Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.03.2006, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ STERÍÓ Stórtónleikar í Salnum Kópavogi Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja lög af plötunni Ég skemmti mér og perlur systkinanna Elly og Villa ásamt 9 manna hljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks. Miðasala er hafin í síma 5 700 400 og á www.salurinn.is Fimmtudagskvöldið 16. mars kl. 20:00 Föstudagskvöldið 17. mars kl. 20:00 Aðeins tvennir tónleikar! SÓLÓPLATA Birgis Hilm- arssonar, söngvara og gít- arleikara Ampop, kemur út á mánudaginn hjá Dennis. Platan kom út á Bretlands- eyjum og í Japan fyrir nokkrum mánuðum, en lít- ur nú loksins dagsins ljós á klakanum. Blindfold hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda víða og þykir afar frumleg og falleg smíð, en tvö lög af plötunni hljóm- uðu reglulega nýverið í ís- lensku sjónvarpi í hinum geysivinsælu þáttum Allir litir hafsins eru kaldir. Birgir sá um tónsmíðar fyrir þættina ásamt Þór Eldon (fyrrverandi Syk- urmola). Þá verður einnig loksins fáanleg aftur í verslunum Made for Market, önnur plata Ampop, sem kom út árið 2002. Það er mikið um að vera hjá Ampop þessa dagana því tónleika- ferðalag þeirra um landið í samvinnu við Rás 2 hefst í kvöld í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hljómsveitin Dikta og listamaðurinn Hermigervill eru með í för. Tónlist | Sólóplata Birgis úr Ampop kemur út eftir helgi Iðjusamur poppari Birgir Hilmarsson, sem hér er lengst til vinstri, er einn þriðji sveitarinnar Ampop. DOUGLAS Wilson er framsækin rokksveit frá Akureyri sem starfað hefur síðan árið 2001 með ein- hverjum manna- breytingum. Geisladiskurinn Stuck In A World sýnir að mörgu leyti hvers megn- ug hljómsveitin er þó hnökralaus sé hann eigi. Hér er á ferðinni tegund tónlistar sem er ekki á allra færi að gera vel og er frumraun þessi eitthvað sem Douglas Wilson getur gengið stolt frá. Opnunarlagið, „Demons Of Reas- on“, er kröftugt þar sem allir liðs- menn hljómsveitarinnar sýna að þeir eru öngvir aukvissar; trommu- og bassaleikur gjörsamlega stein- liggur, gítarleikur áhugaverður og raddsvið söngvarans, Stefáns Jak- obssonar, vert athygli. Metnaðurinn er síður en svo látinn liggja á milli hluta; flottar útfærslur í hvert horn sem litið er og framvinda lagsins áhugaverð. En lag á borð við „Alone“ var mér ekki að skapi. Þótti mér söngv- arinn fara fullgeyst í hlutina; laglín- an heldur mikið af hinu góða og þá sérstaklega í viðlaginu þar sem háu tónarnir koma að mínu mati ekki nógu vel út þó vel fluttir séu. Lagið „Rush“ fannst mér að mörgu leyti mjög flott en fannst sterk brú taka of mikið frá viðlag- inu. Fyrrnefnd brú, eða millikafli, hefði sómt sér betur sem viðlag og lagið orðið betra fyrir vikið. „Reflection Of Your Soul“ fannst mér með tilkomumeiri lögum plöt- unnar, fínasta rokkballaða sem hefði ugglaust náð hylli almennings á góðum degi. Það sem dregur „Stuck In A World“ fyrst og fremst niður er að lagasmíðin er ekki nægilega sterk. Hljómsveitin er mjög vel spilandi og hefur auðheyranlega lagt mikla vinnu í lokaútkomu plötunnar sem er mjög góð varðandi útsetningar, raddanir (bæði varðandi söng og gítar), trommufyllingar og þvíum- líkt. Lögin eru heilt yfir ekki nægi- lega góð að mínu mati. Frumburðir hljómsveita gefa sjaldan fullmótaða mynd af hljóm- sveitum og Douglas Wilson á fullt erindi á pallborðið hjá mér á góðum degi. Sprettirnir á „Stuck In A World“ bera þess glöggt merki að þessir menn hafa margt til brunns að bera. Fram- sækin frumraun TÓNLIST Geisladiskur Upplýsingar: Stefán Jakobsson söng, Einar Máni Friðriksson lék á gítar, bassa- leikur var í höndum Haralds Rúnars Sverrissonar og Sigurður Stein Matthías- son sá um trommuleik. Lög og textar eft- ir Douglas Wilson auk Hildu, Laurents og Stebba. Tekið upp af Kristjáni Edelstein á Akureyri sem sá einnig um upptökustjórn að hluta til. Upptökustjórn að öðru leyti í höndum Douglas Wilson. Tónjöfnun og hljóðblöndun fór fram í Sýrlandi og Írak í umsjá Axels „Flex“ Árnasonar. Sena dreifði. Douglas Wilson – Stuck In A World  Smári Jósepsson Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.