Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 45 MINNINGAR skóla í Svarfaðardal, Tómas og við. Hann sem nemandi og við sem kenn- arar og skólastjórar. Á þessum árum var heimavist í skólanum og sam- band við nemendur var því mikið og náið. Þegar Tómas hafði greinst með sykursýki var það hluti af daglegu lífi hans að tylla sér við eldhúsborðið í íbúð skólastjóra á kvöldin og við horfðum saman á litla blóðdropann á strimlinum sem réði því í hvaða formi kvöldhressingin var. Þó svo að tilefni þessara heimsókna væri í sjálfu sér ekki skemmtilegt voru þetta ánægjulegar stundir. Oftar en ekki hafði Tómas fylgd af vinum sín- um í þessum kvöldferðum og þá sát- um við og spjölluðum um búskap, nýjustu vélakaup bænda, fótbolta eða hvað annað sem strákarnir voru að hugsa um þá stundina. Oftast fór það svo að allir fengu sinn hluta af eplinu, brauðsneið eða safafernu og síðan trítluðu allir glaðir í rúmið. Í rauninni hefur okkur alltaf fund- ist að Tómas hafi kennt okkur mjög margt, ekki síður en við honum og undir það getur eflaust flest starfs- fólk Húsabakkaskóla á þessum árum tekið. Í honum sáum við einstaka geðprýði, ljúfmennsku og æðruleysi. En þrátt fyrir rólegheit lét hann ekki sitt eftir liggja í skemmtilegum viðfangsefnum félaganna. Oft komu þeir inn sveittir og glaðir eftir fót- boltaleikinn eða eftir að hafa grafið snjógöng í næsta skurði eða niðri í börðum. Þá var gaman að lifa á Húsabakka. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Tómasi Ými sem kenndi okkur svo margt um lífið og að taka því sem að höndum ber með skyn- semi og æðruleysi. Við þökkum líka foreldrum hans fyrir að treysta honum og okkur í skólanum fyrir því að takast á við nám, leik og heimavistardvöl og að lifa með sjúkdómi án þess að láta hann ráða ferðinni á nokkurn hátt. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Innilegar samúðarkveður til ást- vina og fjölskyldu Tómasar Ýmis. Helga Hauksdóttir, Þóra Rósa Geirsdóttir. rum ung og ætlum að lifa endalaust álítum klukkuna tifa, oftast gleymum að ekkert er tryggt, að allt sem hrynur var eitt sinn byggt. Sem betur fer þá flest við náum framtíðar njóta og margs er við þráum en stundum óvænt þarf orust’að heyja eitthvað bregst og ungmenni deyja. Þannig með kæran vin okkar var að viðgerð þurftu stjörnurnar og nú er hann Tómas að tengja þar með tunglinu ef til vill þáði hann far. Við Tómasar söknum sannarlega syrgjum hann djúpt og innilega uppátækjanna margr’er að minnast mikið var dýrmætt honum að kynnast. En sorginni verðum að vísa á dyr þó víst sé það erfitt sem aldrei fyrr af kærleika Tómas við kveðjum hlýtt hans kveðjustund hefur verið flýtt. (Unnur Sólrún.) Tómas minn, nú ert þú farinn en þú skildir svo margt eftir sem við öll getum hugsað og talað um. Það er alveg ótrúlegt hvað þú gast gefið af þér en fengið samt svo lítið til baka. Ég á alltaf eftir að muna eftir bros- inu þínu því það var alltaf svo stutt í það. Eina setningu er búið að segja oft þessa dagana, „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“, og þú Tómas minn varst valinn, þér var greinilega ætlað eitthvað meira og stærra. En ég mun alltaf eiga mínar minningar um þig. Ég vona bara að þú sért kominn á góðan stað þar sem þú get- ur fiskað og farið í golf. Ég hugsa til þín. Þín vinkona Eydís Ösp. ✝ Hjálmur Sigur-jón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu 2. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörg Hjálmsdóttir, f. 19. júní 1927, og Sig- urður Sigurjónsson, f. 22. október 1925. Systkini Hjálms eru Steinunn, f. 1951, gift Bjarna Vé- steinssyni, Ragnar, f. 1954, kvæntur Sigríði Jennýju Guðmundsdóttur, Sigurður, f. 1961, kvæntur Ingibjörgu Eiríks- dóttur, og Reynir, f. 1963, kvænt- ur Þórrúnu Þorsteinsdóttur. Hjálmur kvæntist 6. júní 1970 Sigríði Rut Sigurðardóttur, f. 4. mars 1951. Foreldrar Sigríðar eru í viðskiptafræði frá Háskóla Ís- lands 1973. Með háskólanámi stundaði hann kennslu við Réttar- holtsskóla. Að loknu háskólaprófi hóf hann störf hjá Miðfelli hf. sem skrifstofustjóri og vann þar fram til 1988. Árin 1988–91 var hann fjármálastjóri Ármannsfells hf. Eftir það vann hann sjálfstætt við bókhaldsstörf fyrir ýmis fyr- irtæki, allt fram til ársins 2004 þegar hann söðlaði um og gerðist æskulýðs- og tómstundafulltrúi á Skagaströnd. Hjálmur hafði frá barnæsku mikinn áhuga á fé- lagsstörfum og var skáti á ung- lingsárum. Hann var mikill og fjölhæfur íþróttamaður, æfði frjálsar íþróttir og handbolta, en þó mest glímu og varð hann glímukóngur Íslands árið 1974. Hann lét einnig til sín taka fé- lagsmál innan íþróttahreyfingar- innar og var meðal annars í stjórn Glímusambands Íslands 1981–98. Hann var glímuþjálfari Ung- mennafélagsins Víkverja í 15 ár. Útför Hjálms verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jónína Bárðardóttir, f. 17. júní 1921, og Sigurður Þórðarson, f. 30. apríl 1920, d. 5. maí 1975. Hjálmur og Sigríður slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Guð- björg stoðtækjafræð- ingur og tamninga- kona, f. 10. júní 1968, sambýliskona hennar er Anneli Råsmark, 2) Harpa dýrahjúkr- unarfræðingur f. 3. mars 1973, gift Brett Harris, 3) Ólafur Freyr verkfræð- ingur, f. 8. desember 1974, og 4) Ásdís lyfjafræðinemi, f. 28. októ- ber 1985. Hjálmur gekk í Breiðagerðis- skóla og Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1969 og síðan prófi Ég trúi því varla ennþá að hann pabbi minn sé virkilega farinn. Þessir síðustu dagar eru búnir að vera eins og hin versta martröð sem ég mun því miður aldrei vakna upp af. Þessi glaði og hressi maður, sem neyddist til að heyja erfiða baráttu við hræðilegan sjúkdóm, á víst ekki eftir að hringja í mig aftur bara svona til að heyra hvernig ég hef það og hvernig æfing- arnar ganga. Ég var svo heppin að fá að búa ein með honum eftir að hann og mamma skildu þannig að ég fékk að kynnast honum betur en nokkru sinni fyrr. Á þessum tíma hjálpaði hann mér að byggja mjög traustan grunn að minni framtíð þrátt fyrir að hann hafi þurft að færa ýmsar fórnir. Hann hvatti mig óspart áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur og studdi mig eins og klettur í gegnum alla þá erfiðleika sem á mér dundu, stóra sem smáa. Ég veit ekki hversu oft við sátum saman fram á nótt eftir að ég hafði verið að keppa, ekki gengið nógu vel og var óánægð. Honum tókst einhvern veg- inn alltaf að fá mig til að líða betur og sendi mig sátta í rúmið. Það voru þó ekki bara erfiðleikar sem hann hjálp- aði mér í gegnum heldur var hann til staðar á flestum mínum bestu stund- um líka. Sú stund sem er mér minn- isstæðust og ég mun alltaf geyma í hjarta mínu er þegar ég var nýbúin að setja mitt fyrsta Íslandsmet, á út- skriftardaginn minn, hafði stokkið beint í fangið á honum eftir kastið og þar stóðum við heillengi saman og hálfgrétum af gleði. Svona var hann pabbi minn, hann var góður maður sem lét sér annt um alla, sérstaklega þá sem minna máttu sín og hann gerði aldrei mannamun. Þegar hann þjáðist af þessum hræði- lega sjúkdómi sem á endanum dró hann til dauða hefði ég gert allt sem í mínu valdi stóð fyrir hann en hann vildi ekki þiggja neina hjálp. Það eina sem ég get gert fyrir hann núna er að nýta til fullnustu þá hæfileika sem hann, mamma og guð gáfu mér og verða sá besti íþróttamaður sem ég get orðið. Ég elska hann, sakna hans og hann mun alltaf eiga þennan sér- staka stað í hjarta mínu. Ásdís Hjálmsdóttir. Í dag göngum við í gegnum þá bitru reynslu að fylgja elsta barninu okkar til grafar. Það verða svo margir að reyna það sama. Dauða hans bar snöggt að með mjög sárum hætti sem erfitt er að sætta sig við. Hann valdi þessa leið og við virðum það. Það fá allir sinn skammt af mótlæti í lífunu, misstóra og á mismunandi aldri. Það lærðum við ung. Dauðinn er ekki alltaf það versta sem við mætum í lífinu. Við verðum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því eftir því sem við höfum getu til. Einhvern ljósan punkt verða allir að sjá í mótlæti og við reynum það. Við þökkum honum fyrir allt sem hann gaf okkur í gegnum lífið, fjögur góð og vel gerð börn, sem við munum reyna að styrkja eftir mætti og þau okkur. Við þökkum öllum sem réttu hon- um hjálparhönd, þótt hann hefði ekki alltaf viljað taka á móti. Við biðjum þess að hann hvíli í friði. Foreldrar. Það er sárt fyrir mig að setjast nið- ur til þess að minnast með nokkrum orðum Hjálms bróður míns, nú þegar hann er fallinn frá aðeins 56 ára gam- all. Minningar vakna og myndir flögra um hugann. Hann hefur alltaf verið til í lífi mínu, stundum nálægt, stundum fjarri. Í þessum minningum sé ég sjálfan mig sem litla bróður að líta upp til hans. Ég hef alltaf litið upp til hans, vegna þess að það var margt í fari hans sem vert er eftirbreytni. Það er ekki hægt að lýsa manni með einni setningu, en tilraun til þess að lýsa honum gæti verið: Hann var traustur maður sem tókst að varð- veita drenginn innra með sér. Heima var Hjálmur alltaf kallaður Diddi þegar hann var lítill. Mér er ekki almennilega ljóst hvernig það gælunafn festist við hann, en það er enn notað innan fjölskyldunnar. Mín- ar fyrstu minningar um bróður minn tengjast því að ég var að biðja um að fá að vera með stóru strákunum, en eins og gengur var ekki alltaf hægt að hafa litla bróður í eftirdragi. Við ól- umst upp í Smáíbúðahverfinu, í Teigagerði, þar sem foreldrar okkar búa enn. Á uppvaxtarárum okkar var líf og fjör í hverfinu, öll hús full af krökkum, skólinn þrísetinn og allir héldu með Víkingi. Það var mikið fjör, nóg að gera, allir á kafi í leikjum, félagsstarfi og íþróttum og hvorki sjónvarp né tölvuleikir til að trufla það sem máli skipti. Smáíbúða- og Bústaðahverfið voru eins og einangruð eyja í borg- inni, Fossvogurinn var sveit og sömu- leiðis allt land fyrir austan hverfið. Þetta voru góðar aðstæður til þess að alast upp við. Við systkinin áttum góða og glaða æsku. Hjálmur fór fyrst sex ára gamall í sveit norður í Vatnsdal í Húnavatns- sýslu, til móðursystur okkar Kristín- ar og manns hennar Gests Guð- mundssonar. Gestur og Kristín bjuggu fyrst í Sunnuhlíð en fluttu síðar að Kornsá. Hjálmur Steinar sonur Kristínar er ári eldri og voru þeir nafnar nánast eins og bræður. Ég man eftir sjálfum mér litlum að fylgja Didda bróður í Norðurleiðarútuna á björtum vor- morgni með hvítan troðinn hveitipoka og brúna trétösku, sem gamall fjöl- skylduvinur hafði smíðað. Diddi var snoðaður og réð sér ekki fyrir til- hlökkun að komast af stað í sveitina. Ég fékk hann síðan heim aftur um haustið, loðinn um hausinn, sólbrúnan og stæltan, mátulega í afmælið mitt. Trétaskan brúna og hveitipokinn fóru margar ferðir norður í Vatnsdal, því þegar Hjálmur hætti að fara í sveit- ina, þá tókum við yngri systkinin við hvert af öðru og samtals urðu sumrin 20 sem við dvöldum þar. Hjálmur var náttúrubarn og meiri sveitamaður en við hin. Hann leit alltaf á Vatnsdalinn sem sveitina sína og fór þangað ófáar ferð- ir til þess að njóta náttúrunnar og stunda veiðar. Hjálmur var sterklega byggður, stæltur og liðugur. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á íþróttum og leikj- um. Þessi áhugi hans hélst alla ævina. Hann gerði sér alla tíð grein fyrir mikilvægi íþróttastarfsins fyrir upp- eldi barna og unglinga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim íþróttagreinum sem hann stundaði eða var liðtækur í. Hjálmur keppti í frjálsum íþróttum og handbolta, en þjóðaríþróttin, glím- an, varð hans aðalgrein. Hann varð glímukóngur Íslands árið 1974 og ég man alltaf eftir því stolti sem ég fyllt- ist þegar ég horfði á bróður minn vinna titilinn. Í mínum huga var hann að sjálfsögðu besti glímumaður lands- ins. Hann slasaðist í Íslandsglímunni árið eftir og náði því ekki að verja titil sinn. Á einum stað í glímusögunni er framgöngu bróður míns á Íslands- glímunni 1974 lýst svona: ,,Hjálmur glímdi manna drengilegast og best en hirti minna um sigur“. Menn voru há- tíðlegir í skrifum sínum um þjóðarí- þróttina á árum áður. Þeir sem skrif- uðu höfðu lært glímu sem drengir í sveitum landsins, þegar hver einasti karlmaður kunni hana og stundað fyrst og fremst sem leik en ekki sem keppnisíþrótt. Þessi orð slá mig núna þegar hann er horfinn frá okkur, því hann glímdi við lífið með sama hætti, af drengskap án þess að hugsa um eigin hag. Á árlegu sumarmóti okkar systk- inanna við sumarbústað foreldra okk- ar austur á Rangárvöllum glímdum við bræður stöku sinnum. Glíman byrjaði venjulega þannig að ég skor- aði á hann með því að spyrja hvort hann þyrði að taka eina glímu. Hann lét sig hafa það og við tókum tök í belti og buxnaskálmar. Ég hóf sókn- ina með vonlausum lágbrögðum, hæl- krókum og leggjarbrögðum. Hann varðist og byrjaði að hlæja kitlandi hlátri. Þegar honum fannst sóknin orðin hæfilega löng, þá sveiflaði hann mér upp í eitthvert hábragð, mjaðm- ahnykk eða klofbragð, og lagði mig með umhyggju á bakið á jörðina. Þetta var ljúft tap. Það voru tveir atburðir sem ýttu Hjálmi of snemma inn í heim full- orðna fólksins. Í byrjun ársins 1968 missti hann besta vin sinn Ólaf Frey Hjaltason úr blóðkrabba. Í byrjun sumars, þá tæplega 19 ára gamall, eignaðist hann Guðbjörgu með henni Siggu sinni sem var aðeins 17 ára. Upp frá þessu gerði hann miklar kröf- ur til sjálfs sín og umhverfið gerði líka kröfur til hans. Hann sýndi mikinn dugnað, vann fyrir sér með námi og stundaði jafnframt íþróttir af kappi. Fjölskyldan stækkaði, Harpa fæddist 1973, Ólafur Freyr 1974 og Ásdís 1985. Allt er þetta myndarlegt fólk vel menntað og duglegt, sem Hjálmur var stoltur af eins og allur frændgarð- urinn. Einhverju sinni sagði hann við mig: ,,Við Sigga vorum bara börn þegar við byrjuðum að eignast börn.“ Hann sagði þetta glaður í bragði, en í þessu fólst kannski einhver tregi yfir því að hafa kannski ekki haft nægan þroska í byrjun til að takast á við for- eldrahlutverkið. Banamein bróður míns var þunglyndi. Þetta er lúmskur sjúkdómur sem sáir sér í hugann og tærir hann. Hann þurfti að takast á við þunglyndið í mörg ár, hversu mörg veit enginn, en þau eru alla vega 15. Hann fór dult með þennan veikleika sinn og vildi helst ekki tala um hann. Á síðasta ári var hann búinn að viður- kenna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann væri haldinn þunglyndi. Hann las sér til um sjúkdóminn og hafði ein- sett sér að vinna sig út úr honum sjálf- ur. Þetta viðhorf hans var lýsandi fyrir skapgerð hans. Hann vildi alltaf bjarga sér sjálfur, en hann gat ekki allt frekar en aðrir menn. Mig langar til þess að ljúka þessum orðum með því að tala fyrir munn okk- ar systkina allra. Við erum þakklát stóra bróður okkar fyrir það sem hann færði okkur, sjálfan sig og börnin sín. Við eigum um hann ljúfar minningar sem við geymum með okkur. Líf hans var okkur lærdómur og sömuleiðis dauði hans. Við vonum líka að dauði hans geti orðið til þess að opna augu einhvers sem er þunglyndur og hjálp- arvana svo hann snúi sér til ástvina sinna og biðji um hjálp. Megi Hjálmur bróðir hvíla í friði og minning hans lifa. Ragnar Sigurðsson. Það var sumarið 1983 sem ég kynnt- ist Hjálmi Sigurðssyni og bræðrum hans. Þetta sumar var ákaflega mikil rigning og arfaspretta því góð í Reykjavík. Um mitt sumar var ég, ný- stúdentinn, orðin töluvert leið á að reyta arfann. Að áeggjan góðrar vin- konu hringdi ég í verktakafyrirtækið Miðfell og bauð fram starfskrafta mína. Þrátt fyrir misskilning um að hér væri á ferðinni vanur mælingar- maður, tóku nýir vinnuveitendur mér vel. Kynntist ég mörgum góðum mönnum það sumar og þá sérstaklega skrifstofustjóranum sem mér var tjáð að væri frækinn glímukappi. Þegar ég hitti þennan fjallmyndarlega mann tók ég eftir hvað hann hafði fallega rödd og ekki síður falleg augu. Þetta voru fyrstu kynni mín af Hjálmi Sig- urðssyni. Þótti mér ekki verra að heyra að hann átti tvo yngri bræður sem unnu sumarstörf hjá fyrirtækinu. Fór svo að við Hjálmur tengdumst fjölskylduböndum því nokkrum sumr- um síðar giftist ég yngsta bróður hans. Hjálmur var hin sanna ímynd stóra- bróður í mínum huga, eigandi engan stórabróður sjálf. Hann hafði ljúft og gott skap og var sérstaklega bóngóður maður. Í öll þau skipti sem við höfum flutt okkar búslóð milli húsa eða landa var glímukappinn boðinn og búinn að leggja fram krafta sína. Hjálmur var fyrsti maður mættur í málningargalla og með pensla í hönd þegar mála þurfti híbýlin og gott ef hann tók ekki þátt í að mála allar okkar íbúðir. Hjálmur studdi okkur hjónin í því sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgdist með lífi okkar á sinn hátt. Hann var skírnarvottur yngri dóttur okkar og sýndi börnum okkar einlæg- an áhuga. Við Hjálmur áttum margar góðar stundir saman með stórfjöl- skyldunni í gengum tíðina, hvort sem það var í sumarbústaðnum eða í Teigagerðinu. Ég þakka Hjálmi samfylgdina þessi rúmlega tuttugu ár, bið Guð að geyma hann og vaka yfir fjölskyldu hans. Þórrún Þorsteinsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Okkur setti hljóð þegar við heyrð- um af andláti Hjálms, tengdasonar, mágs og vinar til áratuga. Við eigum svo margar fallegar og góðar minn- ingar frá samverustundum okkar. Hjálmur kom inn í fjölskylduna þegar hann og Sigga systir voru að byrja að skjóta sér saman á unga aldri. Við fylgdumst svo með þeim byggja upp fjölskylduna, börnin urðu fjögur, öll heilbrigðir og duglegir einstaklingar. Guðbjörg, sú elsta, er stoðtækjafræð- ingur en býr og starfar við hestaþjálf- un í Svíþjóð ásamt sambýliskonu sinni Anneli Råsmark, Harpa, dýrahjúkr- unarfræðingur, búsett á Flórída með HJÁLMUR SIGUR- JÓN SIGURÐSSON SJÁ SÍÐU 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.