Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Borgarnes | Verkalýðsfélag Borg- arness varð 75 ára þann 22. mars og af því tilefni ákvað stjórn félagsins að láta samfélagið njóta þess, í stað- inn fyrir að efna til hátíðahalda. Á afmælisdaginn var tilkynnt hver fengi „afmælispakkann“ en mikil leynd hafði hvílt yfir því. Sveinn G. Hálfdanarson formaður Verkalýðs- félagsins sagði við athöfnina að stjórnin hefði verið einhuga um að þörfin væri mest í málefnum eldri borgara. Hann sagði að þess vegna hefði verið ákveðið að gefa Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 5 milljónir til þess að styðja við endurbætur á hús- inu eða nýbyggingu. Sveinn lét þess getið að elsti hluti hússinn væri orð- inn 35 ára og að áherslur í mál- efnum aldraðra væru aðrar í dag en voru á þeim tíma er húsið var byggt. Nú byggi fólk lengur heima en áður og nyti heimilishjálpar eða heima- hjúkrunar og kæmi þar með eldra inn á Dvalarheimilið. Það þýðir að Dvalarheimilið hefur í auknum mæli orðið að hjúkrunarheimili. „Kröfur fólks í dag eru enn- fremur aðrar og meiri en þær voru áður,“ sagði Sveinn, „og vill Verka- lýðsfélagið með þessari gjöf hvetja til þess að aðstaða heimilisfólks og starfsfólks verði eins og best ger- ist.“ Fjárframlagið sem um ræðir hef- ur verið lagt inn á sparisjóðsbók og verður afhent þegar framkvæmdir hefjast, í síðasta lagi í árslok 2007. Sveinn hvetur önnur fyrirtæki og stofnanir til að taka höndum saman og styðja við Dvalarheimilið svo að nauðsynlegar úrbætur geti orðið sem fyrst. „Styrkir okkur á allan hátt“ Margrét Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Dvalarheimilisins sagði daginn vera mikinn ánægju- og hátíðisdag og að gjöf Verkalýðs- félagsins væri höfðingleg. „Þetta styrkir okkur á allan hátt og eflir bjartsýni, og verður vonandi til þess að koma okkar dvalarheimili í það form sem við viljum.“ Margrét segir heimilismenn vera 52 talsins, þar af séu tuttugu hjúkr- unarpláss og alltaf aukist þörfin fyr- ir hjúkrun. Þess vegna hafi lengi verið í undirbúningi að stækka og byggja við heimilið og liggi mikil vinna að baki í skipulagsvinnu. „Um tíma stóð til að við fengjum efri hæð heilsugæslunnar, en nú er ljóst að af því verður ekki. Mikilvægt er að hafa þessa aðstöðu á sama svæðinu, þ.e. heilsugæsluna, þarna er íbúða- blokk fyrir aldraða þar sem fé- lagsstarfið er á fyrstu hæðinni, og parhús með íbúðum fyrir eldri borg- ara. Búið er að teikna viðbyggingu á bakvið blokkina og nýjustu fréttir herma að bæjarverkfræðingi hefur verið falið að huga að deiliskipu- lagi.“ Margrét segist vonast til þess að stuðningur Verkalýðsfélagsins verði til þess að flýta málinu og seg- ir ánægjulegt að eiga stuðning og hug góðs hóps að baki. Eldri borgarar fá gjöfina Morgunblaðið/ Guðrún Vala Ánægð Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins, og Sveinn G. Hálfdánarson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Verkalýðsfélag Borgarness gefur Dvalarheimilinu afmælisveisluna Húsavík | Frelsið, söngleikur eftir þá Gunnar Skúla Hervarsson og Flosa Einarsson, var settur á svið í sal Borgarhólsskóla á dögunum. Það var tómstundasmiðjan Keldan sem stóð að sýningunni og komu leikarar úr 10. bekk skólans. Alls komu um fjörutíu manns að sýning- unni, og sagði leikstjórinn, Jóhann Kr. Gunnarsson, það hafa verið magnaðan hóp. Söngleikurinn Frelsi hefur að geyma mjög þarfan boðskap sem á sérstaklega vel við um þessar mundir. Umræða um einelti í skól- um og á vinnustöðum hefur stig- magnast undanfarin ár og fólk er að verða æ meir meðvitað um vandamálið. Frelsi getur átt sér stað í hvaða plássi sem er úti á landi árið 2010, tölvutæknin hefur leyst kennarana af hólmi en gild- ismat unga fólksins virðist lítið breytast. Símar, flott föt og rétta útlitið virðist rokka á milli efstu sætanna í forgangsröðuninni hjá unglingunum. auðveldasta leiðin ekki alltaf sú besta. Einungis var hægt að sýna Frelsi fimm sinnum og var það ávallt gert fyrir fullum sal. Á þessar fimm sýn- ingar mættu því tæplega fimm hundruð og fimmtíu manns sem var framar björtustu vonum en hagn- aður af sýningunni fer í ferðasjóð tíundu bekkinga sem hyggja á út- skriftarferð í vor. Söngleikurinn Frelsið sýndur Morgunblaðið/Hafþór Frelsi Dagmar Pálsdóttir, Þórunn Torfadóttir, Elfar Árni Að- alsteinsson og Snædís Birna Björnsdóttir sjást hér í hlutverkum sínum í Frelsi. LANDIÐ AKUREYRI Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Sýningarlok | Nú fer hver að verða síð- astur að sjá sýningu Hlyns Hallssonar í Jónas Viðar Gallery á Akureyri en henni lýkur á laugardag. Hlynur sýnir 14 texta- ljósmyndir sem eru nokkurskonar dagbók eða myndaalbúm. Fyrirlestur | Þóra Kristjánsdóttir list- fræðingur flytur fyrirlestur um „Myndlist- armenn fyrri alda á Íslandi“ í dag, föstu- daginn 24. mars, kl. 14.50 í Ketilhúsinu. Allir eru velkomnir. SVIFRYK fór yfir heilsuverndarmörk á Ak- ureyri í alls 13 daga á tímabilinu frá 1. janúar síðastliðnum til 20. febrúar. Íslendingar hafa gengist undir samþykkt Evrópusambandsins, en hún gerir ráð fyrir að á árinu 2010 megi loftmengun ekki fara yfir viðmiðunarmörk sem sett hafa verið í þessum efnum nema 7 daga á ári, þ.e. að svifryk fari ekki yfir 50 míkrómetra á sólarhring að meðaltali. Þegar svifryk fer yfir viðmiðunarmörk er astmasjúklingum, hjarta- og lungnasjúkling- um ráðlagt að halda sig innandyra, það ættu börn líka að gera og skokkarar gætu fundið til óþæginda af völdum ryksins sem þeir anda að sér í heilsubótarhlaupinu. Yfir mörkum í 35 daga af 75 Þær Kristín Sigfúsdóttir og Sóley Jón- asdóttir gerðu mælingar á andrúmslofti á Ak- ureyri á liðnu ári með færanlegri mælistöð sem staðsett var við fjölförnustu gatnamót bæjarins, Glerárgötu og Tryggvabraut og stóðu þær yfir í 7 daga. Svifryk mældist yfir heilsuverndarmörkum í 35 daga á því tímabili. Mælingarnar voru hluti af MA-ritgerð þeirra í umhverfisfræðum um hönnun umhverfisvísa fyrir Akureyrarbæ bæði hvað varðar andrúmsloft og neysluvatn. Tilgátan var sú að ástand í þessum efnum stæðist viðmið um heilsuverndarmörk. Það reyndist rétt hvað neysluvatnið varðar, en annað kom á daginn þegar andrúmsloftið var kannað. „Umhverfismál verða oft ekki spennandi, eða ná ekki til fólks fyrr en þau verða að heilsufarsvandamáli,“ segir Sóley „maður hafði í raun ekki gert sér í hugarlund að ástandið væri með þessum hætti hér í bænum, þar sem sagt er: Akureyri, öll lífsins gæði.“ Mikið svifryk á Akureyri getur átt sér marg- víslegar skýringar segja þær, fjörðurinn er þröngur, staðviðri mikil, lega bæjarins er þannig að svifrykið hreinlega lokast inni. Þá er umferð mikil og vaxandi, notkun nagla- dekkja almenn að vetrinum, sandur borinn á götur í töluverðum mæli að vetrinum, umferð flugvéla er mikil og þá hafi siglingar skemmti- ferðarskipa að sumarlagi sitt að segja einnig. Loks nefna þær að þungaflutningar hafi vaxið mikið undanfarin misseri í gegnum bæinn, m.a. að næturlagi, flutningabílar séu þá á ferðinni t.d. austur á land með aðföng vegna stórframkvæmda í fjórðungnum. Allt þetta hafi aukið álag í för með sér í þessum efnum, þe. hversu mikið svifrykið er. Þær stöllur benda á að niðurstaðan ætti að kalla fram félagsleg viðbrögð í samfélaginu. Meðal þess sem þær athuguðu í rannsókn sinni var umferð á Akureyri, þar á meðal ferðamáti grunnskólabarna til og frá skóla, umferð fullorðinna til og frá vinnu og enn fremurdaglegt umferðarflæði til og frá Ak- ureyri að morgni dags. Tæp 80% fullorðinna á bíl í vinnuna Fram kemur að um 20% barna í 3. til 10. bekk grunnskóla er ekið í skólann á morgn- ana. Um helmingur þeirra er þó í innan við 5 mínútna göngufæri frá skóla og 80% hópsins eru skemur en 10 mínútur að ganga í skólann. Um þriðjungur skólabarna er á bilinu 6-10 mínútur að ganga í skóla frá heimili sínu. Þá leiddi rannsókn þeirra einnig í ljós að 79% fullorðinna nota bifreið til að koma sér í vinn- una, um 21% gengur, hjólar eða notar stræt- isvagn. „Strætó virðist ekki vera valkostur,“ segir Kristín. „Fólki finnst svo stutt að fara, að ekki borgi sig að taka strætó.“ Hún kveðst vilja prófa að útfæra almenningssamgöngur á ann- an hátt en nú er gert, t.d. að bjóða upp á ókeypis ferðir með vögnunum. Athuga hvort það muni leiða til meiri notkunar þeirra og þar með minni umferð einkabíla sem þýði minni mengun í bænum. „Ég velti oft fyrir mér af hverju t.d. framhaldsskólanemar noti ekki strætisvagna í meira mæli en þeir gera, mjög margir þeirra reka einkabíl og kostn- aðurinn er um hálf milljón á ári.“ Þær Kristín og Sóley kváðust ekki hafa skoðað nánar annan akstur foreldra með börn sín, t.d. varðandi iðkun íþrótta eða í tóm- stundastarf. „En við vitum að það er mjög mikið um alls konar skutl að ræða með börn til og frá,“ segja þær. „Við erum að ala upp vissan aumingjaskap með þessari stöðugu keyrslu, ala upp kynslóð sem ekki getur náð sér í mjólkurpott án þess að ræsa fyrst til þess bíl. Það er eins og fólk vilji helst ekki ganga nema á traðkmyllum líkamsrækt- arstöðvanna,“ segir Kristín. Samkeppni milli skóla og vinnustaða Þær benda einnig á að miklar tafir skapist í morgunumferðinni vegna aksturs með skóla- börnin, fjöldi bifreiða mali í lausagangi á með- an verið er að hleypa börnunum úr bílunum með tilheyrandi töfum og mengunarskýjum. Nauðsynlegt sé að vekja fólk til vitundar um þessi mál, átaks sé þörf í að fá bæði börn og fullorðna til að nota tvo jafnfljóta til að koma sér í og úr skóla og vinnu. „Það er staðreynd að fólk verður hressara þegar það mætir á sinn vinnustað hafi það gengið, verið úti þó ekki sé nema í 10 mínútur.“ Þær velta upp þeirri hugmynd að koma á eins konar sam- keppni á milli skóla og vinnustaða, verðlauna þá sem hafa flesta innan sinna raða sem t.d. ganga eða hjóla í skólann og vinnuna. „Það er ljóst að eitthvað þarf að gera, við verðum með einhverjum ráðum að draga úr þessari miklu notkun einkabílanna.“ Lúxusvandamál Einn af helstu kostum þess að búa á Ak- ureyri að mati bæjarbúa, og hefur það komið í ljós í Gallup könnun, er hversu stutt sé milli staða. Þá sé talið í svonefndum Evrópuvísi að einn af kostum þess að búa í tiltekinni borg eða bæ sé sá að hafa kost á því að ganga úr og í vinnu, það þyki lúxus, segja þær og bæta við: Það sem við er að eiga hér, aukin mengun vegna útblásturs og svifryks af völdum vax- andi umferðar og heilsuvandi tengdur hreyf- ingarleysi, er það sem kalla má lúxusvanda- mál. Svifryk alloft yfir heilsuverndarmörkum á Akureyri Ölum upp vissan aumingjaskap með stöðugum akstri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Of mikið svifryk Þær Kristín Sigfúsdóttir, til vinstri, og Sóley Jónasdóttir settu upp fær- anlega mælistöð við Glerárgötu, mældu þar í 75 daga á liðnu ári og niðurstaðan var sú að svifryk fór yfir viðmiðunarmörk í 35 daga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hættulegt horn Um 25 þúsund bílar aka um Glerárgötu á sólarhring. Á þessu horni, á mótum hennar og Þórunnarstrætis, verða flest óhöpp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.