Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 39 MINNINGAR við þrjár, ég, Anna og Nanný áttum saman. Það var mikið spjallað og hlegið og oft langt fram á nótt, því það áttum við allar sameiginlegt, við vorum miklar næturdrottningar! Einnig hafa þær mæðgur tengst minni fjölskyldu mikið og það er sjálfsagt ekki algengt að mæður vinkvenna tengist jafn vel og mæð- ur okkar Önnu. Þær urðu góðar vin- konur og gerðu ýmislegt skemmti- legt saman í gegnum tíðina. Einnig áttum við allar fjórar frábærar stundir saman, ljónin tvö og drek- arnir tveir. Nanný hafði einmitt mikla trú og skoðanir á stjörnu- merkjunum. Fyrir þessar samveru- stundir verður seint fullþakkað og því miður voru þær ekki nógu marg- ar í seinni tíð. Eitt var það sem einkenndi Nanný öðru fremur og það var gjaf- mildi hennar og rausnarskapur sem átti sér engin takmörk. Einhvern veginn ímynda ég mér að hún hafi aldrei farið út úr húsi án þess að einhver gjöf leyndist í tösku eða vasa, bara svona til öryggis. Þeir eru ófáir pakkarnir af „klukku- nammi“ (After Eight) sem hafa rat- að inn á mitt heimili því Nanný fann það fljótt út að elsta syni mínum þætti það verulega gott. Það fylgdi líka alltaf með að hann mætti sko borða það þegar hann vildi. Elskulegu systkini og fjölskyldur, ykkar missir er mestur, en ég veit að þið eigið fullt af minningum um yndislega móður, tengdamóður og ekki síst ömmu. Það verða margir sem geta haldið minningu hennar á lofti fyrir litla Stefán Fannar sem aðeins fékk að njóta samvista við ömmu Nanný í tæpa fimm mánuði. Elsku Nanný mín, takk fyrir allt, þú markaðir spor í líf þeirra sem þú kynntist, hress og kát, umhyggju- söm og góð kona. Ég og fjölskylda mín þökkum henni ljúfa samfylgd og biðjum henni blessunar í nýjum heimkynn- um. Birna. Elsku Nanný mín, ég ákvað að skrifa þér nokkrar línur í stað sms- ins sem ég var að fara að senda þér í hádeginu á föstudag þegar mamma lét mig vita að þú værir farin frá okkur. Ég hef verið dofin og á erfitt með að hugsa til þess að sjá þig ekki meira í þessu lífi. Ég veit að þú ert komin til guðs og englanna og hefur fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Eftir stend ég sem hef verið svo lán- söm að hafa þekkt þig frá því ég fæddist og alltaf litið upp til þín og vinátta okkar var mér mjög mik- ilvæg, enda varst þú alltaf boðin og búin að gera allt fyrir alla, þú hugs- aðir alltaf um aðra en þig sjálfa. Þó að ég sé dofin vegna fráfalls þíns og sé ekki búin að meðtaka að heyra þig ekki gefa alla væntumþykjuna, hlýjuna, hláturinn, bjartsýnina, góðu ráðin og margt fleira, þá vil ég bara, elsku Nanný mín, þakka þér fyrir alla ómetanlegu vináttuna í gegnum árin. Þú ert algjör engill og ég veit að englarnir hafa tekið vel á móti þér og þú ert hvíldinni fegin eftir erfið veikindi. Ótrúlegt, þú fékkst greiningu og ert svo horfin sex vikum síðar og við sjáumst ekki meir. Ég veit að þú munt fylgjast vel með mér og krökkunum mínum. Ég mun biðja fyrir þér eins og við höfum oft gert fyrir hvor annarri. Við eigum eftir að hittast síðar og þá verður nú gaman að hittast á ný. Mér finnst svo ótrúlegt og skrítið að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig og á örugglega eftir að gera tilraun til þess. Ástarþakkir fyrir allt, elsku Nanný. Þér get ég aldrei fullþakkað fyrir mig. Einnig bið ég Guð og englana að vaka yfir Önnu, Einari, Steina og öðrum ásvinum, ekki síst sonar- dætrum þínum sem voru ómetan- legar og hafa misst bestu ömmu í heimi, einnig prinsinn hennar Önnu þinnar sem fær ekki að kynnast þér, en ég veit að minning þín verður varðveitt alla tíð. Guð veri með þér. Þín Olga Björk Ómarsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli í saumaklúbbnum. Í september sl. kvöddum við kæra vinkonu, Sig- ríði Jóhannesdóttur, og nú svo skömmu síðar kveðjum við aðra kæra vinkonu, Jóhönnu Stefaníu Einarsdóttur. Við höfum fylgst að í næstum hálfa öld, tekið þátt í lífi hver ann- arrar í blíðu og stríðu. Það er mikið tómarúm og við vitum varla hvernig við eigum að bregðast við. Nokkrar okkar kynntust í Kvennaskólanum í Reykjavík, þrjár unnu saman í Út- vegsbanka Íslands og sumar komu inn í saumaklúbbinn sem vinkonur annars staðar frá. Upphaflega vorum við níu. Ingi- björg Bergsveinsdóttir lést 1994. Dóra og Dúna búa erlendis svo nú erum við bara fjórar hérna heima, Else, Dinna, Kristín og Maja, sem þurfum að reyna að átta okkur og halda hópinn. Jóhanna, sem alltaf var kölluð Nanný, var sérlega hlý og tillitssöm manneskja og vildi öll- um svo vel. Gladdist með öðrum af öllu hjarta þegar vel gekk og var til staðar ef á þurfti að halda. Eigin- girni þekkti hún ekki. Hún var ákveðin og hafði skoðanir á mönn- um og málefnum. Nanný var einkar glaðlynd og eigum við eftir að sakna dillandi hláturs hennar. Aðalstarf hennar var kennsla í framhaldsskólum og barnaskólum og við vitum að margir nemendur hennar héldu sambandi við hana löngu eftir að þeir luku námi. Hún las líka með nemendum sem þurftu á því að halda og kenndi fólki sem ekki gat stundað hefðbundið nám. Hún vann á sambýlum og með fötl- uðu fólki nú hin síðari ár eftir að hún hætti kennslu. Þar nutu mann- kostir hennar sín sérlega vel. Við vinkonurnar töluðum um allt og ýmsa drauma okkar líka. Nan- nýjar draumur var að opna kaffihús og vitum við að þar hefði verið á boðstólum heimsins besta bakkelsi og nóg af því. Eins dreymdi hana um að dvelja í Danmörku „si svona“ (eins og hún sagði) þegar starfs- ævinni lyki. Hún dvaldi þar á yngri árum og átti þar marga vini. Elskaði allt sem danskt var. Sumir draumar rætast ekki. Það var svolítið skrítið að allar vorum við mjög svo hrifnar af öllu dönsku svona af ýmsum ástæðum. Ekki síst af tungumálinu. Við slóg- um endalaust um okkur með dönskuslettum eða setningum okk- ur til mikillar skemmtunar. Við geymum minningar um „dej- lige dage“ í sumarbústöðum hér heima og við hlökkuðum alltaf til „en hyggelig aften“ í saumaklúbbn- um síunga. Tvisvar fórum við allar saman til „Köben“ og það voru dýrðardagar sem aldrei gleymast. Síðari ferðin var farin í september 2005. Litli dóttursonurinn Stefán Fann- ar fékk ekki að njóta ömmu sinnar nema stuttan tíma en það fengu sonardæturnar Þórunn María og Valgerður Anna. Þær voru mjög hændar að henni, gistu oft og fóru þær stöllur þá ósjaldan saman í bæjarferðir og bíó og skemmti amma sér stórkostlega. Við þökkum vinkonu okkar sam- fylgdina og vottum Einari, Önnu, Þorsteini og fjölskyldum þeirra innilega samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Saumaklúbburinn. Þegar góður vinur er svo skyndi- lega hrifinn á brott í blóma lífsins er sem kvarnist úr múrum þeirrar byggingar sem grunnur var lagður að á vordögum og geymir þau verð- mæti sem hvorki ryð né mölur fær grandað. Við kynntumst í átta ára bekk fyrir nærri hálfri öld og vorum samtíða all- an grunnskólann í Varmalandsskóla. Klemenz var eftirtektarverður fyrir margra hluta sakir, afburðanemandi sem lét lítið yfir sér, traustur, hæg- látur og hlýr í framkomu. Þessir eðl- isþættir hans áttu ekki eftir að breyt- ast þó árunum fjölgaði. Alltaf heill í gegn hvernig sem á stóð og þó vitað væri að hann ætti stundum erfiða daga. Hann valdi lífsstarfið ungur, að gerast bóndi á heimajörð sinni, eftir nám á Hvanneyri fyrir um þrjátíu ár- um. Í seinni tíð talaði hann stundum um að hann langaði til að hætta að búa og fara að gera eitthvað allt ann- að, en sveitin togaði þó alltaf í hann. Jafnvel þó hann hefði látið drauminn um að læra til prests rætast þá sagð- ist hann hefði kosið að gerast sveita- prestur þar sem Ragnheiður gæti verið með hestana sína. Ekki er að efa að hann hefði orðið jafn góður prestur og hann var bóndi. Natni þeirra Klemenzar og Ragn- heiðar við dýr hefur skilað sér vel en Dýrastaðabúið hefur lengi verið með afurðahæstu búum landsins. Í efstu sætum í fallþunga yfir skýrslufærð fjárbú í Borgarfirði til margra ára og einnig eitt afurðahæsta kúabú lands- ins. Heimilið á Dýrastöðum er í þjóð- braut og margir eiga þar leið um, skólasystkini og vinir eða vandalausir með bilaða bíla. Allir hafa átt vísa gestrisni og hjálpsemi þeirra Klem- enzar og Ragnheiðar sem töldu ekki eftir sér að liðsinna fólki. Margs er að minnast og þakka á kveðjustund. Notalegar og uppörv- andi línur á jólakortum liðinna ára, uppbyggilegar samræður í síma, heimsóknir og móttökur og þá velvild sem Klemenz sýndi mér og mínum alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Ragnheiður mín, stóra stráksins Hlyns og Heimis sem enn er svo ung- ur en minnir um svo margt á föður sinn í háttum og tali eins og hann var á hans aldri. Arnheiður Guðlaugsdóttir. Það sló mig í hjartastað að fá fregnir af andláti míns góða vinar Klemenzar á Dýrastöðum. Fyrir 21 ári síðan lá leið mín að Dýrastöðum á fallegum janúardegi þegar Borgar- fjörðurinn skartaði sínu fegursta. Ég bankaði upp á og til dyra komu hjón sem tóku einstaklega hlýlega á móti mér og eins og þau hefðu þekkt mig alla tíð. Ég var svo lánsöm að vera send til þeirra í verknámsdvöl frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Það lýsir ljúfu hjartalagi þeirra hjónanna á Dýrastöðum að þau tóku á móti mér með stuttum fyrirvara og undir dálít- ið sérstökum kringumstæðum. Það verður seint fullþakkað. Dvöl mín hjá þeim var afar lærdómsrík og betri stað til að vera á var ekki hægt að hugsa sér. Klemenz var minn leið- beinandi og var óþreytandi í að út- skýra búskapinn, fræða og ræða hann fram og til baka. Aldrei man ég til þess að hann yrði þreyttur á nem- anum. Hann bauð mér alltaf með ef til stóð að fara á fundi eða heimsóknir til nágranna. Í slíkum ferðum voru málin líka alltaf krufin og ég frædd um byggðina í Borgarfirðinum. Ég varð þess fljótt áskynja í dvöl minni á Dýrastöðum að þar bjó fólk með ein- staka tilfinningu fyrir dýrum og bú- skap enda hefur bú þeirra Klemma og Ragnheiðar skipað sér í fremstu röð á landinu um langt árabil. Upp frá þessari dvöl minni hjá þeim hjónum á Dýrastöðum hef ég verið bundin þeim sterkum vináttu- böndum. Faðmlagið alltaf þétt þegar við hittumst. Klemenz var afar glögg- ur og víðsýnn maður og alltaf stutt í húmorinn. Í hvert skipti sem við hitt- umst var farið yfir sviðið vítt og breitt, búskapinn, fjölskylduna, þjóð- málin og dægurmálin almennt. Mig hefði aldrei órað fyrir því þeg- ar ég kvaddi á Dýrastöðum eftir skemmtilega dagstund síðastliðið sumar að það yrði síðasti fundur okk- ar Klemma. Hann glaðbeittur, útitek- inn og hraustlegur að sjá. Þannig verður minning mín um hann. Elsku Ragnheiður mín, Hlynur og Heimir, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður Guð vaka yfir ykkur í ykkar mikla harmi. Elín Einarsdóttir, Sólheimahjáleigu.  Fleiri minningargreinar um Klemenz Halldórsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ragnar Hjörleifsson; Ragnhildur Ösp og Kristín Sverrisdóttir. ✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist á Grundarlandi í Unadal í Skaga- firði, 15. september 1913. Hún lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund í Reykjavík 2. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðlaug Bjarna- dóttir og Sveinn Sigmundsson. Systkini Guðrúnar eru Rósa Bjarney, f. 1916, d. 1994, Anna Jóhanna, f. 1919, d. 1994, Jóna, f. 1924, Guð- jón Bjarni, f. 1926 og Páll Hall- dór, f. 1927. Guðrún giftist Jóni Helga Þor- grímssyni, f. 10. október 1895, d. 19. júlí 1969. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: Sigurlaug, f. 9. október 1932, d. 26. febrúar 1978, Þorleifur, f. 4. febrúar 1935, d. 2. mars 1993, og Ey- steinn, f. 5. maí 1937, búsettur á Hofsósi. Ömmubörn Guðrúnar eru 8 og langömmubörnin eru 20. Einnig ólst upp hjá Guðrúnu og Jóni, frá 4 ára aldri fram að fermingu, Þorkell Máni Antons- son, f. 2. ágúst 1946, d. 12. júní 1999. Guðrún og Jón hófu búskap á Bjarnastöðum í Unadal 1927 og bjuggu þar til 1948, þaðan fluttu þau á Gröf á Höfðaströnd og bjuggu þar frá 1948–1953. Árið 1953 keyptu þau jörðina Þönglas- kála í Hofsóshreppi og bjuggu þar. Árið 1973 fluttist Guðrún til Kópa- vogs og giftist Birni Eggertssyni, f. 7. október 1903, d. 8. apríl 1996, kjörsynir hans eru Sævar Björnsson og Eggert Páll Björnsson. Við fráfall Sig- urlaugar, dóttur Guðrúnar, árið 1978, tóku Guðrún og Björn að sér son Sigurlaugar, Gunnar Andra Þórisson, sem þá var tíu ára og ólu hann upp. Guðrún starfaði mikið með eldri borgurum, hún var gjald- keri í kór eldri borgara í Kópa- vogi og síðar formaður kórsins. Hún var sæmd heiðursmerki Kópavogs fyrir vel unnin störf í þágu aldraðra. Úför Guðrúnar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma, nú ertu búin að fá friðinn sem þú hefur þráð og ég veit að nú líður þér vel í faðmi allra ást- vinanna sem hafa einnig kvatt. Við sitjum eftir með hafsjó af yndisleg- um minningum sem við geymum í hug okkar og hjarta. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, þú áttir ótal sögur að segja okk- ur, fullt af myndum til að sýna okk- ur, hlóst með okkur og söngst og auðvitað gafst okkur fullt af bakk- elsi, svo kvaddirðu okkur með vísu sem þú hafðir ort í heimsókninni. Þú varst alltaf til staðar og tókst alltaf á móti okkur, sama hvað klukkan var eða hvernig stóð á, alltaf jafn glöð að fá okkur í heimsókn. Já þú varst mér alltaf svo hlý og stolt amma og það er mér og verður alltaf svo kært. Okkur þykir óendanlega vænt um þig amma mín og þú átt alltaf pláss í hjarta okkar. Við verðum nú að kveðja í hinsta sinn en vitum að þú vakir yfir okkur og passar. Græt ég og greiði, gjaldið eina er má – læt ég á leiði, laufin bleik og fá. Sígræn blöð þér breiði, björk í fegri heimi mildur blær á meiði, minning þína geymi. (Sig. Sig. frá Arnarholti.) Sigurlaug Vordís, Guðbrandur, Eysteinn Ívar og Emelíana Lillý. Látin er í hárri elli vinkona okkar Guðrún Sveinsdóttir ættuð úr Una- dal í Skagafirði. Kynni okkar hófust fyrir um það bil fjórðungi aldar er Félagsstarf aldraðra í Kópavogi færði út kvíarnar og tók að starfa af fullum krafti. Hún sagðist rétt hafa smogið inn hvað aldurinn snerti, varla orðin lögleg. Það var ekki að orðlengja, Guðrún tók þátt í öllu sem á boðstólum var. Hugleiknastar voru henni bókmenntastundirnar, biblíulesturinn og söngurinn. Hún elskaði sönginn næst Guði og orti um hann lofgjörðarvísu: Söngur þú sigrar allt sofandi dautt og kalt, lífgar þú vermir og vekur. Ó, hvað ég elska þig, en hvað þú gleður mig, sorgina úr sál minni hrekur. Sorgin fór ekki framhjá dyrum Guðrúnar. Hún varð fyrir miklum og þungum ástvinamissi. Þá talaði hún við Guð sinn og hlaut hjá honum styrk. Hún var hrein og bein og not- aði ekkert orðskraut til að koma meiningu sinni til skila. Oft er talað um íslenska bænda- menningu og er þá venjulega hugs- að til karlpeningsins. Fram á miðja síðustu öld var líf venjulegrar sveitakonu á Íslandi oft bundið fast við hið hversdagslega strit, frá morgni til kvölds, lítið um hjálpar- tæki nútímans. Spyrja má hvenær þær fundu stund til bóklesturs og alls konar fræðslu. Við því eru engin svör. En hjá Guðrúnu okkar var ekki komið að tómum kofunum í þeim efnum. Vantaði efni til upplest- urs og ekkert tiltækt við hæfi, skrif- aði hún bara sögu sjálf. Kæmu eyð- ur á bókmenntastundum mátti renna augum til Guðrúnar sem þá spurði; hvað, vantar kvæði? Á ég að taka Xanþippu eða kvæðið um Káin o.s.frv. Og allt rann þetta upp úr henni eins og straumur. Einhvern tíma hefur hún gjóað auga til bókar. Fyrri parti ævinnar eyddi Guðrún í Skagafirði og bjó þar með fyrri manni sínum á Þönglaskála. Seinni partinum eyddi hún lengst á Álf- hólsvegi í Kópavogi með seinni manni sínum á vetrum, en um leið og voraði voru þau kominn í Skaga- fjörðinn góða. Eitt sinn heimsóttum við hjónin þau þar og nutum gest- risni þeirra og hins undurfagra sól- arlags sem þar blasti við. Við brott- för var okkur fylgt úr hlaði, ekki rétt út fyrir túngarðinn, nei, alla leið í Ólafsfjörð og höfðum í leiðinni komið við í kirkjunni á Barði í Fljót- um. Um Guðrúnu og lífshlaup hennar mætti skrifa langa sögu. Hún var hrein og bein og tryggur vinur vina sinna, hafði áhuga á öllu og lá ekkert á meiningunni. Kjarnakona með hjartað á réttum stað. Í kirkjustarfi aldraðra í Digranes- kirkju starfaði hún af lífi og sál frá vígslu kirkjunnar og þar til Elli kerling lét hana ekki lengur í friði. Hún var heiðursfélagi í Íþróttafélagi aldraðra í Kópavogi og naut virð- ingar okkar allra sem þangað sækja. En „Söngvinir“, kór aldraðra í Kópavogi, þar sem hún var formað- ur í áratug, stóðu næst hjarta henn- ar. Við ljúkum þessum minningar- brotum með einu erindi úr kvæðinu „Vitanum“ eftir Davíð Stefánsson sem var henni sérlega hugleikið. Guð er í hverjum geisla, sem gegnum nóttina brýzt. Sama hver eldinn annast, ef af honum blessun hlýzt. Gott er að vera gleymdur, en geta þó öðrum lýst. Guð blessi minningu Guðrúnar Sveinsdóttur. Guð blessi ástvini hennar alla og vini. Anna og Magnús. GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.