Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 55

Morgunblaðið - 10.03.2006, Side 55
GOÐALAND Í FOSSVOGI - SKIPTI Eignin er aðeins í makaskiptum fyrir 100- 140 fm íbúð í Fossvogi. Um er að ræða fallegt 227,5 fm endaraðhús á tveimur hæðum sem stendur fyrir ofan götu. Bíl- skúr er í lengju fyrir neðan húsalengjuna. Húsið skiptist þannig að á efri hæð (aðal- hæð sem er 137 fm) er forstofa, gest- asnyrting, hol, þrjú herbergi (voru fjögur), baðherbergi, eldhús og stofa. Á neðri hæð er hol, stórt sjónvarpsherbergi, tvö her- bergi, baðherbergi, gufubað og geymsla. Verð 47 millj. 5666. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 55 DAGBÓK Samkynhneigðir og samfélag: hvað mótarvitund, viðhorf og veruleika samtímans“er yfirskrift nýs námskeiðs við Endur-menntun Háskóla Íslands. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem starfa með börnum og unglingum, s.s. kennurum, heilbrigðisstéttum og þeim sem starfa að fé- lagsstarfi ungmenna, en er einnig opið öðrum áhugasömum, og er námskeiðið kennt miðviku- daginn 17. maí nk. kl. 9 til 16. „Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um samkynhneigð og samkynhneigða síðustu misseri. Margir sem vinna með börnum og unglingum hafa kallað eftir fræðslu um þessi mál en slík fræðsla hefur verið af mjög skornum skammti,“ segir Harpa Njáls, umsjónarmaður námskeiðsins. „Mikilvægt er að þeir sem vinna með börnum og unglingum hafi haldgóða þekkingu á þessu sviði, og læri, líkt og samfélagið allt, að þekkja samkyn- hneigð sem einn þátt í litrófi lífsins. Þeir þurfa að vera vel í stakk búnir að ræða um þessi mál í stað þess að þegja af ótta yfir eigin vanþekkingu, enda er þögnin skaðleg og viðheldur neikvæðum við- horfum. Mikilvægt er, um leið, að fólk sé meðvitað um eigin viðhorf og á hverju þau byggjast. “ Harpa hefur fengið til liðs við sig góðan hóp fræðimanna til að fjalla um ólík svið er snerta sam- kynhneigð: „Fjallað verður um hvað mótar viðhorf samfélagsins, og samkynhneigð skoðuð í sögulegu ljósi, og rætt um grundvallarþætti félagskerfisins; fjölskylduna, uppeldið og menntakerfið, sem og stofnanir eins og ríki og kirkju sem tengja ein- staklinga saman. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, sið- fræðingur og guðfræðingur, ræðir hvað Biblían segir um samkynhneigð, og hvernig samkyn- hneigð horfir við kristinni trú og kristinni siðfræði; hver er vandi kristins manns varðandi samkyn- hneigð, eigin dómgreind og mannhelgi,“ segir Harpa. „Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur fjallar um samkynhneigð út frá þróunarsálfræði, uppeldi og ábyrgð samfélagsins og mun m.a. draga fram vísindalegar skýringar á kynhneigð manna. Þá mun Sara Dögg Jónsdóttir grunnskólakennari, sem hefur verið fræðslufulltrúi Samtakanna ’78 um árabil, fjalla um líf og reynslu samkyn- hneigðra, um það ferli að horfast í augu við kyn- hneigð sína, og kynna fyrir hvað Samtökin ’78 standa.“ Nánari upplýsingar og skráningu má finna hjá Endurmenntun HÍ, www.endurmenntun.is Menntun | Námskeið við Endurmenntun HÍ um viðhorf samfélagsins til samkynhneigðar Samkynhneigðir og samfélag  Harpa Njáls fæddist á Suðureyri 1946. Hún lauk BA-námi í fé- lagsfræði frá Háskóla Íslands 1998, mast- ersgráðu frá sama skóla 2002 og stundar nú doktorsnám. Harpa starfaði hjá Borg- arfræðasetri 2001– 2005. Hún hefur starf- að að ýmsum fé- lagsmálum, m.a. innan kirkjunnar frá 1998 og er formaður sóknarnefndar Fellasóknar við Fella- og Hólakirkju. Harpa stóð að stofnun hóps foreldra og aðstandenda samkyn- hneigðra árið 2000 og er formaður FAS. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hunangsfluga – þýðingar FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 3. mars var í sjónvarpinu sýnd kvikmyndin Mjólkurpósturinn (The Calcium Kid) sem ekki er ætlunin að fjalla um hér en geta atriðis varðandi þýðingu á texta myndarinnar. Þýðendur virðast oft þýða erlend heiti úr dýraríkinu með því að grípa íslenskt heiti sem hljómar líkt þótt það sé ekki endilega samsvarandi erlenda (enska) orðinu. Í myndinni, eins og svo oft áður, var enska orðið bumblebee þýtt sem bý- fluga þar sem réttari þýðing hefði verið hunangsfluga (sem sumir nefna ranglega randaflugu). Mikilvægt er að þýðendur fletti upp í orðabók svona heitum en þýði ekki t.d. ameríska orðið elk sem elg eða loon sem lóm eða enska orðið camel (úlfaldi) sem kameldýr. Hér verður þó að geta þess að orðabækur eru ekki óskeikular og meinlegt er það að Ensk-ensk orðabók með ís- lenskum lykilorðum (Mál og menn- ing, 1996, 1999) slær upp aftan á kápu rangri (a.m.k. hæpinni) þýðingu á orðinu honeybee sem hunangsfluga. Þarna hefði orðið býfluga verið eðli- leg þýðing. Vigfús Ingvar Ingvarsson Laugavöllum 19, Egilsstöðum. Farsími tapaðist ÉG SKRIFA þetta bréf vegna þess að ég tapaði farsímanum mínum, PDA, þegar ég var á Íslandi nýlega. Þar sem þetta er PDA-sími inniheld- ur hann fjölmargar persónulegar upplýsingar, sem ég sakna verulega. Ég var að velta fyrir mér hvort það væri möguleiki að setja smáklausu eða bréf í blaðið með upplýsingum um hvernig ná mætti í mig, ef svo vel vill til að finnandi símans lesi þetta. Síminn er Hewlett-Packard (HP Ipaq) og ég tapaði honum milli klukk- an 13:30 og 18:00, sennilega nálægt Kringlunni eða Smáralind. Ég býð 5.000 krónur í fundarlaun ef finnandi sendir mér símann, eða sendir mér bréf um að þeir hafi skilað símanum til lögreglunnar. Ég vona að einhver geti hjálpað í þessu máli, en netfangið er: ltm@vip.cybercity.dk Með kveðju, Lau Melchiorsen. Góð grein um strætó ÉG VIL þakka Þurðíi Guðmunds- dóttur fyrir mjög góða grein í Velvak- anda þriðjudaginn 7. mars sl. Greinin bar yfirskriftina „Beðið eftir strætó“, og ég er sammála hverju orði sem þar er skrifað. Það er hörmung hvernig búið er að fara með leiðakerfið og bráðnauðsynlegt að leiðrétta það aft- ur. Annað sem ég vil nefna: Ásgeir for- stjóri Strætó og fleiri hafa verið að dásama þessi dönsku biðskýli sem búið er að setja upp, en að dásama þau er tóm vitleysa. Þau eru galopin og halda hvorki vatni né vindi. Mætti ég þá heldur biðja um gömlu skýlin aftur. En ég vil aftur undirstrika að grein Þuríðar er afskaplega góð og ég skora á fleiri að láta frá sér heyra um þessi mál. Matthildur. Pelsjakki tapaðist íKiwanishúsinu SVARTUR pelsjakki úr gerviskinni með nýjum hönskum í hvorum vasa tapaðist í Kiwanishúsinu laugardags- kvöldið 4. mars sl. Jakkinn hefur lík- lega verið tekinn í misgripum úr fata- hengi því annar jakki var skilinn eftir á sama stað. Sú sem hefur tekið jakk- ann er vinsamlegast beðin að skipta um jakka í Kiwanishúsinu. Upplýs- ingar í síma 581-4995 eða 860-4995. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 10. mars, ásjötugsafmæli Þóra Björns- dóttir, Tjarnarlundi 15 c, Akureyri. Þóra verður heima á afmælisdaginn. Gamlir meistarar. Norður ♠G9 ♥Á953 ♦KDG ♣ÁG107 Suður ♠ÁKD105 ♥D10 ♦Á6432 ♣6 Suður spilar sjö tígla án afskipta AV af sögnum. Útspilið er laufkóngur. Hvernig er best að standa að verki? Spilið er frá úrslitaleik Bandaríkj- anna og Ítalíu á HM 1951. Í suðursæt- inu var Bandaríkjamaðurinn Howard Schenken (1905-1979), sem var frægur fyrir vandað handbragð í sæti sagn- hafa. Tólf slagir eru á borðinu og sá þrett- ándi gæti komið á ýmsan hátt. Ef trompið er 3-2 má búa til aukaslag á tígul með öfugum blindum. Stinga lauf þrisvar heima og henda hjartatíu í síð- asta tromp blinds. Það færi til dæmis þannig fram: Laufás og lauf trompað. Tígull á kóng, lauf trompað. Tígull á blindan og lauf trompað með ás. Síðan spaði á gosa, síðasti tígulinn tekinn og hjarta hent. En þessi spilamennska er ónákvæm og hreint afspil ef trompið er 4-1 og hjartakóngur í vestur. Þá er nefnilega hægt að svíða af vestri úrslitaslaginn með þvingun í hjarta og laufi. Ekki þarf annað en taka slagina á tromp og spaða, og vestur mun neyðist til að fara niður á hjartakóng blankan. Schenken tókst að sameina báðar þessar leiðir á einfaldan hátt. Hann trompaði lauf í öðrum slag, tók svo tvisvar tromp. Ef báðir eru með, er hægt að halda áfram með öfugan blind- an og nota innkomuna á hjartaás til að taka síðasta trompið. Ella verður að spila upp á þvingun. Í reynd lá allt til sagnhafa - trompið 3-2 og hjartakóngur í vestur - en það skyggir ekki á vandaða tækni Schenk- ens. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Einbýlishús í Seljahverfi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 250 fm einbýlis- húsi í Seljahverfi, gjarnan á einni hæð. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Íbúð í 101 Skuggi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð í 101 Skuggi eða nágrenni. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali SIGURLÍN Grímsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Listagjánni í Bæj- ar- og héraðsbókasafninu á Selfossi í marsmánuði. Viðfangsefnið er fjöll og náttúra á Íslandi. Flestar myndirnar eru frá árunum 2005 og 2006. Sýningin er sölusýning og er opin á afgreiðslutíma Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Selfossi alla virka daga frá kl. 10–19 og laugardaga kl. 11–14. Sigurlín við eitt verka sinna. Sigurlín í Listagjánni NÚ stendur yfir sýning Svövu Sigríðar, í nýju gall- eríi bókasafns Grafarvogs. Á sýningunni eru tólf vatns- litamyndir, Svava Sigríður hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýn- ingum. Sýningin stendur til 25. mars.Verk eftir Svövu Sigríði. Vatnslitir Svövu Sigríðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.