Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 59

Morgunblaðið - 18.03.2006, Síða 59
Veiðisafnið – Stokkseyri | Uppstoppuð veiðidýr ásamt skotvopnum og veiði- tengdum munum. Opið alla daga kl. 11– 18. Sjá nánar á hunting.is. Leiklist Vestmannaeyjar | Leikfélag Vest- mannaeyja frumsýnir í kvöld leikritið Nunnulíf sem byggt er á myndinni Sister act. Leikstjóri og handritshöfundur er Laufey Brá Jónsdóttir. Leikrit sem flétt- ar saman lífi reglusystra og lífi undir- heimanna. Sýningar fara fram í Bæj- arleikhúsinu. Dans Breiðfirðingabúð | Átthagafélag Strandamanna heldur vorball í kvöld. Húsið opnað kl. 22. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Miðaverð 1.000 kr. Þjóðleikhúskjallarinn | Argentínskt tangóball hefst kl. 21.30, með opnum byrjendatíma í umsjón Kathrinar Schmucker. Diskótek með tangótónlist frá ýmsum tímum hefst upp úr kl. 22. Í hléi sýna Hany Hadaya og Bryndís Hall- dórsdóttir tangó. Aðgangseyrir 1.000 kr. og 500 kr. fyrir námsmenn. Nánar á tango.is Skemmtanir Cafe Catalina | Hörður G. Ólafsson spil- ar og syngur. Grand Rokk | Dikta og Ókind spila frá kl. 23.30, 500 kr. inn. Klúbburinn við Gullinbrú | Stelpukvöld Klúbbsins og hárgreiðslustofunnnar Stubbalubba. Kynningar, sýningar o.fl. Húsið opnað fyrir matargesti kl. 19, dag- skrá hefst kl 21, húsið opnar fyrir karla kl. 24. Frítt inn til kl. 22. Hljómsveitin Fönn leikur. Kringlukráin | „Labbi í Mánum“ og hljómsveitin Karma með dansleik. Saltfisksetrið í Grindavík | Írsk þjóð- lagastemning í Saltfisksetrinu, Þjóðlaga- sveit Tónlistarskólans í Grafarvogi kemur í heimsókn ásamt kennara sínum Wilmu Young í dag, kl. 17. Sveitin spilar þjóðlög frá Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og Hjalt- landseyjum. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveit Rún- ars Þórs skemmtir föstudag og laug- ardag. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Borgarbókasafn – aðalsafn | Sögustund 19. mars. Ingibjörg Hafliðadóttir les úr barnabókum. Kaffi Hljómalind, lífrænt kaffihús | Kiirtan (möntrusöngur) og hugleiðsla mun fara fram kl. 10. Hótel Borg | Vínþjónasamtökin standa fyrir kynningu á vínum frá Suður-Afríku á Skuggabarnum, kl. 14–17. Aðgangseyrir er 500 kr.og lágmarksaldur gesta er 20 ár. Einnig verður forkeppni fyrir Evr- ópumeistaramót vínþjóna sem verður haldið í Reims í Frakklandi í júní. Fyrirlestrar og fundir Ásatrúarfélagið | Umræðu- og kynning- arfundur um fyrirhugaða hofbyggingu Ásatrúarfélagsins verður kl. 14–17. Fram- sögumaður er Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði. Gerðuberg | Barnabókaráðstefna kl. 10.30–13, fyrirlesarar: Sölvi Sveinsson, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Sólveig Ebba Ólafsdóttir og Helgi Már Frið- geirsson. Nánari upplýsingar á www.gerduberg.is. Ókeypis aðgangur. Háskólabíó | Þjóðarhreyfingin – með lýðræði, boðar til almenns borg- arafundar kl. 13–14.45, í Háskólabíói (sal 1). Ávörp flytja: Ólafur Hannibalsson rit- höfundur, Andri Snær Magnason rithöf- undur og Ari Alexander Magnússon kvik- myndagerðarmaður. Einnig verða sýndar tvær heimildarmyndir um innrásina í Írak eftir Sigurð Guðmundsson myndlist- armann og Ara Alexander Magnússon kvikmyndargerðarmann. Ísland Panorama | Stofnfundur samtak- anna Ísland Panorama verður í dag kl. 14, í Norræna húsinu og er öllum opinn. Ísland Panorama eru grasrótarsamtök sem ætlað er að standa vörð um fjöl- breytni og vinna gegn mismunun. Þau hafa það að markmiði að beita sér í bar- áttunni gegn fordómum, útlendingafælni og hverskonar mismunun á grundvelli trúar, útlits eða uppruna. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með opið hús í Skógarhlíð 8, 21. mars kl. 20. Á dagskrá verður: Tískuráð- gjöf á vegum Debenhams, Erla Lúðv. stílisti sýnir vortískuna og veitir ráðgjöf. Snyrtifræðingur kynnir nýjungar og leið- beinir. Ingibjörg Sigurbj. gullsmiður sýnir skartgripi. Vöfflur með rjóma. Norræna húsið | Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttir efnir til Vigdísarþings kl. 9– 13. Þar verður rætt um hvernig íslenskar fornbókmenntir voru meðvitað notaðar til þess að byggja upp þjóðerniskennd á Norðurlöndum, í Skotlandi og Þýskalandi á 19. öld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fréttir og tilkynningar Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Upp- lýsingar um fundarstaði og tíma al- mennra funda, sporafunda og nýliða- funda er á heimasíðunni, www.al-anon.is Al-Anon og Alateen er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orð- ið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. GA- fundir | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Hægt er að hringja í GA-samtökin (Gamblers Anonymous) í síma: 698 3888. Tungumálamiðstöð HÍ | Háskóli Íslands heldur 12. maí nk., hin alþjóðlegu DELE próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innritunar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og innritun: http://www.hi.is/ page/dele Waldorfskólinn í Lækjarbotnum | Opið hús verður í Waldorfskólanum í Lækj- arbotnum ( v. Suðurlandsveg) kl. 14–17. Eldsmiðjan er opin, handverk og önnur vinna nemenda liggur frammi. Kennarar og foreldrar verða til viðtals og elsti bekkurinn verður með kaffisölu. Frístundir og námskeið ITC-Fífa | Fundur 1. ráðs ITC verður kl. 12, í Kríunesi við Elliðavatn. Úr- slitakeppni deilda í mælsku og rökræð- um, fræðsla um AP kerfið, félagsmál og óvissuferð. Hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá. Skráning og uppl. itc- fyrstarad@simnet.is og í síma 698 0144. Kennslustofa FSA, Akureyri | Fræðslu- námskeið fyrir fólk með vefjagigt, hefst á Akureyri í dag. Markmið námskeiðsins er að miðla aukinni þekkingu till þátttak- enda um sjúkdóm sinn, afleiðingar hans og hvað þeir geti sjálfir gert til að stuðla að betri líðan. Skráning á nám- skeiðið á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600. Safamýrarskóli | Námskeið í Taiji verður í Safamýraskóla Safamýri 5, 18. mars kl. 9.30–12.30 og kl. 14–17. Um morguninn verður farið í Reeling Silk sem er und- irstöðuæfingar fyrir taiji og eftri hádegi í Laoja sem er kallað gamla kerfið. Kennari er Kinthissa. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 59 DAGBÓK Verð frá 2.390.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Hrísmýri 2a 800 Selfoss 482-3100 Sæmundargötu 3 550 Sauðárkróki 453-5141 Eyralandi 1 530 Hvammstanga 451-2230 Holtsgötu 52 260 Njarðvík 421-8808 Óseyri 5 603 Akureyri 461-2960 Sindragötu 3 400 Ísafirði 456-4540 Dalbraut 2b 300 Akranesi 431-1376 Víkurbraut 4 780 Höfn í Hornafirði 478-1990 Búðareyri 33 730 Reyðarfirði 474-1453 Kemst hvert sem er og ratar þangað líka Aukabúnaður á mynd: Sóllúga. Garmin GPS leiðsögutæki með íslensku vega- og hálendiskorti. Virkar um allan heim og spilar MP3. Andvirði 96.550,- Leiðsögutæki fylgir hverjum seldum Legacy TILBOÐ: Jakob Kristinsson. Norður ♠KG10432 ♥G3 S/AV ♦Á2 ♣864 Vestur Austur ♠D986 ♠5 ♥K42 ♥Á10987 ♦D106 ♦G9875 ♣G105 ♣Á2 Suður ♠Á7 ♥D65 ♦K43 ♣KD973 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass Jakob Kristinsson hefur um nokk- urra ára skeið búið í Michigan í Bandaríkjunum ásamt bandarískri konu sinni, Gail Hanson. Þau una hag sínum vel og spila töluvert, eink- um í svæðamótum. Jakob er í góðu formi, eins og marka má af spilinu að ofan, sem kom upp í svæðamóti í Or- lando í janúar síðastliðnum. Eftir grandopun og yfirfærslu varð Jakob sagnhafi í fjórum spöðum í suður. Vestur kom út með smátt hjarta og vörnin tók á tvo efstu. Vestur skipti svo yfir í laufgosa, sem austur drap og spilaði enn hjarta. Þá var komið að þætti Jakobs. Engan slag mátti gefa á tromp og Jakob sá möguleika á að ráða við drottninguna fjórðu í vestur með trompbragði. En þá varð að stytta blindan í spaða og Jakob hóf strax undirbúninginn með því að trompa hjartadrottninguna! Framhaldið var handavinna. Jakob tók spaðaás og svínaði gosanum. Þegar austur henti í slaginn, tók Jakob laufhjónin og stakk lauf. Síðan tvo efstu í tígli og spilaði að borðinu í tveggja spila endastöðu, þar sem vestur átti D9 í spaða, en blindur K10. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Félagsstarf 60+ Hafnarfirði | Aðalfundur 60+ Hafnarfirði verður 19. mars kl. 14, á Strandgötu 21 (skóbúðinni). Venjuleg aðalfundarstörf, bæjarstjóri Lúðvík Geirsson ræðir um sveitarstjórn- arkosningarnar. Kaffiveitingar. Barðstrendingafélagið og Borgfirð- ingafélagið | Félagsvist í Konnakoti Hverfisgötu 105, kl. 14. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir; fé- lagsvist á þriðjudögum kl. 14. Leikfimi, postulín, framsögn o.fl. Snúður og Snælda sýna 19. mars kl. 14. Handa- vinnustofa Dalbraut 21–27 opin alla virka daga. Félag eldri borgara, Reykjavík | Af- mælisvika FEB: Bókmenntaveisla í Stangarhyl 4, í dag kl. 14. Rithöfundar lesa úr verkum sínum, félagar úr söng- vökunni leiða fjöldasöng. Á sunnudag verður hátíðarsamkoma á Hótel Sögu kl. 14. Hátíðarræðu flytur Ólafur R. Grímsson forseti og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri flytur ávarp, söngur o.fl. Félagsheimilið Gjábakki | Krumma- kaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur fer frá Kirkjuhvolskjall- aranum kl. 10. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Opnar sýn- ingar kl. 13–16. Heilsuefling aldraðra (fræðsla, kynning o.fl.), í samvinnu við Heilsugæslu Efra-Breiðholts sem vera átti 20. mars færist til 3. apríl kl. 13. Alla virka daga er fjölbreytt dagskrá og veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Strætisvagnar nr. S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Hæðargarður 31 | Leikfimi, félagsvist, tölvukennsla, postulín, glerskurður, framsögn, gönguferðir, ljóðlist- arnámskeið, nyndlist o.fl. Snúður og Snælda 19. mars kl. 14. Sími 568 3132. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos DOMINIQUE Ambroise er með sýningu á nýjum olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýninguna nefnir hún Sjónhorn. Þetta er sautjánda einkasýning Dominique en að auki hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar um Dominique er að finna á heimasíðu hennar www.dominique-am- broise.net Sýningin er opin virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–16 og stend- ur til 5. apríl. Dominique sýnir hjá Ófeigi NEMENDUR á keramikkjörsviði Myndlistaskóla Reykjavíkur, sem starfrækt er í samvinnu við Iðn- skólann í Reykjavík og nemendur af myndlistar- og hönnunarsviði, opna sýningu á verkum sínum í dag kl. 16 í Gallerí Tukt, sýning- arsal Hins hússins. Á sýningunni verða lágmyndir úr jarðleir, þar sem nemendur túlka áhrifamikla náttúru Reykja- ness. Einnig verða á stöplum ný- renndir samsettir leirskúlptúrar. Nemendur af myndlistar- og hönnunarsviði sýna lokaverkefni úr ljósmyndaáfanga þar sem lögð var áhersla á notkun myndramm- ans, samband augnabliksins og mynduppbyggingar sem og eigin tjáningar. Í kjallara Hins hússins milli kl. 16.00 og 18.00 mun ungt fólk, sem var á námskeiðinu Myndlist rokk- ar, gera ýmsar tilraunir á mörk- um myndlistar og tónlistar á staðnum. Sýning | Myndlistaskólinn í Reykjavík Fjölbreytni í Hinu húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.