Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.03.2006, Qupperneq 49
þegar ég kynntist elsta syni þínum. Það var ekki alltaf auðvelt að kom- ast inn fyrir skelina þína. Þú varst svolítið dulur og áttir erfitt með að sýna tilfinningar þínar. Enda ekki nema von, lífið lék ekki alltaf við þig. Þú fórst í gegnum marga erfiða kafla í lífinu, og suma erfiðari en flestir þurfa ganga í gegnum. En aldrei kvartaðir þú eða sýndir nein merki um að þú þyrftir einhverja hjálp. Það var mikið áfall fyrir þig þegar þú greindist með sykursýki, því Sveinn bróðir þinn lést úr þeim sjúk- dómi en þú varst alltaf ákveðinn og staðfastur að fylgja þeim ráðlegg- ingum sem læknar gáfu, því þú breyttir lífi þínu til að geta lifað með sjúkdómnum, það var aðdáunarvert hve ákveðinn og stefnufastur þú varst. Aldrei kom til greina að þú fengir þér einn lítinn bita af ein- hverjum sætindum. Ef þú máttir ekki borða eitthvað þá var það látið vera, sama hversu girnilegt það var. Við vorum ekki alltaf sammála um ýmsa hluti en við bárum mikla virð- ingu fyrir hvort öðru. Það var alltaf hægt að leita til þín og þiggja góð ráð. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa okkur, þegar við þurftum á þinni að- stoð að halda. Það lýsir þér best hversu tilbúinn þú varst að hjálpa, þegar stelpurnar mínar ætluðu að kaupa sér bíla, þá kom aldrei annað til greina en að hringja í þig, þú viss- ir alltaf að hverju ætti að leita og hægt var að treysta því að þú fyndir rétta bílinn. Þú tókst þér meira að segja frí úr vinnunni, til að geta fundið rétta bílinn fyrir þær, það gerðist oftar en einu sinni. Í síðasta skiptið sem þú hjálpaðir til við bíla- kaup Sigrúnar Helgu, þá voruð þið saman heilan eftirmiðdag við að skoða bíla. Þegar þið funduð rétta bílinn varst þú ekki alveg sáttur við litinn, þér fannst hann ekki nógu kvenlegur fyrir stelpuna en eins og alltaf, sættir þú þig á endanum við litinn. Þessi stund verður henni eilíft eftirminnileg, enda hefur hún alltaf haft lag á því að fá þig til að brosa. Síðustu árin voru þér oft mjög erf- ið. Þegar þú misstir sambýliskonu þína árið 2002, fékkstu ekki tíma til að syrgja hana á þann hátt sem þú þurftir. Börnin hennar, sem þú hafð- ir alla tíð reynst góður og hjálpleg- ur, verðlaunuðu þig með því að reyna að setja þig nánast á götuna. Ég býst ekki við að móðir þeirra hefði verið stolt af framkomu þeirra í þinn garð. Eftir þessi átök, sem enduðu þó þér í vil, fór heilsunni þinni að hraka, fyrst kom krabba- meinið í ristli og síðan þetta með hjartað sem reyndist þér um megn. Það var alltaf mjög snyrtilegt og fínt hjá þér og regla á öllum hlutum. Heimilið sem þú bjóst þér síðustu árinn var glæsilegt. Þar sást vel hve mikið snyrtimenni þú varst, sömu sögu var hægt að segja um bílana þína sem voru alltaf hreinir og vel bónaðir. Þú sagðir mér áður en þú fórst í uppskurðinn að þér þætti verst að mega að öllum líkindum ekki bóna bílinn eftir aðgerðina og að einhver annar þyrfti að sjá um það fyrir þig, það þótti þér slæmt. Við vorum engan veginn tilbúin að þú yfirgæfir okkur á þessari stundu, við áttum öll svo mikið ógert, margt ósagt og margt sem þurfti að tala um. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég vil þakka fyrir þær ánægjustundir sem við áttum með þér og fyrir þá birtu sem þú færðir inn í líf okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Þín tengdadóttir Guðrún K. Bachmann. Einstakur nákvæmnismaður og snyrtimenni, hjálpsamur, áreiðan- legur og umfram allt góð sál. Í mín- um huga lýsa þessi orð Guðmundi tengdaföður mínum vel. Hann bjó einn síðustu fjögur ár ævinnar, en heimili sitt hélt hann með slíkum hætti að halda mætti að um það færi daglega her af ræstitæknum. Allt sem Guðmundur kom nálægt gerði hann með ýtrustu nákvæmni og al- úð, það fundum við, börn hans og tengdabörn sérstaklega vel, þegar hann rétti okkur hjálparhönd við flísalagnir og málun og annað sem til féll. Kæruleysi eða leti fannst ekki í fari Guðmundar. Lánið leikur við suma en lætur aðra í friði. Það má segja að ein- kennt hafi líf Guðmundar síðustu æviár hans. Áföllin dundu yfir eitt af öðru og hefðu miklum mun yngri menn löngu bugast, pakkað saman og gefist upp. Árið 2002 missti Guðmundur sam- býliskonu sína til margra ára, sem var vissulega sár missir fyrir hann. Því miður fékk Guðmundur ekki tækifæri til að syrgja hana með þeim hætti sem hann hefði eflaust kosið, heldur þurfti hann að heyja harðvítuga baráttu við börn sam- býliskonu sinnar um eignir og fé. Baráttu sem virtist engan enda ætla að taka. Líklegast beið hann þess aldrei bætur, hvorki líkamlega né andlega. Upp úr því greindist hann með krabbamein sem hann sigraðist á að lokum, en fyrir hafði hann mátt glíma við alvarlega sykursýki í fjöldamörg ár. Nú hefur Guðmundur kvatt þetta líf, sem var honum svo erfitt á síð- ustu árunum, en hann getur litið stoltur yfir farinn veg. Stoltur yfir því að hafa ávallt verið hreinlyndur, sanngjarn og góður maður, stoltur yfir því að hafa ávallt skilað full- komnu verki hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur, stoltur yfir því að eiga föngulegan hóp barna, barna- barna og barnabarnabarna. Og við, sem kveðjum hann í dag, getum ver- ið stolt af því og þakkað fyrir að Guðmundur var hluti af okkar lífi. Blessuð sé minning þín, Guð- mundur. Þinn tengdasonur Heimir Karlsson. Hann Guðmundur tengdafaðir minn hefur kvatt þetta líf. Margs er að minnast og margt að þakka. Guðmundur var frekar dulur maður og ekki að bera mikið tilfinn- ingar sínar á borð. En bóngóður var hann og vildi alltaf rétta hjálpar- hönd þegar hann gat. Hann var mik- ill fagurkeri, jafnt á heimili sitt sem bíla sína, sem báru þess glöggt merki. Afkomendur og ástvinir kveðja elskulegan föður sinn, afa, langafa og tengdaföður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Hvíl í friði og sofðu rótt Þín tengdadóttir Hjördís. Elsku afi, erfitt er að meðtaka þá staðreynd að þú sért farinn frá okk- ur, sérstaklega í ljósi þess að við lifð- um alltaf í þeirri von að þú værir að ná þér eins og þú gerðir alltaf. Þegar þú greindist með sykursýkina þá breyttir þú lífi þínu á þann veg að þú gast lifað með sjúkdómnum. Þegar þú fékkst krabbameinið þá fórst þú eftir öllu sem læknirinn sagði við þig og þar af leiðandi náðir þú þér aftur. Mikið óskaplega vildum við að þú hefðir náð bata aftur núna, en þinn tími var kominn. Núna er lítið annað að gera en að rifja upp og geyma síð- an allar þær góðu minningar sem við eigum með þér. Þegar við vorum yngri, þá var enginn sunnudagsbíltúr öðruvísi en að hann endaði á heimsókn til afa á Flyðrugranda. Við systurnar feng- um þá oftar en ekki að fara út í bíl- skúr til að heilsa upp á afa sem var þar að bóna bílinn sinn. Stundum fengum við að bóna með þér og minningin um það þegar bíllinn varð rafmagnslaus, því við vorum svo upptekin við að bóna og hlusta á út- varpið í leiðinni, kemur okkur til að brosa. Um daginn þegar við systur komum upp á spítala til þín sýndir þú okkur bæklinga um endurhæf- ingu sem þú ætlaðir í eftir aðgerð- ina. Framan á einum bæklingnum var maður að þrífa bílinn sinn og þá sagðir þú: ,,Maður fær væntanlega ekki að gera þetta í bráð, nema mað- ur finni sér einhverja konu“ og skelltir upp úr. Reyndar eigum við systur ótrúlega margar góðar minn- ingar tengdar þér og bílunum þínum en það var mjög gaman að fylgjast með natni þinni og áhuga á þeim, enda kom ekkert annað til greina en að leita til þín þegar við fórum út í bílakaup sjálfar. Ekki nóg með að þú færir strax að leita að bílum fyrir okkur eftir samtalið, heldur tókst þú þér frí úr vinnu daginn eftir til að halda leitinni áfram að hinum full- komna bíl. Síðustu skiptin sem þú hjálpaðir okkur með bílakaup mun- um við aldrei gleyma, þar kom ber- lega í ljós hversu gaman þér þótti að standa í þessu með okkur. Þú varst einstaklega góður maður og alltaf tilbúinn til að hjálpa okkur, því mun- um við aldrei gleyma. Það var frekar erfitt að ná inn fyr- ir skelina þína og það verður seint sagt að þú hafir verið miðdepillinn þegar fjölskyldan kom saman enda rólegur maður. En mikið óskaplega var samt gaman að fylgjast með þér þegar fjölskyldan hittist og grínað- ist, þá sast þú með krosslagðar hendur og hlóst mikið og skipti þá engu máli hvort verið væri að gera grín að þér eða einhverjum öðrum. Einnig minnumst við síðustu jóla- skemmtunar þar sem stórfjölskyld- an kom saman en þá ákvaðst þú að sitja með seinna holli barnabarna þinna og hlóst og skemmtir þér með þeim. Þó að þú hafir hvorki sagt né sýnt það mikið þá vitum við að þér þótti einstaklega vænt um okkur barna- börnin þín, því alltaf fundum við fyr- ir mikilli hlýju og gleði þegar við hittum þig. En það sem okkur systr- um þykir þó vænst um var hið þétta og langa faðmlag sem við fengum frá þér um síðustu jól, minningin um það faðmlag og þá stund munum við minnast að eilífu. Elsku afi, blessuð sé minning þín, Guð varðveiti sálu þína og við mun- um alltaf varðveita þær yndislegu minningar sem við eigum um þig. Þín er sárt saknað. Birna Rún og Sigrún Helga. Mig langar að minnast afa míns með nokkrum orðum. Afi Guðmund- ur fór of fljótt og hans verður sárt saknað. Hann var okkur öllum mjög kær. Afi hafði meiri áhrif á mig en hann gerði sér örugglega grein fyrir. Hann átti nefnilega mjög stóran þátt í að móta mitt líf með því að gefa mér þann möguleika að upplifa bíó þegar hann rak Tónabíó á sínum tíma. Í Tónabíói sá ég í fyrsta skipti kvikmynd á stóru tjaldi í myrkvuð- um sal en sem strákpatti óraði mig náttúrlega ekki fyrir því að þetta ætti fyrir mér að liggja. Afi hafði mikla þolinmæði fyrir mér og leyfði mér að koma aftur og aftur að sjá sömu myndina trekk í trekk – stundum nokkrum sinnum á dag! Afi hafði alla tíð gríðarlegan áhuga á kvikmyndum, jafnvel löngu eftir að hann hætti rekstri Tónabíós og það var gaman að tala við hann um kvikmyndir. En Tónabíó hans afa er því rótin að því sem ég geri í dag og ég er þakklátur afa fyrir þann skilning og þá hvatningu sem hann veitti mér í gegnum tíðina. Takk, elsku afi, fyrir þessa gjöf. Tónabíósárin hafa alltaf verið sterk minning og enn þann dag í dag eru þessar minningar mér afar kærar. Ég man eftir að hafa setið með afa í bíósalnum og ég man eftir skemmtilegum samtölum við afa um kvikmyndir. Hann hafði alltaf tíma fyrir mig, sama hvað erindið var. Hann afi minn var góður maður. Hann var líka alveg einstaklega barngóður og það sá ég best í því hversu góður hann var með dætrum mínum. Hann hafði alltaf svo gaman af að hitta þær og tala um þær. Á mannamótum þegar enginn mátti halda á þeim án þess að brysti á með grát þá hafði afi alltaf lag á þeim og hélt á þeim án þess að heyrðist í þeim múkk. Afi hafði mátt reyna margt á síð- astliðnum árum og eflaust dró það úr honum styrkinn. Samt gafst hann afi aldrei upp, hann hélt sínu striki. Ég á eftir að sakna hans afa sárt. Ég fór og hitti hann á spítalanum áð- ur en hann fór – það verður stund sem ég mun alltaf eiga. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Vertu sæll, afi minn, og hvíldu í friði. Guðmundur Magni Ágústsson. Þegar andlátsfregnin barst, kom nístandi stefið úr Systurláti Hann- esar Hafstein í huga minn, „Ég skil þetta eigi. Ég skil það ennþá eigi“, því ómar efans í huga og hjarta voru og eru sárir. Já, við skiljum þetta ekki. Við finnum til, en fáum engin svör og kannski er líka best að fá að finna til og leita engra svara en í hljóðri bæn þakka fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar bróður og góðs drengs og átt samvistar- stundir sem geta ekki gleymst. Hannes heldur áfram og lýsir systur sinni eins ég vildi einnig lýsa Guð- mundi „Þú hafðir fagnað með gró- andi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló“. Ég var yngri, um tvö ár, við deild- um öllu í æsku. En smátt og smátt reyndi ég að ná völdum, hann var svo skelfilega stilltur og góður og hafði ekkert gaman af að slást. En það er langt síðan að ég skildi að „sá vægir sem vitið hefur meira“. Allt heppnaðist sem hann tók sér fyrir hendur, hann var ekki að eyða sinni orku í bull eða iðkun íþrótta og snyrtimennska hans í herberginu okkar var óþolandi. Horft til baka finnst mér að ég hafi reyndar alltaf reynt að hafa hann að fyrirmynd, en árangur er ekki enn sem erfiði. Auð- vitað bullaði ég í okkar síðasta sam- tali til að sefa kvíða hans og sagði að tæknin réði við öll vandamál, þá vissi hann líka betur en ég, læknisaðgerð- ir heppnast stundum ekki. Samvisk- an nagar. Mér fannst bróðir minn kasta birtu og yl yfir allt sviðið, hverja samverustund, svo hún varð önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöru lífsins. Slíkir eru einherjar …, gefandinn í sam- verunni. Bæta og blíðka og gera okkur kleift að þola andstreymið í tonnavís og forðast lífsháskann. En eins og nútíminn og lífshættir bjóða voru stundirnar alltof fáar og stutt- ar. Minningarnar flæða fram, þér dætur, synir, niðjar – og yndislegu konur og aðrir vinir, grátið lágt við gröfina hans Guðmundar. Hann átti líf og andardrátt sem hann varði að ósk okkar hinna. Hann kunni að finna til og gráta hvert blóm sem dó. Hann kunni að finna til með þeim sem til hlés eru settir. Hann bar ekki virðingu fyrir valda eða öðru brölti á kostnað náungans. Hann var einn og einstakur og fannst sín ver- öld ljúf og góð. Hann fór ekki troðn- ar slóðir, hann vildi gefa og kenna. Hann var örlátur á kærleika og tíma fyrir aðra. Hann kann að hafa sært einhvern, en það var ekki hans háttur að særa, hann vildi gleðja á sinn kostnað en ekki annarra. Hann gaf en tók ekki. Hann bar virðingu fyrir mannkost- um en krafðist þeirra ekki. Hann kom sá og sigraði, svo oft, en þurfti líka að lúta höfði, finna til og gráta gengin spor. Hann gekk ekki um torg og syrgði í annara áheyrn, en var fyrstur til að taka þátt í raunum annarra. Hollusta og heiðarleiki voru hans aðalsmerki. Kæru vinir, grátið Guðmund en grátið lágt. Móðir okkar ljóðaði kveðju vegna andláts Sveins bróður okkar 1974 og lauk með þessu stefi, sem ég leyfi mér að nota núna: Nú horfi ég hljóð út um gluggann og hugsa svo oft um þig. En nú eru skjálfandi skuggar og skammdegi kring um mig. Guð blessi minningu góðs drengs. Erling Garðar Jónasson. „Ég kem til þín eftir aðgerðina“, voru mín síðustu orð við Guðmund frænda. Það hvarflaði bara ekki að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem ég myndi sjá hann. Svona er þetta líf, maður veit, kannski sem betur fer, ekkert hver er næstur. Hugurinn reikar við svona tíma- mót, aftur í tímann og til dagsins í dag. Tímans þegar ég var barn og pabbi fór með okkur í Trípolí bíó til Guðmundar bróður síns. Við fluttum til Reykjavíkur og pabbi var svo oft veikur, að við fórum nótt sem dag heim til Guðmundar og Lillu sem alltaf tóku okkur opnum örmum og veittu okkur þá ást og hlýju sem við þurftum. Guðmundur var forstjóri Tónabíós á þessum tíma. Hann bauð okkur oft í bíó. Við fengum að sjá all- ar Bítla-myndirnar, James Bond, Summer Holiday með Cliff Richard, og Mrs. Robinson (The Graduate) sem gleymist seint. Þetta var ekkert smá upplifelsi, meira að segja popp og gos í hléinu, sem var nú ekkert sjálfsagt að fá á þeim tíma. Tímans, þegar pabbi var svo veik- ur áður en hann lést, að geta farið til Guðmundar og Lillu í Fossvoginn, sem var svo stutt frá spítalanum og láta sér líða vel, var alveg ómetan- legt. Tímans, þegar ég byrjaði að búa í Espigerðinu og eignaðist barn. Hvað það var notalegt að geta geng- ið til Guðmundar og Lillu; manni var alltaf tekið opnum örmum þar. Guðmundur flutti svo í Espigerðið nokkru seinna ásamt Kollu, seinni konunni sinni. Þá hafði ég flutt á Flyðrugrandann í millitíðinni. Guð- mundur og Kolla fluttu líka á Flyðrugrandann ásamt dóttur Kollu, Jóhönnu, sem var jafnaldra dóttur minnar. Við Kolla urðum góð- ar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman. Guðmundur greind- ist með sykursýki á þessum tíma sem var mikið áfall. Pabbi var með sykursýki svo að ég hafði góða inn- sýn í það sem Guðmundur var að ganga í gegnum, en hann sýndi eins og alltaf hvað hann var sterkur kar- akter og tók þessu með stakri ró. Hann breytti bara um lífsstíl eins og ekkert væri sjálfsagðara og hélt áfram sínu striki. Guðmundur var einstaklega smekklegur og snyrti- legur maður. Það leyndi sér ekki, bæði hvað varðar heimili hans, sem var alltaf einstaklega fallegt, og bíl- ana. Það var talað um að það mætti strjúka vélina í þeim með hvítum hönskum og það myndi ekki sjást á hönskunum á eftir. Hann gerði allt sem hann tók sér fyrir hendur svo vel og það hefði enginn getað gert það betur en hann. Ég hef verið svo heppin að eiga Guðmund ekki bara sem frænda, heldur líka sem góðan vin. Hann leit til mín í nýju vinnuna mína í byrjun nóvember, bara til að athuga hvern- ig færi um mig. Ég fór að segja hon- um að bróðir minn væri farinn að sprauta sig sjálfur vegna krabba- meins: „Ég er svo vanur að sprauta, ég get alveg rúllað til hans og sprautað hann ef hann vill!“ sagði hann strax. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum. Ég vil þakka elskulegum frænda mínum og vini fyrir alla þá um- hyggju og hlýju sem hann hefur gef- ið mér og mínum í gegnum tíðina. Við gleymum þér aldrei, elsku Guðmundur frændi. Elsku, Pétur, Rúna, Bragi, Snæv- ar, Snorri, Jóhanna, makar og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð og megi Guð vera með ykkur. Ágústa Sveinsdóttir og fjölskylda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 49 MINNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.