Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að er skiljanlegt að
ungir og efnilegir
menn vilji frekar
vinna í bönkum en á
vettvangi stjórnmála.
Bæði eru launin talsvert hærri í
bönkunum, og eins hitt, að völd
og áhrif eru þar mun meiri en á
Alþingi. Og það eru blessaðir
stjórnmálamennirnir sjálfir sem
hafa komið málum svo fyrir. Þeir
báru ekki gæfu til að koma sér
saman um leikreglur í viðskipta-
lífinu og hafa fyrir bragðið glutr-
að völdum og áhrifum í hendur
auðjöfra og kaupahéðna. Með
framgöngu sinni undanfarin
misseri hafa íslenskir stjórn-
málamenn líka glatað virðingu
alennings. Menn bera miklu
meiri virðingu fyrir þeim sem
eiga peninga. Því skyldu þá ung-
ir og hæfileikaríkir menn sækj-
ast eftir frama á vettvangi
stjórnmálanna?
Einn kostur felst þó í því að
leggja fyrir sig stjórnmál. Menn
geta nefnilega alltaf átt von á að
komast í skemmtilegt og þægi-
legt starf í utanríkisþjónustunni
að lokinni þingmennsku, með til-
heyrandi ferðalögum og kokteil-
boðum.
Hún er enn fersk í minni,
myndin af sendiherranum ný-
bakaða, sem á haustdögum knúði
dyra í höllu Svíakóngs til að af-
henda trúnaðarbréfið. Þarna
steig hann út úr hestvagninum,
glaðbeittur og reffilegur, með
pípuhatt á höfði og brosti allan
hringinn. Hann var líka laus úr
argaþvargi Alþingis, og þurfti
ekki að hafa áhyggjur af kjós-
endum í næstu kosningum.
En um leið var þessi mynd
hlægileg og í raun absúrd. Satt
að segja hélt ég í fyrstu að ég
hefði dottið óvart inn í heim-
ildamynd um danska æv-
intýraskáldið H.C. Andersen.
Sendiherrann, til þess að gera
ungur að aldri af uppgjafa
stjórnmálamanni að vera, pass-
aði einhvern veginn ekki inn í
þetta umhverfi. Og ósjálfrátt
spyr maður sig: Hvað er mað-
urinn eiginlega að gera þarna?
Nú vil ég ekki gera lítið úr
hlutverki utanríkisþjónustunnar.
Þar hefur margt göfugt starfið
verið unnið til blessunar fyrir
land og þjóð. Þetta er hins vegar
spurning um forgangsröðun.
Hversu brýnt hagsmunamál er
það til dæmis fyrir þjóðina að
opna sendiráð á Indlandi, á sama
tíma og aldraðir þegnar þessa
lands eru á hrakhólum? Það er
nefnilega sorgleg staðreynd að í
einu ríkasta þjóðfélagi heims
hefur enn ekki tekist að tryggja
öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
Finna stjónmálamenn ekki til
ábyrgðar vegna þessa ástands?
Er það virkilega svo að sendiráð
á Indlandi og í Afríku skipti
þjóðina meira máli en mannsæm-
andi aðbúnaður aldraðra? Þetta
er fólk sem hefur lokið ævistarfi
sínu og byggt upp það alls-
nægtaþjóðfélag sem við búum nú
við. Á það ekki betra skilið?
Ef þetta er spurning um at-
kvæði í næstu kosningum má
benda stjórnmálamönnum á að
hópur eldri borgara fer sívaxandi
í þjóðfélaginu og myndi muna
um minna ef þetta fólk tæki sig
saman og stofnaði stjórnmálaafl
til að koma fram hagsmuna-
málum sínum. Ætli myndu þá
ekki renna tvær grímur á suma?
Og er það sæmandi í alls-
nægtaþjóðfélaginu að sjúklingar
skuli þurfa að bíða í marga mán-
uði eftir nauðsynlegri lækn-
isaðstoð, eins og raunin er til
dæmis hjá hjartasjúklingum?
Nú er lag fyrir Framsókn-
arflokkinn og nýjan heilbrigð-
isráðherra að bæta ímynd sína
og beita sér í þágu sjúkra og
aldraðra. Og raunar er lag fyrir
stjórnvöld að snúa baki við prjál-
inu og taka á málum sem raun-
verulega skipta þjóðina ein-
hverju máli. Eitt væri til dæmis
að fækka sendiráðum og spara
með því nokkra milljarða, sem
nýta mætti í þágu sjúkra og
aldraðra.
En tökum upp léttara hjal. Nú
hugleiða stjórnvöld, bæði hjá ríki
og borg, að henda milljónum
króna í að reisa hér friðarsúlu í
minningu hins mæta tónlistar-
manns og friðarsinna Johns Len-
nons. Ég skal játa að þessi hug-
mynd kitlar hégómagirndina,
einkum og sér í lagi þar sem
Lennon var alltaf „minn maður“
í poppinu hér í eina tíð. Einn
helsti bítlasérfræðingur landsins,
Ingólfur Margeirsson blaðamað-
ur og rithöfundur, hefur hins
vegar bent á að Viðey sé ef til
vill ekki heppilegasti staðurinn
fyrir þessa súlu. Í gagnmerkri
grein í Morgunblaðinu nýverið
bendir Ingólfur réttilega á að
Viðey sé ekki hvaða staður sem
er og segir meðal annars:
„Viðey er stór þáttur af sögu
Íslendinga og þjóðháttum og ber
að koma fram við staðinn af virð-
ingu og þekkingu. Stjórnvöld
eiga að vita betur en svo að þar
sé hægt að rusla upp einhverri
glersúlu í stað þess að sýna
henni þann sóma að minnast
sögu eyjunnar á viðeigandi hátt.
Nú, á tímum útrásar og pen-
ingagræðgi, þar sem hvert
krummaskuð öskrar á álverk-
smiðjur, er athyglisvert að fylgj-
ast með í fréttum þeim draum-
sýnum ráðamanna landsins, að
glersúla Ono eigi eftir að marg-
falda túristastraum til landsins
og stórauka þjóðartekjur. Bull,
segi ég.“
Í niðurlagi greinarinnar
hnykkir Ingólfur enn á þessari
skoðun sinni og segir: „Það er
kominn tími til, að ráðamenn
borgar og ríkis uppgötvi að
eyjan er ekki poppminjasafn,
heldur geymir sögu menningar
og atvinnulífs og einnig sögu
borgar og ríkis. Þar að auki er
eyjan órjúfanlegur hluti af sögu
hinnar merku Stephensenættar
sem mjög tengist heildarsögu Ís-
lands. Viljum við sögulega menn-
ingu í Viðey, sögusafn og sýn-
ingar eða súlustað Yoko Ono?
Verðið er líklega áþekkt.“
Ég verð að játa að ég tek und-
ir sjónarmið bítlasérfærðingsins,
með fullri virðingu fyrir minn-
ingu Lennons.
Góðar stundir!
Um daginn
og veginn
Satt að segja hélt ég í fyrstu að ég hefði
dottið óvart inn í heimildamynd um
danska ævintýraskáldið H.C. Andersen.
svg@mbl.is
VIÐHORF
Sveinn Guðjónsson
FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópa-
vogs fyrir árið 2006 gerði ráð fyrir
um 2 milljarða rekstrarafgangi sam-
stæðu bæjarins. Já, lesandi góður,
þetta er ekki prent-
villa, tveir milljarðar.
Endurskoðun gerir
ráð fyrir að afgang-
urinn verði aðeins 1,3
milljarðar, sem eru
engu að síður miklir
peningar. Og það sem
meira er, 3ja ára áætl-
un gerir ráð fyrir
svipuðum eða heldur
meiri afgangi næstu
árin. Maður skyldi
ætla að bæjarfélag
sem stæði eftir með
allt þetta fé væri þeg-
ar búið að leysa öll fé-
lagsleg mál, gera leik-
skólann gjaldfrjálsan,
gera skólamáltíðir
ókeypis, gefa öllum
börnum kost á
íþrótta- og tóm-
stundaiðkun án gjald-
töku, lækka gjöld fyr-
ir tónlistarnám, fella niður
fasteignagjöld eldri borgara, bjóða
eldri borgurum almennilega akst-
ursþjónustu, byggja hjúkr-
unarheimili, greiða mannsæmandi
laun til umönnunarstétta og svo
mætti telja áfram. En nei. Kópavog-
ur gerir ekkert af þessu.
Að svelta sig til fjár
Núverandi meirihluti telur það til
sinna mestu kosta, í miðju „góð-
ærinu“, að svelta sig til fjár! Reynd-
ar hafa forkólfarnir gefið út bækling
þar sem þeir reyna að
telja bæjarbúum trú um
að álögur og gjöld á þá
hafi lækkað. Helsti ár-
angurinn af þeirri út-
gáfustarfsemi var háðu-
leg útreið sem
Kópavogur fékk í sam-
antekt ASÍ á þjón-
ustugjöldum barnafjöl-
skyldna. Mér segir svo
hugur að svipað yrði
uppi á teningnum ef
skoðuð yrðu gjöld og
þjónusta sem öðrum
bæjarbúum stendur til
boða.
Hvað kostar félagsleg
velferð?
En þarf þetta að vera
svona? Er virkilega svo
dýrt að halda úti sjálf-
sagðri þjónustu við
íbúana að eitt stönd-
ugasta sveitarfélag
landsins hafi ekki efni á því? Nei,
það er bara ekki pólitískur vilji til að
gera betur. Skoðum dæmið aðeins
betur, hvað kosta hlutirnir?
Það myndi kosta bæinn ríflega
420 milljónir á ári að gera leik-
skólann gjaldfrjálsan.
Það myndi kosta bæinn um 180
milljónir á ári að bjóða börnum
ókeypis skólamáltíðir.
Það myndi kosta bæinn um 65
milljónir á ári að fella niður gjöld
í dægradvöl (eftir skóla)
Það myndi kosta bæinn 160 millj-
ónir á ári að veita öllum grunn-
skólabörnum allt að 40.000 króna
styrk til íþrótta- og tómstunda-
starfa.
Það myndi kosta 500–600 millj-
ónir að byggja 50 hjúkrunarrými
með viðbyggingu við Hjúkr-
unarheimilið Sunnuhlíð, upphæð
sem líklega yrði dreift á 2–3 ár.
Vilji til að breyta
Þó að allar þessar upphæðir yrðu
teknar inn á einu ári, yrði samt eftir
afgangur upp á nokkur hundruð
milljónir. Framkvæmd á þessum til-
lögum er því ekki spurning um getu,
heldur vilja. Pólitískur vilji er allt
sem þarf.
Bæjarbúar fá tækifæri í vor til að
gera upp við sig hvort þeir vilja búa í
sveitarfélagi sem leggur áherslu á
þjónustu við íbúana á félagslegum
grunni. Hvort við gerum bæinn að
fyrirmynd annarra sveitarfélaga
hvað þjónustu snertir. Atkvæði
greitt V-listanum í vor, er krafa um
breytta stefnu í fjölskyldu- og vel-
ferðarmálum.
Að svelta sig til fjár, eða
félagslega uppbyggingu?
Ólafur Þór Gunnarsson
fjallar um bæjarstjórnarmál
í Kópavogi
’Framkvæmd áþessum tillögum
er því ekki spurn-
ing um getu,
heldur vilja.‘
Ólafur Þór Gunnarsson
Höfundur er öldrunarlæknir og
skipar 1. sæti V-listans í Kópavogi.
ÞAÐ hefur lengi verið siður á Ís-
landi að búa til grýlur til að hræða
börn. Ingvar Gíslason býr sér til eina
slíka í Morgunblaðinu 8. mars sl. og
nefnir hana Guðmund Hálfdánarson.
Þar sem einhver kynni
að blanda skoðunum
þessa Guðmundar sam-
an við mínar, þó ekki
væri fyrir annað en
nafn og starfsstétt und-
irritaðs, þá sé ég mig
tilneyddan til að bera af
mér ásakanir um fjand-
skap við íslenska tungu.
Í fyrsta lagi hefur
aldrei hvarflað að mér
að hvetja Íslendinga til
að gera ensku að þjóð-
tungu sinni. Ég hef tal-
ið mér skylt og reyndar
ljúft ekki aðeins að tala
og skrifa á þessu ágæta máli, heldur
að leggja mitt af mörkum við að
skapa lifandi umræðu í minni fræði-
grein á íslensku.
Í öðru lagi hef ég engin horn í síðu
málræktar eða þess starfs sem unnið
er af íslenskum málnefndum, mál-
stöðvum og kennurum. Þvert á móti
tel ég gríðarlega mikilvægt að rann-
saka sögu íslenskunnar, opna fjár-
sjóði íslenskrar menningar fyrir nú-
tímafólki, kenna uppvaxandi
kynslóðum að beita íslenskunni eftir
þeim reglum sem um málið gilda og
þjálfa alla sem búa í þessu landi í að
tjá sig á skiljanlegri íslensku. Í
kennslu minni reyni ég af fremsta
megni að leggja mín lóð á þessa vog-
arskál. Þetta er auðvitað ekki sér-
íslenskt áhugamál, enda er góð þekk-
ing á einu tungumáli forsenda þess að
fólk geti lært önnur.
Í þriðja lagi, og þar greinir okkur
Ingvar á, tel ég ekki að verndun ís-
lenskunnar eigi að vera helsta mark-
mið íslenskrar málstefnu, a.m.k. ekki
ef með þessu er átt við það að við-
halda tungumálinu óbreyttu. Ólíkt
Ingvari, sem segir að mál síns fólks
hafi lítið breyst í meira en 200 ár,
þykist ég merkja stöðugar breyt-
ingar á töluðu máli í kringum mig. Ef
við gluggum í útgáfur á fornum sög-
um sjáum við líka fljótt að því fer
fjarri að sú tunga sem þar birtist sé
auðskiljanleg hverjum nútíma Ís-
lendingi. Þetta þarf ekki að koma á
óvart, enda væri sannarlega ástæða
til að óttast um framtíð íslenskunnar
ef hún hefði breyst jafn
lítið á undanförnum
þúsund árum og stund-
um er haldið fram.
Í fjórða lagi hef ég
gagnrýnt þá skilgrein-
ingu á hugtakinu „Ís-
lendingur“ að til þess
hóps manna teljist þeir
einir sem tali íslensku
eins og hún er skil-
greind eftir opinberum
stöðlum. Staðreyndin
er sú að fjölmargir Ís-
lendingar tala „rangt“
mál, hvort sem það er
vegna þess að þeir hafa
lært málið seint (t.d. innflytjendur og
aðrir Íslendingar sem alist hafa upp
erlendis) eða þeir hafa alls ekki lagt
sig eftir að tala tungu Sigurðar Nor-
dals hvað þá Snorra Sturlusonar.
Þeim fer fjölgandi sem fylla fyrri
flokkinn, en hinn síðari hefur alltaf
verið til. Þær áhyggjur sem ýmsir
hafa af framtíð málsins nú stafa ekki
síst af því að æ stærri hluti Íslend-
inga tjáir sig opinberlega, enda verða
skil opinberrar tjáningar og einka-
samtala á tímum bloggs og tölvupósts
sífellt óljósari. Þetta hefur hvort
tveggja í för með sér að nú heyrist í
fólki á opinberum vettvangi sem áður
var þögult og að nú birtist þar málfar
sem áður var aðeins notað í samræð-
um og því finnst sumum að tungunni
hnigni hratt.
Hvers vegna skyldum við láta okk-
ur annt um tungumál smáþjóðar?
spurði Matthías Johannessen á mál-
þingi sem haldið var fyrir skemmstu
um stöðu íslenskunnar. Því svara ég
þannig að tungumál eru grunnþáttur
menningarinnar, og eru þar með
undirstaða mennskunnar. Menningin
nærist á fjölbreytni og lífið yrði óþol-
andi ef allir jarðarbúar tækju að tala
einhvers konar „pidginensku“. Eins
er ljóst að tungumál hafa hrunið, og
því er jafnvel haldið fram að um
helmingur þeirra 6.000 tungumála
sem notuð eru í heiminum nú séu í
bráðri útrýmingarhættu. Ég held þó
að það sé fullsnemmt að setja íslensk-
una á þennan válista, en tek heilshug-
ar undir með Ingvari að hrun íslensk-
unnar yrði menningarslys.
En hverjir eru skæðustu and-
skotar íslenskrar tungu? Að mati
Ingvars eru það, auk undirritaðs,
helst svonefndir Evrópusinnar, en af
grein hans má ráða að hann telur
bæði óskorað fullveldi Íslands einu
tryggingu þess að íslenskan lifi og
Evrópusambandið dyggasta mál-
svara enskunnar í heiminum. Þetta
þykja mér heldur kyndug fræði, því
að ég veit ekki betur en að íslenskan
hafi þrifist ágætlega í árhundruð
undir erlendri stjórn og að það sem
Ingvar kallar „Bandaríki Evrópu“
eyði formúum ár hvert til að styrkja
tungumálaflóru álfunnar. Mennta-
áætlanir ESB hafa m.a. stutt dyggi-
lega við þýðingarstarfsemi í Háskóla
Íslands, enda njóta lítt útbreidd og
lítt kennd tungumál forgangs í áætl-
unum þess.
Málflutningur Ingvars Gíslasonar
er gott dæmi um þær ógöngur sem
umræður um stöðu íslenskunnar vilja
rata í, því að tungumálið vill oft verða
að pólitísku tákni í hugum fólks, ef
ekki pólitísku skálkaskjóli, í stað þess
að vera lifandi samskiptatæki. Frek-
ar en að endurnýja stöðugt goðsagnir
um óbreytanleika íslenskunnar held
ég að við ættum að einbeita okkur að
því að styrkja rannsóknir á breyt-
ingum hennar og kennslu í málinu,
þannig að þeir sem vilja ná góðum
tökum á því eigi þess kost hvort sem
þeir eru fæddir Íslendingar, hafa
áhuga á að setjast hér að, eða vilja
læra tungumálið af einskærum
áhuga.
Af grýlum og öðrum
óvinum tungunnar
Guðmundur Hálfdanarson
svarar grein
Ingvars Gíslasonar
’Málflutningur IngvarsGíslasonar er gott dæmi
um þær ógöngur sem
umræður um stöðu
íslenskunnar vilja
rata í …‘
Guðmundur
Hálfdanarson
Höfundur er prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands.