Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 10.03.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 43 MINNINGAR eins hjartahlýrri og vingjarnlegri konu og þér. Við urðum strax vinir þegar ég og Ole vorum pjakkar og þær voru ófáar stundirnar sem ég kom í heimsókn til ykkar Ole. Ekki nóg með það heldur var ég oft heilu dagana hjá ykkur og alltaf var ég vel- kominn. Ég man að ég gat alltaf feng- ið ráð hjá þér og er það mér sérstak- lega minnisstætt þegar ég átti í veikindum og þú varst alltaf til í að hlusta á mig og lesa ljóðin mín. Það sýnir mér hvað þú varst mér einstök sem vinkona. Það var þegar ég og Ole vorum ekki í neinu sambandi, en það skipti þig engu máli því að ég var vin- ur þinn eins og þú sagðir við mig, ekki bara Ole. Það er nú ekki hægt að sleppa því að minnast á Tacóið þitt, það varð nú bara uppáhaldsmaturinn minn og það varð að fylgja kók í dós með. Það var toppurinn og svo að horfa á eina bannaða vídeómynd en við Ole urðum að horfa á eina grín- mynd á eftir, það var skilyrði til að sjá eina bannaða. Það segir nú kannski margt um þig, elsku Emmy mín. Þú vildir svo sannarlega gera alla glaða og láta öðrum líða vel. Ég mun ávallt sakna þín, elsku Emmy mín, og geyma minningarnar um þig og Ole „i den tid“. Ég þakka Guði fyrir að hafa kynnst þér og ég er sannfærður um að við eigum eftir að hittast aftur. Guð blessi þig. Í þögninni, situr þú eins og frjókorn í lótusblómi kyrrðarinnar öldur saknaðar lenda á skerjum klettar míns heimspekilegar pælingar, um trú, líf og menn veraldar og allt það sem í henni býr þegar öllu er á botninn hvolft sakna ég vináttu þinnar og nærveru. Vilmar Pedersen. Ég var sjö ára þegar ég fluttist í Breiðholtið. Fyrsta daginn minn í skólanum bauð lítil ljóshærð stúlka mér að setjast hjá sér. Ég man enn hvað ég var glöð enda óstyrk að byrja í nýjum skóla. Þetta var upphafið að vináttu okkar Lillu, dóttur Emmy. Aldrei hefur skugga borið á vináttu okkar síðan. Ég var mikið inni á heim- ili hennar Emmy, má eiginlega segja að ég hafi verið um tíma fimmti fjöl- skyldumeðlimurinn, fyrir utan alla hundana. Emmy varð fljótt ljóst að móðir mín átti við veikindi að stríða sem kölluðu stundum á langa spítala- legu. Ég á það Emmy að þakka að aldrei fann ég fyrir því þegar móðir mín fór inn á spítala þar sem hún hugsaði um mig eins og sína eigin dóttur. Þær eru margar minningarnar sem hrannast upp þegar ég hugsa til baka. Mér er mjög minnisstætt þegar við Lilla vorum litlar og áttum að vera einar heima um stutta stund meðan Emmy og Ole voru að fara til skírn- arveislu. Emmy var í öngum sínum heima af því hún fann ekki spariskóna sína og var orðin of sein í veisluna. Hún var svo viss um að við hefðum tekið skóna í einum af leikjum okkar, en við höfðum einmitt svo gaman af því að klæða okkur í fötin hennar og hafa tískusýningu. Eftir nokkrar skammir kom þó svo í ljós að Ole hefði gengið frá þeim niðrí geymslu í einu af sínum tiltektaræðum. Við hlógum oft að þessari uppákomu seinna. Mér er einnig mjög minnis- stætt þegar Emmy kom í útskriftar- veisluna mína. Þetta var stór veisla og mikið af fólki, hvergi voru þó eins margir saman komnir eins og í eld- húsinu þar sem Emmy sat. Þar var skemmtilegast. Hún reytti af sér brandara og sagði svo skemmtilega frá. Um allt var hægt að tala við hana. Hún hafði komið víða við, ferðast um í Bandaríkjunum, búið lengi í Dan- mörku, unnið á hinum og þessum stöðum, ósköpin af bókum hafði hún lesið og var einnig mikil kvikmynda- áhugakona. Það voru aldrei „silent moments“ í kringum Emmy. Emmy var stórkostlegur kokkur og listræn. Ekki er orðum ofaukið að segja hana snilling þegar kom að prjónaskap. Hvergi hef ég annars staðar séð jafn fallegt handverk og það skrýtna var að hún las ekki uppskriftir. Hjá henni var þetta bara spurning um tilfinn- ingu. Ég er svo heppin að eiga flíkur eftir hana en mér finnst þó vænst um skírnarkjólinn sem hún gaf mér fyrir ekki svo löngu. Frumburður minn var skírður í honum og hangir hann nú inni í skáp, bíður eftir fæðingu næsta barns og mun ganga kynslóða á milli. Ó, elsku hjartans Emmy, hvað það tekur mig sárt að geta ekki tekið lengur utan um þig, sest og spjallað og fengið góð ráð. Ég mun sakna þín svo ótrúlega mikið. Ég ætla mér hins vegar ekki að kveðja enda held ég að í raun kveðjum við aldrei þá sem við elskum. Ég mun því halda áfram lífi mínu og fjölskyldu minnar í þessum heimi og hlakka til að sjá þig í þeim næsta. Bið að heilsa öllum. Elsku bestu Ole, Elísabeth Saga, Friðbjörn, Saga, Ole Ragnar og Ma- ylinn. Ég veit að harmur ykkar er mestur og bið guð og englana að styrkja ykkur í sorginni, fullviss að bak við dimm ský er mikið sólfar. Laufey Lind. Þegar við systkinin vorum lítil var það alltaf mjög merkileg upplifun að fara í heimsókn til Emmýjar frænku. Hún knúsaði okkur alltaf í kaf og skellihló. Öllum smalað saman inn í eldhús og veitingar dregnar fram og voru þær sko ekki af verri endanum, alltaf eitthvað sem gríslingum eins og okkur þótti gott og toppurinn var að fá kók í gleri. Í þá daga keyptu flestir kók í lítraflöskum og drukku svo veig- arnar úr glösum en Emmý var ekkert að vesenast svoleiðis, nei hjá Emmý fékk maður kók í gleri, flösku á mann, það dugði ekkert minna. Þegar búið var að skola kókinu niður var komið að vídeóinu. Emmý átti endalaust af vídeóspólum sem var algjör fjársjóð- ur svo á meðan amma, mamma og Emmý spjölluðu, sátum við stjörf fyr- ir framan sjónvarpið. En eitt sumarið komu Óli og Lilla, krakkarnir hennar Emmýjar, til okk- ar á Hornafjörð. Þá var sko mikið brallað og lentum við í mörgum æv- intýrum. Emmy kom svo seinna um sumarið. Þá var hún síprjónandi og var ekki lengi að hrista peysur á okk- ur systurnar fram úr erminni sem hún hafði að sjálfsögðu hannað sjálf. Prjónaskapinn áttu þær mamma sameiginlegan og sátu þær saman inni í stofu og prjónuðu og spjölluðu, því ef það var eitthvað sem var gaman að gera með Emmý frænku var það að spjalla. Þó svo að samverustund- irnar hafi ekki verið margar síðustu árin var alltaf gaman að hitta Emmý, hún fagnaði okkur alltaf innilega og sýndi okkur áhuga, það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þegar við hugsum til baka koma margar skemmtilegar minningar í huga okkar tengdar Emmý frænku, en eitt stendur þó uppúr – Emmý var einstök kona, það var greinilegt að henni þótti mjög vænt um okkur og sýndi okkur alltaf mikinn áhuga í öllu því sem við gerðum. Hláturinn henn- ar og hlýja gerði það að verkum að það var alltaf gott að vera í kring um hana. Þó svo samverustundirnar hafi verið fáar hin síðari ár, eigum við eftir að sakna hennar. Hún var frænka eins og frænkur eiga að vera. Elsku Ole, Ole og Lilla, við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð. Kolbrún, Hrafnhildur, Heiða Björk, Þorgrímur Tjörvi og Elías Tjörvi. Með söknuði kveð ég þig í dag, kæra vinkona, og hugsa, að aldrei hef ég kynnst sterkari persónuleika en þér. Leiðir okkar lágu saman árið 1980 og náðum við strax að tengjast órjúf- anlegum vinaböndum. Margar stund- irnar áttum við yfir kaffibollum og barna amstri, og alltaf lá húmorinn og gleðin í loftinu þegar þú varst annars vegar. Ekki voru síðri kvöldstundirn- ar sem við sátum saman allar vinkon- urnar og spiluðum og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar, mikið var þá oft hlegið og gantast, og heil- mikið hægt að læra af viðhorfi þínu til lífsins og trú þinni á því góða í öllum. Gengin er glaðværa stundin, sem góðvinir dvöldu mér hjá; en minningin ein lifir eftir, og aldrei hún víkur mér frá. Létt fannst mér lífið á meðan, og liðugt flaug tíðin á braut; og enn þá er andi minn glaður af indæli því, sem ég naut. (Undína.) Kæru vinir, Ole Pet, Ole, Elisabeth og Saga, megi styrkur hennar vera ykkar leiðarljós á þessum erfiðu tím- um. Elínborg. Elsku Emmy, ég á þér svo margt að þakka. Alltaf varst þú til staðar þegar og ef ég þurfti á hughreystingu að halda. Og alltaf tókst þér að láta mig sjá skoplegu hliðina á málinu þannig að mér leið alltaf vel eftir að ég var búin að tala við þig enda varst þú mikill húmoristi. Ég vil þakka þér fyrir karrý-réttina þína (þá bestu í heimi). Það má eiginlega segja að ég hafi aldrei verið svöng eftir að ég kynntist þér. Þú fékkst mig til að kunna að meta góðan mat. Þú varst líka mesta hannyrðamanneskja sem ég hef kynnst. Ég veit ekki hversu vel ég get þakkað þér fyrir allar þær peysur sem þú prjónaðir á mig og mína fjölskyldu. Eftir að ég kynntist þér þá varð mér aldrei kalt. Ég á eftir að sakna allra vídeónótt- anna sem við áttum saman þegar ég var unglingur. Elsku Ole, Lilla, Ole og Saga, megi Guð hughreysta ykkur í sorginni. Elsku Emmy, takk fyrir að vera eins og þú varst. Maður getur ekki annað en verið betri manneskja eftir að hafa kynnst þér. Þín æskuvinkona, Unnur. Elsku Emmy, ég hefði viljað eiga fleiri stundir og ár með þér og gerði ég mér vonir um að þú myndir ekki kveðja svona snemma. Við höfum ver- ið sem systur til margra ára og hug- hreyst hvor aðra á erfiðum tímum. Við áttum okkar góðu stundir sem munu alltaf geymast í minningu minni. Ég passaði þín börn meðan þau voru lítil og þú varst veik á sjúkrahúsi og Ole að vinna fyrir heim- ilinu. Svo tókst þú við mínum drengj- um þegar ég fór að vinna úti á sjó og varst sá klettur sem þeir gátu ávallt treyst á. Þú varst alltaf með prjónana í höndunum þegar þú settist niður og þitt góða skap var alltaf til staðar. All- ar glæsilegu peysurnar sem þú prjón- aðir á mig, börnin og barnabörnin voru einstakar. Það var sama hvernig þér leið, þú lést engan vita þótt þú værir lasin heldur lést sem ekkert væri. Þú varst alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum og liðsinntir þeim sem til þín leituðu eftir bestu getu. Guð blessi þig, elsku Emmy mín. Innilegar samúðarkveðjur til eigin- manns, barna og annarra aðstand- enda. Þín vinkona, Ágústa Fanney Snorradóttir. Kær vinkona okkar er farin sinn veg og um leið frá okkur sem elsk- uðum hana, eftir situr þessi sári sökn- uður en minningin um vinkonu okkar, hana Emmy mun ávallt lifa í hjörtum okkar því hún var kona sem ekki er svo auðvelt að gleyma, hún setti sitt bjarta mark á hvert líf er hún snerti. Emmy var litrík persóna og lífs- reynd, ef maður var ráðvilltur og leit- andi svara eða leiða, þá reyndist henni léttbært að vitna og ráðleggja um nánast hvað sem var lagt fyrir hana. Hennar helsti kostur var að brosa framan í heiminn og allt sem honum fylgdi, sá húmorinn í hverri þraut og benti okkur hinum á það er hún sagði: „Lífið er of stutt til að verja því í tómt vesen og leiðindi.“ Hún var hæfileikarík og það sást best í einstökum listaverkum sem gerðust í höndum hennar þegar hún prjónaði. Það sem okkur var svo kært og eru jafnframt yndislegustu minningar okkar um hana voru kostir hennar þ.a.s. vináttan við hana – hún var góð vinkona að eiga og leita til, heimsókn- ir til Emmyar voru fylltar hlátri og maður gat komið og spjallað um allt við hana, hún hafði skoðanir sínar á hreinu og var ekki feimin við að tjá sig, við munum sakna þessa. Ég dáist enn að hve góð móðir hún var Ole og Lillu, hún ljómaði öll þegar hún talaði um þau og var alltaf þeirra besti vinur. Hún státaði sig oft og gott var að hlusta því hún var svo hreykin af þeim báðum, hvað er betra en að horfa á móður ljóma hreykin er hún segir þér frá hvað sé að frétta af full- vaxta börnum hennar, yndislegar minningar sem þó eru svo sárar en við sem þekktum Emmy brosum í gegnum tárin. Ole og Lilla, við biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn sem við vitum að er ykkur ótrúlega erfiður viður- eignar. Við biðjum þess að þið fáið tíma og frið til að syrgja. Guð gefi huggun. Ég valdi þennan sálm því hann minnir mig alltaf á að ég er ekki ein og Guð er ofar öllum kringumstæðum sem verða á veginum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við kveðjum þessa dugmiklu og lífsreyndu konu með söknuði, en í hjörtum okkar eru þessar ljúfu minn- ingar um einstaka persónu, sem okk- ur hlotnaðist sá heiður að þekkja. Steingrímur og Rúna. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR G. JOHNSON. Hildur Elín Johnson, Agnar H. Johnson, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Við þökkum innilega öllum þeim sem veitt hafa okkur stuðning og hluttekningu við fráfall og útför dóttur okkar, systur, mágkonu og móður- systur, ÞÓREYJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést í umferðarslysi fimmtudaginn 19. janúar síðastliðinn. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í hennar nafni við Sparisjóð Vestfirðinga. Hlutverk sjóðsins er að styðja við barna- og unglingastarf í Körfuboltafélagi Ísafjarðar. Elínborg Helgadóttir, Guðmundur Þór Kristjánsson, Sara Guðmundsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Jóna Lára Ármannsdóttir, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Elmar Jens Davíðsson, Ásgeir Þór og Viktoría Ýr Elmarsbörn, Þórir Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS KRISTINS STEFÁNSSONAR bónda, Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit. Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir, Stefán G. Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðrún Matthildur Jónsdóttir, Jón Már Björgvinsson, Jón Heiðar Jónsson, Vilhjálmur Björn Jónsson, Guðmundur Geir Jónsson, Doris Adamsdóttir, Þorgeir Smári Jónsson, María Stefánsdóttir, Þóra Valgerður Jónsdóttir, Vignir Bragi Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐAR PÉTURSSONAR, Teigagerði 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karitasar. Herdís Sigurjónsdóttir, Magni Sigurjón Jónsson, Kristín Björnsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Jóhannes Á. Kristinsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Helga Björk Jónsdóttir, Daníel B. Gíslason, Áki Ármann Jónsson, Alda Þrastardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.