Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ASÍ VILL LENGRI FREST
ASÍ leggur til við stjórnvöld að
frestað verði um þrjú ár til viðbótar
að veita launafólki frá hinum nýju
aðildarríkjum ESB frjálsa för inn á
íslenskan vinnumarkað. Samtök at-
vinnulífsins eru annarrar skoðunar
og telja æskilegt að af opnuninni
verði. Aðildarríki ESB og EES
þurfa að taka afstöðu til þess fyrir 1.
maí hvort þau ætla að nýta aðlög-
unarfrest vegna frjálsrar farar
launafólks frá átta ríkjum, sem
fengu aðild að ESB 2004 í allt að
þrjú ár til viðbótar.
Enginn vill norður
Enginn þeirra níu sem starfa hjá
Fæðingarorlofssjóði í Reykjavík
ætlar að flytja með stofnuninni norð-
ur í Húnavatnssýslur. Sjóðurinn hef-
ur hingað til verið í vörslu Trygg-
ingastofnunar ríkisins (TR) og hefur
aðstöðu í húsnæði stofnunarinnar.
Deildarstjóri hjá TR segir starfs-
menn auðvitað ekki sátta við að
missa störf sín en að þeir fái aðstoð
við að finna ný störf.
Þrír gíslar frelsaðir í Írak
Alþjóðlega herliðið í Írak bjargaði
í gær þremur vestrænum gíslum úr
haldi mannræningja í landinu en
fólkið var hneppt í gíslingu 26. nóv-
ember sl. ásamt Bandaríkjamann-
inum Tom Fox, en hann fannst
myrtur fyrir tveimur vikum.
Deilt um verndarstefnu
Hart er deilt um verndarstefnu
innan ríkja Evrópusambandsins á
tveggja daga ráðstefnu um efna-
hagsmál sem hófst í Brussel í gær.
Hefur Jacques Chirac, forseti
Frakklands, lagt áherslu á að fyr-
irtæki í lykilgreinum hagkerfisins
skuli njóta sérstakrar lagalegrar
verndar gegn yfirtöku.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 34
Fréttaskýring 8 Bréf 43
Úr verinu 16 Minningar 44/49
Viðskipti 16/18 Brids 50
Erlent 20/21 Myndasögur 58
Minn staður 24 Dagbók 50/57
Akureyri 26 Víkverji 50
Landið 26 Staður og stund 56
Austurland 27 Leikhús 58
Höfuðborgin 27 Bíó 62/65
Daglegt líf 28/31 Ljósvakamiðlar 66
Menning 32/33 Veður 67
Umræðan 37/43 Staksteinar 67
* * *
KJALARNESIÐ er á krossgötum og
komið að því að taka lykilákvarðanir
um framtíð þess, og hvernig nýta á
það tækifæri sem skapast með lagn-
ingu Sundabrautar. Meðal hugmynda
sem upp hafa komið er að Hrafnista
reisi þar öldrunarþorp, auk hug-
mynda um stórfellda einbýlishúsa-
byggð.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í máli Dags B. Eggertssonar,
formanns skipulagsráðs Reykjavíkur
og oddvita Samfylkingarinnar í borg-
arstjórnarkosningunum í vor, á fundi
fulltrúa allra flokka sem bjóða fram í
borgarstjórnarkosningunum með
Kjalnesingum, sem fram fór í félags-
heimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi í
gærkvöldi.
Á fundinum var áhersla lögð á mál
sem snúa að Kjalnesingum, og bar
umferðarmál þar hátt. Dagur sagðist
vera að hallast á þá skoðun að eina vit-
ið sé að leggja Sundabraut alla leið í
einum áfanga, en hafa hana einfalda, í
stað þess að leggja tvöfalda braut upp
í Grafarvog í fyrsta áfanga eins og
rætt hefur verið um. Sagði hann það
væntanlega njóta stuðnings beggja
vegna Kleppsvíkur og á Kjalarnesi.
Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi
Vinstri hreyfingarinnar – græns
framboðs, tók undir þessi orð Dags,
og sagðist einnig vilja einfalda braut
alla leið í fyrsta áfanga. Árni gagn-
rýndi stjórnvöld fyrir seinagang í
vegamálum á höfuðborgarsvæðinu og
upplýsti að viðræður ættu sér nú stað
við Vegagerðina um að sveitarfélögin
taki alfarið við öllum vegum sem
liggja innan þeirra, í stað þess að
Vegagerðin hafi umsjón með stærri
stofnbrautum.
Fulltrúi Framsóknar
gagnrýndi ríkisstjórnina
Marsibil Sæmundsdóttir, fulltrúi
Framsóknarflokks á fundinum, gagn-
rýndi ríkisstjórnina harðlega í sam-
göngumálum og sagði að undanfarið
hafi ríkisvaldið svelt Reykjavík í sam-
göngumálum, enda ljóst að fjárveit-
ingar til vegamála hafi verið af skorn-
um skammti á höfuðborgarsvæðinu.
Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
sagði ljóst að Reykjavíkurlistinn hefði
ekki staðið við þau loforð sem Kjal-
nesingum voru gefin við sameiningu
sveitarfélagana. Sinnuleysi og áhuga-
leysi meirihlutans væri þar um að
kenna og mörg atriði sem brýnt væri
að bæta úr strax.
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi Frjálslynda flokksins, gagn-
rýndi bæði meirihlutann í borgar-
stjórn og ríkisvaldið fyrir
framtaksleysi við breikkun Vestur-
landsvegar. Hann sagði framlög til
vegamála fyrir höfuðborgarsvæðið
ekki hafa verið í góðu lagi, ríkisstjórn-
in hafi verið óviljug til að veita til þess
fé.
Frambjóðendur í Reykjavík ræddu málefni Kjalarnessins á borgarafundi í gær
Hrafnista með hugmyndir
um að reisa öldrunarþorp
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Dagur B. Eggertsson og Árni Þór Sigurðsson voru sammála um að rétt væri að leggja einbreiða Sundabraut upp á Kjalarnes í einum áfanga.
ÁRNI Magnússon, þáverandi félags-
málaráðherra, uppfyllti ekki kröfur
sem leiða af almennum grundvallar-
reglum í stjórnsýslurétti um undir-
búning stöðuveitingar og mat á
hæfni umsækjenda þegar hann réð
Ragnhildi Arnljótsdóttur í starf
ráðuneytisstjóra félagsmálaráðu-
neytisins árið 2004. Þetta kemur
fram í áliti umboðsmanns Alþingis á
kvörtun Helgu Jónsdóttur, eins um-
sækjenda um embættið. Helga
kvartaði vegna vinnubragða ráð-
herra við skipun í embættið, en hún
taldi að niðurstaða ráðherra gæti
ekki talist rétt ef litið væri til þeirra
atriða sem fram koma í rökstuðningi
hans og ef tekið sé mið af fyrirliggj-
andi upplýsingum um umsækjendur.
Auk þess kvartaði hún vegna til-
högunar auglýsingar um embættið
og þeirri ákvörðun að framlengja í
tvígang umsóknarfrest.
Umboðsmaður taldi þó ekki tilefni
til athugasemda við hvar auglýsing
um embættið var birt en benti þó á
að rétt hefði verið að hvetja bæði kyn
til að sækja um starfið.
Þungur áfellisdómur
Helga Jónsdóttir segir að álit um-
boðsmanns í málinu feli í sér þyngri
áfellisdóm yfir meðferð stjórnvalds á
stjórnsýslumáli af þessum toga en
dæmi séu um fyrr. Vísar Helga m.a.
til þess, að umboðsmaður bendi á að í
rökstuðningi Árna Magnússonar,
þáverandi félagsmálaráðherra, fyrir
því af hverju hann valdi Ragnhildi
Arnljótsdóttur í starf ráðuneytis-
stjóra félagsmálaráðuneytis hafi
ráðherrann staðhæft ýmislegt varð-
andi hæfni, s.s. faglega þekkingu,
starfsreynslu og stjórnunarreynslu
Ragnhildar sem ráðherrann gat síð-
an ekki rökstutt eða fært frekari
sönnur á fyrir umboðsmanni.
Helga segir að fyrrv. félagsmála-
ráðherra hafi í samskiptum við um-
boðsmann lagt áherslu á persónu-
lega ábyrgð sína á ákvörðuninni og
undirbúningi hennar. Hann hafi nú
fengið lausn frá ráðherrastarfi og
verði því ekki kallaður til ábyrgðar
sem slíkur.
Ekki náðist í Árna Magnússon í
gærkvöldi.
Umboðsmaður gagnrýnir ráðningu félagsmálaráðherra
Uppfyllti ekki mat á
hæfni umsækjenda
Árni
Magnússon
Helga
Jónsdóttir
ÍSLENSK flugyfirvöld hafa tekið
upp lista þann sem Evrópusam-
bandið (ESB) samþykkti í fyrradag
en hann varðar flugfélög sem álitin
eru óörugg. Listinn er ekki lög-
formlega staðfestur í íslenskum
lögum en þó er farið eftir honum af
öryggisástæðum.
Á listanum eru 92 flugfélög sem
bannað verður að fljúga í lofthelgi
Íslands sem og í lofthelgi aðild-
arlanda ESB. Áður var farið eftir
sameiginlegum bannlista Norður-
landanna en fleiri flugfélög eru á
þeim lista sem nú er tekinn í gildi.
Eftir samþykkt ESB lék vafi á því
hvor listinn ætti að gilda hér á landi
en ákvörðun var tekin um það að
fara eftir þeim sem gefinn var út í
gær þar sem hann er nýrri og Ís-
land á í samstarfi við Evrópusam-
bandið um flugumferðarmál.
Að sögn Hjördísar Guðmunds-
dóttur, upplýsingafulltrúa Flug-
málastjórnar, hefur samþykkt
þessa nýja lista ekki miklar breyt-
ingar í för með sér fyrir íslensk
flugmálayfirvöld þar sem vélar frá
þessum flugfélögum komi ekki mik-
ið hingað til lands.
Bannlisti ESB
tekinn upp hér
á landi