- sjón þar sem orð og athafnir fylgjast að í öllu skólastarfinu. Allir skólar geta því vitaskuld verið góðir skólar um það er ekki deilt. Hins vegar eru önnur mik- ilvæg atriði tengd ólíkum rekstrar- formum skóla sem skipta miklu máli fyr- ir skólasamfélagið: Fjölbreytt rekstr- ar- og fagstarf Sjálfstæðir skólar (independent schools) sem reknir eru af öðrum aðilum en hinu opinbera, geta eðli málsins samkvæmt skapað fjölbreytni í fagstarfi skóla, bæði kennslufræðilega og þjónustulega séð. Þegar allt forræði skólans, bæði ábyrgð og vald, er innan dyra er auðvelt að skapa fjölbreytni; bregðast hratt við möguleikum og ógnunum svo og að prófa og tilraunakeyra nýjungar sem stórt skólakerfi þarf langan tíma til að skoða og ákvarða. Þann- ig hafa nánast allir sjálfstæðir grunnskólar Evrópu verið stofnaðir um uppeldishugsjónir sem ekki hafa fundið náð í hinu stóra kerfi á sínum tíma. Sjálfstæðir skólar eiga meira að segja líf sitt undir fjöl- breytni og gæðum því án þess geta þeir ekki varið tilvist sína og verða ekki fyrir valinu af hálfu foreldra og nemenda. Þannig verða sjálf- stætt reknir skólar að standa fyrir skýrri kennslufræðilegri sýn með tilheyrandi framkvæmdum, op- inberu skólarnir geta vitaskuld einnig staðið fyrir slíkum gæðum en þeir eiga ekki líf sitt undir því á sama hátt! Jafnrétti kynjanna Sjálfstæðir skólar geta jafnað aðstöðumuninn milli kvenna og karla í at- vinnulífinu þar sem þeir geta verið vett- vangur fyrir konur til að taka völdin í eigin hendur. Með sjálf- stæðum rekstri geta þær skapað sjálfar sinn starfslega veru- leika og starfskjör á sviði þar sem þær axla hvort eð er mesta ábyrgð. Karlar vinna aðeins í 22% tilvika hjá hinu opinbera enda hafa karlastörfin færst í æ ríkari mæli út í sjálfstæðan rekstur á síðustu áratugum. Konur eru hins vegar í 57% tilvika starfandi undir opinberri stjórn þar sem hefðbundnu kvennastörfin hafa ekki enn öðlast frelsi frá miðstýrðu ríkis- eða sveitarfélagavaldi. Byggðamál Sjálfstæðir skólar geta gefið fólki á fá- mennum stöðum vald til að ákvarða sjálf hvort lítill skóli sé rek- inn í byggðarlaginu þó svo að annar stór sé í nálægum þéttbýlis- kjarna. Í Danmörku hafa foreldrar gripið til þess ráðs að stofna sjálfstæðan skóla þegar sveitarfélög hafa verið sameinuð og litli skólinn hefur átt að víkja. Slíkur kostur hefði verið lausn fyrir Húsabakkaskóla í Svarfaðardal sem lagður var niður fyrir ári eftir miklar deilur. Lágt rekstrarframlag til sjálfstæðra skóla á Íslandi veldur þó því að þessi leið er miklu ógreiðfærari en í nágrannalöndunum sem tryggja sjálfstæðum skólum frá 85% og upp í 100% af því framlagi sem op- inberir skólar fá á hvern nemanda. Frumvarpi fagnað Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á grunnskólalögum þar sem sjálf- stætt reknum grunnskólum er í fyrsta sinni tryggt opinbert fjár- magn og er það mikið fagnaðar- efni. Í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að hvert sveitarfélag greiði lágmarksframlag með hverjum nemanda sem fer í sjálfstæðan skóla eða 70–75% af landsmeð- alkostnaði. Samtök sjálfstæðra skóla hafa lagt til þá breytingu að 80–85% meðalkostnaðar fylgi hverjum nemanda til að tryggja að skólagjöld foreldra lækki verulega frá því sem nú er. Síðan hefur hvert sveitarfélag val um að greiða meira með hverjum nemanda svo ekki komi til neinna skólagjalda í sjálfstæðum skóla umfram það sem opinberu skólarnir innheimta sjálf- ir s.s. fæði- og tómstundastarf. En hvað sem prósentum líður og þó svo að margt sé enn ónefnt sem þarf til að tryggja jafnræði allra skóla, er frumvarp Þorgerðar Katrínar afar mikilvægt skref á langri leið í átt að skólajafnrétti og menntunarfrelsi og því ber að fagna af heilum huga! Hvað geta sjálf- stætt reknir skólar sem opinberu skól- arnir geta ekki? Margrét Pála Ólafsdóttir fjallar um skóla og lagabreytingar Margrét Pála Ólafsdóttir ’Menntamála-ráðherra hefur lagt fram frum- varp til breyt- inga á grunn- skólalögum þar sem sjálfstætt reknum grunn- skólum er í fyrsta sinni tryggt opinbert fjármagn og er það mikið fagn- aðarefni.‘ Höfundur er skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar og formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Mark- lund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.