Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 41

Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 41 MINNINGAR ✝ Hansína Hann-esdóttir fæddist á Mjóafirði í S- Múlasýslu l3. ágúst 1914, en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð fimmtu- daginn 2. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Magnúsína Friðriksdóttir, f. 14.5. 1889, d. 19.4. 1983, og Hannes Hansson, skipstjóri, f. 5.11. 1891, d. 17.6. 1974. Systkini Hansínu eru Ögmundur Friðrik, f. 1911, d. 2002; Guðbjörg, f. 1912, d. 1912; Einar Kjartan Trausti, f. 1913, d. 1999, Ottó, f. 1915, d. 1966; Ingimar, f. 1917, d. 1917; Elías, f. 1918, d. 1927; Vigdís, f. 1919; Árni, f. 1921, d. 1999; Ágúst Eiríkur, f. 1927, d. 1951; og Guðbjörg Kristín, f. 1929. Árið 1937 gekk Hansína að eiga Magnús Geirsson, f. 15. júní 19l5, d. 2. maí 1988. Hann var sonur hjónanna Jónínu Jódísar Ámundadóttur, f. 25.10. 1885, d. 20.3. 1918, og Geirs Sig- urðssonar, skip- stjóra, f. 8.9. 1873, d. 4.2. 1959. Börn Hansínu og Magn- úsar eru Geir, f. 29.6. 1936, d. 7.7. 1970, og Jónína, f. 14.12. 1941, gift Jens Karlssyni, f. 26.6. 1938, syni hjónanna Júlíönu Jensdótt- ur, f. 26. 12. 1913, d. 17.1. 1959, og Karls Björnssonar, gullsmiðs, f. 20.2. 1908, d. 16.8. 1980. Börn Jónínu og Jens eru Perla Dögg, f. 23.1. 1988, og Magnús Geir, f. 20.10. 1989. Útför Hansínu verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveð ég hinstu kveðju tengdamóður mína Hansínu eða Hönnu eins og ég kallaði hana, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á nítugasta og öðru ald- ursári. Hanna var einstaklega dug- leg og hjálpsöm húsmóðir, sem sá um heimilið á Skúlagötu 56 af stakri prýði auk þess að vinna úti við ræstingar, lengst af hjá Sæl- gætisgerðinni Víkingi. Árið 1970 urðu þau hjónin fyrir miklu áfalli, þegar þau misstu son sinn Geir langt um aldur fram, eða 34 ára gamlan. Hanna var sérstaklega smekkleg í klæðaburði og listræn og hafði sérstakt yndi af því að breyta upp- röðun húsgagna innanhúss og voru sumir í fjölskyldunni kannski ekki alltaf vissir hvar þeir áttu að setjast í uppáhaldsstólana sína þegar þeir komu heim úr vinnunni. Hanna var heilsteypt kona og vinur vina sinna. Samband mitt við Hönnu var alla tíð afskaplega gott og ég man ekki eftir því að hún hafi nokkurn tímann sagt við mig styggðarorð, þó að á árum áður hafi ef til vill verið tilefni til. Hanna og dóttir hennar Jónína voru mjög samrýndar og ferðuðust ótrúlega mikið saman til ýmissa landa í Evrópu og Hönnu varð oft að orði við dóttur sína á haustdög- um: „Jæja, hvert förum við svo næst?“ Árið 1988 fóru Hanna og Magnús eiginmaður hennar í eldri borgara ferð til Mallorca og varð Hanna þá fyrir öðru stóru áfalli, þegar Magn- ús varð bráðkvaddur þar ytra og má segja að hún hafi aldrei borið þess bætur. Þá flutti Hanna til okk- ar í Hlaðbrekku 12 í Kópavogi og tók þátt í uppeldi barna okkar, og veitti það henni mikla ánægju. Bjó hún hjá okkur þar til fyrir rúmum tveimur árum að hún fluttist í Sunnuhlíð og dvaldist þar til ævi- loka við frábæra ummönnun. Er starfsfólki þar þakkað kærlega fyr- ir. Þakka samfylgdina í tæplega hálfa öld. Guð veri með þér. Jens Karlsson. Hansína Hannesdóttir föðursyst- ir mín lést hinn 2. mars á 92. ald- ursári. Um þessa frænku mína á ég ljúfar minningar allt frá því að ég var krakki og unglingur á leið í eða frá sumardvöl, en þá gisti ég hjá Hansínu frænku á Skúlagötunni. Ég hlakkaði alltaf til þess að fá að vera með þessari kátu og skemmti- legu frænku fáeina daga og alltaf voru sömu hlýlegu móttökurnar þar á bæ. Þegar ég lít til baka til þessa tíma er mér ofarlega í huga hvað Hansínu tókst að gera allt í kring- um sig fínt, svolítið framandi og spennandi. Heimili hennar á Skúla- götunni var hlaðið munum úr hin- um ýmsu heimshornum, hreint og fágað, og sjálf átti hún það til að taka mig með sér í bæinn og setti þá ævinlega upp barðastóra hatta og var glerfín með hefðarkonuyfir- bragði, og þá var ég mikið upp með mér að ganga við hlið hennar og vera þátttakandi í athyglinni sem hún vakti. Það voru sannar gleði- stundir og fallegar í minningunni. Ég þakka Hansínu frænku fyrir hjartahlýjuna og ræktarsemina við mig og bið góðan Guð að blessa minningu hennar. Oktavía (Lilla frænka). HANSÍNA HANNESDÓTTIR ✝ Ragnar KristinnKarlsson geð- læknir fæddist á Ak- ureyri 13. maí 1924. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Vífilsstöðum hinn 1. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Karl Ás- geirsson símritari (1897–1987) og kona hans Ásta Sigjóns- dóttir (1897–1986). Systkini Ragnars eru Ásta, f. 1929, gift Ólafi Sveinssyni, og Ásgeir, f. 1936, kvæntur Guðrúnu I. Jónsdóttur. Hinn 4. júní 1949 kvæntist Ragn- ar Birnu Önnu Sigvaldadóttur, f. 21. sept. 1925, d. 16. júlí 1999. Börn Ragnars og Birnu eru þrjú: 1) Björn R. Ragnarsson tannlæknir, f. 1949. Dætur hans og Ragnheiðar M. Guðmundsdóttur eru Birna Anna, f. 1975, gift Valdimar Tr. Hafstein, f. 1972, og Lára Björg, f. 1977. Sonur hennar er Björn Óttar, f. 2001. 2) Karl Ragnarsson mat- vælafræðingur, f. 1955, kvæntur Jó- hönnu Þormóðsdótt- ur, f. 1957. Synir þeirra eru Ragnar Kristinn, f. 1982, og Þorgeir, f. 1989. 3) Ásta Margrét verk- fræðingur, f. 1966, gift Ólafi M. Jósefs- syni, f. 1963. Dætur þeirra eru Ásdís Lilja, f. 1996, Helena Lind, f. 1999, og Sunna Rós, f. 2005. Ragnar lauk stúd- entsprófi frá MA 1943 og almennu læknaprófi frá HÍ 1950. Hann stundaði nám í lyf- og geðlækning- um í Kanada og Bandaríkjunum 1952–1958. Ragnar starfaði sem- geðlæknir 1958–1960 í Boston, á Íslandi 1960–1970, og í New York 1970–1993. Árið1993 flutti Ragnar aftur til Íslands ásamt eiginkonu sinni Birnu. Ragnar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar ég hugsa um afa Ragnar, sé ég hann fyrir mér úti í garði, á bak við húsið þar sem þau amma Birna áttu heima í Íþöku í New York. Sólin skín og hann er í litríkri hawaí-skyrtu með húlahring um sig miðjan, að sýna okk- ur systrunum hvernig maður ber sig að. Hann snýr hringnum og hlær hátt og mikið. Hann kallar okkur dingbats – sem er enska og þýðir rugludallar. Það var sundlaug í garðinum þeirra ömmu og afa, en afi sagðist ekki kunna að synda. Mér þótti merkilegt að fullorðinn maður skyldi ekki kunna að synda og enn þá merkilegra þegar afi lét einu sinni undan nöldrinu í okk- ur, fór úr hawaí-skyrtunni og ofan í laugina. Hann tók nokkur sundtök, rétt hélt sér á floti og sýndi okkur svo ekki fór á milli mála að hann hefði ver- ið að segja satt. En hann kunni vel við sig á sundlaugarbakkanum, og amma líka. Hún fór heldur aldrei ofan í, sagði okkur að hún vildi ekki skemma hárgreiðsluna. Við systur skildum það vel, enda var amma með ævin- týralega fallegt hár. Þegar við heimsóttum ömmu og afa til Íþöku þá var það yfirleitt hálfgerð innrás. „Átvöglin eru mætt!“ hrópaði afi til kaupmannsins sem var með búð á horninu beint á móti húsinu þeirra, þegar afkomendurnir streymdu í bæ- inn í jóla- og sumarfríum. Við óðum um heimilið eins og það væri okkar og þannig vildu þau hafa það. Amma og afi bjuggu einstaklega vel og fallega alls staðar þar sem þau héldu heimili. Og það var víða, í Bandaríkjunum, Kanada og í Reykjavík. Þau voru góð saman og gerðu allt saman, voru ólík en samt svo lík. Eitt af því sem þau áttu sameiginlegt var mikill og sér- stakur húmor. Afi var léttur í skapi, gerði grín að öllu, og hló hátt og mik- ið. Amma var lúmskari í sínu gríni, en var með hárbeittan og oft mjög svart- an húmor. Þau voru skemmtileg og þau voru líka ástrík og hlý, og alltaf svo góð við okkur barnabörnin sín. Afi var geðlæknir og þegar ég var lítil vissi ég varla hvað það var. Ég vissi bara að hann var einhvers konar furðulegur læknir. Þegar ég varð unglingur og byrjaði að átta mig bet- ur á starfssviði hans – líklega fyrst og fremst fyrir tilstilli bandarískra bíó- mynda – fór mér að þykja starf hans ansi tilkomumikið og forvitnilegt. Afi talaði ekki mikið um vinnuna að fyrra bragði en þegar ég innti hann eftir því hvað hann væri að fást við varð ég síst fyrir vonbrigðum. Magnaðast fannst mér að heyra af árunum sem hann vann í stóru fangelsi í New York fylki. Hann gerði reyndar ekki mikið úr því, en viðurkenndi aðspurður að hafa verið að fást við raðmorðingja og alls konar lið sem maður heldur (og von- ar) að sé varla til hérna megin við hvíta tjaldið. „Varstu aldrei hrædd- ur?“ spurði ég, og þá hló hann hressi- lega og sagði: „Auðvitað ekki. Maður var alltaf með nokkra hvítklædda líf- verði!“ Þegar amma dó, fyrir sex árum, þá hrakaði heilsu afa hratt og mikið. Ég held satt að segja að hann hafi ekki viljað vera án hennar. Og nú vona ég að hún taki á móti honum þar sem sól- in skín, í garði þar sem er nóg er af hawaí-skyrtum og þau geta setið hlið við hlið við fallegan sundlaugarbakka, og hlegið. Guð blessi minningu afa Ragnars. Birna Anna Björnsdóttir. Nú er Ragnar mágur minn allur. Á slíkum tímamótum hvarflar hug- urinn aftur í tímann er ég sá hann fyrst. Það var upp úr áramótum 1949. Systir mín, Birna (Dúa), kom með hann heim til að kynna hann fyrir fjöl- skyldunni sem mannsefnið sitt. Ragn- ar hefur þá verið tæpra 25 ára, hár og föngulegur ungur maður með fallega liðað hár og glaðlegt bros. Mér leist strax vel á hann og tíminn hefur leitt í ljós að það mat var rétt. Á þeim tíma var hann að ljúka læknisnámi og hófu þau búskap á neðri hæðinni í húsi foreldra minna á Snorrabraut 69 og bjuggu þar ásamt systur minni, Ingu, og manni hennar, Ásgeiri. Á þessum tíma var oft glatt á hjalla hjá þessu unga nýgifta fólki og vinum þeirra. Þetta tímabil stóð þó ekki lengi því að loknu kandídatsári fór Ragnar að huga að framhaldsnámi og lá leiðin til Kanada, alla leið til Vancouver, sem mér fannst þá næstum vera á öðrum hnetti. Birna systir mín fór ekki út fyrr en ári seinna og frumburður þeirra, Björn Ragnar, varð yngsta barnið hjá mömmu þar til systir Ragnars, Dídí, fór með hann til þeirra fjögurra ára gamlan. Já, það voru aðrir tímar þá en nú, samskipti fóru fram með bréfaskrift- um og við sáum þau ekki aftur fyrr en á árinu 1958 þegar þau komu í heim- sókn með syni sína og þá sáum við Karl í fyrsta sinn. Þá voru þau komin hálfa leiðina heim, höfðu búið um hríð í Medfield, útborg Boston, og heim fluttu þau svo árið 1960. Þau bjuggu fyrstu þrjú árin aftur á neðri hæðinni á Snorró. Það voru góðir tímar sem í hönd fóru, Ragnar alltaf jafn hress og skemmtilegur og nú var hann orðinn sérfræðingur í geðlækningum. Það var ekki ónýtt fyrir mig sem hafði ný- lega byrjað mitt kennarastarf að hafa aðgang að honum þegar á bjátaði og ég gat líka kennt honum öll íslensku nýyrðin í sálfræði, sem orðið höfðu til á þeim tíu árum sem hann var í burtu. Ragnar og Birna fluttu síðan að Háteigsvegi 32 og bjuggu þar í sjö ár og þar fæddist þeim dóttirin Ásta Margrét, árið 1966. Ragnar hefur líklega verið of lengi í Ameríku því hugur hans leitaði þang- að og árið 1970 fluttu þau aftur til Bandaríkjanna. Ég man hvað sárt ég saknaði þeirra, ekki síst Ragnars sem alltaf hafði verið boðinn og búinn til að aðstoða ef eitthvað amaði að manni, hvort sem það var andlegt eða líkam- legt, og nutum við, venslafólk hans, þess ríkulega. Er það hér með þakkað. Þau bjuggu 23 ár vestanhafs, alltaf í New York-ríki, fyrst í Willard, síðan Íþöku og síðast í Binghamton. Nú voru breyttir tímar og heim- sóknir tíðar. Naut ég gestrisni þeirra tvisvar, góða kafla úr sumri við gott atlæti. Gleymi ég aldrei ferðum sem við fór- um um Kanada norðan Erie-vatns og um fimm af norðausturríkjum Banda- ríkjanna. Alltaf var Ragnar jafn skemmtileg- ur og hress. Þau fluttu til Íslands aftur 1993 og enn á neðri hæðina á Snorró og var ég um þær mundir orðin eini íbúinn uppi. Nú var aldurinn farinn að segja til sín og alvarleg veikindi höfðu tekið sinn toll af þreki Ragnars. Allt gekk þó þokkalega. Þau fóru árlega til Bandaríkjanna og dvöldu oftast hjá börnum sínum, Ástu Margréti eða Karli, sem bæði hafa verið búsett þar sín fullorðinsár. Það var á heimili Karls sem kallið kom til Birnu systur minnar, hún lést snögglega er þau dvöldu þar á árinu 1999. Það varð Ragnari mikið áfall og fannst mér hann aldrei ná sér eftir það. Bjó hann fyrst hér heima hjá syni sínum, Birni, og síðan í íbúð fyrir aldr- aða á Vesturgötu 7. Haustið 2004 var svo komið að hann gat ekki lengur verið einn og fór hann þá á hjúkrunar- heimilið á Vífilsstöðum þar sem hann lést í marsbyrjun, farinn að kröftum. Ég vil senda starfsfólkinu þar, sem annaðist hann af hlýhug og virðingu, þakkir fyrir óeigingjarnt starf. Einnig vil ég votta Birni syni hans virðingu mína vegna þeirrar um- hyggju og fórnfýsi er hann sýndi föð- ur sínum er halla tók undan fæti hjá honum. Megi það afl er öllu veldur veita ástvinum Ragnars, lífs og liðn- um, frið og ró. Hrefna Sigvaldadóttir. Það er mér ljúft og skylt að minn- ast svila míns, Ragnars Karlssonar læknis, sem lést hinn 1. mars sl. Sá tími sem ég þekkti hann spannar 35 ár, allt frá því að við Aðalheiður mág- kona hans hófum að ganga lífsveginn saman en þó stóðu hin raunverulegu kynni við hann í mun skemmri tíma vegna búsetu hans erlendis. Þegar ég tengdist fjölskyldunni á Snorrabraut 69 árið 1970 voru Ragn- ar og Birna á förum til Ameríku og kynntist ég þeim aðeins lítillega, en þau kynni voru af því tagi að við kveðjustund vaknaði von um endur- fundi, og það helst sem allra fyrst. Við hjónin áttum þess kost að hitta Ragnar og Birnu á því langa tímabili sem þau voru búsett í Ameríku, sér- staklega er minnisstæð fyrsta heim- sóknin, snemma árs 1975 þegar við, ásamt dóttur okkar, vorum gestir þeirra um fimm vikna skeið í Willard, New York, en þar var Ragnar einn af yfirlæknum á stærsta geðsjúkrahúsi New York-ríkis. Þessi dvöl var ánægjuleg og eftir- minnileg. Aðalheiður rifjaði upp gamla tímann, endurnýjaði vináttuna við systur sína og mág og ég fékk tækifæri til að kynnast þeim hjónum nánar, samverustundir og notalegt spjall um heima og geima við mat- arborðið er nokkuð sem lengi má muna. Þessar heimsóknir urðu allnokkrar meðan á dvöl þeirra stóð vestanhafs, til Willard, Íþöku og síðast til Bing- hamton N.Y. Alltaf var jafn gaman að sækja þau heim, þau voru lífsnautna- fólk og heimsborgarar, það var eins og það væri alltaf sunnudagur þar sem þau voru, gott ef jólin voru ekki á næsta leiti. Árin liðu, sláttumaðurinn mundaði ljáinn, Birna varð fórnarlamb hans árið 1999 og var það Ragnari mikið áfall, en hann hafði þá um skeið átt við vanheilsu að stríða. Það hallaði jafnt og þétt undan fæti og þar kom að Ragnar þurfti að skila því lífi sem honum var í upphafi léð en meðan það varði hafði honum auðnast að auðga líf samferðamanna sinna og skilur nú eftir sig góðar minningar sem verða munu ástvinum hans huggun í raun. Gunnar H. Guðjónsson. RAGNAR KR. KARLSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.