Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.03.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVAÐ ER sársauki í sálu manns? Skiptir það einhverju máli fyrir sam- félag okkar að þekkja og geta sam- samað sig sársaukanum í sálu náung- ans? Það er ekki auðvelt að skilgreina það með orðum en ef til vill má segja að sárs- aukinn verði til í ferli þar sem manneskja reynir að komast yfir erfiða reynslu eins og sorg, slys, sjúkdóm, skilnað eða einelti svo einhver dæmi séu tek- in. Þessi skilgreining er auðvitað ófullkomin en varpar þó ljósi á hvað átt er við með sársauka. Flest höfum við gengið í gegnum ein- hverja erfiða reynslu og berum þess merki í sálinni okkar. Í Nýja testamentinu kennir Jesús okk- ur mikilvægi þess að þekkja og skilja sársauka meðbræðra okkar og jafn- vel tengja við eigið líf. Það gerir hann meðal annars í gegnum dæmisögur eins og þegar mannsonur kemur (Mat. 25) og miskunnsama Samverj- ann (Lk.13). Páll Postuli segir einnig: ,,Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.“ (Róm. 12). Sumir telja að predikanir Jesú og boðskapur hafi verið gagnrýni á gyð- ingdóminn en raunar beindist hann gegn viðhorfum leiðtoga gyðinga þeirra tíma frekar en gyðingdómnum sjálfum. Jesú fannst þá skorta skiln- ing á sársaukanum sem bjó í sálum mannanna, sérstaklega þeirra sem lægra voru settir í samfélaginu. Þess vegna var hann oft harðorður í garð ríkjandi valdhafa. Þegar við skoðum kristna trú er sársaukinn í kjarna hennar, sársaukinn sem birtist okkur í Jesú Kristi á krossinum og var (og er) tilkominn vegna okkar mann- anna. En sá sársauki birtir okkur einnig kærleika hans. ,,Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans, úthellt fyrir marga“ (Mk.14). Samfélag Krists er samfélag fólks sem skilur sársauka annarra og samsamar sig honum og Guð okkar þekkir sárs- auka manna. Það er alls ekki lítið atriði. Sársauki sem þekkir mörk sín En getum við raun- verulega nokkurn tím- ann skilið sársauka annarar manneskju? Þetta er erfið spurning og við verðum að íhuga svarið vel. Vitaskuld getum við ekki tekið á herðar okkar allar heimsins byrðar, það myndi sliga okkur. Við eigum yfirleitt auðveldara að samsama okkur sárs- auka þeirra sem standa okkur næst, eins og fjölskyldu og vina, en þeirra sem eru okkur fjær eins og í öðrum löndum eða heimsálfum. Við upp- lifum það ekki á sama hátt þegar fjöl- skylda okkar og vinir lenda í erfiðri lífsreynslu eins og náttúruhamförum og þegar manneskjur t.d. í Asíu, sem við þekkjum ekki neitt, lenda í því sama og það er eðlilegt. Og jafnvel þegar við reynum að skilja sársauka þeirra sem við erum nátengd þá get- ur verið að við fáum svarið: ,,Þú skil- ur alls ekkert hvernig mér líður. Skilningur á sársauka annarra er mjög mikilvægur hluti af starfi og þjónustu presta. Prestur á að hafa innilegan vilja til þess að skilja fólk og hjálpa því að feta rétta vegu. Það er því fátt sem gengur jafnnærri hjarta prests og þessi orð, sem þeir heyra stundum falla í starfi sínu. Það er því mikilvægt fyrir þá og alla aðra sem kunna að mæta slíkum orðum á lífsleiðinni að vera meðvitaðir um að skilningur okkar allra er takmörk- unum háður, það er mikilvægt að við viðurkennum það og sættumst við það. Að reyna að skilja sársauka náungans en takast það ekki er allt annað en að líta framhjá sársauka hans. Samfélag sem þekkir sársauka náungans ,,Íslenska þjóðfélagið er orðið kald- ara.“ Sumir Íslendingar hafa haft orð á þessu við mig. Þeir segja að sárs- auki sinn sé tengdur samfélagslegum aðstæðum. Ég veit sjálfur ekki hvort þessi skoðun sé sönn eða ekki, því ég hef aðeins búið hér í 14 ár. Ég ólst upp í Tókýó og sýnist að mörgu leyti íslenska þjóðin búi enn yfir því dýr- mæti að þekkja og geta samsamað sig sársauka náungans. En fólkinu sem finnst Ísland vera orðið kaldara skynjar sig sem utan garðs og finnst anda köldu í sinn garð en ég vil ekki nefna sérstaklega hverjir það eru en það er mikilvægt að við veltum þeirri spurningu fyrir okkur. Að þekkja sársauka náungans og geta samsamað sig honum er eitt af merkjum um þroska mannkyns. Það virðist því miður draga úr þeim þroska eftir því sem samfélag verður háþróaðra og ríkara. Íslenskt þjóð- félag stendur því á tímamótum. Er Ísland orðið kaldara? – Hugleiðing á föstu Toshiki Toma fjallar um sársaukann ’Að þekkja sársaukanáungans og geta sam- samað sig honum er eitt af merkjum um þroska mannkyns.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Á UNDANFÖRNUM 2–3 ára- tugum hefur Háskóli Íslands ver- ið að þróast úr 19. aldar embætt- ismannaskóla í nútíma háskóla. Í ljósi þess er það ekki óeðlilegt að rektor Háskóla Ís- lands setji það mark- mið að skólinn verði innan nokkurra ára einn af 100 bestu há- skólum í heimi. Þess- ari tilkynningu var svo fylgt eftir með því að gera grein fyr- ir mögulega hertum inngönguskilyrðum og námskröfum. En vandséð er hvernig slíkt kemst til fram- kvæmda í því um- hverfi sem fram- haldsskólinn starfar í dag. Það er að sjálf- sögðu gott og gilt að hafa framsækin markmið, en þau þurfa einnig að vera í sóknarfæri. Þau við- mið sem notuð eru til þess að meta gæði háskóla eru þannig að það er nánast frá- leitt að lítill háskóli í 300 þúsund manna þjóðfélagi geti náð þeim. Háskóli Íslands hefur þurft að horfast í augu við aukna sam- keppni á nýliðnum árum. Í dag eru 8 háskólar á Íslandi og það má teljast undur og stórmerki hjá ekki fjölmennari þjóð. Þeir skólar sem geta talist í samkeppni við Háskóla Íslands eru Háskólinn í Reykjavík, Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Háskólinn á Akureyri, hinir 4 eru sérhæfa sig í greinum sem ekki eru kenndar við Háskóla Íslands. Þó skarast Kenn- araháskólinn og Háskóli Íslands nokkuð og það hefur verið í um- ræðunni að KHÍ sameinist HÍ. Ýmislegt stingur í augun þegar námsframboð skólanna er skoðað. Hvers vegna bjóða 4 háskólar nám í lögfræði og viðskiptafræð- um? Í fljótu bragði virðist það vera bruðl með almannafé. Aðeins HR býður uppá nám í tæknifræð- um og það er vegna þess að HR tók yfir Tækniháskóla Íslands. En þjóðfélag sem stendur frammi fyrir miklum breytingum í at- vinnuháttum þarf góða iðnskóla og tækniháskóla öðrum fremur. Efnahagsleg velsæld byggist á framsækinni tækniþekkingu á öll- um sviðum. Íslenskt nútíma- samfélag þarf fjölbreyttara tækni- nám, en það sem við nú búum við. HÍ, HR og KHÍ bjóða uppá dokt- orsnám. Það lítur vel út á pappír að veita doktorsnafnbót. En hvers virði er doktorsgráða frá litlum skóla í fámennu landi, þegar bor- in saman við gráðu frá einum af 100 eða 500 eða jafnvel 1000 bestu háskólum heims? Mér er stórlega til efs að eftir slíku prófi sé tekið á alþjóðlegum vettvangi. Skóla- og menntunarsaga okkar er mjög stutt, hún byrjar í raun í ekki fyrr en nokkuð er liðið á síð- ustu öld. Við eigum fábrotna skólasögu enga íslenska heim- speki, rannsóknarhefð eða kenn- ingasmíð. Okkur langar að berast á, á alþjóðavettvangi og komast í sviðsljós hjá akademíu heimsins en leiðin til þess er ekki vörðuð með doktorsnámi hér heima heldur með því að styrkja og end- urskipuleggja grunn- menntun. Hugmyndin um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki mælst vel fyrir, fáir hafa mælt henni bót en allflestir sem hafa tjáð sig op- inberlega finna henni flest til foráttu. Það námsefni sem nú er kennt til stúdents- prófs má auðveldlega kenna á þrem árum, það þarf ekki að skerða náms- framboðið, það má auka vinnuálag á nemendur. Innan um og saman við náms- framboðið eru tals- vert af því sem nem- endur kalla „ódýrar einingar“. Þessi fög eru ekki undirbúningur að háskólanámi, nema síður sé, þeim má sleppa. Því miður virðist það vera algengt að nemendur í framhaldsskóla séu haldnir e.k. áreynslufælni í námi. Þessir nem- endur telja að það sem sé erfitt sé leiðinlegt og koma sér undan því að reyna á sig í lengstu lög. Þegar þessir nemendur koma í háskóla þá kunna þeir ekki sjálf- stæð vinnubrögð við nám og hafa jafnvel aldrei lesið annað en það sem sett hefur verið fyrir í skóla. Þetta er meginorsök brottfalls á háskólastigi. Hvorki börn né ung- lingar hafa slæmt af því að hafa mikið að gera og reyna á sig við nám. Til þess að framhaldsskólinn skili nemendum vel undirbúnum til háskólanáms, þurfa nemendur að koma vel undirbúnir úr grunn- skóla. Það er í grunnskólanum sem fyrst þarf að taka til hend- inni. Það yrði vegsauki fyrir allt menntakerfið. Ekki fara allir í framhaldsskóla, né taka allir stúdentspróf og því síður fara all- ir í háskóla, en allir fara í grunn- skóla. Því betri grunnskóla- menntun, því farsælla og skilvirkara verður allt annað skólastarf. Ef við viljum eignast háskóla á heimsmælikvarða þurf- um við fyrst að eignast grunn- skóla á heimsmælikvarða. Því markmiði er mun raunhæfara að ná. Til þess þurfum við að end- urmeta kennaramenntun á öllum skólastigum og gera kenn- arastarfið eftirsóttara, metn- aðarfyllra og viðráðanlegra og fjölga stöðugildum í öllum skól- um. Við þurfum líka að end- urmeta innra skipulag, náms- framboð og námsmarkmið á öllum skólastigum. Ráðamenn mennta- mála mega ekki einskorða breyt- ingar í skólakerfi við tískusveiflur og pólítíska hentistefnu. Við höf- um ekki efni á fleiri slysum í menntakerfinu en orðið er, enn þann dag í dag erum við að plástra á ósköpin frá 1974. Menntun er dýr hvort heldur góð eða slæm. Það er ekki til of mikils ætlast að nú verði gerð bragabót á. Þegar grunnskólinn er kominn á gott skrið, fylgir framhaldsskólinn og þá fyrst get- um við farið að skilgreina okkur sem vel menntaða þjóð. Verum raunsæ í menntamálum Sölvína Konráðs skrifar um menntamál Sölvína Konráðs ’Það er að sjálf-sögðu gott og gilt að hafa fram- sækin markmið, en þau þurfa einnig að vera í sóknarfæri.‘ Höfundur er doktor í ráðgefandi sálfræði. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekkert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Mark- lund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar MÁLEFNI eldri borgara verða eitt helsta áherslumál borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í komandi borg- arstjórnarkosningum. Teljum við að það sé eitt mikilvæg- asta verkefni Reykja- víkurborgar að tryggja að eldri borgarar geti notið margvíslegra lífs- þæginda og haft raun- verulegt val um eigin búsetu, aðstöðu og um- hverfi. Komist Sjálf- stæðisflokkurinn til aukinna áhrifa við stjórn borgarinnar verður þetta m.a. gert með eftirfarandi hætti: Lækkun fasteignagjalda  Skipulagður lóðaskortur R-listans ásamt lóðauppboði hefur stuðlað að stórhækkun fasteignaverðs í Reykja- vík, sem aftur á móti leiðir til hækk- unar fasteignagjalda. Þessar hækk- anir hafa bitnað harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem fæstir eiga þess kost að auka tekjur sínar þótt gjöldin hækki. Við sjálfstæð- ismenn viljum taka á þessu máli með því að lækka fasteignagjöld í sam- ræmi við fyrri tillögur okkar þar að lútandi. Einnig viljum við hækka af- sláttarviðmið fasteignagjalda gagn- vart tekjulágum Reykvíkingum. Fólk hafi val  Eldri borgurum verði gert kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa með því að efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun.  Við skipulagningu nýrra hverfa verði lögð áhersla á fjölbreytni í húsa- gerð og aukið val fyrir eldri borgara.  311 Reykvíkingar eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými, þar af 260 í mjög brýnni þörf. Við viljum tryggja ein- staklingum með afar brýna þörf fyrir þjónustuíbúð eða hjúkrunarrými, við- eigandi úrræði í sam- vinnu við ríkið, sjálfs- eignarstofnanir, samtök eldri borgara, sjúkra- sjóði og lífeyrissjóði.  Við ætlum að reisa tvö hundruð leiguíbúð- ir/þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara og fjölga dagvistarrýmum í góð- um tengslum við félags- og þjónustumiðstöðvar borgarinnar og hjúkr- unarheimili.  Hafinn verði und- irbúningur að því að hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir og almennar íbúðir verði byggðar í kjarna og þannig stuðlað að því að hjón og sambýlisfólk geti búið saman eða með börnum sínum og því verði minni nauðsyn fyrir eldri borg- ara að flytja þegar meiri aðhlynn- ingar er þörf. Slíkt fyrirkomulagt myndi einnig draga úr stofn- anatilfinningu og vinna gegn ein- angrun. Aukin skilvirkni og samráð  Oft hefur verið fundið að því að ábyrgð á málefnum eldri borgara sé skipt á milli ríkis og sveitarfélaga og slíkt fyrirkomulag hafi í för með sér að kraftarnir dreifist meira en æski- legt væri. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins vilja gera þjónustuna markvissari og munu beita sér fyrir því að málaflokkurinn verði að mestu fluttur til borgarinnar.  Lagt er til að stofnaður verði form- legur samráðsvettvangur borg- arinnar og samtaka og félaga eldri borgarinnar í því skyni að móta stefnu fyrir eldri borgara í Reykjavík og taka á málefnum hverju sinni, t.d. í skattamálum, félagsmálum, húsnæð- ismálum og hjúkrunarmálum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafa unnið að ýmsum þessara mála sem hér eru nefnd á und- anförnum árum með umræðum og til- löguflutningi á vettvangi borg- arstjórnar. Því miður hefur núverandi meirihluta R-listans í borgarstjórn oft skort framsýni til að styðja slíkar tillögur. Má t.d. nefna tillögur um lækkun fasteignagjalda og hækkun afsláttarviðmiða vegna þeirra en slíkar aðgerðir kæmu sér afar vel fyrir þúsundir eldri borgara í Reykjavík. Við frambjóðendur D-list- ans teljum að gera þurfi betur við eldri borgara en núverandi borgaryf- irvöld hafa gert og munum hrinda þeirri stefnu í framkvæmd undir for- ystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fáum við til þess umboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Bætum hag eldri borgara í Reykjavík Kjartan Magnússon fjallar um stefnu Sjálfstæðisflokksins í málefnum eldri borgara ’Hækkanir R-listans áfasteignagjöldum hafa bitnað harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem fæstir eiga þess kost að hækka tekjur sínar þótt opinber gjöld hækki.‘ Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.