Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 42

Morgunblaðið - 10.03.2006, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Emmy YvonneBecker fæddist á Amager í Kaup- mannahöfn 2. febr- úar 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þuríð- ur Ragna Sigurðar- dóttir Becker og Carl Gunnar Bec- ker. Emmy giftist Ole Pedersen frá Ála- borg 13. nóvember 1970. Börn þeirra eru Ole Ragnar Pedersen, f. 27. október 1976 og Elísabeth Saga Pedersen, f. 8. október 1978, dóttir hennar er Saga Ýr, f. 11. september 1998. Emmy ólst upp í Kaupmannahöfn og Reykjavík, á yngri árum vann hún mikið við fisk- vinnslu en var að mestu heima þegar börnin komu í heiminn. Lækjar- gata 10 var fyrsta heimili fjölskyld- unnar, en lengstan hluta ævinnar bjó fjölskyldan í Breiðholtinu. Emmy verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku mamma mín. Hvað það er alltaf gott að tala við þig, ráðagóð og hlý sem þú varst. Þú varst alltaf dugleg að halda fjölskyld- unni saman, eins og þegar þú komst heim með litlu systur í Lækjargötuna og lagðir hana í fangið á mér, horfðir á mig og sagðir „sjáðu hvað þú ert bú- inn að fá“. Ég fór strax að passa upp á litlu systur sem í dag er frábær vinur og sem ég mun líta eftir það sem eftir er. Núna ertu farin frá mér á stað þar sem þér á eftir að líða vel. Ég sakna þín alveg ógurlega, mamma, mér finnst eins og sé allur dofinn og að tíminn bara líði án þess að taka mark á mér lengur. Hugsanir mínar leita til þín sem ávallt huggaðir mig og lést mér líða vel. Þú varst alveg ótrúleg, mamma, allir sem þekkja þig eru sammála, þú varst bara alveg einstök kona, litríkur persónuleiki og jákvæðnin þín hjálp- aði þeim sem þurftu á henni að halda. Að setjast út á svalir með þér og spjalla um allt milli himins og jarðar, reykja eða fá sér kaffibolla, var nóg til að bjarga hverjum degi. Þó að sorgin sé djúp og lamandi, brosi ég, annað er ekki hægt þegar ég hugsa til þín. Þegar ég var barn gastu alltaf komist að því hvaða prakkarastrik ég hefði gert, og það endaði alltaf á því að ég sagði „hvernig vissirðu?“ alveg gáttaður á þessu. Ég er enn gáttaður á þér, mamma mín. Þó get ég enn brosað og glaðst, þegar ég hugsa til þín. Hvað ég var heppinn að eignast bestu móður í heimi, móður sem dæmdi mig aldrei fyrir mistök en hjálpaði mér frekar að leysa þau eftir bestu getu. Þetta voru þínir töfrar, mamma. Ég þakka þér fyrir ham- ingjusama æsku og gott líf og þú munt vera með mér hvert sem ég fer. Ég blæs á kertin á svölunum þínum á kvöldin fyrir háttinn og býð þér góða nótt. Góða nótt mamma … Þinn elskandi sonur, Ole. Mamma mín svo sæt og fín. Hvar ertu? Ég trúi ekki enn að þú sért farin, þú sem varst mamma mín, besta vinkona, trúnaðarvinur. Hverj- um sný ég mér að núna? Það var alltaf svo gott að tala við þig, þú varst alltaf svo skilningsrík og góð í að benda mér á réttu leiðina þegar ég kom að krossgötum. Þú hafðir nú oftast rétt fyrir þér þó ég hefði aldrei játað það þá en ég sé það núna, elsku mamma mín. Hvernig getur heimurinn haldið áfram eftir að hafa misst sitt skær- asta ljós? Hann er orðin svo grár án þín. Litríka og lífsglaða sál, svo já- kvæð, svo sterk, þú varst sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Mamma mín, ég elska þig svo mik- ið og mun alltaf gera. Þú hefur skilið eftir stórt gat í mér sem aldrei mun fyllast, sár sem aldrei grær, hvernig mun ég komast af án þín við mína hlið? Þú sýndir mér alltaf mikla ást og hlýju, veittir mér svo mikinn stuðning á erfiðum tíma sem ég hefði ekki lifað af ef ekki hefði verið fyrir þig. Þú bjargaðir mér, gast alltaf stappað í mig stálinu þegar ég vildi gefast upp, ég trúi ekki að ég muni ekki heyra þína fallegu rödd aftur eða finna fyrir þinni hlýju snertingu. Ég mun svo sakna þess. En ég vil að þú vitir að þú veittir mér yndislegt líf, svo fallega og hamingjusama bernsku sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst alltaf til staðar þegar ég þurfti á því að halda, alltaf tilbúin að taka utan um mig og gefa mér ást þína, sem var og er ómetanleg. Þína ást og minningu mun ég hafa í hjarta mínu hvert sem ég fer. Ég veit í mínu hjarta að amma hafi verið með þér allan tímann og að þið séuð saman núna. Ég veit að við sjáumst aftur þegar þú tekur á móti mér þegar minn tími er kominn, ég vil ekki segja bless heldur frekar sjáumst. Þannig við sjáumst, mamma mín, ég elska þig og guð blessi þig. Þín elskandi dóttir, Elisabeth Saga. Kæra Emmy. Að segja nokkur orð um Emmy er ekki erfitt. Emmy var flott mann- eskja, kona sem gladdi aðra. Mér hefur fundist ég vera velkom- in þegar ég hef verið á Íslandi og allt- af hefur vel verið tekið á móti mér. Hún Emmy talaði alltaf vel um aðra og alltaf var Emmy í góðu skapi. Hún var alltaf jákvæð, alveg sama hvernig líðan hennar var. Ég sé hana fyrir mér úti á svölum í hennar fasta sæti, þar sem hún var að prjóna á Sögu eða með góða vini í heimsókn. Sem oft var hjá henni. Emmy er sterk og mjög aðdáun- arverð kona sem ég hef sterkar til- finningar til. Hvíldu í friði, Emmy, ég á aldrei eftir að gleyma þér. Stórt Emmy- knús. Þín tengdadóttir, May-Linn. Amma hafði lag á að láta öllum líða vel í kringum sig. Hún var ekki þessi típíska amma með svuntuna og kökur tilbúnar heitar á borðinu, heldur hafði hún lag á að láta manni líða eins og maður væri heima hjá sér þegar mað- ur kom til hennar, svo sat maður hjá henni og það skipti ekki máli hvert umræðuefnið var, hún vissi allt um það, ekkert fór fram hjá ömmu minni. Ég hef oft gaman af því að segja frá þegar amma kenndi mér að grípa ekki fram í þegar fólk væri að tala saman þegar ég var krakki, ef ég greip fram í þá sagði hún: „Ólöf mín, hérna, fáðu þér brjóstsykur, maður grípur ekki fram í fyrir fólki.“ Svo rétti hún mér brjóstsykur sem varla passaði upp í mig eða gaf mér pening til að fara í sjoppuna. Í hvert skipti sem ég segi frá þessu hlæ ég og hún hló með mér þegar við töluðum um þetta. „Þetta kenndi þér samt, er það ekki?“ sagði hún. Jú, það gerði það. Amma mín var jaxl og það er ekk- ert á minni litlu ævi sem ég hef upp- lifað jafnerfitt og að sjá ömmu mína, sterkustu konu sem ég hef kynnst, á spítala þetta veika og algjörlega ósjálfbjarga. Amma lét engan lækni segja sér að hætta að vinna. Þá sagði hún bara: Jú, jú, ég er hætt, svo vann hún við hin og þessi þrif, lét ekkert stoppa sig þar til kom að krabbamein- inu. Samt fannst mér hún ósnertan- leg af því það var nánast óraunveru- legt alveg eins og það að hún sé farin, ég næ því ekki alveg enn þá en hún er komin heim til pabba. Okkar Him- neski faðir, sem við ræddum síðast saman um, hefur hana nú hjá sér. Þegar ég sagði ömmu að ég væri frelsuð varð hún himinlifandi og sagð- ist hafa tröllatrú á fólki sem tryði á Guð, nú gæti ég beðið fyrir henni. Augun og brosið gáfu til kynna að hún þekkti Guð sjálf og það eina sem ég gat gert, þegar ég sá hana síðast í vél- um á spítala, var að biðja Guð um mis- kunn sálar hennar og taka hana til sín í friðinn sem er þar í Hans konungs- ríki, ég er viss um það að hún er kom- in þangað og ekkert er betra en það að fá hvíld sálu sinnar hjá Föðurnum. Og lífið var opinberað, og vér höfum séð það og vottum um það og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss. (1. bréf Jóhannesar 1:2.) Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, faðir miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar. (2. bréf Páls til Korintum. 1:3.) Guð huggar mig er ég græt ömmu mína og styrkir mig til að sjá að hún vildi gleði og aftur gleði, hún var ekki mikið fyrir að fólk legðist í dvala með tárum sínum og breiddi upp fyrir höf- uð heldur með visku sinni talaði hún í fólk styrk. Það mun ég alltaf hafa með mér á minni lífsleið og ávallt muna það og meta þegar erfiðleikar steðja að, þá kemur upp okkar fjölskyldu- húmor þar sem við sigrum með gleðinni. Svo í dag vil ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér jafnstór- brotna, sterka og yndislega mann- eskju sem ömmu og ég vil þakka hon- um fyrir hver hún var og hver hún verður ávallt í Ole, Lillu, Sögu, mér og Angelíku, í okkur get ég haldið áfram að þekkja hana, sjá hana, því í okkur öllum er smá af ömmu minni. Ólöf Ósk Erlendsdóttir. Elsku amma mín. Ég elska þig og sakna þín mjög mikið, þú varst alltaf svo góð við mig. Mér fannst svo gaman þegar ég gisti hjá þér og þú leyfðir mér að fara í bað og fá mér heitt kakó. Líka þegar við vöknuðum saman einar og gátum tal- að saman, mér fannst alltaf gaman að tala við þig. Þú varst svo skemmtileg og góð. Það var svo gott að faðma þig því þú varst svo heit og mjúk. Takk fyrir að þú leyfðir mér að leika mér að perlunum þínum til þess að búa til hálsmen og armband og hringa. Þá sátum við úti á svölum, þú prjónaðir og ég perlaði. Takk líka fyrir allar fal- legu peysurnar sem þú prjónaðir á mig og dúkkurnar mínar. Ég elska þig mjög mikið. Þín Saga Ýr. Elsku Emmy mín, mér þykir mjög erfitt að kveðja þig svona án þess að hafa hitt þig í heilt ár. Eftir að ég flutti úr Rjúpufellinu og við Ole fjar- lægðumst urðu stundirnar því miður allt of fáar. Það gleður mig því mjög mikið að ég og Ole byrjuðum að hafa samband aftur og ég náði að hitta þig áður en þú fórst frá okkur. Ég veit þó að þú ert ekki farin langt, því að ég er sannfærður um að þú hvílir nú í faðmi Guðs og Hann hlúir að þér. Ég man ekki eftir að hafa kynnst EMMY YVONNE BECKER Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, JÓHANN KRISTINN GUNNARSSON frá Flatey á Skjálfanda, Garðarsbraut 57, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 3. mars sl. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Kristín Jóna Kristjánsdóttir, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Ómar og Jakob, Gunnar Jóhannsson, Jóhann Kristinn og Hilmar Valur, Bergdís Björk og Tryggvi Grani. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elsku litla drengsins okkar, EMILS FJÖLNISSONAR, Þórðarsveigi 2, Reykjavík. Trine Holm Houmøller, Fjölnir Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur M. Guðmundsson, Helga Petersen, Henrik Houmøller, Sofie Houmøller, Erna Guðmundsdóttir, Magnús Fjalar Guðmundsson, Bryndís Friðriksdóttir, Katrín Hekla Magnúsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi, bróðir og mágur, HÉÐINN EMILSSON, Bröndukvísl 22, Reykjavík, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 13. mars og hefst athöfnin kl. 13.00. Sólveig Hrönn Friðjónsdóttir, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Sigfús R. Sigfússon, Emil Björn Héðinsson, Margrét B. Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Davíð Héðinsson, Kristín B. Grétarsdóttir, Edda Emilsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SIGRÍÐUR GÚSTAFSDÓTTIR frá Borgarholti, Djúpavogi, síðast til heimilis í Gullsmára 7, Kópavogi, sem lést á lungnadeild Landspítala Landakoti aðfaranótt fimmtudagins 2. mars, verður jarðsungin frá Djúpavogskirkju laugardaginn 11. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Svavar Björgvinsson, Sigrún Elín Svavarsdóttir, Jón Arelíus Ingólfsson, Svava Hugrún Svavarsdóttir, Sigursteinn Steinþórsson, Gústa Þórlaug Svavarsdóttir, Stefán Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæra fjölskylda, vinir og velunnarar nær og fjær. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskaða sonar og bróður, SIGURÐAR TRAUSTA KJARTANSSONAR iðntæknifræðings, sem búsettur var í Kaupmannahöfn, áður til heimilis á Hjarðarhaga 44, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Í Jesú nafni, Unnur Jensdóttir, Kjartan Trausti Sigurðsson, Kristín Maymann Kjartansdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.